Ákall frá Herði Torfasyni

Hörður TorfasonMér heyrist að Hörður Torfason sé á góðri leið með að verða þjóðhetja. Hann hefur nú staðið fyrir og stjórnað mótmælafundum á Austurvelli 8 laugardaga í röð. Fáir gera sér grein fyrir allri vinnunni sem er á bak við skipulagninguna. Þetta hefur verið full vinna hjá Herði og heimili hans undirlagt, svo og sími hans og tími. Hörður er hugsjónamaður af bestu sort.

Hörður hefur nú fengið afnot af húsnæði að Smiðjuvegi 72 í Kópavogi með það fyrir augum að nota það til fundarhalda, hafa þar aðstöðu fyrir fólk sem vill bretta upp ermar, láta til sín taka og skipuleggja framtíðina. Í þessu skyni hefur Hörður stofnað félagið Raddir fólksins og er að opna heimasíðuna raddirfolksins.org, sem er í vinnslu. Hann hefur líka stofnað bankareikning í nafni félagsins þar sem fólk og fyrirtæki geta lagt sitt af mörkum - bankareikningurinn er: 1132-05-415000 og kennitalan er 571108-0540.

En fleira þarf til. Í húsnæðið á Smiðjuvegi vantar t.d. tölvur, skrifborð, skrifborðsstóla, hillur, kaffi- og meðlætisgræjur, eldhúsáhöld, ísskáp... allt mögulegt. Ef einstaklingar eða fyrirtæki eru að endurnýja hjá sér eða með fullar geymslur af ónotuðum hlutum sem gætu nýst á Smiðjuveginum væri mjög vel þegið að láta Hörð vita af því. Hann sækir ef með þarf. Síminn á Smiðjuveginum er 618 0888.

Og síðast en ekki síst vantar fólk til alls konar starfa. Til að byrja með verður opið frá kl. 14 til 18 og fólk er hvatt til að mæta og/eða hafa samband.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Frábært framtak og Hörður er hetja, vona að sem flestir geti lagt hönd á plóginn.

Rut Sumarliðadóttir, 2.12.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Lára.

Því miður hefur þetta mistekist hjá þér og vini þínum Herði Torfasyni. Frekar myndi ég gefa peninga til þeirra sem eru fátækir. Það er ekki þörf að styrkja þessi öfga samtök sem skila engu.

Ég hélt að Hörður Torfason væri búin að fá nóg af einelti sem hann varð fyrir á sínum tíma. Og ekki þyrfti að rifja það upp þegar hann flúði land. Honum hefði verið nær að vera þar áfram.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 2.12.2008 kl. 23:41

4 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Frábært allt saman  

Máni Ragnar Svansson, 2.12.2008 kl. 23:47

5 identicon

Ábending til "dapurra" ráðherra um hvernig þeir ættu að lækka launin sín. Senda mæðrastyrksnefnd um hver mánaðarmót 20 prósent´af laununum sínum, ætti að vera auðvelt og kanski þeir hækkuðu aðeins í áliti, ekki veitir þeim af. Reyndar ættu allir, sem hafa ofurlaunin að senda 20 prósent í einhverja góðgerðastofnun um hver mánaðarmót, kanski ofur-jöfrarnir misheppnuðu gætu sett svolítið þar líka, en þeir eru nú líklega að hugsa um annað en "vesælan skríl". Skríllinn er hins vegar nógu góður til að borga eftir þá gjaldþrotið, sem þeir ullu. 

þórdís þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:48

6 Smámynd: Heidi Strand

Hörður er algjör hetja. Þegar fólkið hefur tekið völdin, verður fyrsta málið að útrýma fátæktinni.

Heidi Strand, 2.12.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábær maður hann Hörður.

Helga Magnúsdóttir, 2.12.2008 kl. 23:51

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Lára Hanna. Hörður Torfason er og hefur verið þjóðhetja. Hann hefur verið í fremstu röð í mannréttindum í áratugi. Svo ég tali nú ekki um tónlistina hjá honum. - Jóhann Páll: fordómar þínir dæma sig sjálfir, skammastu þín!

Haraldur Bjarnason, 2.12.2008 kl. 23:53

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hörður Torfason er svo sannarlega hetja. Við eigum slíkar hér fyri norðan líka. Það er Sigurbjörg Árnadóttir sem flutti erindið um finnsku leiðina á Austurvelli og kom svo fram hjá Agli Helgaseni í Silfrinu daginn eftir. Hin hetjan er George Hollander sem á og rekur leikfangaverkstæðið Stubbasmiðjuna.

Hann sagði frá því um daginn að hann stæði frammi fyrir alvarlegri krísu þessa daganna sem væri beint og óbeint tengt því sem er að gerast á Íslandi í dag. Hann er nefnilega fæddur Hollendingur. Á ættir að rekja til Bretlands og er búsettur á Íslandi Ég skynjaði það á honum að honum var full alvara. Mér fannst þetta samt svolítið kómískt

Miðað við það sem ég veit að þessi tvö eru að standa í við skipulagningu og utanumhald þá hefur mér oft verið hugsað til Harðar. Ég þykist vita að hann sé með hóp á bak við sig en álagið á honum hlýtur samt að vera gríðarlegt. Við megum ekki gleyma honum þegar þessir tímar eru liðnir. Hann á svo sannarlega hrós skilið fyrir sitt óeigingjarna starf.

Flott hjá þér Lára Hanna að leggja honum og þeim sem vinna með honum lið á þennan hátt! 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.12.2008 kl. 23:55

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er viss um að margir munu rétta hjálparhönd

Hólmdís Hjartardóttir, 3.12.2008 kl. 00:07

11 identicon

ÚFFFFF úffff  .. Hörður þjóðhetja????' fyrir hvað????' að öskra spurningar vikulega yfir ca. 5þús manns á Austurvelli???' 'Æ  nei .. það þarf nú meira til að teljast þjóðhetja, ekki satt???

katrín (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:24

12 identicon

Og svo er hann að leigja húsnæði fyrir ... ja hvað????' fundarhöld!!! .... plús þessi sem hann öskrar á niður á Austurvelli? ... Þessi 4-7 þúsund sem mæta þar og hlusta á hann  .. þau borga örugglega fyrir hann leiguna á smiðjuveginum og kaupa eitthvað inn líka:)  ekki króna frá mér allavega:)  Held við ættum frekar að gefa pening í aðrar þarfari safnanir .. . langveik börn t.d. ...

katrín (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:34

13 identicon

Frábært framtak hjá Herði Torfa ( manni ársins )............. kem með eitthvað í búið

 Jóhann Páll Símonarson, skammastu þín  !!!  Ævilangt !!!

ag (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:37

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jóhann Páll...  þú segir á þinni síðu að þú líðir ekki dónalegar eða óheflaðar persónuárásir þar. Hvers vegna í ósköpunum heldurðu að ég líði slíkt á minni síðu?

Katrín... Hver ertu? Hvað heitirðu fullu nafni? Ég hef áhuga á að vita það.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.12.2008 kl. 00:45

15 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það sem verið er að gera í þessum hópi sem Hörður Torfasons kom af stað, er gott því í ástandi sem þessu er afar nauðsynlegtað fólk geti hist og rætt saman. Þetta eru auðvitað stjórnmál og hefur ekki einmitt verið kvartað yfir litlum stjórnmálaáhuga á Íslandi. Hvort hér er að fæðast stjórnmálaflokkur eins og við þekkjum þannig fyrirbæri, er ekki gott að segja. Það er eitt sem svona samtök verða að vara sig á og það er að til er þónokkuð af fólki sem beinlínis eltir svona hópa til að smeigja sér það inn. Telur hópnum trú um að hafa svo og svo mikla þekkingu á einhverju sérstöku málefni og ætlast til að komast í valdastöðu í hópnum. Þetta eru oftar en ekki aðilar sem hvergi rekast í hópstarfi og geta splundrað starfinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 00:56

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir Hörð Torfason

Sigurður Þórðarson, 3.12.2008 kl. 01:00

17 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ummæli Jóhanns Páls Símonarsonar dæma sig sjálf. Það er sorglegt að fólk með svona þröngan hugsunarhátt eins og JPS skuli enn vera til. Fólk sem skrifar með þessum hætti er yfirleitt rökþrota og telur að nógu mikið skítkast sé leiðin. En því miður, það er ekki þannig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 01:02

18 identicon

Hver ég er Lára Hanna, skiptir engu máli ... ákkúrat engu. Bara manneskja sem þolir ekki þessi skrílslæti sem orðin eru vegna efnahagsástandsins. Ég er líka reið og sorgmædd, ég tapaði líka.  EN afhverju Þarf að styrkja Hörð eitthvað sérstaklega og leigja húsnæði til þess að "bretta upp ermar" ... .OOOOOo ...... Ef ég væri að stofna svona mótmælenda samtök þá byði ég fólki bara heim til mín ... óþarfi að borga leigu  ...

katrín (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:13

19 identicon

Já Tinna mín  ok ok ok ..... voða sætt og allt það, EN svona er lífið nú bara ekki mín kæra og þú átt eftir að komast að því þegar þú verður eldri:)  1)  ég er ekki bitur .. hafir þú lesið það út úr skrifum mínum þá er það mín sök .... hef ekki skrifað nógu skilmerkilega ... ég tapaði já ... en er ekki bitur. 2) Í mínum huga skiptir það máli hvernig mótmæli fara fram ... ég er ekki hlynt öllu sem ríkisstjórnin er að gera EN  ég brýt ekki rúður eða öskra bara með öllum sem því nenna niður í bæ.

3) ég dæmi Hörð ekki né þig né nokkurn afþví að hann/þú - einhverjir eru tónlistarmenn ... ég er tónlistarmaður sjálf svo ég skil það dæmi vel  .... EN  .... ég þarf ekki að leigja húsnæði, kaupa tölvu eða fá símainntak til þess að láta skoðanir mínar í ljós .... ég snapa ekki aur hjá hinum .....

Ég er kannski reið og fúl ....  vil D burt og fjármálaeftirlits-yfirmenn líka ... en ég brýt ekki rúður, lem ekki fólk og haga mér ekki eins og bjáni ....

katrín (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:53

20 Smámynd: Sævar Einarsson

Jóhann Páll Símonarson ætti að líta sér nær við dónalegum persónuárásum, maður er orðlaus yfir svona athugasemdum, kannski er að fæðast enn eitt internet tröllið ?

Sævar Einarsson, 3.12.2008 kl. 05:24

21 Smámynd: Sævar Einarsson

Og Katrín, kveiktu frekar á kerti og gefðu lögreglunni blóm, það virkar best í mótmælum ...

Sævar Einarsson, 3.12.2008 kl. 05:25

22 identicon

takk fyrir hjálpina Lára Hanna hún er okkur mikilvæg -  raddirfolksins.org borga enga húsaleigu - samtökin eru nákvæmlega það sem nafn þeirra segir - öll störf eru unnin í sjálfboðavinnu - okkur vantar fólk - sérstaklega lögfræðinga núna - síðan 10 okt. hefur heimili mitt verið undirlagt sjálfboðastarfi mínu á Austurvelli og er löngu komin tími til að því linni og flytji starfsemina í tilheyrandi húsnæði svo annað fólk hafi greiðan aðgang að starfseminni og að ég fái tíma til að sinna vinnu minni því aðrir borga ekki mína reikninga - ef hver og einn situr heima og gerir ekki neitt verða engar breytingar - tökum til í gegnsýrðu spillingarkerfi - okkur vantar hæfileikafólk á öllum sviðum - skiptumst á skoðunum og framkvæmum - raddirfolksins.org boðar friðsamleg mótmæli og andmælir öllu ofbeldi í allri mynd - ég er aðeins upphafsmaður - set saman félagsskap og stefni að því að aðrir taki við - ég hef gert þetta áður - Jóhanni Páli og Katrínu, ásamt öllu góðu fólki, er hérmeð boðið í kaffi á Smiðjustíg 72 og vera með í góðu starfi - við erum jú öll að takast á við spillinguna - við gerum það ekki sem einstaklingar heldur sem hópur og við höfum ekki efni á því að einangra þá sem í reiði sinni brjóta rúður hylja andlit sitt eða öskra - tilfinningar og önnur viðhorf hafa rétt á sér - nöldur reyndar líka - en samtöl sem stefna að jákvæðari uppbyggingu og leit að lausnum skilar mestum árangri þegar upp er staðið -  tekur bara tíma - en við höfum ekki ótakmarkaðan tíma - burt með núverandi stjórn seðlabankans, stjórn gjaldeyriseftirlitsins og kosningar í vor eru ennþá kröfurnar - kreppan byrjar fyrst í febrúar - notum tímann og finnum lausnir - fyllum tómið sem fylgir örvæntingunni markmiðum og það gerum við best með því að standa saman og vinna saman - heimasíða raddirfolksins.or er í vinnslu - fylgist með henni

Hordur Torfason (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:08

23 Smámynd: Sævar Helgason

Er Jóhann Páll Símonarson meðlimur í "Skrímsladeild" Sjálfstæðisflokksins ? Sú deild mun alltaf virkjuð þegar sá Flokkur er slæmum málum . Aðferðin er þá að ata andstæðinga auri.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkur lent í miklum forarpytti - hugmyndfræðin og nýfrjálshyggjan beðið algjört skipbrot og Flokkurinn trausti rúinn. Fylgi meðal þjóðarinnar um 20 % og á niðurleið.

Hörður Torfason er hetja - styðjum hann.

Sævar Helgason, 3.12.2008 kl. 08:20

24 Smámynd: Einar Indriðason

Takk, Lára Hanna.  En, hérna... þú ert með rangan link á bak við raddirfolksins.org í pistlinum þínum... ef ég elti þann link, þá dett ég inn í stjórnborðið þitt.  (Þarf að logga mig inn sem LaraHanna, og þó ég geti margt, þá get ég það ekki :-)

Og takk, Hörður, fyrir að standa upp, sameina okkur "skrílinn", beina þessari orku í farveg.

(Ég ætla að taka það fram strax, að ég er ekki sammála "ofbeldisfullum mótmælum".  Þau skila okkur engu.  Engu nema tylliástæðu fyrir BíBí til að auka enn við vald sérsveitarinnar.)

Takk fyrir mig, bæði tvö :-)

Einar Indriðason, 3.12.2008 kl. 08:22

25 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir Lára Hanna, takk fyrir Hörður Torfa.

Takk fyrir að gefa mér þá tilfinningu að ég sé hluti af sístækkandi afli sem vill alvöru breytingar í okkar samfélagi.

Takk fyrir laugardagsmótmælin Hörður, sem gefa mér innblástur og von.

Ég mun gera mitt besta

Sigrún Jónsdóttir, 3.12.2008 kl. 10:05

26 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Lára.

Ég skil ekki rök þín í mínum málflutningi. Ég hef ætið haft svarað fyrir mig með góðum og heiðarlegum rökum.

Haraldur Bjarnason ég þarf ekkert að skammast mín. þetta voru staðreyndir.

Sævarinn þér verður ekki svarað. Þú ert einn af þeim sem þorir ekki að koma undir fullu nafni.

Sævar Helgason.

Ég skil ekki svona rök að kalla menn allskonar nöfnum og flokka. Það er rétt hjá þér ég er Sjálfstæðismaður og skammast mín ekkert fyrir það. Og er ekkert að reyna að komast undan því.

Mér finnst það miður að maður eins og þú skulir ekki nota rökfræðina heldur enn að standa í skítkasti á fólk sem þú sjálfur þekkir ekki. Þér væri nær að fjalla um málin með réttum hætti.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.12.2008 kl. 12:54

27 identicon

Fyrst var blásið til mótmæla á Arnarhóli 10. október af ungum tónlistarnámsmanni í París. Ungur tónlistarmaður hér heima stjórnaði fundinum. Hugmyndin fæddist 9. október: " Boðaðu nú til fundar á Arnarhóli og fáðu fólk til að öskra aumingjana út úr Seðlabankahúsinu." Þetta var upphafið. Allt mjög spontant; og einmitt það sem þurfti til að hrinda þessu af stað.

Á Arnarhóli tók Hörður Torfason blessunarlega við keflinu og hefur stýrt fundunum á Austurvelli með sóma.  Mér er til efs að nokkur hefði gert það betur.

Ekki nenni ég að svara fólki sem kallar þá sem sinna borgaralegum skyldum sínum skríl. Það er einmitt sinnuleysið sem er gróðrarstía þeirrar spillingar sem hefur komið þjóðfélaginu í þrot. Borgaralegur ræfildómur.

Vont finnst mér að vita af Herði og hans liði í Kópavogi. Eykt hefur leigt Neyðarstjórn kvenna og fólkinu með borgarafundina húsnæði í Skúlatúni. Nóg pláss virðist enn laust þar. 

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:13

28 Smámynd: Ég

Varðandi Hörð, þá finnst mér framtakið frábært, en mér finnst hann hafa gert mistök með því að blanda ræðumönnum eins og Illuga inn í prógrammið. Þó mér finnust Illugi stórskemmtilegur, þá er hann af tákngervingum baráttu sem farið hefur fram hérna síðustu 2 áratugi sem hefur ekki verið málefnaleg í alla staði. Mér finnst að það verði að halda öllum gömlum frasabelgjum utan við þessi mótmæli, þeir fæla fólk frá og eru búnir með sinn tíma.

Mér finnst það soldið opinbera þjóðfélagið sem við lifum í, að menn skuli commenta að þeir vilji frekar gefa peninginn handa langveikum börnum eða fátækum. Ég ætla alls ekki að gagnrýna það, heldur benda á hvað við lifum í rotnu velferðarríki ... þar sem menn eru að leika sér með alls kyns gæluverkefni fyrir skattpeningana okkar á meðan fjölskyldur langveikra barna standa í endalausu ströggli til að lifa mannsæmandi lífi. Sjá http://eg.blog.is/blog/eg/entry/385393/

Ég, 3.12.2008 kl. 13:21

29 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Lára.

Ég ætla að svara Herði Torfasyni.

Það er rétt hjá þér að menn eiga að skiptast á skoðunum fólks. Ræðumenn sem sem hafa verið með ræður hjá þér eru margir öfgasinnaðir og missa þar af mark fólksins sem vill ekki blanda sér í málin. Þetta eru staðreyndir.

Síðan þegar foreldrar benda smáborgurum á að henda grjóti og eggjum í Alþingishúsið er ömurlegt þróun og þeim sem gerðu þann hlut til vanvirðingar.

Heilbrigðar og heiðarlegar umræður eiga rétt á sér með rökum.

Það er rétt hjá þér fólk á ekki að brjóta rúður sem var gert á Lögreglustöðinni. það var svæsnasta ofbeldi sem fólk horfði á í sjónvarpi. Ég veit ekki annað enn þú sjálfur talaðir undir rós og baðst fólk að fara upp á Hverfisgötu þar sem þessi ungi maður sat inni og blessuð móðir hans varð sér til ævivarandi skammar.

Eitt vil ég benda þér á Lögreglan hefur verið yfirveguð í þessum mótmælum ykkar sem hefur í sumum tilfellum farið yfir mörk í lýðræðislegu samfélagi. Ef mótmæli á við þessi sem fara úr böndunum og væru til dæmis í Þýskalandi þá myndi ég biðja fyrir þeim sem myndu kynnast aðferðum lögreglu í Þýskalandi þar beita þeir öllum tiltækum ráðum sem þurfa þykkir og láta ekki neinn komast upp með að brjóta grunnreglur samfélagsins.

Ég er með ákveðna skoðanir þótt ég sé flokksbundin og ekki búin að tjá mig um hvað mér finnst. Enn réttlætið verður að vera til staðar.

Jóhann Páll Símonarson.     

Jóhann Páll Símonarson, 3.12.2008 kl. 13:35

30 Smámynd: Neddi

Jóhann Páll, upphrópanir eru ekki rök. Ef þú hefðir útskýrt það afhverju þetta hafi mistekist hjá Láru Hönnu og Herði og ef þú hefðir útskýrt afhverju Rödd fólksins sé öfgasamtök sem eiga ekki skilið að fá peningastyrki frá almenningi (það neyðir þig enginn til að styrkja samtökin) þá hefðirðu getað talað um að þú svarir fyrir þér með góðum og heiðarlegum rökum.

En eins og þú svarar hér í upphafi þá ertu ekki með neitt annað en hroka og leiðindi og uppskerð svör eftir því.

Það er mjög flott og göfugt að styrkja fátæka og hvet ég þig endregið til að gera það ef þú vilt það frekar en að styrka samtökin hans Harðar. En það er stakur óþarfi hjá þér að reyna að letja aðra til að gera það.

Neddi, 3.12.2008 kl. 13:56

31 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Lára.

Neddi beinir spurningum til mín.

Þeir sem þora ekki að koma undir nafni verður ekki svarað.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.12.2008 kl. 14:14

32 Smámynd: Neddi

Gunnar Gunnarsson heiti ég og svaraðu svo.

Það er reyndar rétt hjá kreppukallinum að ég er kallaður Neddi af öllum mínum vinum.

Neddi, 3.12.2008 kl. 15:23

33 identicon

Ég þakka Láru Hönnu fyrir skilmerkileg skrif sem ég hef lesið með mikilli athygli síðustu vikurnar.

Herði Torfasyni vil ég hrósa fyrir frábært framtak.

Áfram Ísland. 

Sigrún Skæringsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:07

34 Smámynd: Idda Odds

Datt hér inn á ferðalagi mínu um bloggheima. Sá hér fróðlega grein um Hörð Torfason en gerði þau mistök að lesa athugasemdir. Er fyrst allra til að mæla með því að menn með ólík sjónarmið rökræði en þessi umræða er álíka gagnleg og rökræður trúaðra og trúlausra. Fólk er að tala út frá mismunandi forsendum og gildismati. Jóhann Páll er rökheldur maður þegar kemur að hans kreddutrú. Það er árangursríkari iðja að tala við stein en að tala um fyrir honum í þessu máli. Hann tekur einfaldlega ekki gild grundvallar viðmið mótmælanda og þeir ekki hans. Mín tillaga er sú að við látum þetta tal niður falla og bíðum í nokkra mánuði og sjáum bara hvor aðillinn hefur rétt fyrir sér. En í mínum huga hefur Hörður meiri manndóm, hugrekki og æru í öðrum eyrnasneplinum en samanlagður manndómur, hugrekki og æra allra Jóhanna Pála sjálfstæðisflokksins(þeim fækkar reyndar ört þessa dagana) það er bara mín skoðun. Jóhann þarf ekki að vera sammála henni. Kannski stafar hún af því að ég þekki Hörð af góðu einu en Jóhann af þessum barnalegu og rætnu skrifum hér. Jóhann minn þú hefur ekkert vald til að reka annað fólk úr landi þó það sé ekki sammála þér.

Kv.

Idda

Idda Odds, 3.12.2008 kl. 17:13

35 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er þetta eitthvað grín - gefa pening til Harðar komma - held ekki

Óðinn Þórisson, 3.12.2008 kl. 17:16

36 Smámynd: Gerður Pálma

Hörður, þú ert hetja, hafðu þakkir allra sem elska Ísland og vilja sjá það endurheimta sjálfstæði sitt og virðingu. Þið ÖLL sem hafið linnulaust safnað aðgenglegum upplýsingum og tjáð ykkur um hvað er í gangi, þakkir til ykkar.  Ef ekki væri fyrir tilstilli Harðar og Borgasamtakanna værum við nöldrandi í hvert í sínum króki. LOKSINS er glæta til framtíðarstolts Íslensku þjóðarinnar og sú glæta hefur ekki verið tendruð af raðamönnum í stjórn landsins.  Fólkið í landinu brýst til sjálfshjálpar ÞRÁTT FYRIR STJÓRNINA sem er stærsta vandamálið sem þjóðin á við að glíma. Íslendingar hafa alltaf verið til í að setja hausinn undir sig og vaða í verkin, en ekki fyrir skúrka sem nota þennan frumkraft í eigin þágu án tillits til fólksins í landinu. Það þarf að endurskoða algjörlega uppá nýtt hvort Ísland, þessi fámenna eyja eigi ekki að kjósa Þjóðstjórn byggða upp á hæfum einstaklingum en ekki fulltrúa pólitískra flokka sem aldrei verða annað en klíkustjórnir, það er eðli pólitíkskra flokka, rétt eins og frændsemi, þar hlúir fólk hvert öðru og reynir að ota sínum áfram, ef við ekki brjótum okkur frá því þá heldur þessi sama saga áfram, með engum breytingum öðrum en dagatali og nöfnum.

Gerður Pálma, 3.12.2008 kl. 18:43

37 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef ekkert út á Hörð Torfa að setja, en að styrkja þetta V-græna apparat sem hertekið gefur þessi mótmæli og ætlar sér að stjórna þeim með sinni einsleitu og öfgafullu stefnu, kemur ekki til greina frá minni hendi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.12.2008 kl. 16:38

38 identicon

Hefur engin nema ég fattað að Hörður er búin að gefa út bók og er að bara að auka sölu á henni með þessum látum   hann tilbúin að hvetja til uppþots og ofbeldis.En hann passar sig  að taka ekki þátt sjálfur,  og um að gera gefið fullt af peningum í púkkið svo að við fáum annað byrgismál , þar sem allt var stjórnlaust .Vegna  þess að fólk vildi hjálpa með frjálsum framlögum

bb (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 08:05

39 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk fyrir ábendinguna Lára og takk fyrir sameininguna Hörður

Og mamma og pabbi, takk fyrir að gera mig ekki að skíthæl eins og Jóhann Páll, katrín og bb

Heiða B. Heiðars, 5.12.2008 kl. 12:24

40 identicon

Takk Fyrir Hörður Torfasson

Í Mínum huga ertu Frjáls maður

Það Gerir mann að manni

Æsir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:03

41 identicon

Jóhann Páll Símonarson

Enginn Lögreglumaður hefur verið beittur ofbeldi á síðustu vikum

En Lögreglan er búinn að Beita Almenning í landinu Ofbeldi á síðustu vikum

Hvernig má það vera

Lögregla = Ofbeldismaður á launum hjá mér

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:13

42 identicon

Fólkið sem mótmælir á laugardögum er í "ég er ekki sammála hópnum" og þeirra sem teljast til minnihlutahópa eða fá geðveikt mikið kikk út úr því að hengja nafn sitt við minnihlutahópa. Mikið af þessu fólki finnst mér vera öfgakennt og ekki með raunverulegar lausnir, því dreymir bara um að það sé hægt að leysa þetta á einni nóttu og helst vill það að einhver annar en það leysi hlutina. Þetta fólk trúir því að ríki og stjórnvöld eigi að leiða mann úr vandanum, sem er náttúrulega það heimskasta sem fólk getur hugsað, sértaklega þegar það er ekkert hæft fólk sem myndi vilja fara í stjórnmál yfir höfuð. Það hefur nefninlega loðað við Íslensk stjórnmál að það séu bara ansnar og valdafíklar sem fari í stjórnmál eða láti þau sig varða.

Þetta fólk niður á Austurvelli er heldur ekki sammála innbyrðis enda er þetta mjög lítill og misleitur hópur þar sem öfgar eiga aðuvelt með að ná yfirhöndinni, en það hefur nú sýnt sig í hverjum mótmælunum á fætur öðrum.

Svo er bara svo mikið af fólki sem fer þarna sem maður vill ekkert láta tengja sig við, alveg eins og maður vill ekki vera besti vinur Annþórs handrukkara. Hann er kannski fínn kall en maður vill ekki láta hengja nafnið sitt við hann. 

Mér finnst þurfa rödd sem er ópólitískari og gæti náð betri sammhljóm meðal þjóðarinnar. Svona sannan Íslending, ekki svona skrítinn íslending. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:05

43 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir frábæran málflutning Lára Hanna, ég hef sérstaklega verið hrifinn af síðu þinni, því úr nógu er að taka af vel framreiddum og gagnlegum upplýsingum. Takk Lára fyrir það stórvirki sem þú hefur hvatt til ásamt Herði Torfa.

Hörður Torfason er hetja, það mun Íslandsssagan vitna um fyrir komandi kynslóðum, takk Hörður Torfason og Guð blessi þig og þína kröftugu barráttu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2008 kl. 22:34

44 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég vil bara spyrja að einu og koma því á hreint.

Mótmæli eru nauðsynlegur hluti af lýðræðinu og leið til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. þetta má aldrei skerða. við getum öll verið sammála um það ekki satt? 

ákveðnir mótmælendur eða hópur mótmælenda er að biðja um styrki og fjárhagsaðstoð við það að skipuleggja mótmæli. ekki satt? 

Ef mótmælandi fær biður um og fær styrki. er hann þá ekki atvinnumótmælandi? 

Nei ég er ekki að setja út á friðsöm mótmæli. ég vil bara fræðast og vera opin fyrir þeim hugmyndum sem eru í gangi. 

Fannar frá Rifi, 5.12.2008 kl. 23:39

45 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég sé að einhver einhvers staðar hlýtur að hafa linkað á þessa færslu því hér hafa bæst við óvenju margar athugasemdir miðað við aldur færslunnar.

Ég get ekki svarað fyrir Hörð, það verður hann að gera sjálfur þegar og ef hann hefur tíma til þess.

En ég hef fylgst með undirbúningi hans og vinnu við mótmælin og get lýst þeirri reynslu minni og því sem ég þó veit, þótt ekki komi ég að skipulagningu mótmælanna að öðru leyti en því að vera Herði innan handar með ýmsar upplýsingar, hugmyndir og fleira í þeim dúr.

Fannar...  allt kostar peninga. Ég veit ekki upphæðir, en það kostar að leigja flutningabílinn sem notaður er sem svið og minni bílinn með aðstöðu fyrir ljósmyndara og aðra myndatökumenn. Það kostar að leigja hljóðkerfið og manna það. Símanotkun og tilheyrandi kostnaður er mikill. Hörður er ekki að fara fram á að fá nein laun - síður en svo. Öll hans vinna er sjálfboðastarf. En enginn getur pungað út stórum fjárhæðum í hverri viku fyrir svona kostnaði.

Og þar komum við kannski að meini í samfélaginu - það er dýrt að mótmæla og segja skoðun sína á þennan hátt. Kannski er það ein ástæða þess að ekki er hefð fyrir því í okkar samfélagi - nema einhver, s.s. verkalýðsfélög, borgi brúsann. En skipulagningin er miklu meira mál en fólk heldur sem aldrei hefur komið nálægt slíku.

Hörður er ekki flokkspólitískur og það er ég ekki heldur. Hann hefur reynt af fremsta megni að útiloka það, að ræðumenn komi úr röðum flokkanna eða annarra hagsmunahópa, hvaða nafni sem þeir nefnast. Ég held að það hafi bara tekist vel hingað til. Ef einhver sér einhverja VG slagsíðu eða apparat í þessu þá er það greinilega bjálki í þeirra auga, ekkert annað.

Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Alltaf verða einhverjir til að gagnrýna eitthvað, hvort sem það er ræðumaður, ræða, fundarstjóri, yfirskrift mótmæla... eða bara veðrið. Hjá því verður ekki komist. Reynt hefur verið að láta mótmælafundina höfða til sem allra flestra en það er alveg sama hve vel tekst til - alltaf verða einhverjir til að gagnrýna þá.

Hörður Torfason er einhver heiðarlegasti, hreinskiptnasti og ærlegasti maður sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Honum, eins og okkur flestum, var ofboðið og hann vildi leggja sitt af mörkum, nýta reynslu sína og þekkingu og mynda farveg fyrir almenning til að láta skoðanir sínar í ljós. Honum gengur ekkert annað til, það veit ég.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:49

46 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Lára.

Ég vil þakka þeim sem hafa borið mig röngum sökum fyrir það eitt að segja satt.

Hinsvegar finnst mér þessi leiðinlegi kjaftháttur um menn og málefni vera komin út í öfgar.

Tek undir með Bjögga það er satt og rétt.

þetta er sundurleiddur hópur sem veit ekkert hvert þeir eru að fara. Þetta er að mistakast eins og ég benti á.

Kærar þakkir fyrir hlý orð í minn garð. Öll sora orðin fylgja ykkur.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 6.12.2008 kl. 00:58

47 identicon

Góðan dag.

Eiga þessi mótmæli ekki að snúast um það sem gerst hefur og almenningur sem mótmælir er alsaklaus og eins og ég, vissi ekki hvað þessir menn voru búnir að gera.

Það á að mínu mati að setja lög  og gera allar eigur þessa auðmanna upptækar og nota andvirði þeirra til að endurgreiða þeim aðilum sem þeir hafa stolið þessu frá.

Svo er það með ráðamenn, eins og Sigurjón hjá honum Agli sagði í gær þá var Geir formaður Einkavæðingarnefndar sem gaf þessum glæpamönnum bankana.

Hann sýnir svo bara hroka eins og flestir ráðmenn þessar gera, var hann ekki valdur af því að góður fréttamaður G. Pétur missti  vinnuna, hann var bara að spyrja eðliglegra spurninga sem erlendir frétta menn spurðu svo Geir og hann þroði ekka að víkja sér undann. Það er alltaf verið að ráðsta á Davíð. Hann hefur engu stolið, þó hann sýni hroka, er það ekki bara eins og allir hinir.

áfram Hörður Torfa þú þorir að gera eithvað.

Þórhallur Þórhallsson

Þórhallur Þórhallsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband