Silfur dagsins

Enn var Silfrið pakkað - fullt af flottu fólki og margt bar á góma. Þátturinn er ennþá aðeins einn tími og 20 mínútur. Hann þyrfti að vera miklu lengri þessar vikurnar og mánuðina. Ég fékk aftur póst frá Friðrik í Asíu sem sagði m.a.:

"Því miður þarf ég að kvarta aftur yfir Silfrinu. Ætluðum að horfa á það rétt eftir að því lauk (upptökuna) núna áðan, en þá var bara hljóð en engin mynd. Það er vissulega betra að hafa hljóð og enga mynd en mynd og ekkert hljóð. Best væri þó ef RÚV gæti gert þetta almennilega og haft þetta í lagi. Talaði við félaga mína í Kína og Þýskalandi og það er nákvæmlega sama vandamálið þar - hljóð án myndar." Ég benti Friðrik á að horfa á það í myndbandasafninu mínu og fékk póst frá honum til baka um að það hafi gengið prýðilega. En hér er Silfrið - sundurklippt að venju.

Vettvangur dagsins 1 - Katrín Oddsdóttir, Ástráður Haraldsson, Sigurður Ingi Jónsson, Kristinn Pétursson

 

Vettvangur dagsins 2 - Vilhjálmur Birgisson, Einar Árnason, Gunnar Axel Axelsson, Ragnar Þór Ingólfsson

 

Vettvangur dagsins 3 - Vilhjálmur Þorsteinsson, Guðrún Heiður Baldvinsdóttir

 

Benedikt Jóhannesson

 

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Silfrið var gott og er sífelt að verða vandaðra með hverri vikunni. Fyrst eftir hrunið var það líka að hluta til á sandkassa stiginu. Nú er þetta orðinn fræðsluþáttur um þjóðfélagsgerðina okkar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.12.2008 kl. 01:50

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Takk fyrir að búta Silfrið niður Lára Hanna. Gott að geta valið sér kafla úr því hjá þér. Kveðja

Erna Bjarnadóttir, 1.12.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband