Ísland - Simbabve norðursins

Ég bið alla sem hafa einhver tengsl við erlenda fjölmiðla að senda þeim slóðina að þessari grein hér fyrir neðan. Ef íslenska þjóðin getur ekki upp á sitt eindæmi haggað spilltum stjórnvöldum og stjórnkerfi eða ráðið við glæpamennina sem arðrændu hana verður að leita ásjár alþjóðasamfélagsins til að þrýsta á íslensk stjórnvöld um nauðsynlegar breytingar. Viðbót: Greinin hefur nú verið birt hér.

Iceland - the Nordic Zimbabwe
by Iris Erlingsdottir

The catastrophic economic collapse of Iceland has in international news stories been described as simply another, inevitable casualty of the credit crunch. A WSJÍris Erlingsdóttir story last week noted that „Iceland was one of the international financial bubble's most enthusiastic players," but failed to mention how Iceland's largely homemade crisis was created by a small group of powerful political and financial figures who literally have looted the nation's treasury.

According to the Fund for Peace, a state that is failing has several characteristics, such as group-based inequality, brain drain, sharp economic decline, corruption and criminal behavior, to name a few attributes. The magnitude of corruption and wrongdoings at the highest levels of Icelandic political and financial system that have come to light following the country's economic collapse begs this question: Is Iceland a failing state?

In October 2008, Iceland's three major investment banks-Glitnir, Kaupthing, and Landsbanki, which the Conservative party had privatized eight years earlier in favor of their cronies - collapsed and were taken over by the Icelandic government. They had, through various questionable artifices, incurred a combined debt equal to 7-10 times Iceland's gross domestic product (GDP). Hundreds of thousands of investors outside of Iceland lost all of their savings, inducing the British government to invoke anti-terrorism laws in an attempt to contain the damage.

Since this collapse, the Icelandic stock exchange has plummeted, the Icelandic crown has lost one-half of its value, and the unemployment rate rose 60% from October to November. The sudden halt of major construction projects-including what was to be an iconic opera house-has caused foreign workers to flee the country in droves. Automobile sales have nearly stopped, and massive residential foreclosures loom. One-third of Icelanders have indicated that they are considering leaving the island.

Despite obvious mistakes and wrongdoings by governmental regulators and bank executives, no observable changes have ensued. The current regulators-including the head of the Icelandic Central Bank, Davíð Oddsson (Prime Minister from 1991-2004) -are the very same people who encouraged and approved these fantasies. The majority of the top executives in the newly-nationalized banks are the same directors who created the overleveraged castles in the air. Instead of criminal charges, they get to keep their jobs and handsome paychecks, and remain in position to further manipulate the country's finances. Average Icelanders, on the other hand, get to scratch out a living and the responsibility (along with their children and grandchildren) for paying the billions of debt Iceland is now saddled with.

The gang's perp-in-chief, Jón Ásgeir Jóhannesson, who also happens to "own" most of the private media in the country, is free to gallivant in his private jet between luxury homes in several countries. At this writing, he and his fellow crooks, who invented false enterprises and inflated their "worth" by selling pieces of paper back and forth to each other, continue to engage in all kinds of business transactions in Iceland and wait like carrion for opportunities to "buy" for pittance businesses that have closed or gone bankrupt since the collapse (the same fate awaits many others in the new year), not to mention real estate when thousands of Icelandic families lose their homes in this inferno of greed.

The crimes and corruption that has flourished under Iceland's conservative rule make Bernie Madoff's schemes look like Mother Goose tales. Each day brings forth ever more incredulous stories. Icelanders who are struggling to hold onto their homes and pay the bills were outraged at to learn a few days before Christmas that certain well connected individuals - bank execs, their families and friends (including members of the Icelandic government) - hoping to cash in on the boom, borrowed hundreds of millions to buy bank stock, but as the collapse became imminent, the loans were conveniently "forgiven" in secret meetings, with a single penstroke! The average Icelander of course gets no such absolution.

The democratic process is paralyzed. The legislature, Alþingi, is little more than a rubber stamp for the administration and has basically shut itself down. Despite massive popular protests, Prime Minister Geir Haarde's ruling junta refuses to call for new elections before making what will certainly be extremely painful decisions.

Failed states are unable or unwilling to "protect their citizens from violence and perhaps even destruction," and "regard themselves as beyond the reach of domestic or international law." They may have democratic forms but suffer from a serious "democratic deficit" that deprives their democratic institutions of real substance.

The tyrant Robert Mugabe declared a few days ago that "Zimbabwe is mine. "I will never, never, never, never surrender." Iceland's Prime Minister Geir Haarde, the Central Bank Governor Davíð Oddsson, and the members of their little gang are telling Icelanders and the world that-like Mugabe-neither will they.

Íris Erlingsdóttir is an Icelandic journalist and writer. Her professional background includes work in radio and television news as a reporter and news anchor for Channel 2 in Iceland. She was editor-in-chief of Icelandic gourmet magazine The Host and has written numerous features and columns on subjects ranging from food and health to politics and law for Icelandic and American magazines and newspapers, including the Minneapolis Star Tribune, LA Weekly, Iceland Review, Morgunblaðið, Fréttablaðið, Bon Appetit, and Twin Cities Mix. She lives in Northfield, Minnesota.  

 _________________________________________________

Margir kannast eflaust við Írisi Erlingsdóttur sem eitt sinn var fréttamaður á Stöð 2 og sendir nú öðru hvoru fréttir frá Bandaríkjunum þar sem hún er búsett - nánar tiltekið í Minnesota. Ef ég man rétt fjallaði hún nokkrum sinnum um kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar þar á síðasta ári. Íris leyfði mér að birta þessa grein hér að ofan og ég fann aðra grein eftir hana sem ég hafði klippt út úr Mogganum 9. nóvember sl.

Íris Erlingsdóttir - Moggi 9. nóvember 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sendi þetta á tvo sænska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 22:22

2 identicon

"The democratic process is paralyzed. The legislature, Alþingi, is little more than a rubber stamp for the administration and has basically shut itself down [...]

They may have democratic forms but suffer from a serious "democratic deficit" that deprives their democratic institutions of real substance."

Þarna er Ingibjörgu og eftirlaunaskrílnum á Alþingi rétt lýst. Þetta skal eg senda út um allar trissur.

Rómverji (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Gott framtak Lára, Sendi 1 til Danmerkur

hilmar jónsson, 4.1.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sendi hana á ritstjóra www.nettavisen.no 

Gunnar Stavrum

Ég mun senda hana á fleiri ef hann svarar ekki.

Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 22:46

5 identicon

Ég hef líka sagt það nokkrum sinnum áður að úrtölufólkið hér á landi segir það sama og stuðningsmenn Mugabes: "Vandamálið kemur erlendis frá og þó að ríkisstjórnin sé líka slæm þá er það bara verra að reka hana frá, aðrir eru ekkert betri. Mótmælendur eru bara skríll" Nákvæmlega þennan hugsunarhátt eiga þeir sem gagnrýna mótmælendur hér og stuðningsmenn Mugabes sameiginlegt. Þetta fólk verður bara að taka sönsum, þetta gengur ekki svona.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:04

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Frábær grein hjá sveitunga mínum hér í Minnesota.  Vona að hún sendi þetta á Star Tribune og Pioneer Press...annars geri ég það.

Róbert Björnsson, 4.1.2009 kl. 23:08

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

FRÁBÆRT FRAMTAK

Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 23:38

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Sendi á tvo staði.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.1.2009 kl. 23:45

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

"ég sendi".. en hvert eruð þið að senda elskurnar mínar... ??

Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 23:48

10 identicon

Sendi til Noregs og Grænlands.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:49

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sendi til Hollands og Danmerkur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.1.2009 kl. 00:02

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

~zit ég hér úti í Zimbabwe~ ...

Ohhh, nú er ég kominn með þetta í heilaztað !

Takk!

Steingrímur Helgason, 5.1.2009 kl. 00:27

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið ætlið að væla í og klaga til erlendra fjölmiðla eins og aumingjar! Hversu lágt er hægt að leggjast? Hvar er djörfungin og þorið?

VG á sennilega bara ekkert betra stuðningsfólk skilið, það er nokkuð ljóst.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 00:37

14 identicon

Sendi á færeyska sjónvarpið . Er ekki best að vera heiðarlegur

Solveig (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:38

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Lára greinin er einkar skilmerkilega skrifuð,mér finnst hún eiga erindi til sem flestra. Meiri líkur á að hún nái augum fjölmiðla því víðar sem hún berst.

hilmar jónsson, 5.1.2009 kl. 00:38

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður hlegið að ykkur að breiða þetta út til erlendra fjölmiðla, haldandi að alþjóðasamfélagið fari að taka undir sjónarmið VG. Það er sjálfsagt að birta þessa grein sem víðast, en í Guðana bænum haldið þessu innanlands, en ekki stimpla alla íslensku þjóðina eins og hún sé af sama sauðahúsi og þið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 00:49

17 Smámynd: hilmar  jónsson

Gunnar: Hvar er djörfung og þor ? Ja ekki er hún hjá ríkisstjórninni, svo mikið er víst.

Hafðu ekki áhyggjur af því að við stimplum þjóðina. Geir.H og co eru löngu búin að sjá um það.

hilmar jónsson, 5.1.2009 kl. 00:58

18 identicon

Komið þið sæl; Lára Hanna, og þið önnur, hver ei eruð haldin lydduskap Gunnars Th. !

Gunnar Th ! Ekki er; á ykkur Austfirzka logið, suma. Hvar; í fjandanum, hefir þú dvalið, síðan kvótakerfi andskotans var upp tekið, eða þá EES hörmungin undirgengin, á sinni tíð ?

Það er nefnilega það; Gunnar Th. ! Meginmeinvætti okkar síðari tíma sögu, má rekja, til þeirra andskota fagnaða. Ekki veit ég; hvort lokað sé, á athugasemdakerfi þitt; Gunnar Th. en vita skaltu, að amlóðarnir, flokksfélagar þínir/skoðanabræður, þeir Gísli Freyr Valdórsson, líka sem Hjörtur J Guðmundsson, hafa ei þorað, (nema þeir séu, upp yfir alþýðuna hafnir), að hafa opið, á sín kerfi.

Þar er ég; reyndar, að vísa til hinna flokkshollustu pjakka, hverjir fremur gengju eld eða plankann, fremur en, að láta af fylgispekt sinni, við Haarde glæpahyskið.

Með þjóðernissinna kveðjum, - og baráttu, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 01:06

19 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég á tvo finnska vini sem vinna bæði á dagblöðum þar, ég skal senda þessa grein á þau

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.1.2009 kl. 01:14

20 identicon

Ekki finnst mér þetta merkileg grein. Hún er skrifuð af miklu ofstæki og ef ég ætlaði að velja henni sendingarstað þá er það ruslakarfan.

HH (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 02:37

21 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Heyr heyr!

Frábær framtak Lára Hanna og þið öll.

Gunnar - veit ekki hvort þú hefur fylgst með því sem erlendir fjölmiðlar hafa verið að skrifa síðustu mánuði eða ár -

Víðast er hlegið af okkur!  

Hafðu ekki áhyggjur - Ef þér mun finnast erfitt að gangast við því að vera Íslendingur eftir að þessi grein berst fjölmiðlum í nágrannaríkjum, þá geturðu bara þóst vera Mývetningur.

Við hin höfum ekki miklar áhyggjur af því að þessi frábæri pistill Írisar, þyki tiltökumál á erlendri grundu, miðað við allt það sem við höfum unnið okkur til frægðar, þ.á.m.  að lenda inni á hryðjuverkalista með Alqaida - nema þá til þess að vara nágranna okkar við stjórnvöldum og fjármálaglæpamönnum frá Íslandi.

Höldum áfram á þessari braut!!!!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 5.1.2009 kl. 03:02

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég reikna með að Lára Hanna segi lesendum sínum frá öllum þeim fjölmörgu erlendu fjölmiðlum sem koma til með að birta greinina. Ég er ekki viss um að dagblöð hafi svona stórt skrítluhorn

Það lítur rosalega vel út á áróðuspésa þegar sagt er að atvinnuleysið hafi aukist um 60% í stað þess að segja að það hafi farið úr 2% í 3,2%. Ef þær atvinnuleysistölur eru nefndar í ESB löndum, þá klóra menn sér bara í kollinum og spyrja ráðvilltir: "Og hvað er vandamálið?".

Annað er í svipuðum dúr í greininni, t.d. fyllyrðingar að srjórnmálamenn í æðstu embættum séu sekir um spillingu, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einn borið ábyrgð á einkavæðingu bankanna, en ekki nefnt einu orði að Alþingi samþykkti þann gjörning.

Aumingja þið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 03:07

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já Alma Jenný, við erum aðhlátursefni sjálfsagt víða, og kannski ekki að ástæðulausu. En er ekki betra að skrifa um ástandið eins og það er, en ekki bulla einhverja VG-vitleysu? Og hver á ávinningurinn að vera ef greinin birtist í erlendum fjölmiðli? Að það sé jarmað undir með ykkur af evrópskum vinstriflokkum?  Ekki verður það:

"Ef íslenska þjóðin getur ekki upp á sitt eindæmi haggað spilltum stjórnvöldum og stjórnkerfi eða ráðið við glæpamennina sem arðrændu hana verður að leita ásjár alþjóðasamfélagsins til að þrýsta á íslensk stjórnvöld um nauðsynlegar breytingar".

Hún verður ekki login upp á ykkur vitleysan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 03:15

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Despite massive popular protests, Prime Minister Geir Haarde's ruling junta refuses to call for new elections"

Haha... samkvæmt talningu mótmælendanna á sjálfum sér. En lögregluna segið þið gjörspillta og handbendi BB fyrir að nefna lægri tölur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 06:13

25 identicon

Búin að senda á taz, Die Tageszeitung í Berlín.

Margrét Rósa (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 08:27

26 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég hefði seint trúað því að þú tækir þátt í að níða niður land og þjóð...mér finnst íslendingar eigi nóg með sitt þó svo heimamenn taki ekki þátt í slikri niðurrifsstarfssemi. Álit mitt á þér hefur beðið mikinn hnekki... því miður.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.1.2009 kl. 09:41

27 Smámynd: Heidi Strand

Ég er búin að senda greinina  á ritstjóra VG (verdens gang) í Noregi.


Ef Ísland væri enn undir danska krónunni, hafði þetta ekki geta gerst. 

Heidi Strand, 5.1.2009 kl. 09:57

28 Smámynd: Sævar Helgason

Er einhver bót af því fyrir okkur að dreifa þessari grein vítt um heiminn ?  Er mannorð okkar vegna fjárglæfranna sem stýrt var héðan um heiminn - ekki næg landkynning ?

Og að við ætluðum ekki að borga skuldir okkar erlendis- er þekkt staðreynd erlendis.

Er ekki okkar höfuðverkefni að taka ærlega til heima hjá okkur og laga til eftir allt sukkið og svínaríið ?

Síðan þegar það er komið í lag  - þá er tímabært að bjóða gestum í heimsókn og kynna land og þjóð- og reyna með því að öðlaðst virðingu alþjóðasemfélagsins - á ný ?  En við eigum langt í land.

Þetta finnst mér.

Sævar Helgason, 5.1.2009 kl. 10:30

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Ingi, þetta kemur mér alls ekkert á óvart. Þetta eru sömu vinnubrögð og voru viðhöfð þegar náttúruverndarsinnar (VG) rægðu okkur um allan heim vegna Kárahnjúka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 10:35

30 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Stundum erfitt að þurfa að kyngja sannleikanum.

Jón Ragnar Björnsson, 5.1.2009 kl. 11:03

31 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Veistu það, Jón Ingi, að sannleikurinn er sár. Mjög sár. Geturðu bent mér á eitthvað í þessari grein sem er ósatt? Myndirðu kalla greinina "níð um land og þjóð" ef hún væri á íslensku og því tryggt að útlendingar skildu hana ekki nema fá þýðingu? Í henni er ekkert sem ekki hefur verið sagt áður - á íslensku og jafnvel útlensku líka. Hefurðu fylgst með umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland og Íslendinga undanfarnar vikur og mánuði? Sú mynd sem dregin hefur verið upp af íslenskum stjórnvöldum í erlendum fjölmiðlum er síst fegurri en þessi - en hún er sönn.

Við leysum ekki vandann með því að loka augunum og láta eins og hann sé ekki til, heldur með því að uppræta spillinguna og breyta hugarfari okkar til frambúðar. Hrun íslenskra banka og afleiðingar þess eru ekki einkamál okkar Íslendinga, enda hefur hrunið valdið ómældum skaða í öðrum löndum og mikið verið fjallað um það erlendis. Eitt af því sem hefur vakið hvað mesta furðu í erlendum lýðræðisríkjum er hin djúpstæða, pólitíska spilling sem viðgengst hér og siðleysið sem henni fylgir. Ein af birtingarmyndum þess er sú, að enginn - ENGINN - hefur axlað pólitíska eða siðferðilega ábyrgð á einu eða neinu. Allir stjórnmála- og embættismenn sitja sem fastast þótt sýnt hafi verið fram á með óyggjandi hætti hvernig þeir spiluðu með og vissu fyrir löngu í hvað stefndi - en gerðu ekkert. Sumir eru jafnvel beinlínis þátttakendur, voru með til að hagnast persónulega og hirtu ekki um afleiðingarnar fyrir umbjóðendur þeirra, þjóðina. Þetta skilur fólk ekki í löndum þar sem stjórnmálamönnum er veitt aðhald af alvörufjölmiðlum og siðferðilegar kröfur almennings eru aðrar en tíðkast hafa hérlendis. Við verðum að breyta því.

Orðstír íslensku þjóðarinnar var troðinn í svaðið - af Íslendingum. Bankamönnum, auðjöfrum, stjórnmálamönnum og embættismönnum. Fyrsta skrefið í að endurheimta orðstírinn í augum umheimsins er að viðurkenna vandann, játa sannleikann og horfast í augu við hann. Gera eins og segir í æðruleysisbæninni - ...sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt, kjark til að breyta því sem við getum breytt og vit til að greina þar á milli. Afneitun sannleikans, á hvaða tungumáli  og hvar sem hann birtist, er ekki til þess fallinn.

Við vitum öll að það sem í greininni stendur er sannleikurinn, hrár og sár en óumdeilanlegur. Þetta hefur verið rætt, ritað um og básúnað á götum, torgum, í fjölmiðlum og manna á meðal. Jafnvel hinir seku hafa smátt og smátt, einn af öðrum, játað sök sína. Nema stjórnmálamennirnir. Til að öðlast trúverðugleika á ný, hafi þeir einhvern tíma haft hann, verða þeir að gera það og taka afleiðingunum. Axla sína ábyrgð. Fyrr verður enginn friður í samfélaginu og ekki nokkur leið að hefja uppbygginguna á ný.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.1.2009 kl. 11:27

32 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Ég held satt best að segja að það sé óvirðing við þegna Zimbabwe að líkja ástandinu hér á landi við þá lífshættulegu aðstæður sem ríkir þar í landi. Þar er fólk að berjast við sjúkdóma á borð við kóleru, á meðan fólk hér á landi er að væla yfir of háum bensínsköttum og að þurfa að borga í stöðumæli á Laugaveginum.

Er virkilega hægt að líkja þessu tvennu saman?

Magnús V. Skúlason, 5.1.2009 kl. 11:31

33 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Magnús Viðar... Það er alls ekki verið að líkja ástandi þjóðanna saman heldur stjórnarfarinu, eða Mugabe-heilkenninu eins og ég vil kalla það sem virðist hrjá stjórnvöld og embættismenn hér = Þau eiga landið og fara ALDREI frá, hvað sem hver segir, hve illa sem þau leika þjóð sína, hve afleitlega sem þau stjórna og hversu hátt þjóðin hrópar á afsögn þeirra.

Ástand þjóðanna að öðru leyti er allt annað mál og mjög ólíku saman að jafna - svo ekki sé meira sagt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.1.2009 kl. 11:38

34 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvaða helvítis vitleysa er þetta í þér Magnús viðar, mugabe segir að það sé engin kólera í zimbabve.. þá hlýtur það að vera satt .. alveg eins og þegar GHH sagði að íslenska banka og fjármálakerfið væri fílhraust !! 

og svo kjósum við þessi fífl aftur... og aftur. 

Óskar Þorkelsson, 5.1.2009 kl. 11:42

35 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er algjör lítilsvirðing við ástandið í Zimbabwe að líkja því við ástandið á Íslandi.  Annars vegar erum við að tala um harðstjóra sem hefur verið við líði í áratugi, drepið þúsundir og lokar augunum fyrir því að í landinu sé kólerufaraldur og hungursneið.

Hins vegar erum við með Ísland þar sem ráðamenn sem voru kosnir í lýðræðislegri kosningu til fjögurra ára hafa sagst ætla að sitja eitthvað áfram þrátt fyrir ástandið, en þó aldrei lengur en út kjörtímabilið sem þeir voru kosnir til að sitja.

Það er algerlega fráleitt að fara að dreifa svona grein og í raun dónaskapur við fólkið í Zimbabwe sem á við margföld vandamál að etja samanborið við Íslendinga.  Þótt tilteknir einstaklingar vilji að stjórnin víkji áður en kjörtímabili hennar líkur (sem að mér finnst ekki óeðlileg krafa) þá verðum við að gera greinarmun á slíkum skoðanaágreiningi annars vegar og skelfilegri harðstjórn hins vegar.

Þrátt fyrir að vera í miðri kreppu erum við ennþá með eitt minnsta atvinnuleysi í Evrópu.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.1.2009 kl. 12:00

36 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sigurður Viktor...  lestu athugasemd nr. 35. Það er EKKI verið að líkja ástandinu hér á Íslandi við hið hörmulega ástand í Simbabve.

Öðrum sem misskilja málið á svipaðan hátt og Magnús Viðar og Sigurður Viktor bendi ég á að a) lesa greinina aftur, einkum niðurlag hennar og b) lesa athugasemd nr. 35.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.1.2009 kl. 12:06

37 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það að stjórnin sitji út það kjörtímabil sem hún var kosin til að sitja er á engan hátt sambærilegt stjórnarfar við Zimbabwe.

Ég mæli með því að seinasta efnisgreinin verði klippt út úr greininni og að fyrirsögnin verði t.d. "Iceland - A Falling State?" sem er í fullkomnu samræmi við efni greinarinnar.  Það dregur athyglina að því sem raunverulega er fjallað um í greininni og eykur þannig trúverðugleika hennar því greinin er að öðru leiti hin ágætasta.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.1.2009 kl. 12:14

38 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

...leyti...afsakið.  Leiti er hóll, s.b. Háaleiti! :)

Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.1.2009 kl. 12:15

39 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég endurtek:

"Það er alls ekki verið að líkja ástandi þjóðanna saman heldur stjórnarfarinu, eða Mugabe-heilkenninu eins og ég vil kalla það sem virðist hrjá stjórnvöld og embættismenn hér = Þau eiga landið og fara ALDREI frá, hvað sem hver segir, hve illa sem þau leika þjóð sína, hve afleitlega sem þau stjórna og hversu hátt þjóðin hrópar á afsögn þeirra.

Ástand þjóðanna að öðru leyti er allt annað mál og mjög ólíku saman að jafna - svo ekki sé meira sagt."

Í lýðræðisríkjum þar sem hlustað er á vilja kjósenda væri stjórn sú sem nú situr á Íslandi búin að taka rækilega til í sínum ranni eftir allt sem hefur gengið á í íslensku þjóðfélagi. Jafnvel boða til nýrra kosninga til að leitast við að endurnýja umboð sitt við gjörbreyttar aðstæður. Það hefur hún ekki gert, neitar að viðurkenna afglöp, hvað þá landráð af gáleysi og skella skollaeyrum við háværum kröfum þjóðarinnar, ráðleggingum sérfræðinga, fylgishruni og öðrum eðlilegum ábendingum alls staðar að um að ábyrgð skuli öxluð.

Ég skrifaði ekki þessa grein, Sigurður Viktor, og hef enga heimild til að breyta henni. Myndi heldur ekki gera það því mér finnst samlíkingin við Mugabe-heilkennið mjög viðeigandi þótt það sé alls ekki nýtilkomið. Visum embættismanni hefur margoft verið líkt við einræðisherrann um margra mánaða skeið og ekki að ástæðulausu.

Hér er enginn að bera saman á neinn hátt ástand eða aðstæður þjóðanna að örðu leyti. Enginn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.1.2009 kl. 12:26

40 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það sem ég er að segja er að þessi líking dregur úr gæðum greinarinnar.  Hún styður ekki við það sem greinin hefur fram að færa heldur þynnir hana út.  Þú ert að hvetja til þess að greininni verði dreift á fjölmiðla um allan heim og því þætti mér fengur í því ef þú hefðir samband við Írisi og bæðir um að fá að gera þessar breytingar á greininni áður en þú ferð að hvetja til þess að henni verði dreift um allan heim.

Á sama hátt og að fólk talaði um það í haust að þjóðin hefði ekki haft það verra síðan í móðuharðindunum þá er fráleitt að líkja stjórnarfari Íslands og Zimbabwe.  Allar ríkisstjórnir alls staðar eru alltaf tregar til að segja af sér.  Á Íslandi getur þó engin verið lengur en fram að næstu kosningum þegar hún fær eða fær ekki nýtt umboð.

Núverandi stjórn fékk fyrir einu og hálfu ári umboð til að sitja í fjögur ár samkvæmt lögum.  Í krafti þess umboðs situr hún eins og hún var kosin til í lýðræðislegum ófölsuðum kosningum.  Það eru skiptar skoðanir um það hversu mikið er eftir af því umboði.  Það er hins vegar óumdeilt að svona eru reglurnar sem við kusum eftir þótt fólki finnist stjórnvöld bera siðferðislegar skyldur til að endurnýja umboð sitt.

Það að Mugabe hafi látið fjarlægja fjölda andstæðinga sinna, falsað kosningar og nú síðast hundsað þær til að hanga á stjórninni er auðvitað á engan hátt samanburðarhæft við stjórnarfar núverandi stjórnar á Íslandi, hversu vel eða illa sem okkur líkar við hana.  Slíkar tengingar sem koma fram í seinustu málsgreininni og fyrirsögninni eru svo fráleitar að þær draga úr trúverðugleika annars ágætrar greinar.  Þar liggur skaðinn.  Í stað þess að fólk lesi greinina þá og hristi höfuðið yfir stjórnvöldum þá hlær það og hrisstir höfuðið yfir greininni sem dregur úr áhrifmætti hennar sem hlýtur jú að vera drifkraftur herferðarinnar.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.1.2009 kl. 13:46

41 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég vil nýja stjórn ríkisins, seðlabanka og eftirlitsstofnana. Ég vil kanna hvað auðmennirnir gerðu saknæmt. Til þess að þetta megi gerast þarf fyrst að reka seðlabankastjórnina, yfirstjórn FME og svo þarf ríkisstjórnin að segja af sér og hér verði skipuð starfsstjórn fram að næstu kosningum. Þá fyrst er hægt að búast við því að hægt sé að skoða saknæm athæfi í kerfinu bæði meðal spilltra stjórnmálamanna og auðmanna. 

Þetta hefur verið svo mikið samtvinnað að stjórnmálamennirnir og auðmennirnir eru oft hinir sömu eða bara bræður, frændur og einkavinir. Allt í einum spilltum graut. Á meðan stjórnin situr mokar hún lánsfénu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í að bjarga sér og einkavinunum, þess vegna þola stjórnarskipti enga bið.

Þrátt fyrir ofangreint finnst mér bréf Írisar óviðeigandi og dramatiserað út í vitleysu þrátt fyrir góðan málstað. Gunnar Th. hæðist réttilega að orðalagi þess og samlíkingum og það hjálpar ekki málstaðnum að missa sig, sama í hvora áttina það er.

Reiði okkar út í ráðamenn og auðkýfinga er ekki nein afsökun fyrir dómgreindarleysi í umfjöllun og greinaskrifum.

Haukur Nikulásson, 5.1.2009 kl. 13:50

42 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Hjartanlega sammála Hauki.

Set reyndar spurningamerki við starfsstjórnina.  Hver ætti að skipa hana og eftir hvaða reglum ætti að fara við skipun hennar?

Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.1.2009 kl. 13:59

43 Smámynd: Heidi Strand

http://file.pipec.ru/posts/20081226/26_12_2008_0038088001230286574_.jpg

Heidi Strand, 5.1.2009 kl. 14:26

44 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já þetta er rosalegt Gunnar minn Th. Ekki nóg með að VG séu búnir að setja þessa þjóð eiginlega á hausinn, eða þannig, heldur eru þeir búnir að koma sér upp liði sem reynir að breiða það út erlendis að við séum eitthvað illa stödd með stjórnvöld!

Hvar værum við stödd ef VG hefði tekist að hægja á útrás bankanna og þar með allri þeirri blessun sem henni fylgir fyrir þjóðina í bráð og lengd?

Árni Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 18:05

45 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurður, varðandi starfstjórn: Forsetinn skipar forsætisráðherra og hann skipar stjórnina eftir sínu höfði. Ég tel að forsetinn hefði ekki verri dómgreind á vali forsætisráðherra en nú er. Það má síðan velta því fyrir sér hver væri heppilegur til að leiða 4-6 mánaða stjórn fram að kosningum.

Tillögur?

Haukur Nikulásson, 5.1.2009 kl. 18:27

46 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þú ert alltaf að vaxa í áliti hjá mér Lára. Ef ekki má segja sannleikann erum við fyrst í vondum málum. Vandi lagast ekki við að afneita honum en sumir hafa vondan málstað að verja og þykir miður að það fréttist.

Víðir Benediktsson, 5.1.2009 kl. 18:33

47 identicon

Það er ekki verið að rægja land og þjóð með því að dreyfa þessari grein um heiminn. Þvert á móti, þá er verið að gefa til kynna að stjórnvöld hér sem eru orðin fræg að endemum um allan heim eru ekki að framkvæma vilja almennings. Sem sagt það er verið að afstýra því að öll þjóðin sé sett undir sama hatt og Sjálfstæðisflokkurinn með Gunnari Th. Jóni Inga og Sævari Helga og slíkum minnipokamönnum.

Þetta er neyðarkall frá almenningi á Íslandi!

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:52

48 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er það vitlausasta sem ég hef séð hingað til, að halda að vandinn lagist við það að rakka niður land og þjóð erlendis.

Þetta er svona yfirlýsing um algert dugleysi og roluhátta, auk þess sem engin kemur erlendis frá til að laga hlutina.

Þjóð sem fær að kjósa sér fulltrúa á 4 ára fresti til þingsetu, og gerir það án þvingunar aðgerða eða beitingu vopnavalds, verður bara að taka ábyrgð á eigin vitlausa vali.

Þið kusuð ykkur þetta fólk á Alþingi og berið ábyrgð á því vali ykkar, á sama hátt og allir þeir sem kusu með ykkur á þeim degi, fólki er nær að horfast í augu við eigið val á þeim degi, og reina að læra af reynslunni fyrir næstu kosningar.

Svona ófrægingarherferð á erlendri grund er nánast landráð, og hjálpa ekki við að vinna okkur út úr vandanum, heldur auka hann, enda einkenna svona vinnubrögð fólk sem starfar fyrir Ríki og Sveit eða er með alla sýna afkomu á þurru.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.1.2009 kl. 21:42

49 Smámynd: Heidi Strand

Best er fyrir okkur öll að sannleikurinn komi í ljós.

Þorsteinn Valur. ég kaus ekkert af þessu fólki, ég hef ekki einu sinni kosningarétt eftir 30 ára búsetu á Íslandi og kemst ekki einu sinni í burtu héðan.

Heidi Strand, 5.1.2009 kl. 23:04

50 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þið kusuð ykkur þetta fólk á Alþingi og berið ábyrgð á því vali ykkar, á sama hátt og allir þeir sem kusu með ykkur á þeim degi, fólki er nær að horfast í augu við eigið val á þeim degi, og reina að læra af reynslunni fyrir næstu kosningar.

sko við kusum.. en við kusum ekki þessa spillingu og þá óráðsíu og þá heimsku sem ráðamenn hafa sýnt okkur..

Því miður þá fara flokkar ekki bundir til kosninga því ef ég hefði vitað að samfó mundi selja sálu sína til sjálfstektarinnar þá hefði ég kosið íslandshreifinguna eða eitthvað annað í staðinn !  

Óskar Þorkelsson, 5.1.2009 kl. 23:28

51 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Höldum áfram á þessum vettvangi.

Íslensk stjórnvöld og embættismannakerfi, og allt of stór hluti atvinnulífsins hér á landi hefur vanið sig á að snúa út úr fréttum, ekki svarað spurningum, neitað að mæta í viðtöl hjá ákveðnum fjölmiðlu, og logið að þjóðinni aftur og aftur.

Þegar þjóðin rís upp gegn þessu, þá segja þessir sömu aðilar að það sé lýðræðislegur réttur hvers og eins að mótmæla.  Er þá hinn lýðræðislegi réttur okkar til þess að þeir sem voru ráðnir í vinnu af þjóðinni, að þeir hlusti á gagnrýni okkar?????

Ríkisstjórnin segir við okkur;  ,,þið megið alveg mótmæla okkar vegna, en við hlustum samt ekki á ykkur"

Þeir hlusta heldur ekki á gagnrýnisraddir sem birtast í íslenskum fjölmiðlum.

Við leitum aðstoðar hjá erlendum fjölmiðlum sem alveg örugglega leggja þá aðstoð fram vegna eigin hagsmuna, því eins og Lára Hanna bendir svo réttilega á, þá hafa stjórnvöld meðvitað í í aðstoð sinni við íslenska sjálftökumenn fjár, svikið og prettað þegna nágrannalanda okkar.

Þess eru ótal dæmi sem komið hafa upp á yfirboðið frá því ,,hrunið" varð.

Við þurfum að stofna hóp sem sendir frá sér fréttir til íslenskra sem og erlendra fjölmiðla. 



Það eru einungis örfáir fjölmiðlar að standa sig - og þeir sem standa sig - fá yfir sig hótanir frá eigendum fjölmiðlanna.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 6.1.2009 kl. 01:57

52 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kjósendur VG í síðustu kosningum voru að mig minnir um 30.000. Ef þeir koma allir saman í mótmælum og heimta einhverjar breytingar, og ekki er orðið við þeim, ætli þeir sendi þá svona  Mugabe-bréf á alla heimsins fjölmiðla til þess að fá þrýsting erlendis frá um að það sé orðið að kröfum þeirra?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 03:19

53 identicon

Málið Geir svartan... og hann verður alveg eins og Mugabe, ISG er svona MiniMe Geirs

DoctorE (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:14

54 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Æ sorglegt að sjá úrtöluraddirnar hræðsluna við að segja útlendingum sannleikann.  Við höfum beðið hnekki, mannorðsmorð hefur verið framið.  Það var gert áður en við byrjuðum að mótmæla og það voru stjórnvöld, eftirlitsaðilar og útrásarherrar sem stóðu í þeim stórræðum. 

Ég segi eins og sagt var hér að framan ef ekki má segja sannleikann þá erum við í vondum málum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2009 kl. 12:44

55 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir sem bera umhyggju þjóðarinnar fyrir brjósti hafa vissulega áhyggjur af vísbendingum frá skoðanakönnununum sem sýna hátt í 30% fylgi VG. Ég viðurkenni það að ég er einn þeirra sem hef áhyggjur. Ég er ekki hissa að flokkurinn heimti kosningar þegar þingmenn flokksins sofna og vakna aftur með frosið sæluglott á smettinu vegna þessara kannanna, nokkuð sem þeir hafa ekki átt að venjast í pólitík til þessa.

Ég hugga mig þó enn við það að þetta eru bara skoðanakannanir en viðvörunarbjöllurnar hringja þó óþægilega hátt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 16:44

56 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr / Lára Hanna, líka sem innlitendur og skrifarar margvíslegir !

Gunnar Th. ! Veit; að fleirrum, en okkur Láru Hönnu, þætti vænt í að vita, í hvers lags veröld þú; sem þínir líkar; nokkrir, lifið, eða hafið alið manninn, undanfarin misseri, og ár.

Varla; hefir helvítis Austfjarða þokan glapið þér svo sýn, að þúgetir  ei greint rétt frá röngu, drengur. 

VG hvað ??? Gunnar Th. ! Sömu andskotans svikararnir; og þau hin, hver vilja merja Ísland, sem allt íslenzkt, undir vængbörð þýzka hrægammsins (ESB), suður á Brussel - Berlínar völlum, því; þau mega ekki vera eftirbátar hinna fíflanna, í dekrinu, við gömlu Evrópsku nýlenduveldin, þá á reynir.

Farðu að vakna; dreng andskoti (ekki illa meint) - algengt tungutak okkar, hér vestar, á Fróni, Gunnar minn, þá mikið liggur við.

Með ýtarlegustu þjóðernissinna kveðjum, sem fyrr, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 17:05

57 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Við getum þó bundist samtökum um að hafna ESB aðild... okkur er ekki alls varnað

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 19:07

58 identicon

Komið þið sæl; á ný, Lára Hanna, sem slekti annað !

Gunnar Th ! Þarna munum við samherjar verða, unz af þessum heimi skulum burtkallaðir verða.

Þar skikkast okkur; til samþykkis mikils, Gunnar minn.

Með baráttukveðjum, góðum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 20:39

59 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 "Held hann ætti að fara og skoða hvaða fólk það er sem mætir á mótmæli"

Það er fólk úr öllum flokkum sem er fjúkandi reitt í þjóðfélaginu, en aðeins útvaldir, þóknanlegir VG, sem fær að halda ræður á mótmæla og borgarafundum

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband