Æemmeff og Haraldur veðurfræðingur

Veðurfræðingar hafa sumir hverjir verið áberandi í þjóðlífinu, einkum þeir sem koma fram í sjónvarpi og hafa skopskyn. Vér miðaldra munum eftir Trausta Jónssyni sem varð goðsögn í lifanda lífi og þurfti einhverju sinni að gefa út tilkynningu um að fregnir af andláti sínu væru stórlega ýktar.

Siggi stormur er auðvitað löngu orðinn landsfrægur og ég bíð ennþá spennt eftir að hann byrji aftur með Veðurmolana sína á sunnudagskvöldum. Það hefur ekki bólað á þeim eftir sumarfrí.

Í allri fjármálaumræðunni undanfarið hefur pirrað mig óstjórnlega þetta "æemmeff" tal í öllum, jafnt fréttamönnum, stjórnmálamönnum, hagfræðingum og öðrum sem hafa tekið sér enska skammstöfun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í munn - og geta ekki einu sinni íslenskað hana og sagt "iemmeff".

En á laugardaginn var veðurfræðingurinn Haraldur Ólafsson með lausn á málinu undir lok veðurfréttatímans á RÚV. Það er nokkuð ljóst að Haraldur hefur bæði húmor og máltilfinningu. Ég legg til að þeir sem þurfa að tjá sig opinberlega um téðan sjóð taki Harald sér til fyrirmyndar, fari að tillögu hans og tjái sig um sjóðinn á íslensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður

Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Tók eftir þessu hjá Haraldi. Flott hjá honum.

Víðir Benediktsson, 19.11.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hann nafni minn er ekki bara góður veðurfræðingur heldur hefur hann sýnt færni á ýmsum sviðum. Ekki er langt síðan hann gagnrýndi námsefni íslenskra grunnskólabarna og íslenskan hans er til fyrirmyndar. Hann tekur fyllilega við af Trausta Jónssyni frá Borgarnesi, sem var mitt uppáhald í veðurfræðinni þar til nafni kom til.

Haraldur Bjarnason, 19.11.2008 kl. 21:57

4 identicon

Þetta var bara snilld hjá honum,fékk mig til að brosa "stórasta" brosi. Merkilegt hvað íslenskir veðurfræðingar hafa oft haft mikið að segja í íslensku samfélagi.... en kannski við hæfi m.v. hvernig veðrið hjá okkur oftast er :-)

En þetta var tær snilld hjá Haraldi, takk skal hann hafa :-)

ASE (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

góður Haraldur

réttilega segir hann AG sem Alðjóðagjaldeyrissjóður, því þótt gjaldeyrisssjóður sé samsett út gjaldeyrir og sjóður, er það eitt orð.

eins þykir mér með Evrópusambandið, sem einhver fáviti byrjaði að skammstafa ESB, í stað ES. Evrópusamband er myndað úr orðunum Evrópa og samband. Hver skammstafar orðið samband sem SB?

Brjánn Guðjónsson, 19.11.2008 kl. 22:54

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Svo á Haraldur á líka setninguna „viðrar vel til loftárása“ sem hljómsveitin Sigurrós átti eftir að gera heimsfræga.

Emil Hannes Valgeirsson, 19.11.2008 kl. 23:03

7 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

og hvad med íslenska ordid hektópaskøl ?

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:20

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott hjá Haraldi

Sigrún Jónsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:48

9 Smámynd: Jón Þór Benediktsson

Mér þótti þetta mjög gott hjá honum GO HARALD!! YEAHH :)

Jón Þór Benediktsson, 19.11.2008 kl. 23:57

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sóveig kristín. Hann er með skammstöfunina hPa yfir þetta en áður fyrr voru alltaf notuð millibör yfir dýpt lægða. Ég kann eiginlega betur við það og líka vindstig frekar en metra á sekúndu þótt það hafi vanist ágætlega.

Haraldur Bjarnason, 19.11.2008 kl. 23:58

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Haraldur góður og þú líka.

Eva Benjamínsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband