Björgvin G. í brennidepli og stórum dráttum

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, er í brennidepli þessa dagana. Hvort sem það er af hans eigin völdum eða annarra virðist hann ekki hafa verið hafður með í einu eða neinu og heldur ekki fylgst með að eigin frumkvæði. Ekki veit hann sitt af hverju sem átti að vera ljóst og hafði verið á margra vitorði um alllangt skeið. Segir hann satt eða ósatt? Alla ráðherratíð sína hefur hann þó verið með aðstoðarmann í fullu starfi og nú einnig upplýsingafulltrúa - auk starfsfólksins í ráðuneytinu auðvitað. En hann kemur samt hvað eftir annað af fjöllum með hvert málið á fætur öðru, blessaður, enda virðast þeir þrír ekki tala mikið saman af þessu að dæma. Traustvekjandi? Maður spyr sig hvort þessir piltar vinni fyrir laununum sínum - sem við borgum og eru örugglega ekki skorin við nögl.

Ég efast ekki um að Björgvin sé ljúfur drengur, en furða mig æ oftar á því hvaða duldu hæfileikar gerðu hann hæfan í þetta embætti. Hann er ekki einu sinni dýralæknir, hvað þá íþróttakennari. Ekki það að menntun manna skipti öllu máli - ég veðja frekar á heiðarleika, greind og almenna þekkingu og skynsemi. Og hvað er hann búinn að vera að gera í eitt og hálft ár? Ég man best eftir skóflustungunni í Helguvík.

Í tilefni af viðtalinu við Björgvin í Kastljósi í gærkvöldi gróf ég upp fleiri viðtöl úr gullastokknum. Ég ætla ekki að segja margt um þau, dæmi hver fyrir sig um þau orð sem hann lætur falla í þessum viðtölum. Skoðun á hlutunum í sögulegu ljósi er alltaf áhugaverð og undanfarna tvo og hálfan mánuð hafa hlutirnir gerst svo hratt og breyst með hraða ljóssins frá degi til dags þannig að í dag er gærdagurinn orðinn sagnfræði. Öðruvísi mér áður brá.

Fyrsta viðtalið er frá  29. maí 2007, skömmu eftir að Björgvin varð ráðherra. Athygli vekur ákafi hans við að koma í gegnum þingið frumvarpi sem auðveldar útrásarbarónum og bönkunum að leika sér með fjármuni erlendis sem endaði með hundraða milljarða féflettingu sem við og afkomendur okkar þurfum að borga. Ef hann yrði spurður um þetta nú kæmi líkast til þreytta klisjan: "Ég gat ekki vitað á þessum tíma..." o.s.frv. Þó var staða mála á þessum tíma þannig að lokað hafði verið á erlend millibankalán til íslenskra banka og því tóku þeir á það ráð að fjármagna sukkið með sparifé grandalausra útlendinga víða um Evrópu - og okkar peningum. Þetta hefði átt að hringja einhverjum bjöllum einhvers staðar en gerði greinilega ekki. Ráðamenn í siðmenntuðum löndum reka menn og segja af sér fyrir margfalt minni sakir.

Næst kemur viðtal í Mannamáli 11. nóvember 2007. Þarna er Björgvin í góðum félagsskap annars ráðherra ríkisstjórnarinnar, Árna Mathiesen, fjármálaráðherra.

Þá er það Hádegisviðtalið á Stöð 2 frá 18. mars 2008.

Því næst Kastljós 30. september 2008 ásamt Valgerði Sverrisdóttur,

Nú er skammt stórra högga á milli og næst kemur Kastljós 24. október 2008. Þar ræðir Björgvin um fund sinn með Darling.

Hér er svo viðtal í Íslandi í dag 27. nóvember 2008.

Björgvin er hér í Markaðnum hjá Birni Inga 6. desember 2008.

Loks er það Kastljós í gærkvöldi, 10. desember 2008.

Er ég að gleyma einhverju? Ef fólk man eftir fleiri áhugaverðum viðtölum við Björgvin er það vinsamlegast beðið að láta mig vita. Líkur eru á að ég eigi það í fórum mínum en það er svo fjári tímafrekt að leita í öllu þessu efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sagan getur verið óvægur spegill, Lára Hanna. Gott hjá þér að draga þetta í búið.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 06:58

2 identicon

Ég þekki marga fyrrverandi vinnufélaga, til sjávar og lands, sem hafa misst starfið vegna þess að þeir þóttu ekki standa sig nógu vel. Það þurfti meira að segja ekki alltaf mistök til. Ég þekki líka dæmi um að góður starfsmaður þurfti að víkja vegna þess að hann stóð upp í hárinu á yfirmanni. Svo láta þessi ráðherragerpi og stjórnendur bleðlabanka og fjármálaeftirlits eins og það tíðkist ekki hér á landi og leyfist ekki, að óhæfir starfsmenn, í þessu tilfelli þeir sjálfir, séu sendir burt í eitthvað annað, sem hentar þeim og öllum öðrum betur.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 07:40

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh shit! Þetta er soldið magnað.

Ábyggilega ágætis náungi.... en hann á að finna sér nýja vinnu í einum hvínandi hvelli!

Heiða B. Heiðars, 11.12.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég held ég sé sammála þeim sem segja að Björgvin sé ágætis náungi. Hann er samt ekki að standa sig í starfinu. Hvort það sé honum að kenna eða öðrum, veit ég ekki. Er honum haldið utan við atburðarásina eða falast hann ekki eftir upplýsingum? Hvort sem á við, er hann ekki að standa sig.

Það sem ég er viss um er að ef hann situr áfram, er stjórnmálaferli hans lokið. Hann mun þá sitja fram að kosningum, rúinn trausti, og hverfa. Segi hann af sér núna og segi það vera vegna þess að hann fái ekki vinnufrið og upplýsingar til að vinna sína vinnu, mun sagan og kjósendur dæma hann í betra ljósi en haldi hann áfram að hjakka í sama farinu.

Villi Asgeirsson, 11.12.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér verður hálf illt af því að horfa á þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 10:29

6 identicon

Takið eftir breytingunni á stráknum.  Jákvæður, brosandi og já, trúverðugur í upphafi.  Í Kastljósinu í gær var hann hreinlega eins og liðið lík. Tekinn og líflaus í andlitinu og óöryggið uppmálað. Held að hann höndli þetta ekki mikið lengur.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:02

7 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Það vill gleymast í umræðunni um „hinn meinta, indæla viðskiptaráðherra“ að hann hefur sér til halds og trausts einn sérdeilis sprenglærðan aðstoðarmann, Jón Þór Sturluson.  Hvar er hann?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.12.2008 kl. 11:23

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ætli reynsluboltarnir í ríkisstjórninni hafi ætlað honum óþægilegt hlutverk þegar hann var valinn í embætti? Þetta lið sem hann situr með í ríkisstjórn hefur haft hann að leiksoppi í allri atburðarráðsinni. Ef hann hefði viljað halda virðingu eða sjálfsvirðingu átti hann að segja af sér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 11:39

9 Smámynd: Heidi Strand

Björgvin er eins og forrituð bruða.

Hvers vegna talar aldrei Kastljós um ICESAVE málið sem hefur brennimerkt þjóðina? Getur það verið vegna þess að Björgólf gamli ætlar að greiða 300 millur til RUV?

Heidi Strand, 11.12.2008 kl. 12:03

10 identicon

Thakka kaerlega allan thennan hafsjo af upplysingum og thetta goda blogg sem thu ert med.

bestu kvedjur fra Florida

Halldor Hjaltason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 12:20

11 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Á meðan Björgvín var óbreyttur þingmaður þá hélt ég svolítið upp á hann. En hann er greinilega ekki starfi sínu vaxinn sem ráðherra, enda ekki með menntun á þeim vettvangi. Hann ætti að sjá sóma sinn í að taka pokann sem fyrst

Úrsúla Jünemann, 11.12.2008 kl. 12:50

12 identicon

Þú ert að fella ríkisstjórnina, Lára Hanna. 

Björgvin hafði eg ekki spáð mikið í, en frami hans var óvæntur. 

Ömurlegt var að heyra ráðherrann í Háskólabíói, ungan jafnaðarmann, réttlæta endurnýjun eftirlaunaóþverrans, sem boðað frumvarp Ingibjargar og Geirs gerir ráð fyrir.

Ekki þarf frekari vitna við. Björgvin G. Sigurðsson hefur ekki bein í nefinu. Hann er jafnaðarmaður eftir hentugleikum, líkt og formaður Samfylkingarinnar. Undirlægja. Engin prinsíp.

Rómverji (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:17

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú átt hrós skilið fyrir alla þína vinnu við bloggin þín....vona að fjölmiðlar fari að sjá að svona á að vinna fréttirnar.

Ég hefði viljað að Nýtt Líf hefði valið þig sem Konu ársins.....en úr því að svo varð ekki, kem ég því hér með á framfæri við aðra "fjölmiðla" sem stunda svona val að Lára Hanna Einarsdóttir er kona ársins!

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 14:35

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lára Hanna er kona ársins.

  







Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 15:08

15 identicon

Hræðilega neyðarlegt að horfa á þetta.  Aumingja maðurinn á að segja af sér strax.  Nú æpir hann á ESB sér til bjargar, veit ekki hvort mamma hans býr þar.  Frábært framtak, mjög góð síða.

IB (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:48

16 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Frábær samantekt, ég reyndar gat bar hlustað á fyrstu þrjú viðtölin og er í pásu núna. Þegr ég fer að þynnast upp fæ ég mér einn tvöfaldann Björgvin á síðunni þinni.

Hann er dapurt dæmi um regluna að menn enda alltaf í starfinu sem þeir hafa ekki getu til að sinna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.12.2008 kl. 16:06

17 Smámynd: Heidi Strand

Lára Hanna er bloggari ársins.

Heidi Strand, 11.12.2008 kl. 17:43

18 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

þessi ágæti maður virðist bara ekki vita neitt um hluti sem hann á að vita.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 11.12.2008 kl. 18:18

19 identicon

Björgvin er hinn dæmigerði íslenskur ráðherra eða yfirmaður opinberra stofnanna/fyrirtækja, hann hefur hvorki reynslu né menntun til að sinna sínu starfi. Hann er þarna einungis vegna stöðu hans í stjórnmálaflokk. Þetta er gegnumgangandi á Íslandi: Seðlabankastjórn og -ráð, Fjármálaeftirlit (forstjóri og stjórn), Landsvirkjun, Orkuveitan, Íbúðalánastjóður o.s.frv.

Og ef eitthvað kemur uppá þá ber hann við þekkingarleysi, ófyrirséðum atburðum og að hann hafi starfað að heilindum. Þetta síðastnefnda getur verið rétt en breytir því samt ekki að hann á að bera ábyrgð því hæfur aðili hefði staðið sig betur og ekki gert sömu mistök. 

Ef hæft fólk er ekki ráðið í mikilvægustu stöðurnar á Íslandi þá munu hagir okkar ekki batna, nema þá kannski að hæfir útlendingar segi okkur til verka. 

Björn Hauksson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 18:38

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er ekki bara Björgvin sem á að segja af sér þótt hann sé í ljósi aðstæðna fyrstur sem á að fara.. 

Óskar Þorkelsson, 11.12.2008 kl. 18:40

21 identicon

Tær snilld hjá Björgvini - að stofna "útrásararáðuneyti"! Og hvað þýðir það - jú, laga regluverkið að fjármálaútrásinni en ekki öfugt.

Allt "auðveldaði þetta fjármálafyrirtækjunum starfsemi á evrópska efnahagssvæðinu". Er ég með ofheyrnir?

Björgvin, Ingibjörg, Geir, Árni, Þorgerður, Össur & Co. hönnuðu atburðarásina fyrir bankaútrásina með þeim afleiðingum að við erum skuldugir öreigar.

Og við sem flokkuðum þetta undir landráð af gáleysi - því er nú öðru nær!

Var þetta regluverkið sem Ingibjörg lofaði okkur í Borgarnesræðunni forðum daga - og þegar hún bætti svo brosandi við "nú opna ég mitt Pandórubox".

Vissi sagnfræðingurinn ekki hvað Pandóruboxið er skv. grískri goðafræði í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar: "Upp úr öskjunni flugu öll þau mein sem síðan hafa hrjáð okkur - erfiði, örbirgð, elli, sóttir, afbrýði, lestir og tortryggni. Örvæntingarfull reyndi Pandóra að skella aftur lokinu en það var um seinan".

Þetta hefur því miður allt ræst undir stjórn Ingibjargar og Björgvins. En eins og í sögunni um Pandóru þá eigum við vonina eftir - en hún er sú að þetta fólk fari frá og láti okkur í friði og hlífi okkur við björgunaraðgerðum þeirra!

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 20:11

22 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Björgvin er eflaust vænsti drengur og var gerður að ráðherra mjög óvænt miðað við reynslu. Það er deginum ljósara að hann mat ekki stöðuna rétt í byrjun árs vegna hættunar sem Icesave skapaði okkur. Honum vantar frumkvæðið, er síifellt í slökkvistörfum vegna lélegra vinnubragða Fjármálaeftirlitsins (FME) og svo er hann ekki virtur viðlits í Seðlabankanum. Hvað á hann að gera? Hann á að reka forstjóra FME og krefjast afsagnar Seðlabankastjórnar. Annars þarf hann að segja af sér ef hann getur ekki látið sína undirmenn vinna vinnunna sína.

Sigurbjörn Svavarsson, 11.12.2008 kl. 21:46

23 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er eins og að það sé núna fyrst að renna upp fyrir alþjóð hvað hefur eiginlega verið í gangi öll þessi ár inni á hinu háa Alþingi íslendinga. Þetta fólk sem þar situr og hefur verið kosið til að sinna þessum mikilvægu ábyrgðarstörfum fyrir þjóðina HEFUR HREINLEGA EKKI NENNT AÐ SINNA VINNUNNI SEM AÐ ÞAÐ VAR RÁÐIÐ Í. Yfirstjórnin sem á svo að hafa stjórn eða óstjórn á þessu öllu saman hefur heldur ekki verið í vinnunni. Það er víða í Íslensku samfélagi þar sem málum er svona háttað og þegar eitthvað kemur upp á, þá er bara bent á næsta mann, næstu stofnun, næstu nefnd og ef að það virkar ekki, þá er því annað hvort ekki svarað eða þá að tölvubilun var kennt um vandan. FAGMENNSKAN ER NÚLL OG ÁBYRGÐIN ER HVERGI Í KERFINU! Það nýjasta er að skýla sér á bak við Bankaleynd!

Hér standa ráðamenn saman alveg út í eitt, SAMA HVERSU MIKIL SPILLINGIN ER og því miður ENGINN til að taka á vandanum.

Höfum orð eins af úr spillingarliðinu í huga sem sagði "FÓLK ER FÍFL"

Spurning hvort að hann hafi hitt naglann á höfuðið?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.12.2008 kl. 21:59

24 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Björgvin er í afskaplega vandasömu embætti í þessari ríkisstjórn og ég hygg að fáir komist í gegnum þessa eldraun, án þess að flaska á einhverju eða sjást yfir eitthvað. Það var reyndar með ólíkindum að hlusta á viðtölin viðlögfræðingana í kvöldfréttum RUV þar sem hann var tættu niður fyrir að hafa beðið um gögn frá Kaupþingi í Lux. Íhaldið er einfaldlega óvant því að verið sé að gramsa í svona hlutum og er að verða verulega pirrað. Framsókn var bara vön að líta undan, en nú er kominn annar flokkur í sængina sem vinnur öðruvísi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.12.2008 kl. 22:07

25 identicon

Mjög góð samantekt hjá þér.  Hann hefur sennilega verið svo heltekinn af  seðilgjöldunum að hann hefur gleymt öllu sem honum bar að gera.

Gísli Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:12

26 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Einkunnarorð samfylkingarinnar "eftir á að hyggja".

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 22:31

27 identicon

Halló, halló.

Þau sváfu ekki á verðinum - þau voru glaðvakandi og undirbjuggu áköf jarðveginn fyrir Icesave og Edge.

Hlustið bara á það sem Björgvin hefur að segja í fyrsta viðtalinu!

Þau lentu engan veginn í þessu - en þau eru sokkin mjög djúpt!

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:55

28 identicon

Þetta er átakanlegt. Kallgreyið veit bara ekki neitt. Ef kennarinn ég myndi stöðugt svara svoleiðis þá myndi ég ekki koma nemendum mínum að miklu gagni. Ef hann, sem nemandi minn vissi ekki neitt þá félli hann í áfanganum. Nákvæmlega það er að gerast, auðvitað þarf maðurinn að bera sig eftir upplýsingum. Sofandi að feigðarósi - einhver?? Þetta blogg hérna er algjörlega til fyrirmyndar, rannsóknarblaðamennska eins og hún gerist best. Loks er kominn fjölmiðill sem veitir aðhald.

Ívar Örn Reynisson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:33

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Jakobína, einkunnarorðin eru "eftir á að hyggja." Hvort Björgvin er vænsti piltur (sem ég svo sem efa ekki) eða ekki, það skiptir bara engu máli. Þegar einstaklingur tekst á hendur að stýra mikilvægu ráðuneyti og verður uppvís að klúðri sem er ávísun á neyð heillar þjóðar um ófyrirséða tíð þá er það aukaatriði hvaða persónu viðkomandi hefur að geyma. Nú hafa mál þróast þann veg í okkar samfélagi að fólk er komið í eitthvert samúðarhlutverk í garð þeirra óhappamanna sem með fádæma klúðri í stjórnsýslu eru búnir að stefna þjóðinni í gjaldþrot og uppskera viðbrögð því samkvæmt. Ég leyfi mér að standa utan við þann samúðarflokk.

Árni Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 13:07

30 identicon

Takk fyrir frábæran blogg, Lára Hanna! Ég bý í Bandaríkjunum og væri alveg á flæðiskeri stödd með upplýsingar um ástandið heima ef ekki væri fyrir dugnaðinn í þér!

Herdís Schopka (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:43

31 identicon

Alltaf fróðlegt að lesa bloggið hjá þér. Mér finnst eins og Björgvin hafi ekki mátt vera „memm“ - af hverju var hann gerður að viðskiptaráðherra? Var það af því að hann er svo þægilegur og leiðitamur? Ég skil ekki af hverju fer ekki að fjúka í hann eftir að uppgötva að hann hafi misst af fullt af mikilvægum fundum og upplýsingum. Ég væri alla vega komin í fýlu ef ég væri í hans stöðu  

eva (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 17:37

32 identicon

Var að rekast á þessa grein í gegnum google. Langar til að bæta við nokkrum staðreyndum, kæra Lára Hanna. þótt seint sé.

Björgvin var kosinn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Helsta stuðningssvæði hans er Suðurlandsundirlendið. Þar hefur ekkert breyst í málum hans. Leiðtogar Samf. hafa ekkert að segja um kosningu hans í framtíðinni. Það gera kjósendur hans á Suðurlandi

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband