13.12.2008
Ef einhver velkist í vafa um...
...hvort mæta eigi á Austurvöll klukkan 15 í dag og taka þátt í 17 mínútna kyrrðar- og friðarstund - sem ég vil líka kalla sorgarstund - er kannski rétt að horfa á þetta myndband og skoða hug sinn. Sumir hafa eflaust hugsað með sér að þeim sé slétt sama þótt tóbak og áfengi hækki - en átta sig ekki á að sú hækkun, auk eldsneytishækkunar, veldur því að verðbólgan hækkar og verðtrygging húsnæðislánanna - þ.e. afborgarnir af lánunum hækka og eftirstöðvarnar líka. VARÚÐ - Þetta er bara byrjunin.
Íhugið vandlega það sem hér kemur fram.
Sjáumst á Austurvelli klukkan þrjú í dag! Gefið ykkur tíma - það borgar sig!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Athugasemdir
Já, takið jólafrí núna og brjótið svo allt og bramlið eftir hátíðirnar. Flott strategía.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2008 kl. 04:38
Það var dásamlegt að fá tækifæri til að hitta þig á Austurvelli sl. laugardag. Á morgum munum við hins vegar standa vaktina sín í hvorum landsfjórðungi. Gangi ykkur vel á Austurvelli á morgun. Mætti í göngu inn á Ráðhústorg á morgun. Ekki spurning!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.12.2008 kl. 04:48
Ég komst ekki síðasta laugardag. Þurfti að fara í fjölskylduboð. Þar leyndi ég ekki gremju minni yfir að geta ekki verið á Austurvelli og spurði hvort það hafi verið sjálfstæðismaður sem valdi þessa tímasetningu. Ég held að þetta sé raunin hjá mörgu fólki. Næst segist ég ekki geta mætt vegna þess að ég ÞARF að mæta í mótmæli.
Hvað á Gunnar Th. við með "Flott strategía"? (lítur út eins og nafn á einhverju hljóðfæri á austur-evrópsku máli) Svona málblöndur finnast mér alltaf illskiljanlegar.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 07:14
Gott hjá þér að birta þessa síðu úr Fréttablaðinu frá í gær.
"Líðan þjóðarsálarinnar" hefði einhvern tímann verið kölluð "skipting þjóðarkökunnar".
Nú er stærsta sneiðin kvíði/ótti, sú næststærsta reiði og á eftir fylgja depurð, sorg og skömm. Gómsæt kaka sem þjóðinni var bökuð í þetta skiptið -og er nú ætlað að kyngja.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 08:48
Myndbandið hreint frábært, - listamannslega samansett, - málefnalegt, skemmtilegt - SANNLEIKUR. Frábær orð á bláu mótmælaskiltiskilti - HELVÍTIS FOKKING FOKK. Gott og rétt hjá Fríkirkjupresti. Efast ekki um að ótti Harðar Torfasonar reynist sannspár. Verulega ósympatísk innleggin frá þér, Gunnar th. Gunnarsson.
Ef ekkert fer að rætast úr - fólkið í landinu vaknar ekki til meðvitundar mjög fljótlega og þorir að vera frjálst - HÆTTIR AÐ VERA ÞRÆLAR, þá,
HELVÍTIS FOKKING FOKK
Ingibjörg SoS, 13.12.2008 kl. 08:59
Ætli fyrirhuguð hækkun á Akranesstrætó um 300% nú um áramótin (eitt far úr 280 kr. í 840 kr.) sé ekki til að tryggja að við Skagamenn komust ekki á mótmælin á Austurvelli á laugardögum? Segi nú svona ... Sé ekki marga geta reitt fram rúmlega 60.000 til að kaupa 9 mánaða kortið sem á að spara mest. Verð á mótmælafundi vegna þess hér á Skaganum kl. 15 en með ykkur í anda á Austurvelli. Helvítis fokking fokk!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.12.2008 kl. 09:36
Það er ekki nóg að mæta á Austurvöll og pískra.
Friðsemd án ofbeldis - SANNARLEGA - en þetta pískur skilar engu.
Bróðir minn vill vel, hann er góður og réttlátur maður, en þessi meðvirkni hvað varðar framkvæmd mótmælanna er fyrir löngu allt of langt gengin - nánara álit mitt hér fyrir þá sem hafa áhuga.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 10:12
Sjáumst á Austurvelli, þetta með þögla bænastund, hvað meiniði ? Á ég ekki líka að koma með höggstokkinn, og leggjast á hann sjálfur ?? Nei, ég biðst fyrir í hljóði þegar ég drepst, og ég ætla ekki að láta þetta pakk drepa mig!.
Börkur Hrólfsson, 13.12.2008 kl. 11:16
Helvítis fokking fokk...
Rut Sumarliðadóttir, 13.12.2008 kl. 12:32
Kakan mín inniheldur ekkert skömm, en allt hitt.
Hittumst á Austurvelli.
Heidi Strand, 13.12.2008 kl. 13:22
Búkolla baular á mig og gerir mér upp skoðanir. Ég þekki engan sem er sáttur við ástandið og ég er bæði reiður og sár yfir því. Ég á bara enga samleið með því fólki sem hefur eignað sér þessi mótmæli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2008 kl. 14:59
Gott að fá þetta á hreint, Gunnar. Ég á ekki nema takmarkaða samleið með mörgum mótmælendum, en mæti samt. Ég á ekki nema takmarkaða samleið með stjórmálaflokki sem ég kýs, en kaus að ganga í hann samt. Ég er ekki svartur, ekki fátækur, ekki gyðingur eða múslimi, en styð réttindabaráttu þeirra samt.
Talandi um það sem ég styð, ég styð það að fleiri þjóðfélagshópar komi að stjórnmálum, því hélt ég á skilti fyrir neyðarstjórn kvenna í dag. Ég styð einstaklinga sem vilja komast undan bankaveldinu, því brenndi ég debitkortinu mínu í dag.
Ég þarf ekki á því að halda að þú sért sammála mér, Gunnar. En fjandinn hafi það, ef þú ætlar að dissa mig eða aðra sem nú sýna það að þeim er ekki sama hverjir stjórna, þá þarftu að skoða það vel, hver á að standa með þér þegar við hin erum fallin í valinn!
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 16:36
Dáist að starfi þínu og elju, og skrifaði þetta þér til heiðurs til að minna á að baráttan er langt í frá á enda. Ég þarf ekki að segja þér það, þú veist það manna best.
Til þeirra sem eru að enn og aftur að fá leið á umræðunni!
Ekki leggja árar í bát, ekki detta fyrir borð,
ekki láta bugast af svívirðingu þeirra sem kúga ykkur,
EKKI GEFAST UPP!
Látið ekki yfir drífast þó harmur fljúgi að,
heykist ekki við þó heimsendir bíði við dyrnar,
leggið ekki niður krumlur þó höfuð lyppist þreytt niður á útbreidda sæng,
ekki leggja niður rófuna,
ekki ýlfra undan hér og nú.
Ekki sleppa öllum tökum,
ekki lúta þeim sem brjóta ykkur,
ekki gleyma að stæla andann þó vonleysi bíti stálið frá.
Ekki gefast upp, ekki gefast upp, EKKI GEFAST UPP!
Ekki aka undan þar sem falsið stendur,
ekki eira undan blaðrinu, ekki ganga á hæl inn í þögnina,
hefjist ekki undan gaspri og silkimjúkri geitarull,
hopið ekki á bak aftur né hrökkvið undan.
Ekki gefast upp, ekki gefast upp, EKKI GEFAST UPP!
Hverfið ekki frá þó allt sé svart,
ekki reka flóttann þegar svívirðan hræðir,
nei, ekki hvika fyrir sætmullu heimskunnar eða loðnum svikum,
ekki bugast, ekki gráta, ekki falla fram,
ekki snúa eigin tafsi í harmleik,
eigin snöru úr myrkri doðans.
Ekki gefast upp, ekki gefast upp, EKKI GEFAST UPP!
HSE (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 16:42
Flott myndband......sá þig ekki á Austurvelli
Hólmdís Hjartardóttir, 13.12.2008 kl. 17:15
Til þeirra sem eru enn og aftur að fá leið á umræðunni!
Átti að standa þarna. Bölvað að að þvælast þarna fyrir hérna að ofan.
HSE (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 17:24
Það fór ekki framhjá neinum sem mætti í hinn táknræna gjörning að þeygja í 17 mínútur að raddirnar á bak við þögnina voru að hvísla sín á milli. Fína frúin í pelsinum sem stóð við hliðina á mér um stund spurði manninn sinn hvort snjóboltarnir gætu brotið rúðurnar í Alþingishúsinu. Hún veit ekki, líkt og meirihluti þjóðarinnar, að glerið í rúðum Alþingishússins er næstum óbrjótanlegt - skothelt. Það er táknrænt fyrir virkið sem spillingaröflin hafa byggt í kringum sig, virkið sem ver það fyrir fólkinu í landinu - þau hafa breytt þinghúsið þjóðarinnar í rammgirt virki með skotheldu gleri og óeirðarlögreglu í kjallaranum til að verja sig gegn lýðræðinu.
Það heyrðist líka í röddunum undirliggjandi reiði - mikil reiði. Reið sem heldur áfram að vaxa á meðan ríkisstjórnin situr sem fastast og gerir ekki neitt nema reyna að viðhalda kerfinu sem brást. Heldur áfram að klína sökinni á fólkið enda sést það best í nýjum skattahækkunum og útsvarshækkunum sem miða beint á almúgann. Hátekjuskatturinn er sagður óþarfur - enda bara táknrænn. Þessu svíður fólki undan. Sá sem hefur 800.000 krónur þarf nefnilega að taka á sig heilar 3.000 krónur á mánuði í launalækkun.
Á sama tíma sitja sökudólgarnir yfir kjötkötlunum og veiða upp úr þeim bestu bitanna. Ríkisstjórnin horfir í hina áttina og neita að setja hlutina upp á borðið (þrátt fyrir lagalega beri þeim skylda til þess starfandi undir neyðarlögum). Rannsóknir eiga að fara fram í undir eftirliti vina og kunningja þeirra sjálfra sem sæmilega skynsamur maður sér að er gert til að tryggja hvítþvott fyrir pólitíkusana sjálfa - og fjáða vini þeirra. Þetta gengur heldur illa að sannfæra landann um enda allt traust farið á slíkum stofnunum sem starfa svo augljóslega í þágu spillingaraflanna sjálfra.
Kerfið sem brást er ennþá kerfið sem yfirvöld treysta á - enda kunna þau ekkert annað. Þau eru föst með flokka sína í miðju ölduróti spillingarinnar og sjá ekki neinn kost annan en að halda lokinu sem fastast á potti spillingarinnar því þau óttast ekkert meira en það sem upp úr honum kemur. Þau átta sig bara ekki á því að upp úr pottinum hefur lekið nógu mikið til þess að tryggja tortryggni fólks í þeirra garð og á meðan þau sitja sem fastast á lokinu verður sú tortryggni enn meiri. Gott fólk er komið svo djúpt í spillingarpottinn án þess að hafa áttað sig á því hvað hefur gerst að það kann ekki neitt nema að fela slóð sína. Brýtur almennar siðferðisreglur til þess eins og bera hönd fyrir höfuð sér og það á kostnað almennings.
En almúginn mun ekki sitja aðgerðalaus lengi - upplýsingarnar streyma sem aldrei fyrr hulunni af allri ritskoðun ef umsvifalaust svipt með óháð fjölmiðlinum - Internetinu. Kerfið er einfaldlega hrunið og í það verður ekki blásið nýju lífi - því lengur sem ríkisstjórnin berst við að gera það því dýpra sökkvir hún sér í skítafenið. En þótt kerfið sé hrunið og eigi ekki afturkvæmt að þá heldur fólkið áfram að lifa og á meðan blóðið heldur áfram að renna í æðum þess mun svo vera - þrátt fyrir öll hrun og kreppur - fólkið er valdið og það mund sækja valdið með góðu eða illu. Tíminn vinnur með fólkinu því kerfið getur ekki annað en haldið áfram að bregðast því og hann einn mun leiða í ljós hvort fólkið öðlast valdið að nýju með góðu eða illu.
Þór Jóhannesson, 13.12.2008 kl. 17:48
Kakan mín inniheldur skömm á valdhöfum og sennilega er það sterkasta tilfinningin. Að þetta fólk skuli hafa leyft sér að skemma þjóðarbúið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 18:35
HELVÍTIS FOKKING FOKK
Svo einfalt er það og þaf ekki að útskýra það frekar.
Fokking forsætisráðherra segir að flestir sætti sig við þetta, já þannig hefur það nú verið hingað til.
Nú er mál að linni.
Halli á helvítis fokking ríkissjóði, já einmitt, en hvað með hallann á fjármálum heimilanna?
Baráttukveðjur, ekki gefast upp!
kop, 13.12.2008 kl. 21:34
Ég er sammála Þór Jóhannessyni, það hefur lekið of mikið uppúr spillingarpottinum. Stjórnin hlýtur að falla fljótlega. Hei psst, ég held að ég hafi staðið á bakvið þig í dag ásamt 3 dætrum mínum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:16
Lára mín. Þú getur séð á þessari frétt hvað er verið að hlusta mikið á ykkur. Hlustið sérstaklega vel á orð Guðlaugs Þórs í fréttinni.
Víðir Benediktsson, 14.12.2008 kl. 01:07
Sæl Lára,
ég hélt ekki að þú gætir toppað þig, þetta er frábært-áfram Lára og meira af þessu.
Gunnar Skúli Ármannsson, 14.12.2008 kl. 01:26
Fyrirgefðu. gleymdi að setja linkinn inn fyrir fréttina http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398135/0
Víðir Benediktsson, 14.12.2008 kl. 02:03
Er það virkilega svona sem þið viljið að mótmæli fari fram?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 06:39
Hvernig ætli kakan líti út þegar þriðji hver maður er farinn af landi brott?
Rut Sumarliðadóttir, 15.12.2008 kl. 08:36
Það eru mikil vonbrigði hvað fáir sýna manndóm í að mæta á mótmæli. Stundum hvarflar að mér að þjóðin eigi skilið þessar hörmungar, fyrst hún getur ekki einu sinni komið sér saman um að rísa upp gegn eyðileggingu á tilverugrundvöll hennar. Læt það vera að menn greini á um leiðir út úr hruninu.
Þegar hópur ferðamanna fellur í djúpa gryfju hljóta þeir að vera samstíga um að reyna að komast upp úr gryfjunni. Síst af öllu færu þeir að deila um hvort þetta sé gryfja sem þeir féllu í eða eitthvað annað.
Síðan er næsta skref að vera samstíga um að komast upp úr gryfjunni. Einn og einn ferðamaður á ekki að reyna að eyðileggja fyrir þeim sem eru að reyna að bjarga hópnum upp. Hvað myndi ykkur finnast um svoleiðis mann?
Theódór Norðkvist, 15.12.2008 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.