Allir í Háskólabíó í kvöld!

Gunnar Sigurðsson, annar upphafsmanna borgarafundanna
og Margrét Pétursdóttir, einn frummælenda kvöldsins voru í Silfrinu í gær.

Davíð A. Stefánsson, hinn upphafsmaður borgarafundanna
og kona hans, Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður voru í Mannamáli í gærkvöldi.

Borgarafundur í Háskólabíói 24. nóvember 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.11.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kemst ekki í kvöld, er að vinna. Verð bara með ykkurí huganum.

Helga Magnúsdóttir, 24.11.2008 kl. 20:38

3 identicon

Það var mjög áhugavert að fylgjast með viðbrögðum og svörum ráðherra í kvöld á borgarafundinum í þeirri umgjörð sem þar var. Það sem kom fyrst upp í huga minn eftir að hafa heyrt á svör þeirra var - augljós fjarlægð þeirra og skortur þeirra á umboði fólksins. Ég fann reyndar til með þeim, hlýtur að vera ömurleg aðstaða að vera í - hinum megin við gjána, ein á toppnum. Nokkur þeirra reyndu í örvæntingu sinni að verja stöðu sína, en án árangurs. Skaðinn er orðinn of mikill nú þegar og fer vaxandi með hverjum degi -  til þess að það verði sátt um áframhaldandi setu.  Fólk horfir ekki upp á þetta út kjörtímabilið. Kveðja Hákon Jóhannesson

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góður fundur. Maður fann hvernig reyndi á taugar þingmanna á ráðherra. Ég tek ofan fyrir pólitíkusum að mæta þó. Ingibjörg kom hræðilega út og Geir var alveg á nippinu. 

Mér var hugsað til eins varðandi "Sjálfstæðisflokkinn" Í sumar heyrði ég einn fasteignasala í útvarpinu tala um 500 milljóna lóð, sem var til sölu. Hann sagði: "Þetta er góður fjárfestingarkostur fyrir "Fjárhagslega sjálfstæða einstaklinga."  Ætli það sé sú merking sem lögð er í sjálfstæðið hjá þeim flokki? Ég held í að það sé raunin. Ekki sjálfstæði land og þóðar heldur fjárhaldslegt sjálfstæði flokksgæðinga og fyrirmenna.   Er það þá furða að svona sé komið eftir 17 ár í þerapíu hjá þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2008 kl. 00:14

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jón Steinar: Flott greining á helsta stefnumarkmiði Sjálfstæðisflokksins. Að mínu viti er þetta eiginlega kjarni þess! Verk þeirra hingað til svo og birtingarmynd „björgunaraðgerða“ þeirra hingað til er besti rökstuðningur þess.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.11.2008 kl. 00:56

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær fundur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband