Örkum til Alþingis

Ég horfði á fréttirnar á Sky í gær eins og ég geri gjarnan. Bretum líður ekki vel, þar virðast svipaðir hlutir að gerast og hér í október. Þeir eiga í basli með óheiðarlega bankamenn. Sem dæmi má nefna fékk Royal Bank of Scotland óheyrilega háa upphæð nýverið til að rétta sig af og halda áfram að lána, en þeir eyddu peningunum í vitleysu. Lesið þessa grein, til dæmis. Margar slíkar eru á vef FT. Svo var viðtal við einhvern FT-ritstjóra sem lauk máli sínu með því að hughreysta bresku þjóðina með því, að þetta yrði nú ekki jafnslæmt hjá þeim og Íslendingum. Það hughreysti mig ekkert.

En ég fékk nokkurs konar "deja vu" tilfinningu þegar ég horfði á fréttir Sky. Mér fannst ég hafa heyrt þetta allt áður, upplifað þetta allt nýverið. Bretar virðast vera að upplifa það sama og við í haust. Hlustið á hvað Brown segir í þessu myndbroti. Kannist þið við þetta? Nú veit hann kannski hvernig okkur líður.

Annars var þetta nú ekki erindið, bara útúrdúr. Erindið er að hvetja alla sem pottloki geta valdið - og þá á ég ekki við húfu - að mæta við Alþingishúsið á morgun með tæki og tól til að valda hávaða. Þing er að koma saman eftir mánaðarlangt jólafrí (þvílík ofrausn!) og við ætlum að láta þingmenn vita af okkur. Láta þá vita að við séum ekki sátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og aðgerðarleysi Alþingis.

Hávær mótmæliAð við séum ekki sátt við að þeir sem stálu hundruðum milljarða af þjóðinni skuli sleppa á meðan Sýsli á Suðurlandi gefur út 370 handtökuskipanir á almenna borgara vegna fjárnáms í mestu efnahagskreppu sem á þjóðinni hefur dunið.

Að við séum ekki sátt við að forsvarsmenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits sitji ennþá í sínum mjúku stólum þrátt fyrir augljóst vanhæfi, klúður og samsekt.

Að við séum ekki sátt við að enginn hafi axlað neina ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut þegar heil þjóð fer lóðbeint á hausinn eftir áralangt sukk valinna manna sem ekki má snerta.

Að við séum ekki sátt við grasserandi spillingu á öllum sviðum stjórnsýslunnar, ekki síst meðal þeirra sem heita kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að bera hag hennar fyrir brjósti öðrum fremur.

Að við séum ekki sátt við hvernig stjórnkerfið hefur verið eyðilagt og lamaðHávær mótmæli með pólitískum ráðningum, einkavinavæðingu og sukki á kostnað okkar.

Að við séum ekki sátt við að enginn skuli hafa beðið þjóðina afsökunar á einu eða neinu. Ekki vanhæfninni, óhreinskilninni, aðgerðarleysinu þegar vitað var í hvað stefndi, að hafa stungið skýrslum undir stól og ekki hlustað á viðvaranir - og svo mörgu fleiru.

Að við séum ekki sátt við að óheiðarlegir, gráðugir banka- og auðmenn hafi svipt okkur ærunni, stoltinu og sjálfsvirðingunni með dyggri aðstoð kjörinna fulltrúa þjóðarinnar.

Að okkur sé ekki sagt neitt og ef eitthvað er sagt er það gjarnan ósatt.

Að við viljum nýtt siðferði, nýtt alvörulýðræði, nýtt Ísland.

(Bætið við eftir þörfum.)


mbl.is Hvetja til mótmælastöðu við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Skyldi Brúnn gamli setja terroristalögin hjá sér?

 og já...

... það verður svo sannarlega að bjóða þingheim velkominn úr jólafríi, með stæl!

Þyrftum að fá þokulúðra og klukkur (bjöllur) allt sem gefur háan tón og/eða sterkan.

Eygló, 20.1.2009 kl. 05:13

2 Smámynd: Sylvía

...að við erum ekki sátt við að fá erlendu lánin með hærri vöxtum en ella vegna þess að erlendir aðilar treysta okkur ekki. Þeir sjá sömu aðila við stjórnvölinn og láta okkur fá 5% vexti í stað 2%. Buiter benti á þetta. Þrjóska og ábyrgðarleysi Geirs og Davíðs kosta okkur því um 60 milljarða á ári. Værsgú! Sjá silfur Egils.

Sylvía , 20.1.2009 kl. 07:00

3 identicon

Ég óttast að heyrn þeirra sé löngu horfin, sem og samviskan og heiðarleikinn.

Ég held svei mér þá að þeim veitti ekki af smá skyr-slettu, Kraftmikið, próteinríkt og hefur sannað sig í gegnum árin, og reynst íslensku þjóðinni ákaflega vel.

Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 08:52

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

jonas.is orðar þetta vel:

19.01.2009

Íslenzka Pétursreglan

Ísland fylgir Pétursreglunni, sem kennd er við Laurence J. Peter. Allir valdsmenn okkar hafa minni en meðalgreind. Það á við ríkisstjórn, alþingi, embætti, banka. Vanhæfir menn þola ekki hæfa menn í kringum sig, því að það auglýsir vanhæfni þeirra sjálfra. Þess vegna er alls enginn hæfur maður við völd neins staðar. Eingöngu brennuvörgum er hleypt í brunaliðið. Það á við um ríkisstjórn, alþingi, embætti, banka. Engum hæfum er hleypt að, svo þeir skyggi ekki á fávitana. Reka þarf fyrst alþingi og ríkisstjórn, sem eiga að bera ábyrgðina. Þá loks má laga stöðuna, reka embættismenn og bankamenn.

Annars merkilegt að 70 ára gamalmenni skuli vera það eina sem heldur uppi "alvöru" gagnrýni á stjórnvöld. Hvar eru allir ungu blaðamennirnir?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.1.2009 kl. 09:06

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég ætla að vona að blaðamenn séu nú kannski að vinna öðruvísi en Jónas. Hann er nú í þeirri stöðu að geta eins og aðrir bloggarar kastað fram fullyrðingum án þess að þurfa að kanna hvort að það sé sannleikurinn, allur sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn. Þó það komi margt gott frá honum þá er hann oft að draga ályktanir út frá hæpnum forsendum.

Ekki það að blaðamenn mættu nú fara að verða agressivari. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.1.2009 kl. 09:13

6 identicon

Tek undir skyrhugmyndina, látið þingmenn og ráðherra ekki komast upp með að ganga framhjá ykkur vandræðalaust. Kastið eggjum, skyri, tómatsósu og málningu á þetta lið. Ef einhver á gas, þá má gasa Björn Bjarnason.

Baráttukveðja úr Borgarfirði

Ívar Örn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:28

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það þyrfti að mótmæla sérstaklega þessum aðgerðum sýslumannsins. Það er fáránlegt ef það verður ekki gert. Allir á Selfoss!

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 09:54

8 identicon

Að við séum ekki sátt við að stjórnvöld virðast vera óhæf til að tala við fólkið í landinu og koma upp með áætlun.

............að við erum að missa allan trúverðugleika erlendis vegna vanhæfni stjórnvalda til að tala skýrt og sýna fram á að þeir axli ábyrgð (eins og gert er í flestum siðmenntuðum löndum) og segi af sér.

...........að aðgerðapakki stjórnvalda fyrir heimilin í landinu miðast við að fólk SÉ KOMIÐ Í GJALDÞROT og ekki hvernig eigi að varna gjaldþroti.

...........að stjórnvöld virðist ekki skilja að þeir eru á launum hjá okkur þjóðinni og eiga setja hag okkar númer 1.

.............að það skuli bara vera einblínt í ESB og ekki  gerð áætlun B og C um myntsamstarf við önnur lönd s.s. Danmörku eða bandalag með löndum sem eru líkari okkur eins og Kanada, Grænland o.s.fr.

.............að

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 10:10

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ég talaði við Stefán Eiríksson áðan , og ja ég veit ekki , ég fékk engin svör við spurningunum sem ég lagði fyrir hann , en ég bað hann um að svara sjálfum sér þessum spurningum , svo er bara að bíða og sjá , en mín tilfynnning er að hann kói með óráðamönnum þessa öreigaskers . Er heima og í símaskránni .

Hörður B Hjartarson, 20.1.2009 kl. 10:19

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott gengi í mótmælum, ég verð með ykkur í anda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 10:49

11 identicon

Hreinsum út.

Notum aðferðir B(já)NA í ríki no.51 - Ísrael.

Lokum þá inni og skjótum á þá..................

Ráðum gyðinga í staðinn, gyðingar eru nebblega fljótir að gleyma (Auswitch)! Þess fyrir utan gætum við fengið útgefin veiðileyfi á fyrrverandi ríkisstjórnarmeðlimi (Wiesenthal) eða skotið þá (Ísrael). Komum stjórninni frá og setjum lepp í staðinn (Afganistan, Írak, Afganistan(aftur) og fjölmörg S-amríkuríki).

Heill Daó formanni.

Óskar (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 12:56

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skrítið að það sama skuli vera að gerast allsstaðar í heiminum. Djööööfull er Davíð Oddsson magnaður. Davíð burt!

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 15:46

13 Smámynd: Einar Indriðason

Gunnar... Megum við vitna í þig núna? :-)

Einar Indriðason, 20.1.2009 kl. 17:14

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Eins og talað út úr mínu hjarta.

Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:50

15 identicon

Mér finnst óréttlátt að borga stórfé af okkar skattpeningum í eftirlaun handa þessum köllum, ÞEGAR búið er að reka þá, Davíð, Geir og fleiri sökudólga. Ef þeir eru svona miklir snillingar, eins og aðdáendur þeirra halda, hvernig væri þá að láta þá sanna það á almennum vinnumarkaði?

Þeir eiga EKKI skilið eftirlaun og því síður hina siðlausu starfslokasamninga. Þeir geta leitað að vinnu á sömu forsendum og aðrir. Annars er ekki jafnræði í þessu landi!!!!

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 19:37

16 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Siðleysið er fólgið í því að ríkisstjórnin hefur ekki sagt af sér - ekki heldur hið meðvirka Alþingi, né Fjármálaeftirlitið og Seðlabankafólkið. Þar liggur helst hið sýnilega SIÐLEYSI. 

Ég krefst gagngerrar endurskoðunar á Íslensku lýðræði. Fyrst: UTANÞINGSSTJÓRN

Baldur Gautur Baldursson, 20.1.2009 kl. 19:46

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vegna greinarinnar um ómissandi fólk vil ég endurtaka það sem ég sagði á borgarafundu númer tvö í Iðnó: Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 20:38

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Algerlega sammála þér Lára Hanna;  "nýtt siðferði, nýtt alvörulýðræði, nýtt Ísland".

Anna Einarsdóttir, 20.1.2009 kl. 20:59

19 identicon

Utanþingsstjórn það sem eftir er af kjörtímabilinu. Ólafur Ragnar, vaknaðu og bittu enda á þetta!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:21

20 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sammála Gunnari. Davíð burt.

Víðir Benediktsson, 20.1.2009 kl. 21:40

21 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Lifi BYLTINGIN!

http://sigurdursig.blog.is/blog/sigurdursig/entry/777354/

Sigurður Sigurðsson, 20.1.2009 kl. 23:12

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég var að koma af Austurvelli, lágmark 2000 manns þarna rétt fyrir miðnætti og gífurleg og góð stemning. Þetta mun standa framundir morgunn :)

Byltingin er hafinn

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 00:12

23 identicon

Sammála aths. 16

Lifi byltingin!

Kolbrún (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:50

24 identicon

Loksins er eitthvað mikið að gerast. Ég hef beðið eftir þessu svo lengi.

Byltingin er hafin !

Rósa (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 05:41

25 identicon

Bylting hafin! Í allri umræðu um vanhæfi er ávallt rætt um Seðlabankastjórn og stjóra, Fjármálaeftirlit, Alþingi og ríkisstjórn. En hver ber ábyrgð á því að bankarnir fengu að vaxa ótæpilega? Jú vissulega þeir sem ég nefni. En Samkeppniseftirlitið ber að mínu mati mestu ábyrgðina. Það á að tryggja samkeppni á mörkuðum og vinna gegn fákeppni og einokun. Hvers vegna LEYFÐI Samkeppniseftirlitið Kaupþingi og Spron að sameinast vitandi að með því skapaðist enn meiri fákeppni á fjármálamarkaði? Sama á við um Glitni og Byr.

Með eftirlitsleysi og aðgerðarleysi gátu bankarnir stækkað ótæpilega í skjóli Samkeppniseftirlitsins.

Í dag gleðst ég yfir því sem er að gerast því engin ríkisstjórn á lýðveldistímanum hefur verið þátttakandi í jafnviðamikilli spillingu og hér hefur verið árum saman og þjóðin sem ég tilheyri lætur ekki lengur bjóða sér óskir um "vinnufrið" eins og Geir vill fá.

Hér hafa engar eigur verið frystar nema hjá venjulegum heimilum (frysting lána er frysting eigna), enginn verið handtekinn nema mótmælendur og á meðan hafa eigendur og stjórnendur bankanna fengið lausan taumin til þess að koma eigum í skjól sem voru í eigu bankanna.

Burt með þetta lið. Samfylkingin er uppvís að því að standa með þessum fjárglæframönnum en þorir ekki lengur af ótta við þjóðina sem hún veit ekki lengur hver er. Populisimi hennar er ógeðfelldur í ljósi aðstæðna.

Nú eiga stjórnmálaflokkarnir allir að birta reikninga sína og styrktaraðila svo það sé LÍKA upp á borðum.

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:58

26 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hafþór, Samkeppniseftirlitið var nefnilega einmitt ekki búið að leyfa Kaupþingi og SPRON að sameinast, það stóð á því. Þeir bankar náðu ekki að sameinast. Ekki að eftirlitið hafi staðið sig neitt sérlega vel, samt...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.1.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband