Þrumugrein Hallgríms Helgasonar

Hallgrímur aftur - nú með þrumugrein í Fréttablaðinu í dag. Ég get ekki séð eina einustu setningu sem ég er ekki sammála.

Hallgrímur Helgason - Fr�ttabla�i� 20.11.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég tek algerlega undir það með þér.

Brjánn Guðjónsson, 20.11.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þið samfylkingarfólk trúið á skáld sem er bara gott,raunveruleikinn er ykkur altof erfiður.

Ragnar Gunnlaugsson, 20.11.2008 kl. 12:50

3 identicon

Eg tek undir tetta. Reyndar finns mer ad ISG aetti lika STRAX ad segja af ser fyrir storfelld afglop og ad halda tvi leyndu ad hafa farid a 6 ja sex fundi med bankastjorn Sedlabankans fra februar til juli, tar sem varad var vid mjog alvarlegum haettum sem stedjudu ad bonkunum og efnahagslifinu. Tessu helt hun leyndu fyrir sjalfum bankamalaradherranum og odrum samradherrum sinum i Samfylkingunni.

Tetta er storfelld mistok og vanraeksla i starfi og hefur oft turft minna til ad radamenn tyrftu ad taka pokann sinn i nagrannalondum okkar.

Afhverju hamra fjolmidlarnir ekki a tessum storkostlegu mistokum og taka tessa konu a teppid !

Hvernig getur Bjorgvin G. setid afram i tessari Rikisstjorn og i skjoli hennar eftir ad hafa latid formann sinn vavirda sig og raduneyti sitt med tessum svivirdilega haetti !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ragnar... Síðan hvenær er ég í Samfylkingunni - eða öðrum stjórnmálaflokki? Þú virðist vita meira en ég um það.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.11.2008 kl. 12:53

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallgrímur sýnir að hann lætur ekki flokkshagsmuni ganga fyrir þjóðarhagsmunum. Góður eiginleiki!

Samfylkingarheilkennið?

Sigurður Hrellir, 20.11.2008 kl. 13:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við getum gert eitthvað. Ekki gera ekki neitt.  Sjá hér http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/718213/#comment1937576

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2008 kl. 13:13

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð grein

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 13:33

8 identicon

Svo sannarlega þrusugrein. Megi sem flestir sem kusu samfylkinguna í góðri trú láta heyra svona í sér!

Jón Thoroddsen (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:53

9 identicon

Góð grein frá samfylkingarmanni. En ég verð að segja að ISG er alveg jafn sek og restin.

Búkollubaul er hárrétt. 

Vandamálið eru flokkabáknin. Þau verður að gelda. Svo að valdaklíkur geti ekki endalaust þeytt rjómann á kostnað heiðvirtra kjósenda.

Jólagjöf kjósenda í ár væri breyting á kosningalögum í anda Vilmundar heitins Gylfasonar,  Og að fólk fengi loks að kjósa frambjóðendur en ekki ylla rotnar flokkaklíkur. Sem sagt kjósa menn til ábyrgðar. Við sjáum vel núna í þessu árferði að flokkakerfið axlar aldrei ábyrgð. Það gera eingöngu einstaka frambjóðendur. Og allavega ef frambjóðendi stendur sig ekki, er ekkert auðveldara fyrir fólk en að kjósa hann ekki næst.

Þetta kallast lýðræði. En ekki flokka klíkubullið sem við höfum í dag.

Við kjósendur erum besta aðhaldið fyrir pólitíkusa. Og það hafa undanfarnar vikur sýnt svo um munar að þess er virkilega þörf.

Þingmennska og ráðherrastöður er atvinna þess fólks sem þar er,    og jú, eftir ýmsu að slægjast, þeir skammta sér jú laun, og gleymum ekki eftirlaunafrumvarpinu sem ylla gengur að losna við.

En því er það svo, að svo litlar kröfur eru gerðar til að þar standi fólk sig og skili sinu?  Veit heldur ekki til að sérstakar menntunarkröfur séu gerðar.

Sem dæmi: Mér finnst 100% flippað að í verstu fjármála kreppu sem plagað hefur okkur er Fjármálaráðherra Dýralæknir og að vera Sagnfræðingur er það vænlegt til að vera góður  Utanríkisráðherra? Hvað með Samgönguráðherra hann er Íþróttakennari. Nei fyrir þau laun sem þjóðin borgar eigum við skilið að fá smá fagmennsku ekki satt. Mannauður er hér nægur.

Krafan er "Fáum að kjósa til ábyrgðar næst"  Annars hjökkum við í sama farinu og Vilmundur reyndi að koma okkur upp úr fyrir 30 árum. Með pólitíska einlita fjölmiðla og einkavina og klíkubandalög í hverjum flokki.  Blessuð sé minning hans.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 14:23

10 identicon

Ósammála. Eg misti líka af myndugleika Ingibjargar Sólrúnar. Hef sagt þetta annars staðar og segi enn:

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefur verið við völd frá því í maí 2007. Fyrir rúmum mánuði komst þjóðarbúið í þrot. Algjört. Þúsundir heimila verða gjaldþrota.

Hvernig væri að forysta ríkisstjórnarinnar axlaði ábyrgð og segði af sér, þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde?

Þessi tillaga um afsögn tveggja “skúringakvenna” í ríkisstjórninni er svo aum að engu tali tekur.

Rómverji (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:36

11 identicon

Mæli með að einhver aktivistinn taki sig til á laugardag og setji svart sorgarband á Jón Sig.

nettara en kasta eggjum.

Sj (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 18:25

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

N'u gat ég ekki annað en brosað vegna orða Ragnars hér að ofan um "Trú S á skáldið"!

Á þetta sama skáld "Tók Trú" nefnilega maður eitt sinn og taldi sér aldeilis hag í því! Heitir maðurinn sá Björn Bjarnason og er núverandi dómsmálaráðherra, en þáverandi borgarstjóraefni D listans í kosningunum 2002! Ekki reyndist það nú vel og allir muna sjálfsagt hvernig þær kosningar fóru!?

Magnús Geir Guðmundsson, 21.11.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband