10.12.2008
Sprengjuregn spillingar
Kastljós varpaði sprengjum í kvöld og fylgdi eftir ýmsu sem hefur verið að leka út, að nokkru leyti í fjölmiðlum en mest á bloggsíðum og í athugasemdum. Þótt ég og örugglega fleiri séum komin með upp í kok og meira til þakka ég Kastljóssfólkinu fyrir og hvet það til frekari dáða. Heldur vil ég halda áfram að fá dagleg áföll og að tekið sé á þeim en að þessi spillingarsori verði látinn viðgangast í laumi. Haldið áfram að grafa upp og segja frá, gott fólk!
Svo rífur þingflokksformaður Samfylkingarinnar kjaft við Atla Gíslason og segir að við höfum "lent í því" að bankakerfið hafi hrunið eins og það sé afsökun fyrir þeirri spillingu og þeim forkastanlegu vinnubrögðum sem viðgangast NÚNA við afskriftir skulda fyrirtækja, sölu þeirra sem Atli segir ólöglega, rannsóknir á gömlu bönkunum o.fl. o.fl. Umboðsmaður alþingis gagnrýnir og gagnrýnir en ríkisstjórnin hlustar ekki. Atli vitnaði í skýrslu Umboðsmanns og Lúðvík segir bara: "Hér er haldið áfram með ítrekaðar ásakanir"! Mér heyrðist Lúðvík vera steinhissa og undrandi á að það skuli ríkja mikil tortryggni í þjóðfélaginu. Hvaða rugl er þetta?
Laganefnd Lögmannafélags Íslands leggst gegn samþykkt frumvarps um rannsóknarnefnd vegna bankahrunsins eins og það var lagt fyrir Alþingi. Nefndin vill víðtækar og veigamiklar breytingar á frumvarpinu. Ýmsir lögmenn og fræðimenn í lögfræði hafa lýst áhyggjum yfir að lagasetning í kjölfar bankahrunsins hafi verið óvönduð og flaustursleg. Fjallað var um þetta og rætt við Evu B. Helgadóttur, formann laganefndar, í Speglinum. Hlustið, þetta er grafalvarlegt mál.
Enn og aftur kemur viðskipta- og bankamálaráðherra af fjöllum. Hann vissi ekki af rannsókn KPMG á viðskiptum gamla Glitnis sem staðið hefur yfir í tvo mánuði! Þó er Björgvin með einn aðstoðarmann og einn upplýsingafulltrúa í fullri vinnu á kostnað okkar við að upplýsa hann um menn og málefni og hefur fjölskyldutengsl inn í gamla Glitni. Ég held að Björgvin og allir hinir ráðherrarnir ættu að hlusta á það sem Birgir Hermannsson, stjórnmálafræðingur, sagði í Silfrinu á sunnudaginn um pólitíska ábyrgð. Ég klippti það sérstaklega út fyrir þau:
Ég legg svo til að fólk lesi t.d. þetta og þetta hjá Agli. Bloggið hans Egils Helgasonar er nauðsynleg lesning fyrir alla og þótt athugasemdirnar séu margar og æði misjafnar leynast þar gullmolar inni á milli. En horfið á Kastljósið ef þið eruð ekki búin að því. Ég er búin að horfa tvisvar og þetta er svo þétt efni og mikið af upplýsingum að ég þarf að horfa oftar.
Svo er fólk að hæðast að mótmælum og borgarafundum og þeim sem eru nógu gagnrýnir í hugsun til að vilja mótmæla svona vinnubrögðum. En það nennir ekki að mæta sjálft og ber fyrir sig veðri, ræðumönnum sem hugnast þeim ekki eða einhverjum ímynduðum hægri/vinstri stöðlum! Málið snýst bara ekki um það heldur að leggja sitt af mörkum, taka þátt í að mótmæla endalausri spillingu og óheiðarleika og krefjast umbóta. Þverpólitískar aðgerðir sem krefjast eingöngu nærveru okkar. Gerður Kristný og Stefán Pálsson ræddu um mótmæli í Íslandi í dag í gærkvöldi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:48 | Facebook
Athugasemdir
Ég horfði á Kastljósið og var Lúðvik Samfylkingunni til skammar, með samhengislausu blaðri. Atli Gíslason kom út sem maður sem veit hvað hann er að segja. Ég keypti allavega málflutning Atla, og trúði ekki orði af því sem Lúðvik reyndi að bulla uppúr sér án samhengis og staðreynda.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.12.2008 kl. 01:41
Mikil er skömm þeirra sem sváfu á verðinum og létu skuldsetta bankana hrynja yfir þjóðina. Miklu meiri er þó skömm þeirra sem markvisst nota nú aðstöðu sína til að fela vegsumerki og bjarga sér og sínum. Hvaða froða var þetta annars sem kom upp úr Lúðvík?
Sigurður Hrellir, 10.12.2008 kl. 01:59
Já það vara dapurt að fylgjast með Lúðvík.
En hrikalega orku taka þessi mál frá manni. Ég er eins og undin tuska eftir hvern dag.
Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 02:08
Takk fyrir þetta Lára Hanna.
Nú verður Björgvin og co. að fara frá áður en meiri skaði verður en komið er.
Þeir sem eru að rifa kjaft vegna mótmælanna, á að koma sér í brækurnar og taka þátt!
Það er svo mikið í húfi ekki síst fyrir afkomendur okkar sem flest ekki einu sinni eru fædd.
Ég verð bara veik af þessu öllu og hef ekkert gert neitt í mína listsköpun eftir að við urðum fyrir þetta áfalli.
Ég hef verið rænd einu sinni á Spáni og það var ekkert miðað við þessi ósköp.
Heidi Strand, 10.12.2008 kl. 07:26
Nú, er þessi rauðhærði krullótti í Samfylkingunni? Ég gaf mér strax að hann væri í Sjálstæðisflokknum því hann talaði eins og hann ætti kerfið prívat og skuldlaust og þetta kæmi þjóðinni ekkert við. Þessir flokkar í stjórn - Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin virðast nú ansi keimlíkir - hvernig er líka hægt að taka alvarlega stjórn sem hefur upphafsstafina SS?
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:48
Sena Lúðvíks og Atla í Kastljósinu í gær er skýrt dæmi um að enginn samvinna er í Þinginu um að leysa þjóðina úr efnahagsfjötrunum. Hefur aldrei verið eins og margir þingmenn hafa marg kvartað yfir. Í staðinn fyrir að ræða málin málefnalega fyrir framan þjóðina eyðir Lúðvík tímanum í að verja aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sem ég er ekki einu viss um að hann sé persónulega sammála. Blóm Samfylkingarinnar hafa fölnað ansi mikið þessa vikuna.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:06
Lúðvík Bergsveinsson er mesti ónytjungur á Alþingi. Eg hef fylgst dálítið með honum í sambandi við eftirlaunaskandalinn. Það lofar ekki góðu. Mæli hiklaust með að Samfylkingarfólk komi honum út úr þingsölum við fyrsta tækifæri. Almenningi til heilla og Alþingi til sóma.
Lúðvík er enginn jafnaðarmaður eða jafnréttissinni. Burt með hann.
Rómverji (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:46
Ég játa að mér finnst talsvert minna til koma þessa samtals Luðvíks og Atla, heldur en sprengjunni sem komst undan og fellur í skuggann af blaðri Lúðvíks. Má eiginlega segja að það sé kannski jafnvel reynt að kaffæra það með því að beina athyglinni að Lúðvíki.
Sprengjan var að tveir menn í skilanefndum bankanna höfðu áður fyrr verið starsmenn Búnaðarbanka og tengdust brotum á bankaleynd. Forstjóri FME sagði í viðtali um daginn að það væri í góðu lagi, að hafa þá skilanefndum Glitnis annarsvegar og Landsbankans hinsvegar. Kastljós bað um gögn vegna Búnaðarbanka-málsins en FME neitaði vegna "bankaleydnar", orðs sem er farið að verða samnefnari fyrir fleluleik með fjármálaglæpi. Kastljós komst þá yfir þessi gögn og hvað kemur í ljós, mennirnir tveir höfðu sjálfir elikið þessum upplýsingum um Norðurljós og stöðu þessa fyrirtækis, til fyrirtækis í eigu Björgúlfs Guðmundssonar. Annar þeirra varð síðar meir yfirlögfræðingur Landsbankans fyrir Björgúlf og situr nú í skilanefnd þessa sama banka, væntanlega til að tryggja að réttum gögnum veðri eytt.
AK-72, 10.12.2008 kl. 09:55
1. Afsakið. Lúðvík er víst Bergvinsson.
2. Tek heilshugar undir orð AK-72.
3. Ekki efa eg að Ingibjörg Sólrún myndi sturta Björgvini niður til þess að bjarga eigin skinni. Réttara væri að hún og Geir H. Haarde, hægri hönd sjálfs föður efnahagshrunsins, bæðust afsökunar og tækju síðan pokann sinn.
Utangáttastjórnin á að víkja fyrir utanþingsstjórn. Stjórn sem þjóðin treystir.
Rómverji (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:45
Yfirlýsing BGS og frammistaða LB bætti ekki stöðuna, því miður. Bloggaði svipað.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:55
Mikið var dapurt að hlusta á bullið í Lúðvík, andlega gjalþrota og sem pólitíkus, algjörlega gegnsær...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.12.2008 kl. 12:08
Takk fyrir þessa samantekt Lára Hanna.....þú gerir manni kleyft að fylgjast með. Ég tek samt undir með Hólmdísi, þessi mál eru farin að taka á andlega....maður þolir ekki mikið meira
Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 12:29
Úff Lára, hvað voru þetta eiginega mörg mál sem þeir telja upp þarna í Kastljósinu? Þessi mál ein og sér ættu að vera yfirdrifið til þess að sanna spillingu hér á landi á heimsvísu.
Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 12:37
En burtséð frá slælegri framistöðu Lúðvíks, hvers vegna svarar Atli því ekki hvað VG hefði frekar gert í ástandinu?
Jú, vegna þess að þeir vita það ekki heldur
Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 12:51
Þarna átti að sjálfsögðu að standa "frammistöðu"
Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 12:52
Takk Lára fyrir enn eina samantektina-haltu ótrauð áfram.
Gunnar Skúli Ármannsson, 10.12.2008 kl. 16:22
Lúðvík sagði að þessi tortryggni væri stórskaðleg. Ég mundi segja að nú væri þörf tortryggni og gagnrýni, sem er hluti af því sem heitir lýðræði og opið samfélag, og flestir geta skrifa undir. Maðurinn hékk eins og hundur á roði, af því að hann er í stjórnarliðinu, og Atli sat bara og horfði á.
Hermann (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:56
Hluthafar í Landsbanka á Íslandi og nú í Lúxemburg eru æfir þar sem þeir munu tapa mest á afgreiðslu af þessu tagi.
Þeir þingmenn sem hafa fengið lán hjá Landsbanka Íslands á vildarkjörum eiga að sjá sóma sinn í að stíga fram, það á að þrýsta á þá líkt og gert var við Þorgerði Katrínu á sínum tíma, hún viðurkenndi sinn hlut varðandi eignaraðild eiginmanns hennar í Kaupþingi og það eru nú orðnar #gamlar# fréttir í fréttaflóði íslenskara dagblaða.
Sterkur leikur er að koma þessum upplýsingum áleiðis til hluthafanna í Luxemburg, þeir munu búa við kjör hvað varðar utanaðkomandi og erlenda úttekt á málunum.
En af hverju kemur þetta okkur á óvart, nú er ríkisskattstjóri að hamast við að fá öll gögn um gamla Kaupþing í Luxemburg en fær þau ekki?
Nú í gær samþykkti Alþingi að sk. rannsóknarnefnd eigi ekki að rannsaka samvinnu stjórnvalda og fjármálafyritækja? Hvað segir það okkur? Rannsóknarnefndin á aðeins að rannsaka aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna, því samkvæmt lögunum á að skoða: "fjármögnun og útlánastefnu þeirra,eignarhald, endurskoðun og tengsl þeirra við atvinnulífið."
Samt eru það einmitt tengsl ráðamanna við bankana sem þarf helst af öllu að rannsaka?
Samkvæmt grein Björgvins Sigurðssonar stóð til að auka enn á samvinnu ráðamanna og bankanna.
Í greininni má lesa hvernig ráðherrann skipar sér gagnrýnislaust í lið með bönkunum og kallar gagnrýnendur "grátkórinn".
Ekki var við því að búast að ráðherra með þessa afstöðu færi að taka á spillingunni í bönkunum. 7
Og þetta ætlar Alþingi ekki að rannsaka - af hverju ekki? Lúðvík iðaði eins og þjófur á flótta í Kastljósinu og ég sá ekki betur en að Atla væri bara skemmt? Æðubunugangurinn og hvað maðurinn hafði mikið fyrir því að moka yfir allt með handarpati og segjandi í sífellu að menn verði bara að fá að vinna sína vinnu, það munu koma upp mistök í svona vinnu og það er beinlínis "hættulegt" fyrir fólk að halda að menn séu bara spilltir og hvað eina.?
Lúðvík þarf þá bara að svara fyrir það hvort hann sé spilltur? Hvort hann hafi þegið lán frá Landsbankanum á vildarkjörum ? hvort hann eigi í Miðkletti ehf ? Fasteign ehf ? Eykt ehf ? Hvort verið sé að afskrifa lánið hans í Landsbankanum þar sem menn eru að vinna greinilega svo mikilvæga vinnu þar sem menn muni örugglega gera mistök og hvaða menn er hann þá að tala um ? Sigurjón fv. bankastjóra sem flutti sig fyrir hornið í Austurstræti eða hver ? Og obsadeisí - þvílík tilviljun ! Alþingi Íslands samþykkir lög um rannsóknarnefnd sem á ekki að rannsaka tengsl stjórnvalda og bankanna, nei - hætti nú menn að blogga, mala og kvarta og kveina.
Tökum höndum saman og látum nú verkin einu sinni tala!
Hér eru lögin.http://www.althingi.is/altext/136/s/0348.html
Frumvarp um rannsóknarnefnd samþykkt.
SÞR (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.