13.11.2008
Afsakið - hlé
Ég hef margoft verið spurð hvernig ég hafi tíma í alla vinnuna sem fer í þetta blogg. Svarið er einfalt: Ég hef hann ekki. Ég stel tímanum frá öðru sem gera þarf í lífinu, einkum lifibrauðinu. Það hentar mér ekki að skrifa nokkrar línur, fréttatengja og láta þar við sitja og þess vegna hef ég gert þetta svona. En þau vinnubrögð hafa reynst gríðarlega tímafrek og hlaðið stöðugt utan á sig á ýmsan hátt.
Nú stefnir í óefni ef ég bretti ekki upp ermarnar, spýti í lófana og vinn fyrir síhækkandi (þjóðar)skuldum og salti í grautinn. Ég er verktaki, fæ borgað fyrir afköst, og þau hafa verið í minna lagi undanfarið svo ekki sé meira sagt. Þetta er ekki beint tíminn til að minnka við sig vinnu sem er nógu lítil fyrir, illa borguð og margir um hituna. Og ekki fæ ég borgað fyrir bloggið frekar en aðrir.
Ef fólk hefur ekki áttað sig á söfnunum bendi ég á myndbandasafnið með um 300 myndböndum, tónspilarann með á annað hundrað útvarpsþáttum og þáttabrotum og úrklippusafnið, sem reyndar er hálfkarað. Ég gef mér kannski tíma til að bæta við einu og öðru, hver veit.
Ég kem aftur en hvenær það verður fer eftir því hvernig mér gengur að einbeita mér að vinnunni. Mér hefur virst þeir sem gert hafa hlé á bloggi sínu vera mjög óstaðfastir í þeim ásetningi og ég hef ekki hugmynd um hvernig mun ganga hjá mér. En það er orðið mjög aðkallandi að ég geri tilraun - þótt fyrr hefði verið.
Ég kveð að sinni með heimspekingnum Gunnari Dal. Hlustið vel á hinn aldna vitring, hann veit hvað hann syngur.
Sjáumst...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Athugasemdir
Þín verður sárt saknað af blogginu. Ég er þó svo lánsöm að fá að hia þig og spjalla.Knús Magnea klippó.
Magnea Sif (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 07:06
Mér segir svo hugur Lára Hanna að leiðir okkar muni liggja saman fyrr en seinnar. Það er þörf á pólitískum framkvæmdum. Gangi þér vel með verkefnin þín.
Sjáumst fyrr en varir.
Baldvin Jónsson, 13.11.2008 kl. 08:08
Þú hefur staðið þig eins og hetja og blásið okkur baráttuanda í brjóst. Skil vel að þú þurfir að sinna vinnunni, ekki besti tíminn til að slaka´á núna ... Gangi þér, ég hlakka til að fá þig aftur á bloggið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.11.2008 kl. 08:13
Ég skil þig og veit. Við hin verðum bara að reyna að standa vaktina hér í bili, þótt ekkert okkar nái að fylla í sporin þín. Vonandi blessast allt. Verum í sambandi. Láttu vita ef þú dettur um eitthvað, sem þér finnst að megi koma fram í dagsljósið.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 08:19
Farðu vel með þig. Bloggið er ekki það sama án þín. En... þú átt að hugsa um sjálfa þig fyrst og fremst. Þannig að .. gangi vel :-)
Einar Indriðason, 13.11.2008 kl. 08:21
Þetta er auðvitað bara grátlegt en ég skil þig vel.
Verðum í bandi.
Þín verður sárt saknað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2008 kl. 08:35
Ég vildi bara þakka þér fyrir frábært blogg og góðar samantektir. Hafa sérstaklega komið sér vel fyrir mig sem er búsett erlendis, því ég hef ekki tíma til að horfa á allar sjónvarpsfréttir, kastljós, silfuregils osfrv. Þín verður sárt saknað :) En skiljanlegt að þú verðir að eyða tímanum þínum í eithvað sem gefur af sér. Ég hefði nú jafnvel verið til í að greiða fyrir afnotagjald fyrir að skoða bloggið þitt!!
Gangi þér vel að einbeita þér að vinnunni!
Baráttukveðjur!!
Kristín Hildur Kristjánsdóttir
Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:04
Sammála Kristinu Hildi. Lára Hanna þín verður sárt saknað.
Gangi þér vel. Kv.Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 13.11.2008 kl. 09:23
Vinnan verður að ganga fyrir, en þín verður sárt saknað. Öflugri hugsjónabloggari er vandfundin(n.)
Theódór Norðkvist, 13.11.2008 kl. 09:34
Skítt að heyra að þú sért að fara í bloggfrí Lára Hanna til að vinna fyrir saltinu í grautinn. Góðir bloggarar ættu að fá einhverja umbun erfiðis síns enda þeir ígildi góðra rithöfunda.
Því miður verðum við að axla þungar byrðar sem örfáir einstaklingar hafa í krafti valda sinna komið á okkur. Það er mjög miður og ekki að sjá að núverandi stjórnvöldum beri sú gæfa að forða okkur frá.
Gangi þér vel og óskandi er að þú eigir þann möguleika af og til að gefa þér tíma í þinn góða bloggpraxís! Þörfu ádrepurnar þínar verða sárt saknað.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.11.2008 kl. 09:38
Eg vona - og geri mitt til þess - að þér græðist mikið fé á augabragði, því þú heldur þetta ekki út í langan tíma. Ballið er rétt að byrja.
Rómverji (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:39
Gangi þér vel Lára Hanna. Það segir sig sjálft að í bloggi þínu fellst mikil vinna. En af hverju færðu ekki laun fyrir það umfram alla aðra.. Þú ert ríki í ríkinu og mjög upplýsandi fyrir okkur.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:49
Þín verður sárt saknað Lára Hanna. Skil þó afstöðuna vel. Vonast samt til þess að þú "læðir inn" skoti og skoti
Takk fyrir mig.
Kv. Steini
Þorsteinn Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 09:59
Ágæta Lára Hanna.
Langar að nota tækifærið, núna þegar þú segist vera hætt að blogga og þakka þér fyrir alla vinnuna sem þú hefur lagt í þetta, skrifin þín og allar tengingarnar, en sérstaklega framlag þitt til verndar íslenskri náttúru. Þín verður saknað á þessum vettvangi.
Takk fyrir. Ingj.
Ingjaldur Arnþórsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:07
Lára Hanna, plís, ekki hætta! Þú ert fréttaveita og algjörlega ómissandi!
Sigurður Hrellir, 13.11.2008 kl. 10:19
Ég skil þig vel, það fer mikill tími í að gera svona gott blogg eins og þú ert með. Vonandi kemurðu fljótt aftur. Mér finndist reyndar að mbl ættu að halda fast í þig, innlit í síðustu viku hjá þér voru 16,366 manns og síðasta sólarhgirn 3839.
Valsól (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:26
Ef ég ætti nokkrar aukakrónur hefði ég viljað leggja í púkk til að halda þér áfram hér á blogginu..svo þú ættir fyrir saltinu og svona meðan þú sinntir þessu lífsnauðsynlega upplýsingabloggi fyrir okkur hin. Það hefði verið í mínum huga svona lýðræðisgjald..veit þú kemur aftur síðar. Bara þúsund þakkir fyrir alla vinnuna og vitið þitt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.11.2008 kl. 10:39
Úff, það er vont að missa þig, en auðvitað verður "lifibrauðsvinnan" að ganga fyrir, skil það vel.
Skora á Mbl.is að bjóða þér vellaunaða vinnu, sem rannsóknarblaðamann hér á blogginu, bloggheimar verða ekki svipur hjá sjón án þinna vönduðu pistla.
Sigrún Jónsdóttir, 13.11.2008 kl. 11:10
Lára Hanna Takk fyrir allan þína vinnu og tíma sem þú hefur gefið okkur. Það er mikill missir af þér. Þú átt heiður skilinn.
Hólmdís Hjartardóttir, 13.11.2008 kl. 12:31
Takk fyrir allar góðar upplýsingar. Vont er að missa þig úr blogginu. Hafðu það sem best og vonandi heyrum við fljótlega aftur frá þér.
Úrsúla Jünemann, 13.11.2008 kl. 12:48
Ég skil þig vel því bloggið er tímafrekt en þín verður saknað.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 13:27
Gangi ter vel og hafdu tad sem allra best. Eg mun sakna bloggid titt einnig stost tu eins og hetja i sjovarpinu. Kvedja Anna
Anna , 13.11.2008 kl. 13:55
Gætirðu ekki bara opnað bankareikning(? í hvaða banka) og séð hvort fólk er tilbúið að styðja þig ? Ég er allavega tilbúinn að styðja þig !
Er enginn sjóður á vegum ríkisins ? Bloggarasjóðurinn Takk fyrir bloggið og vonandi reddast peningar sem fyrst
Máni Ragnar Svansson, 13.11.2008 kl. 14:09
Í rauninni ættum við að greiða þér fyrir þessar samantektir þínar því þær hafa svo sannarlega hjálpað mér eins og Kristín Hildur talar um hér að ofan.
Gangi þér allt í haginn og gerðu nákvæmlega það sem þú vilt.
Mér finnst nú samt ennþá að við ættum að hittast með bretunum. Það er bara spurning um að gefa sér tíma við tækifæri. Þó ekki verði fyrr en á nýju ári
Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2008 kl. 15:18
Takk fyrir mig Lára Hanna. Vildi að ég gæti gert eitthvað til að halda þér hérna
Heiða B. Heiðars, 13.11.2008 kl. 15:32
Farið hefur fé betra, nei bara grín.
Þú ert einn af bloggurunum sem maður nennir að lesa, að vísu er ég oft ósammála þér en maður græðir á lestrinum, verður einhvers vísari. Myndböndin eru stórfín. Það er þreytandi að lesa bloggara sem úthella skoðunum sínum en hafa enga gulrót.
Benedikt Halldórsson, 13.11.2008 kl. 17:07
Við skiljum auðvitað öll að lifibrauðið verður að ganga fyrir. Þú ert hins vegar svo einstakur bloggari að ég skil ekki að moggabloggið geti verið samt án þín. „Standardinn“ verður alls ekki sá sami. Þess vegna ættu þeir hjá blog.is að sjálfsögðu að ráða þig í vinnu og borga þér vel fyrir þína vönduðu vinnu.
Mér finnst það kvíðvænlegt að geta ekki gengið að þínum vel unnu og metnaðarfullu skrifum og samantektum hér. Vildi að ég gæti ráðstafað afnotagjöldunum sem ég borga til RÚV til þín þar sem síðan þín hefur verið fjölmiðillinn minn að undanförnu.
Vona „að þú læðir inn skoti og skoti“ eins og Þorsteinn orðaði það hér að ofan.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.11.2008 kl. 18:10
Þakka þér fyrir alla þína framgöngu sem er þinn sómi og okkar ávinningur. Þín verður sárt saknað og vonandi líður ekki á löngu áður en frá þér heyrist að nýju. Gangi þér vel með allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
Hulda (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 18:19
Ekkert að afsaka - maður lifir ekki á blogginu einu saman. Takk fyrir mig og ekki „salta“ of mikið!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.11.2008 kl. 18:23
Kæra Lára Hanna
Mér varð mikið um þessa frétt að þú yrðir að hætta bloggi um sinn. Ég er sammála Kristínu Hildi Kristjánsdóttur hér að ofan þar sem ég hefi búið erlendis um langt skeið. Ef eitthvað verður sett í gang til að fjármagna þetta blogg, þá máttu bóka mig á áskrifendalistann.
Eftirfarandi bullaðist upp í mér og læt ég það flakka án þess að lesa það yfir.
Þú ert viti í skerjagarðinum
Hvítfyssandi öldur æða um
Fátt lýsandi ljósa
Vandrötuð leiðin út
Blindur er skipstjórinn
Sundrung í liði háseta
Sól kemur upp um síðir
Vorar senn
Guð geymi og leiði
Þitt bjarta ljós
Þakka fyrir mig
Páll Gröndal, 13.11.2008 kl. 18:34
Þar fór besta fréttaskýringakona Íslands í hlé! Skýr, á mannamáli, og fyrir mig hérna í útlöndum, alveg ómissandi. Þín verður sárt saknað en auðvitað er þetta skiljanlegt og ég óska þér góðs gengis! (Vona svo bara að einhver fjölmiðill hafi vit á að ráða þig til sín ) Bestu kveðjur.
Aðalheiður Haraldsdóttir, 13.11.2008 kl. 18:35
Takk fyrir góða pistla. Það er verst að nú minnkar þrýstingurinn á stjórnvöld umtalsvert. Þjóðarspegill þinn hefur verið mér ómetanlegur.
Marinó G. Njálsson, 13.11.2008 kl. 19:00
Skil náttúrlega ekkert í þér !
Hvar á sveitmaður þá að fá 'ófabrikkaðar' almennilegar fréttaskýríngar á kvennamáli ?
Steingrímur Helgason, 13.11.2008 kl. 21:51
Þakka þér fyrir vel unnin störf, ég er sammála fólki hér, að það hefur verið hvetjandi að lesa skrifin þín og samantektir. Ég skil vel að þetta taki langan tíma. Segi bara bestu þakkir og komdu sem fyrst aftur, þjóðin þarfnast þín hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2008 kl. 21:53
Þú ættir að fá greitt fyrir þetta Lára Hanna. Þinna skrifa verður saknað. Þjóðin þarf á þér að halda.
alva (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:36
Ég lít á þetta sem gott helgarfrí hjá þér Lára Hanna mín. Þú tekur bara nokkra þætti af Bold og skverar þeim af og kemur svo brött til baka. Bloggið er eins og reykingar. Ávanabindandi helvíti. Bestu kveðjur.
Eyþór Árnason, 13.11.2008 kl. 23:16
Ég hef ekki verið lengi í blogheimum, rétt tvær vikur. Ég varð þó mjög fljótlega var við snilldarskrif þín og myndefni. Hef fylgst með nokkrum bloggurum vel, þ.á.m. þér. Það er ekki auðvelt að fara í þín spor en við hin höldum áfram og höldum uppi baráttunni fyrir betra mannlífi. Endurkomu þinnar er beðið. Sæl að sinni.
Guðjón Baldursson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:32
Ég skora hér með á alla bloggvini Láru Hönnu auk allra þeirra sem hafa haft gagn af lestri og skoðun á bloggi hennar að vera með í því að opna reikning fyrir hana. Ef allir leggja ca þúsundkall (meira innlegg frjálst), þá væri gaman að vita hve langt við komumst með það og hvort hún geti tekið sér t.d. nokkra daga í að blogga án þess að hafa áhyggjur af salti í grautinn. Það liggur gífurleg vinna á bak við bloggið hennar og mér finnst einhvern veginn að slíkt hugsjónarstarf þurfi viðurkenningu, þó ekki væri annað. Hvað segiði um það?
Nína S (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:36
Þetta er eins og stillimyndin á Skjá einum í kvöld. En ég geri ráði fyrir að þetta sé bara hlé, við reynum einhvernvegin að bjarga okkur á meðan.
Emil Hannes Valgeirsson, 13.11.2008 kl. 23:36
Sæl Lára Hanna.
Það er vonandi að þú náir að raka saman fyrir salti í grautinn og komir fljótt aftur... En svo vona ég bara að ég hitti þig fljótlega :)
Nóní (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:32
æi nei ekki hætta plís !
Ég sagði upp Mogganum og væri til í að leggja andvirði mánaðargjalds, inn á þinn reikning mánaðarlega. Við þurfum öfluga gagnrýni "online"núna sem aldrei fyrr en gangi þér vel. Endilega komdu aftur sem allra fyrst.
ag (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:49
Stutt kynni en góð. Sakna þín.
Guðl. Gauti Jónsson, 14.11.2008 kl. 00:55
Þín verður sárt saknað hér, gangi þér vel með brauðstritið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:04
Ef þessi vefur væri aðgengilegri til atkvæða þætti mér nú við hæfi að biðja um svona klukkutíma þögn. En ég ætla að vona að fjarvera þín verði ekki löng og eins trúi ég því að það verði með þig eins og alkana. "Þú byrjar aftur á sama stað og þú hættir!"
Gangi þér vel.
Árni Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 01:15
Þín verður sárt saknað.
MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 01:19
Takk fyrir frábærar greinar Lára Hanna, ég vona innilega að þetta sé bara smá stopp hjá þér og við fáum aftur að njóta þinna góðu skrifa, við þurfum öll á þínum góðu piltlum að halda, sérstaklega á þessum erfiðu tímum.
Olga S Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 02:43
Ég skil þína ákvörðun - en á erfitt með að sætt mig við hana á þessum síðustu og verstu tímum.
Ég hef oft vísað á bloggið þitt þegar kunningjar leita upplýsinga. Það segir mér að þitt framlag hefur verið mikils virði. Vonandi verða einhverjir til þess að taka við keflinu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 14.11.2008 kl. 09:06
Takk fyrir öll þessi frábæru skrif þín það sem af er. Nú bíð ég spenntur eftir endurkomunni. En mikið skil ég vel að þér finnist erfitt að finna tíma í þetta. Þú hefur lagt gríðarlega vinnu í bloggið, og þess vegna er bloggsíðan þín svo mikilvæg og frábær uppspretta! Gangi þér allt í haginn þangað til við sjáumst næst.
Stefán Gíslason, 14.11.2008 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.