17.11.2008
Munið borgarafundinn í kvöld!
Í kvöld verður haldinn þriðji opni borgarafundurinn um stöðu þjóðarinnar, í þetta sinn á NASA (gamla Sigtúni) við Austurvöll. Þar ættu að komast fyrir nokkuð fleiri en í Iðnó. Ritstjórar og fréttastjórar helstu fjölmiðla landsins verða í pallborði og eins og áður verða fjórir frummælendur. Ríkisstjórn og alþingismenn eru hvattir til að mæta, hlusta og taka þátt í umræðum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæl Lára, og gaman að fá þig aftur á bloggið. Þú ert algjörð upplýsingamiðill sérstakleg fyrir þá sem búsettir eru erlendis. Kemst því miður ekki á fundinn.
En mín spurning yrði þessi. Nú hækkuðu lánin 30% vegna fall krónunar. Ættu þá ekki lánin að lækka aftur þegar krónan hækkar á ný??? Þegar erlendu lánin koma sem á að reisa krónuna úr hildýpi sjáar.
Er það ekki lögbrot að leggja hækkunina á höfðustól lána. Hvað skildi EES segja við því?
Anna , 17.11.2008 kl. 12:08
Gott að vera bjatsyn Anna en sagt var í fréttum að krónan mun falla enn meira.
Heidi Strand, 17.11.2008 kl. 12:34
Smá ábening í umræðuna.
Forstjóri danska FME varð að segja af sér, eftir 12 ár í starfi, vegna þess að hann greip ekki nógu snemma inn í rekstur 2ja lítilla banka sem nú eru fallnir.
Ef menn öxluðu ábyrgð í viðlíka mæli á Íslandi myndi öll stjórn og yfirmenn bæði FME og Seðlabanka hafa fokið fyrir 7 vikum. Viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra væru líka farnir frá.
Bara að gefa ykkur dæmisögu um hvernig hlutirnir eru gerðir þar sem ekki ríkir botnlaus spilling.
http://www.vb.is/frett/2/49837/forstjori-danska-fme-haettir
Elfa (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:55
Sjáumst á fundinum í kvöld!
Annars eru hér skilaboð til þeirra sem búa erlendis eða eiga þar vini og ættingja:
Allir íslenskir ríkisborgarar hafa kosningarétt í kosningum til Alþingis.
Hins vegar detta menn út af kjörskrá eftir 8 ára búsetu ytra.
Þeir einstaklingar verða að senda inn eyðublað til Þjóðskrár fyrir 1. desember n.k., sjá hér.
Mjög áríðandi er að vekja athygli á þessu því að líklegt hlýtur að teljast að kosið verði á næsta ári.
Íslendingar erlendis vilja eflaust nýta kosningarétt sinn og koma hér á betri stjórnarháttum.
Núverandi stjórnvöld eru auðvitað ekki að vekja athygli fólks á þessu.
Með bestu kveðju.
Sigurður Hrellir, 17.11.2008 kl. 13:57
Ég þakka fyrir þessar upplýsingar. Kveðja Anna.
Anna , 17.11.2008 kl. 16:10
Vildi svo gjarna mæta, en er að vinna eins og venjulega.
Helga Magnúsdóttir, 17.11.2008 kl. 19:29
Mikið vildi ég geta mætt þarna og hlustað á frábæra frummælendur.- En ég les bloggið þitt þar veit ég að ég fæ góðar og gagnlegar upplýsingar um gang mála. - Og fæ ég seint fullþakkað þér Lára Hanna fyrir þitt frábæra blogg.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.11.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.