6.1.2009
Lítil hugvekja um lýðræði
Það er í mörg horn að líta á fréttavaktinni þegar hvert stórmálið á fætur öðru skýtur upp kollinum daglega, oft mörg á dag. Alltaf er eitthvað sem fer fram hjá manni og ekki nokkur leið að henda reiður á öllu sem fram kemur í fjölmiðlum, á netsíðum og bloggi. Hjá mér verður alltaf eitthvað út undan og þá helst kannski blöðin. Ég er löngu hætt að geta lesið prentuðu eintökin út af sjóninni og verð að treysta á blöðin á netinu. Þar get ég sjálf stjórnað textastærðinni.
Ég hef klippt út greinar, dálítið handahófskennt þó vegna tímaskorts, og sett inn í myndaalbúm eins og sjá má vinstra megin á síðunni, og búið til séralbúm fyrir ýmislegt. Oft fæ ég ábendingar í tölvupósti sem eru alltaf vel þegnar.
En í gær var pistill í Mogganum eftir Þröst Helgason, blaðamann, sem ég sé ástæðu til að vekja athygli á. Hann fjallar um lýðræði fámennra og fjölmennra þjóða og er skrambi góður.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þetta á hann Þröstur til. Fín grein hjá honum og svo sönn.
Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 15:52
Lokaorðin eru gullkorn: "Í fámenninu hefur fjöldinn ekkert að segja."
Haraldur Hansson, 6.1.2009 kl. 16:05
Flott grein og ég hef oft pælt í þessu fámenni okkar og hvað við rembumst mikið við að sýnast stór. Þar fyrir utan þá hefur maður engan vegin við að fylgjast með öllu og kemst ekki yfir allt saman.
Arinbjörn Kúld, 6.1.2009 kl. 16:09
Flottur fögl, Þrözturinn ...
Steingrímur Helgason, 6.1.2009 kl. 17:43
Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þetta frekar slök grein. Aðhald okkar með ráðamönnum og stjórnvöldum hefur lítið með fámennið að gera. Það er vísu rétt að það getur verið erfiðara að gagnrýna vini og vandamenn í fjölmiðlum. Skortur á aðhaldi er frekar spurning um þekkingu á lýðræðislegum vinnubrögðum og skortur á hefðum. Þekking á lýðræðislegum vinnubrögðum er m.a. af afar skornum skammti hjá mörgu fjölmiðlafólki.
Ástæða þess að við erum í vaxandi mæli að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga er að þá eru verkefnin nær neytandanum og því ákvörðunartakinn með færri aðila ,,á bakinu" en nær þeirri ákvörðun. Ákvöðunin ætti því að vera lýðræðislegri vegna þess að hún er um málefni færri aðila.
Sigurður Þorsteinsson, 6.1.2009 kl. 18:35
"Skortur á aðhaldi er frekar spurning um þekkingu á lýðræðislegum vinnubrögðum og skortur á hefðum. Þekking á lýðræðislegum vinnubrögðum er m.a. af afar skornum skammti hjá mörgu fjölmiðlafólki." Ég geri þessi orð Sigurðar að mínum.
Helga (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 20:01
Ég verð að segja að ég er nokkuð sammála Sigurði Þorsteinsssyni, þó að greinin hans Þrastar og ath. Sigurðar séu mjög miklar einfaldanir. En þetta eitthvað sem ekkert hefur breyst við erum fámenn.
Guðmundur Óli Scheving, 6.1.2009 kl. 20:41
Ég er sammála báðum, Þresti og Sigurði. Ljóst er að fámennið hefur haft mikil áhrif á lýðræðisskortinn hér á landi. Fólk þekkist og er tengt þvers og kruss. Og vegna þess að hvorki almenningur né stjórnvöld á hvaða tíma sem er - og fjölmiðlar vissulega - hafa ekki haft þekkingu á lýðræðislegum vinnubrögðum hefur lýðræðið á Íslandi ekki fengið að þroskast og þróast á eðlilegan hátt.
Færsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga er ekki alltaf til heilla. Það fer alveg eftir því hver verkefnin eru, stærð og burði sveitarfélags og fleira kemur þar til.
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.1.2009 kl. 21:05
Ja mér finnst þessi grein ekki fjalla neitt um lýðræði. Mest bara að við séum of fámenn og þessvegna gangi ekkert upp .. hvorki lýðræði né peningamál. Virkar einsog undirbúningur að Evrópuaðild. Ekki er séð að lýðræðið sé meira þar, nema síður sé. Þar eru völdinn einmitt tekin af fólki. Allt er orðið sérfræðinga og sérfræðingar þessir vinna oftast undir pressu og mútum frá stórfyrirtækjum og setja staðla sem passar framleiðluagentum. Allt verður vélrænna og ópersónulegra. Og þúsundsinnum erfiðara að hafa áhrif á nokkuð. Allt kostar það svo mikkla peninga og tíma. Það er einmitt mun meiri von til að við getum skipulagt almennilegt samráð í littlum einingum og dreyft ábyrgðinni meira þegar fjöldinn er viðráðanlegur. Það er yfirsýn og meiri persónuleg tengsl. Þessi greinarstúfur er því finnst mér í hæsta máta langt frá lagi. Byggur á misskilningi. En gaman væri að sjá greinar um hvernig við getum eflt lýðræðið og dreyft valdinu og samábyrgðartilfinningu. Og ekki bara gaman, það er okkur full nauðsýn nú. Flestir eru sammála um að lýðræðið og já stjórnarskráin hafi aldrei verið tekin til umfjöllunar og að við meigum í raun sjálfum okkur um kenna að svo er ekki. Umræður og lög um stjórnunarhætti hafa ekki farið fram. Flokkakerfið hefur skapað klíkustríð. Atvinnu stjórnmálamenn hafa hrært í lögum sér og sínum í vil og vaðið yfir þjóðina. Þjóðin hefur stöðugt látið kúga sig af sínum eigin fulltrúum. Þjóðin hefur sofið .. ja bara verið í vinnu og haldið að þetta væri í lagi. En nú sjáum við allann þennann ormagarð opnast og að nú erum við þess megnug að átta okkur á að við þurfum að dreyfa þessu valdi og ábyrgð á fleiri... og setja lög sem vernda þjóðina fyrir þeim sem situr við stjórnvölinn. Einnig hvernig á að koma þeim frá sem bregðast. Allt þetta er fyrir framan okkur. Stjórnarskráinn er grundvallar viðmiðun sem var í raun unnin á 19 öld á tíma konungsvalds. Ekki vilju við einræði og ekki klíkuræði. Hvað viljum við þá? Ég legg til þjóðveldi frá grasrótinni. Öllum landsmönnum er skipt upp í smáhópa, 144 í hverjum og hver þessara hópa sendir einn fulltrúa á þing úti í náttúrunni, hugsanlega Þingvöllum eða nýjum og nýjum stað ár hvert til að létta á landinu og dreyfa miðjunni svo ekki byggist upp valdsetur. Þar eru þá um 2000 manns sem skipa sér í smærri hópa og ræða þá sameiginlegu hagsmuni sem landsmenn standa frammi fyrir og ágrening ef einhver er milli smáþinga. Í lok þingsins eftir 4-6 vikur (á miðju sumsri) þá er máski 9 manna hóp falið að virka sem þjónar fólksins í eitt ár í senn tæplega, eða til næsta stórþings. Fara erlendis á samræmingarfundi milli landa og hafa eftirlit með að vilji þjóðarinnar sé í heiðri hafður og hagsmunir. Hér er raunverulegt lýðræði. Þessu getum við komið á ef við viljum. Og ekki sýst af því að við erum ekki bara dropar í hafi. Við erum svo heppinn að vera ekki milljarðar einsog Indverjar. Þar er nær ógerningur að breyta nokkru í mínum augum. Og í sambandi við markaðinn, þá er ég á því að við eigum að huga sem mest að því hvernig við getum orðið sjálfbjarga á sem flestum sviðum. Já ég er Gandí sinni. Gandi er undantekningin sem sannar regluna. Einn maður með hugsjón gat haft áhrif á massann. En þetta hefur bara gerst einusinni á Indlandi að ég best veit. En hér höfum við loks möguleikann... nú eru menn opnir fyrir breytingum. Þvi það sem hefur verið gekk ekki upp. Við erum með áhuga á valkostum. Og við viljum raunverulegt lýðræði en ekki bara orðin tóm og áframhaldandi valdnýðslu þeirra sem huga bara í peningum. Við neyðumst til að stöðva aukninguna því annars völtum við yfir náttúruna og eyðileggjum meir og meira. Við þurfum að fara að lifa nett og með kurteisi. Hætta að trúa á vöxt og stöðuga aukningu. Jörðin er bara kúla með takmörkuðu rými og Ísland sömuleiðis.
Tryggvi Gunnar Hansen, 6.1.2009 kl. 21:06
Ég vil benda á að þetta hefur ekkert með fámeni að gera. Í Úganda þar sem búa 34 milljónir búa gekk einkavæðingin ekki vel fyrir sig. Einkavædd voru 142 fyrirtæki og áttu þau að gefa af sér 900 billjónir úganda shillinga. Einkavæðingin var svo spillt að ekki skiluðu sér nema 3,7 billjónir af 900. Bróðir forsetans fékk td stærsta ríkisbankann, lánaði peninga til útvalinna, lánin voru afskrifuð og bankinn sem hafði með 80% af fjármála starfsemi að gera fór á hausinn. Allt þetta gerist á meðan úganda er í kærleiksríku sambandi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Kveðja
Bóndinn
Guðbergur Egill Eyjólfsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:01
Íslenskt thjódfélag er í kjorstaerd til thess ad skapa fyrirmyndarríki, eins konar próto typu af theim alsaelu heimi sem flestir eru ad leita ad. Adstada sem flestir halda ad sé bara til í skáldsogum. I thessu fámenna samfélagi getur enginn gleymst eda ordid útundan, hugsad er vel um alla, aldradir búa vid ótakmarkada ást, umhyggju og virdingu í thakklaeti fyrir inleggi theirra til thódfélagsins. Enginn lídur skort, thad myndi ekki vera látid vidgangast. Virding, gaeska, gledi og notalegheit ráda ríkjum. Sterk fjolskyldubond og spennandi fjoldkyldulíf skapar oryggi svo unglingavandamál eru fátíd. Stjórnmál eru raedd og lausnir fundnar í hitapottunum, allir svo jafnir, naktar axlir hlid vid hlid axla byrdar samfélagsins. Heidarleiki og traust er undirstada Íslensks thjódlífs. Islendingar hafa ENGIN thau vandamál sem standa flestum odrum thjódum fyrir thrifum, offjolgun, stríd, hungur, og rikir mikid thakklaeti í thjódarsálinni fyrir thessa gaefu, og mikil samkennd ríkir med theim tjódum sem thjást eins og sést mjog greinilega í sterkum róttaekum vidbrogdum ríkisstjórnarinnar vid thvi hormungarástandi sem ríkir í thjódarfangelsinu Gaza. Thad krefst mikilla haefileika og throtlausrar vinnu 24/7 til thess ad hnekkja á thessu sómasamfélagi íslendinga. Hamingjusamasta thjód í heimi samkvaemt skodanakonnun ekki fyrir longu sídan.
En jafnvel í hamingjuvímu, getur enginn rond vid reist ef sjúkdómar herja, thad skilja allir. Sidblinda og graedgi hafa lagt thjódina, sjúkdómar sem hljóta ad hafa borist til landsins med einhverjum útlenskum óthjódalýd. Sidblinda er mun alvarlegri sjukdómur en sjónblinda og mun erfidari vidureignar, jafnvel thó svo ad sidblindir hafa sitt eigid tungumál og eigid kerfi sem tengist mjog sterkum althjódlegum sidblinduhopum hafa engin mótefni verid raektud og smithaetta er thvi mjog mikil. Smitberar eru ekki audthekkjanlegir og thvi mjog haettulegir umhverfi sínu thar sem skadinn sem their valda kemur ekki endilega fram hjá theim sem eru haldnir sjúkdómnum heldur á theim sem á vegi theirra verda.
En, sjúkdómurinn hefur verid greindur, smitberar thekktir og nú er undir okkur snillingunum ad nota okkar náttúruleg mótefni og raekta gardinn okkar, bólusetja ungvidinn med áhuga og forvitni fyrir lífinu. Arargrúi taekifaera bída eftir ad vera nýtt. Taekifaerakaflinn er ad hefjast NUNA og hann mun fleyta okkur á rétta braut. Nýtum okkur smaedina, skynjum og njótum haefileika hvers annars, setjum okkur sameiginlegt markmid, og hugsum vel og vandlega hvert um annad. Saelurikid Ísland getur ordid veruleiki og er mun audveldari leid en ad halda afram í volaedisátt med sidleysisveirunni sem stjórnar landinu í dag. Er thetta VG hugsun? eda bara venjuleg hugsun?
gerdur palmadottir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.