Íslensk spilling og íslensk bylting

Í Mogga í dag er athyglisverð grein eftir Jón Steinsson um að íslenskt lagaumhverfi sé mun hagstæðara fyrir óeðlileg viðskipti og viðskipti tengdra aðila en víðast hvar annars staðar. Jón segir að hvatar ráðandi hluthafa í fyrirtækjum landsins til þess að viðhafa óeðlilega viðskiptahætti hafi aldrei verið meiri. Ætlar Alþingi að hindra þetta með lagasetningu í ljósi þess, eins og Jón segir: "Sagan sýnir að fjármálakreppum fylgir oft á tíðum umtalsverð spilling í formi óeðlilegra viðskiptahátta tengdra aðila." Er ekki lag að flýta frumvarpi Álfheiðar Ingadóttur o.fl. um að heimila frystingu eigna útrásarbarónanna og gæta þess síðan með lagasetningu að sama ferlið geti ekki endurtekið sig? (Smellið þar til læsileg stærð fæst.)

Íslensk spilling - Jón Steinsson - Mbl. 27.11.08

Þessi grein var í Mogga í gær og fjallar um að við séum í miðri byltingu á Íslandi. Tökum öll þátt í henni! Því fleiri því líklegra er að hún takist. Og eins og Kristján segir - byltingar eru ekki endilega blóðugar, athugum það.

Byltingin - Kristján G. Arngrímsson - Mbl. 26.11.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ekki spurning, það þarf að frysta eign þeirra ævintýramanna sem ollu okkur ómælt tjón. Þeir eiga aldrei aftur að geta leikið sam leikinn.

Úrsúla Jünemann, 27.11.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Jón Stefánsson, sem skrifar efri greinina, er hægrimaður og Sjálfstæðismaður.

Sindri Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband