18.11.2008
Hvítþvottur Davíðs og viðbrögð við honum
Hér er ræða Davíðs Oddssonar sem hann flutti á fundi Viðskiptaráðs í morgun í hverri hann hvítþvær sjálfan sig og Seðlabankann, ýjar að ýmsu og segir annað sem mér heyrist að sumir túlki sem hótanir. Og hann segist vita af hverju Bretar brugðust við eins og þeir gerðu. Auðvitað var það ekki vegna orða Davíðs en ekki upplýsti hann um ástæðuna.
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum við ræðu Davíðs og bendi ég þar á hádegisfréttir Ríkisútvarpsins, síðdegisfréttirnar sem og Síðdegisútvarpið á Rás 2. Geir, Össur, Björgvin G. og fleiri koma af fjöllum eins og jólasveinarnir og kannast ekki við neitt. Þegar þetta er skrifað stendur enn yfir fundur Samfylkingarinnar um ræðu Davíðs.
Maðurinn má bara ekki opna munninn, þá gerist eitthvað. Vonandi fréttist þetta ekki til útlanda. Þessu tengt bendi ég á stórfínan pistil Ólínu Þorvarðardóttur hér. Þessu ótengt bendi ég á þetta.
Byrjum á fréttum Stöðvar 2.
Þá eru það fréttir RÚV.
Og að lokum Kastljós.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Athugasemdir
Maðurinn er orðin kennsluverkefni fyrir stjórnmálafræði ,hagfræði,stjórnsýsluræði.og jafnvel sálfræði. Og þá meina ég hvað á að varast.
Rannveig H, 18.11.2008 kl. 18:31
Burt með hann!! Hrokagikkur sem greinilega hefur aldrei þurft að axla ábyrgð á einu né neinu. Maðurinn sér ekki lengra en nef hans nær! Burtu með hann
Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:40
Ég hugsa um Gaukshreiðrið og mér verður ljóst að þar voru allir þokkalega sane miðað við.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 19:39
Þetta er ótrúlegt. Hvernig sitjum við uppi með alla þessa trúða í æðstu stöðum líðveldisins?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 19:59
Bíddu... er ekki komið á daginn að hann hafi hitt ISG a.m.k. 6 sinnum síðan þetta kom upp? Hvað gerði hún? Ekki neitt! Davíð segir sjálfur að hann vilji óháða erlenda rannsókn á störfum Seðlabankans og komi í ljós að mistök hafi verið gerð, þá skuli hann segja af sér strax.
Davíð mun fara með meiri reisn inn í sögubækurnar en flestir aðrir íslenskir stjórnmálamenn samtímans og þá dreg ég ekki ISG undan þar. Framkoma Samfylkingar núna að nota þessa herferð gegn Davíð í atkvæðasöfnun er með ólíkindum. Ég var líka verulega hissa þegar ég sá fyrstu fréttatilkynningu Nýs Íslands, þar sem fram kom að markmiðið væri að koma Davíð úr Seðlabankanum. Ekki að mér brygði að fólk eins og Kolfinna Baldvins stofnaði svoleiðis... og ekki var ég undrandi að þau feðgin þyrftu nú stuðning niður Laugaveginn eftir að hesthúsa morgunverð samanstandandi af skinkuhorni og 12 vodkaskotum... en að sjá Hörð Torfason þar, þá brá mér. Það er ekki til sá fjölmiðill á Íslandi sem hann hefur ekki grenjað í um einelti eftir að hann kom út úr skápnum... og svo stofnar hann svona lagað.
Ég held að þið sem eruð að kalla á afsagnir og kosningar ættuð aðeins að staldra við og sjá hvort það gægist ekki skynsemisvottur fram hjá ykkur. Gott væri ef þið mynduð þegja á meðan í einhverjar vikur!
Offi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:11
Jebb, hann varpaði algjörri vetnissprengju í umræðuna. Verum þakklát, við höfum þá eitthvað til að tala um og dreifa huganum.
Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:14
Er Davíð að hvítþvo sjálfan sig með því að heimta óháða rannsókn erlendra sérfræðinga?
Er ekki orðið augljóst að fjölmiðlarnir hafa verið strengjabrúður "útrásarvíkinganna" og bankamanna? Um hvað snérust fjölmiðlalögin á sínum tíma? Fjölmiðlarnir sögðu sjálfir að það eina sem lægi að baki þessum lögum væri einhver geðvonska í Davíð. Nú þegar tengslin á milli bankanna og svo einokunarinnar á fjölmiðlunum er augljós, er þá kannski óhætt að endurskoða þennan "sannleik" fjölmiðlanna??? Hafði Davíð rangt fyrir sér eða voru það kannski bara fjölmiðlarnir sem sannfærðu fólk um meinta geðvonsku á bakvið lögin?
Nú segja stjórnmálamenn sumir að þótt Davíð hafi varað menn við strax 2007 að illa gæti farið, þá sé það innantómt vegna þess að hann hafi ekki komið með skýrar tillögur til að laga ástndið..... Gott og vel. En, hvernig stóð á því að engin umræða varð í þjóðfélaginu um þessi mál, þegar vitað er að ýnsir stjórnmálamenn höfðu setið fundi með Davíð þar sem varað var við ástandinu? Afhverju fjölluðu þingmenn ekki um þessa fundi með Davíð á alþingi, nú eða þá í imbakassanum?
M.ö.o. Davíð er sakaður um að hafa ekki gefið nægilega skýr skilaboð, en voru einhverjir aðrir sem tóku til máls til að standa við bakið á Davíð og þessum varnaðarorðum? Var ekki Davíð svolítið eins og "Palli einn í heiminum" með viðvörunum sínum, bæði þegar fjallað avr um fjölmiðlafrumvarpið og svo bankana?
Nú þykist engin kannast við viðvaranir Davíðs...... hvað halda menn að Davíð hafi verið að gera í vor þegar hann varar við að húsnæðisverð muni falla um 1/3 á árinu? Var hann ekki hundskammaður í fjölmiðlum fyrir að segja þetta?? Eins og það eitt og sér hafi ekki verið nægilega skýrt þá má líka benda á umræðuna um vaxtahækkanirnar sem hefur verið nokkuð lengi í gangi. Það voru eins skýr skilaboð og Seðlabankinn gat gefið þess efnis að Íslendingar væru að taka allt of mikil lán. Nú má deila um það hvort þessar vaxtaákvarðanir hafi verið rangar, en það er algjörlega á hreinu við hverju væri verið að vara við. Hvernig var umræðan um þessi mál? Umræðan var í gangi í nokkur ár, en aldrei á því stigi að mikilvægt væri að ná sáttum um að Íslendingar þyrftu að MINNKA lánatökuna! Gæti það verið vegna þess að fjölmiðlarnir voru í eigu bankamanna og útrásarvíkinga???
Það þurfti ekkert að hætta þessu lána kjaftæði, það átti bara að taka upp Evru og ESB og sukka meira??? Það var hlegið af Seðlabankanum fyrir að hækka vexti til að minnka lánagræðgina, því fólk gæti bara ullað á Dabba og fengið ódýr lán í Evrum.......Og allir jörmuðu blíðlega með.
Er ekki kominn tími á það Lára Hanna, að hætta því að grenja með bankamönnunum í þeirra eigin fjölmiðlum og leyfa þeim þannig að stýra umræðunni???
Nú má það vel vera að DAvíð hafi gert mistök í einhverjum málum, en var einhver annar sem talaði skýrar?
ERu einhverjir stjórnmálamenn sem eiga frama sinn að þakka "víkingunum" með því að jarma hve mest með imbakassanum og greiningadeildunum (PR stofnunum bankanna)??
Umræðan í dag er svolítið á þann veg að DAvíð hafi átt að handstýra landinu og bönkunum frá því ástandi sem er í dag, einn og sér. Sami maður og var alltaf sakaður um að vera "einræðisherra" og í raun hálfpartinn flæmdur úr stjórnmálunum af þeim sökum.......hlægilegt.
magus (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:29
Tími uppgjöranna er kominn.
Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 20:36
Jahá. Eftir örsnöggan yfirlestur kommenta sé ég að Það eru enn til Íslendingar sem VERJA þá sem ábyrgð bera á þjóðargjaldþroti okkar og ærumissi erlendis. Hversu dapurt er það ?
Eða vilja þessir aðilar meina að ENGINN BERI ÁBYRGÐ Á NEINU ?
Og ef sá sem..... einkavæddi bankana, setti reglurnar, skipaði í embættin og settist svo sjálfur í eftirlitsstöðuna, ber ekki ábyrgð á einhverju,,, hver þá !!!!
Anna Einarsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:48
Já það er greinilegt að þetta er bara fjölmiðlum og okkur Íslendingum að kenna. Við hefðum náttúrulega átt að stöðva þetta allt saman, enda höfum við svo rosalegt vald.
Við hefðum náttúrulega átt að vita það að það væri allt í rugli í bönkunum, sérstaklega þar sem það var náttúrulega allt á borðinu og stjórnvöld og seðlabankinn gáfu yfirlýsingar um það hverssu illa öllum gengi eða hitt þó.
Ég bara skil ekki hvað fólk er að taka upp hanskann fyrir Davíð eða ríkisstjórnina eða bara alþingið yfirhöfuð! Þetta er bara alveg út í hött og greinilegt að nú eru þau bara farin að reyna að kenna hvort öðrum um en enginn átt þó þátt í þessu! Hvað er málið eru þau alveg búin að missa allt vit? ég bara á ekki til orð!
Yfir og út...
Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:04
Í maí gaf Seðlabankinn út skýrslu þar sem bankarnir eru sagðir standa traustum fótum og allt væri í besta lagi. Af hverju minntist Davíð ekkert á hana?
Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 22:28
það er magnað að lesa það sem óskráðir aðdáendur Davíðs Oddsonar hafa að segja um málið.. takið eftir.. þeir eru ekki skráðir á bloggið
Óskar Þorkelsson, 18.11.2008 kl. 23:11
í fréttum útvarps var rætt við Lúðvík Bergvins, þingflokksformann Samfylkingarinnar. auðvitað talaði hann varlega, en þó má vel lesa milli línanna.
1) án þess að tiltaka neitt um breytingar í Seðlabankanum, sagði hann að endurvinna yrði traust á bankanum.
það verður tæplega gert meðan sama fólk situr við stjórnvölinn þar.
2) aðspurður um mannabreytingar þar sagði hann að það væri á forræði forsætisráðherra.
en vitanlega talaði hann varlega, enda á Samfylkingin eftir að ræða við samstarfsflokk sinn um niðurstöðu fundarins.
verði Samfylkingin ekki búin að setja samflokki sínum afarkosti á morgun, eru þau larðar.
Brjánn Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 23:21
kannski koma þau okkur á óvart Brjánn.. og eru ekki larðar ;)
Óskar Þorkelsson, 18.11.2008 kl. 23:23
Hmmm það sem Óskar hér fyrir ofan segir er rétt, aðdáendur Davíðs utan einhver sem kallar sig miðbæjaríhaldið (Bjarni Kjartansson) sem kommenterar á silfri Egils eru allir ónafngreindir. Bjarni er nú á moggablogginu held ég. Fyndin fýr.
Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:24
Maðurinn talaði í klukkutíma, og það var allt hvítþvottur ( litla gula hænan) EKKI EITT ORÐ UM EFNAHAGSÁSTANDIÐ EÐA LAUSNIR Á VANDA EÐA HVAÐ HANN ÆTLAÐI AÐ GERA, BURT MEÐ HANN.
Sigurveig Eysteins, 18.11.2008 kl. 23:46
Hinn hroðalegi sannleikur er kominn í ljós. Þau vissu þetta öll en gerðu EKKERT, horfðu bara uppá Ísland fara í gjaldþrot og missa virðingu út á við. Hvað er hægt að gera við slíku? Þessi óbærilegi sannleikur, þessi beiski kaleikur, er svo sár að ég er í sjokki.
Nína S (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:50
Hvaða bláa hönd hafði kverkatak á RÚV í öll þessi ár? Og Mogginn? Var hann undir hælnum á Jóni Ásgeiri.
KOMMON!? Hvað er að sumu fólki hér?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.11.2008 kl. 23:52
Davíð segist vita af hverju Bretar beittu hryðjuverkalögum og að það sé ekki vegna ummæla hans sjálfs í Kastljósinu. Ef maður gæfi sér að hann hefði rétt fyrir sér í þetta sinn hvað gæti maðurinn verið að ýja að? Það sem mér dettur í hug er að viðvörunarbjöllur hafi hringt í eftirlitsstofnunum ytra þegar fúlgur fjár fóru að streyma úr landi frá íslensku bönkunum. Vitað var að Landsbankinn/Icesave hafði tekið við innlánum í stríðum straumum frá breskum viðskiptavinum og líka að bindiskylda íslenskra banka var ekki í neinum takti við reglur á EES svæðinu. Þegar við það bætist óburðugur seðlabanki með mjög takmarkaðan gjaldeyrisvarasjóð, var þá ekki orðin rík ástæða til að stöðva millifærslurnar með öllum tiltækum ráðum?
Svo er annað mál að Davíð er á sinni eigin bylgjulengd og þó svo að hann hljómi oftast nokkuð sannfærandi þá hlýtur maður að minna sig á að þetta er maðurinn með smjörklípur í öllum skúmaskotum. Sjálfstæðisflokkurinn á varla viðreisnar von eftir þetta og Samfylkingin virðist hafa tekið meðvitaða ákvörðun á fundinum í dag að fórna trausti kjósenda sinna.
Sigurður Hrellir, 19.11.2008 kl. 00:12
Óskar: Ég tel það nú ekki neinn gæðastimpil að vera skráður á bloggið, miðað við ruslið sem þar þrífst.
Brjánn: Talandi um að endurvinna traust... er þetta ekki sami Lúðvík og sigldi um á Víkingnum við ameríkustrendur forðum?
Já, það er gott að vera vammlaus! ;)
Offi (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 00:43
Það er ofmælt að hægt sé að tala um hvítþvott á Davíð. Hann er nefnilega svo ataður af áralangri óhreinindasöfnun að það er til lítils að káfa aðeins yfir það sem hefur bæst við á þessu ári.
Ábyrgð Davíðs er mjög mikil á þessu hruni sem þjóðin hefur orðið fyrir. Hann hefur haft hönd í bagga með þeim lagasetningum sem voru umgjörð fjármálstefnu okkar, sem voru umgjörð bankakerfisins, sem voru umgjörð fjármálaeftirlitsins, sem voru umgjörð verðbréfaviðskipta o.s.frv. Hann hafði veg og vanda að því að vinna einkavæðingarnefndar vegna sölu bankanna var ómerkt og öll fyrri fyrirheit sett á haugana. Hann stóð gegn því að við gengum inn í ESB eftir inngöngu í EES samstarfið. Hann mótaði peningamálastefnuna sem verið hefur á Íslandi síðan 2001. Hann hafði umsjón með bindiskyldu bankanna og að gjaldeyrisforði Seðlabanka væri nægur.
Og hann situr áfram, það er hlegið að honum í útlöndum meðan við tökum andköf ef hann opnar munninn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.11.2008 kl. 01:04
"Í maí gaf Seðlabankinn út skýrslu þar sem bankarnir eru sagðir standa traustum fótum og allt væri í besta lagi. Af hverju minntist Davíð ekkert á hana?" Helga Magnúsdóttir
Hvernig væri að lesa ræðuna? Hann minnist á skýrsluna, og þar stendur ekki að allt "sé í besta lagi".
"Hvaða bláa hönd hafði kverkatak á RÚV í öll þessi ár? Og Mogginn? Var hann undir hælnum á Jóni Ásgeiri.
KOMMON!? Hvað er að sumu fólki hér?" Hildigunnur R
Eru fréttamenn RÚV allir Sjálfstæðismenn, síðan hvenær? Mogginn undir hælnum á Jóni? Nei, hann var það ekki, en Mogginn var líka lengi vel einn og sér í þeirri stöðu....
Sumt fólk trúir ekki öllu sem sagt er í sjónvarpinu, og sumt fólk er jafnvel að læra hagfræði. Skrítið er það ekki???
magus (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 01:41
vel má vera að Lúðvík hafi eitt sinn siglt sinn sjó.
hann hefur þó tæpast komið þjóðinni á vonarvöl með fílsglervörubúðartöktum
Brjánn Guðjónsson, 19.11.2008 kl. 04:32
Davíð er eitrað peð. Hann getur mjög auðveldlega tekið ríkisstjórnina með í fallinu.
Sigurður Þórðarson, 19.11.2008 kl. 07:38
Gaf ekki Davíð út heilbrigðisvottorð fyrir bankana í maí??
Og af hverju er Jónas FR Jónssson hjá fjármálaeftirlitinu ekki til viðtals..og hefur ekki verið í margar margar vikur?? Vinnur þessi maður ekki hjá okkur? Flott hjá Helga Seljan að sýna í kastljósinu í gær hvernig þessir kallar fela sig á efri hæðinni og láta húsvörðinn og ritarann passa að það komist enginn að þeim. FÁRÁNLEIKINN ER ALGJÖR!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 08:18
þann 19. nóvember, 2008 - "Sláum skjaldborg utan um Alþingi".
Stjórnarandstaðan ætlar að standa með okkur í dag,
-hún mætir og ætlar í framhaldi af því að lýsa yfir vantrausti á Ríkisstjórn Íslands :O)
Nýir Tímar
www.nyirtimar.com
www.facebook.com/ákall til þjóðarinnar
www.facebook.com/skjaldborgarmótmælin
Sigurlaug (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:57
Þú heldur áfram að fara á kostum Lára Hanna.
Sævar Finnbogason, 19.11.2008 kl. 11:44
Magus, ég veit ekki með þig, en ég man eftir umræðum um þátt, eina þáttinn í RÚV, sem þorði að skila aðhaldshlutverki fjölmiðla gagnvart stjórnvöldum. Ekki þótti nú alveg ráðlegt að leggja hann niður, en í staðinn var hann uppnefndur af hirð Davíðs, og reynt var að gera lítið úr honum.
Bláa höndin var þarna víst. Málið er bara að maður sér aldrei skekkjuna sjálfs síns megin. Þér (og fleirum) hefur væntanlega þótt allar hægrihallandi fréttirnar bara sjálfsagður sannleikur. Ekki voru eða eru allir fréttamenn RÚV sjálfstæðismenn, nei, en þeir hafa nú samt fundið þrýstinginn að ofan, það er búið að vera mjög augljóst mjög lengi.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.11.2008 kl. 12:02
og bíddu, mogginn einn í þeirri stöðu að vera ekki undir hælnum á Jóni? Var þá RÚV þar?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.11.2008 kl. 12:02
Jólasveinar - einmitt, orð í tíma talað... Hvers vegna opna allir eyrun um leið og Davíð Oddson talar ? Landinn er orðinn svo beygður, svo þjakaður af aldalangri valdníðslu og kúgun yfirvalda að hann þorir ekki öðru ... hvað kemur næst ... hvaða vöndur hýðir mig í dag og hvar skellur hann? Fólkið bíður í örvæntingu eftir ræðunni, ræðumenn birtast, hrokinn skín, skortur á einlægni, valdníðsla, gríman blasir við. Spyrja sjálfir - svarið verður á þann veg að það - verður ekkert svar - óskiljanlegt - þvælt er fram og aftur.
Sjá t.d. umræðuna þar sem fullorðnir menn og konur, ekki bara seðlabankastjórinn, koma fram unnvörpum í fjölmiðlum og benda hver á annan - kenna hvor öðrum um ástandið. “Þetta er allt þér að kenna, ég er alveg saklaus, kom ekki nálægt þessu”…”Þetta er ekki undir mínu ráðuneyti heldur hinu, það er honum að kenna”…og yfirbragð og innihald minnir í raun meir á orðaleik krakka í sandkassa.
Sjá t.d. nýjustu hugmyndir stjórnarherranna - að sameina þurfi Seðlabanka og Fjármálaeftirlitið, síðan er reynt í örvæntingu að útskýra hvers vegna það er skynsamlegt. Nýju fötin keisarans - sjónhverfingar - réttlæta þarf uppstokkunina með því að leggja fram allt aðrar ástæður. Þvílík fásinna - sprautan á lofti, deyfa á fyrir tanntökuna.
Fólk er ekki fífl - það sjá þetta allir.
Bankadrengir og stúlkur, auðfólk, ráðherrar, þingfólk, seðlabankafólk ! - Hættið nú að misbjóða fólkinu í landinu með þessu botnlausa rugli, sem enginn nennir að sitja undir. Þetta er orðið að þráhyggju - stagli, fólk hefur ekki orðið vinnufrið fyrir þessu gengdarlausa áreiti.
Ef fólkið í landinu hefur gert eitthvað rangt af sér gegnum árin, eitthvað sem það þarf að axla, þá þarf það að leggja af undirlægjuháttinn og að hætta að láta troða á sér, kúga sig. Það glittir í það nú - toppurinn á ísjakanum - þjóðin hefur risið upp gegn ástandinu með mótmælum síðustu vikna, þar sem m.a. “dagfarsprúðir” menn mæta og láta til sín taka. Ég á von á því að þessum mótmælum vaxi fiskur um hrygg - fólkið krefst árangurs. Ég á þá ósk - reyndar draum - að ráðamenn og konur vakni upp úr þessum líka ótrúlega heimi sem þeir svífa um í. Margir hverjir koma fram ítrekað og opinbera dómgreindarleysi sitt, vanhæfni og hve fjarri þeir eru umbjóðendum sínum, fólkinu - í orðum og athöfnum. Orðum og athöfnum sem standast ekki faglega skoðun, hvað þá að mæta þörfum fólksins. Það mun þó ekki ske af sjálfu sér - meinið er orðið of inngróið til þess. Sjáumst á Austurvelli. Kveðja Hákon Jóhannesson
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 13:22
Jæja, þá hef ég jafnað mig á sjokkinu sem ég varð fyrir í gær þegar sannleikurinn rann upp fyrir mér, nakinn og sár. Hlustaði á ræðu DO í heild sinni og var næstum sofnuð, þetta var bara pólitísk ræða í löngu máli sem maður sofnar gjarnan undir. Hvað skyldi hagfræðingur hafa sagt í ræðu við þetta tilefni? Trúlega eitthvað allt annað.
Sammála því að pólitíkusar eigi ekki að setjast í bankastjórastóla Seðlabankans.
Nína S (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:46
Magus, ég veit ekki með þig, en ég man eftir umræðum um þátt, eina þáttinn í RÚV, sem þorði að skila aðhaldshlutverki fjölmiðla gagnvart stjórnvöldum. Ekki þótti nú alveg ráðlegt að leggja hann niður, en í staðinn var hann uppnefndur af hirð Davíðs, og reynt var að gera lítið úr honum." Hildigunnur R
Ha, var RÚV með EINN ÞÁTT sem gagnrýndi stjórnvöld? Vá! Þarna eru jú einhverjir Sjálfstæðismenn, en á RÚV eru alveg jafn margir kommar. RÚV verður seint sakað um að standa fyrir einhverri alvöru fréttamennsku! Hatrið á Davíð hefur nú alveg fengið ágætis athygli þar...
" Ekki voru eða eru allir fréttamenn RÚV sjálfstæðismenn, nei, en þeir hafa nú samt fundið þrýstinginn að ofan, það er búið að vera mjög augljóst mjög lengi." Hildigunnur R
Jæja þá! Þér finnst þrýstingurinn á RÚV augljós....
En hvað með þrýstingin á "Baugsmiðlana", er hann eithvað minna augljós?? Hvernig er staðan á öllum helstu fjölmiðlunum í dag? Eru þeir undir hælnum á Davíð?
Það eru bankamennirnir og útrásarfélagar þeirra sem hafa spilað með fjölmiðla landsins síðustu ár, og þar með almenning landsins! Í dag er staðan nákvæmlega sú sama, sömu menn stjórna imbakassanum og fyrir algjöra tilviljun þá virðast fjölmiðlarnir beina athyglinni og ábyrgðinni frá þeim!
Það mun ekki vera hægt að halda uppi vitrænni umræðu um ástandið á meðan fjölmiðlarnir eru svona ónýtir, grenjandi með útrásarvíkingunum og bankamönnunum um hvað Davíð sé vondur karl, og hvernig þeir beri enga ábyrgð....
Davíð hefur gert mistök eins og aðrir, en hann er eini maðurinn sem REYNDI að vara menn við bankahruninu, sem og að hafa reynt að fyrirbyggja ástandið á fjölmiðlunum. En alltaf er honum svarað með skítkasti í fjölmiðlunum, sem eru í eigu sömu englabossana og stjórna bönkunum......
Ekki trúa öllu í imbakassanum.
magus (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:51
Af hverju gerði Davíð þá ekkert, hann sem er með svo mikið vald !!!??? eða er það ekki ??? Og af hverju sagði hann í vor að allt væri í lagi. Hvort er það, í lagi, ekki í lagi ??? það þýðir ekkert að koma eftirá og segja, Ég sagði ykkur þetta, viðurkenndu það bara Magnús þeir sváfu á verðinum
Sigurveig Eysteins, 19.11.2008 kl. 18:19
Og af hverju sagði hann í vor að allt væri í lagi. " Sigurveig
Sagði hann það? Segir hver? Imbakassinn?
Gerði hann ekkert? Segir hver? Imbakassinn?
Hann sem er með svo mikið vald? Segir hver......
Byrjaðu á því Sigurveig að lesa sjálf ræðuna hann Davíðs, þar vitnar hann í m.a. í þessa skýrslu, og hann vitnar í ræðuna hans frá því í fyrra, og hann talar um það vald sem hann hefur.
Hverjir sváfu þá? Viðvaranir Davíðs voru skýrar. Getur verið að ISG og fleiri sem sátu fundi með honum hafi ekki skilið það sem um var rætt, og eða kosið það að taka orð þeirra sem lítið gerðu úr viðvörunum fram yfir orð Davíðs?
magus (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:01
Magus.
Getur verið að þú heitir réttu nafni Hannes Hólmsteinn ?
Anna Einarsdóttir, 19.11.2008 kl. 20:22
Já einmitt Anna Einarsdóttir, eða kannski er ég bara Davíð, nú eða bara skrattinn sjálfur!
Voðalega ertu "sniðug", þú ættir kannski að sækja um vinnu í imbakassanum?
Er ekki eithvað spennandi í sjónvarpinu sem þú ert að missa af núna?
Ætlarðu að ganga lengra í skítkastinu, eða er nóg komið?
magus (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:52
Er þá skítkast að vera ruglað saman við Hannes ?
Æ, sorrý....... stundum missi ég mig í stríðni.
Anna Einarsdóttir, 19.11.2008 kl. 21:12
Mætti ég þá frekar biðja um Hólmsteininn milliliðalaust.
Sigurður Hrellir, 19.11.2008 kl. 21:22
Magus.. þú gætir alveg verið Hannes hólmsteinn.. þú ert óskráður á bloggið og sem slíkur nanflaus og hver sem er.. og því tímasóun að vera að svara þér.
Óskar Þorkelsson, 19.11.2008 kl. 21:33
Takk fyrir að tengja á mig Lára Hanna
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.11.2008 kl. 22:00
Nei þetta var væntanlega málefnaleg umfjöllun? Allt í lagi Anna, me sorry to.......
Hvað með það að ég sé óskráður og "gæti verið hver sem er"?
Getið þig ekki tekið gagnrýni? Eru þið ekki að kvarta yfir því að Davíð og aðrir geti ekki tekið gagnrýni á sín störf?
Davíð var að heimta óháða rannsókn og lofaði því að hætta ef slík rannsókn sýndi fram á afglöp hans. Ef þið eruð svona viss um sakir DAvíðs, afhverju takið þið hann ekki á orðinu?
Getur verið að þessi DAvíðs-hatursumræða beini athygli manna frá því sem raunverulega þarf að gera: óháða rannsókn strax?
magus (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:19
Magnús... þú hefur greinilega orðið fyrir skelfilegum árásum frá imbakassanum (eins og þú kallar það) ég hefði kosið að kalla það fjölmiðla, það eru sem sagt allir fjölmiðlar landsins með samráð og eru saman í að búa til samsæriskenningar, þetta eru sem sagt allt heilalausir hálfvita þessir fréttamenn, sem skilja bara ekki aumingja Davíð, lestu skýrslu sem var gefin út af Seðlabankanum nú í vor, og var fjallað um í fréttatíma nú í kvöld, þú segir mér að lesa þessa skýrslu, ég spyr á móti hvað varst þú að lesa, varla það sama og ég. Ég kem hér undir nafni og mynd, en þú... hvað ertu að fella??? það tekur því ekki að svara þér, þú ert greinilega frá öðru sólkerfi. Hvernig væri að ræða þessa hræðilegu reynslu þína við Sálfræðing í stað þess að hella þér yfir okkur hér á blogginu. Skrifaðu bara áfram, þú færð ekki svar frá mér. Og svona í lokinn, muna svo eftir að anda svo þú kafnir ekki á þessu. eigðu góðan dag.
kveðja frá þessari sem skilur ekkert, veitt ekkert og sefur á verðinum
Sigurveig Eysteins, 20.11.2008 kl. 02:04
Ohh magus þú ert fokkt! Segji ekki meir...
Kommentarinn, 20.11.2008 kl. 18:00
"hvað ertu að fella??? það tekur því ekki að svara þér, þú ert greinilega frá öðru sólkerfi." Sigurveig E
Ég hlýt samkvæmt þér að vera að fela það að ég sé geimvera, eða "frá öðru sólkerfi", sem hefur orðið fyrir hræðilegum árásum frá sjónvarpinu......Það hljóta allir að sjá það??? (Talandi um þörf á sálfræðing)
Hvað á ég að vera að fela, ég væri til í að fá nánari útskýringar á þeirri samsæriskenningu?
Það að athugasemdir séu skrifaðar undir nafni og mynd segir ekkert um meint gæði á innihaldinu.....
magus (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:09
Magus: Er það ekki óskaplega einmanalegt að heita bara magus og eiga hvorki móður-né föðurnafn til að merkja sig frá öðru fólki? Þú virðist hafa afskaplega skýrar skoðanir á mönnum og málefnum, en skortir þig kannski einurð til að koma fram undir fullu nafni? Kjarkur okkar er auðvitað misjafn eins og gengur og mörg dæmi eru um að fólk kærir sig ekki um að koma fram í dagsljósið. Ég finn mig knúinn til að upplýsa að ég kalla mig ekki magus og hef aldrei gert. En auðvitað hlýt ég að liggja undir grun eins og aðrir sem hafa aðgang að tölvu.
Mér finnst nú magus ekki fallegt nafn en það er önnur saga.
Árni Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 22:43
Kannski er það einmanlegt að vera bara "magus", en það er greinilega það sem ég hef valið. Ef þessi ákvörðum mín verður til þess að valda sjálfum mér skaða, þá mun ég sjálfur taka á mig ábyrgðina. Það er rétt hjá þér Árni Gunnarsson að sumir kæra sig ekki um að "koma fram í dagsljósið", en þar með er ekki endilega rétt að einhverjar annarlegar ástæður liggi að baki, eða skortur á kjark. Ástæðan fyrir þessu vali mínu er fyrst og fremst sú að ég vil leggja áherslu á málefnin, í stað þess að leggja áhersluna á persónurnar á bak við málefnin. Ég vil meina að þetta geti orðið til þess að umræðurnar verði málefnalegri. Er ekki persónudýrkun vandamál í okkar samfélagi?
Þeir sem geta ekki eða vilja ekki halda sig við málefnin munu alltaf reyna persónulegar árásir, en það er þeirra vandamál ekki mitt. Það breytir engu að skjóta sendiboðann.
Í dag er nægilegt framboð af fólki, stjórnmálamönnum og viðskiptajöfrum, sem koma fram undir fullum nöfnum og kennitölum og ljúga blákalt framan í fólk... Lygarnar er ekkert betri þótt á bak við þær standi fólk undir nafni og kennitölu.
Takk, Árni Gunnarsson og Dóra litla, fyrir gott innlegg í umræðuna.
magus (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 00:09
Flest mál hafa tvær hliðar í það minnsta og það hef ég lengi vitað. En verulega kemur það flatt upp á mig að það megi flokka undir "persónudýrkun" að koma fram undir fullu nafni í opinberri umræðu!
En þetta með lygina: Alltaf er hún bölvaður ósiður hver sem í hlut á. Samt finnst mér nú að þeir séu illskárri sem ljúga undir fullu nafni en hinir sem fela sig undir nafnleynd. Þessi ályktun er almenns eðlis og felur ekki í sér aðdróttanir í neinum skilningi.
Árni Gunnarsson, 21.11.2008 kl. 00:36
Ég er ekki að segja að það sé persónudýrkun að koma fram undir réttu nafni í opinberri umræðu. Frekar vil ég meina að opinber umræða eigi það til að byggja á persónudýrkun. Sem dæmi umræðan hér: Davíð sagði X en hinir segja Y. Í stað þess t.d. að athuga hvort X eða Y sé rétt, þá er umræðan þannig að X geti ekki verið satt vegna þess að Davíð sagði X, og að Y hljóti að vera hið rétta vegna þess að "hinir" segja það.
"Bloggið" er ekki "opinber" umræða, amk ekki í sama skilningi og umræða fréttamanna og stjórnmálamanna. Við erum ekki "fréttamenn", og einmitt þess vegna getum við leyft okkur að vera "nafnlaus". Samt sem áður getur umræðan á blogginu mjög auðveldlega farið út í það sem ég kalla "persónudýrkun", sem gerist þegar fólk horfir meira til þess hver segir hvað, í stað þess að athuga hvað er sagt.
Hvers vegna er nafnleyndin verri en lygin Árni? Eigum við ekki frekar að athuga málefnin? Ertu ósáttur við það sem ég hef sagt í mínum fyrri athugasemdum hér? Ef svo er þá er ég alveg til í að ræða það frekar...
magus (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 01:37
ef bloggið á að vera ópersónulegt líkt og Magus vill.. þá er tilgangurinn með blogginu horfin..
Nafnlaus = huglaus
Óskar Þorkelsson, 21.11.2008 kl. 12:15
Er tilgangurinn með blogginu persónulegt skítkast Óskar?
Ertu ekki bara krakki eða unglingur sem ekki er fær um að ræða málefnin? Líður þér eithvað illa, eða eru þessi skrif þín bara merki þess hve takmörkuð rökfræði þín er?
Ef þú vilt halda þessu áfram þá geturðu alveg eins sótt gamla gullmola eins og "pabbi minn er stærri en pabbi þinn" eða eithvað álíka gáfulegt.
Grow up!
magus (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:12
ég er greinilega svona vitlaus Magus því ég skil þig bara alls ekki, ekki frekar en að þú skiljir að fólk sem er að rökræða vill rökræða við fólk en ekki ómerkinga..
Að þú skulir koma með aldursgreiningu á mér bendir til einhvers ójafnvægis hjá þér.
Með metinginn um pabbana opinberaru á hvað stigi þú ert sjálfur.
Óskar Þorkelsson, 21.11.2008 kl. 16:35
ég er greinilega svona vitlaus Magus því ég skil þig bara alls ekki" Óskar
Já Óskar minn, fólk er nú svo oft sárreiðast því sem það ekki skilur.
Tökum dæmi; um aldursgreininguna og meintan pabbameting.....
"Ertu ekki bara krakki eða unglingur sem ekki er fær um að ræða málefnin?" Þetta er spurning, er það ekki? Hvaða litla merki er þetta í lok setningarinnar??? Hvað er svona óskiljanlegt?
"Ef þú vilt halda þessu áfram þá geturðu alveg eins sótt gamla gullmola eins og "pabbi minn er stærri en pabbi þinn" eða eithvað álíka gáfulegt." Hvar í þessari setningu er ég að metast um pabba?? Hvað er ég að segja þarna.......ef þú heldur ÞESSU áfram......geturðu ALVEG EINS.....??
Það eina sem hefur verið gert opinbert hér er það að þú ert mér reiður vegna þess að þú skilur ekki! Það er ekki þar með sagt að þú sért vitlaus, bara það að bæta megi les-skilninginn.
Um rökræðurnar......hvaða rökræður hefur þú komið með hér? Skítkast er ekki rökræða.
Það skiptir engu máli þótt ég sé nafnlaus, ég er persóna alveg eins og þú.
Grow up! Hættu þessu kjaftæði!
magus (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:46
ég held að þessi Óskar sé algert fífl og vanviti sem ekki hefur nokkra hæfileika til þess að tjá sig opinberlega.
Lifi nafnaleyndin
magus (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 18:56
he he Magus
Óskar Þorkelsson, 21.11.2008 kl. 18:58
he he Óskar.....sniðugur ertu, það halda örugglega allir að færsla 56 sé eftir magus, en ekki þig, það sér engin í gegn um þetta. Þetta sannar fyrir öllum hér að þú sért ekki krakki, eða hvað???
Ertu ekki bara að lýsa sjálfum þér í færslu 56? Þú veist að sjálfsögðu að hægt er að sjá hvort IP tölurnar passa, annað hvort við færslur mínar eða þínar,er það ekki?
Grow up, Óskar. Hættu þessu kjaftæði! Færsla 56 verður ekki til þess að sanna að þú sért hvorki krakki né unglingur!
Þú ert bara búinn að "skíta á þig" hér, hættu nú.....nóg komið.
Grow up!
magus (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 20:15
Þetta getur verið hver sem er Magus, líkt og með allar færslurnar hér að ofan.. sem merktar eru Magus. nafnlaus á blogginu = ómerkingur
Óskar Þorkelsson, 21.11.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.