Hugleiðingar um Framsókn og fleira

Nýr formaður, sama skítlega eðlið? Hvað er Framsóknarflokkurinn að pæla? Hvað vill hann... eða á ég frekar að spyrja: Hvað vilja flokkseigendur og gömlu spillingaröflin í Flokknum? Það þarf enginn að segja mér að Sigmundur Davíð hafi komið eins og hvítur stormsveipur og náð að gera samvisku flokksins hreina og tæra eins og íslenskan fjallalæk á hálfum mánuði með 449 atkvæði að vopni. Nei, nú er verið að kenna honum að makka - eða gera hann sæmilega fullnuma. Og hann talar eins og Framsóknarflokkurinn sé beinn aðili að stjórnarmyndun og sé sá sem valdið hefur. Ef ekkert gerist NÚNA eru frægðarmínúturnar fimmtán liðnar og Framsókn og formaðurinn geta gleymt atkvæðunum í næstu kosningum.

Af hverju hef ég á tilfinningunni að á bak við tjöldin séu spillingaröflin á fullu að græja hlutina og setja stóla fyrir ýmsar dyr? Af hverju grunar mig líka að Flokkurinn verði látinn ganga fyrir þjóðarhag - eina ferðina enn? Af því Framsókn vill kjósa svona snemma? Reyna að viðhalda þeirri blekkingu að eitthvað hafi breyst með nýjum formanni? Veit ekki... en hitt veit ég - að ef þeir ákveða að lokum að sænga með Sjálfstæðisflokknum eins og sumir eru að ýja að - þá verður allt endanlega brjálað í samfélaginu.

Hér eru samanklipptar nokkrar fréttir með viðtölum við Sigund Davíð frá 27. til 30. janúar. Hver er nógu slægur og pólitískt þenkjandi til að "lesa á milli línanna", ef svo má að orði komast um talmál. Ég réð ekkert við hugrenningatengslin við innstu koppana í framsóknarbúrinu. Þeir eru miklu fleiri reyndar. Hverja vantar?

Ég er tortryggin. Vil hugarfarsbyltingu, nýtt fólk, nýjar hugmyndir, nýtt siðferði, nýja stjórnarskrá, ný kosningalög... Fæst það í gegn með gömlu flokkana í fararbroddi sem standa vörð um sig og sinn rass? Hafa ný öfl tíma til að skipuleggja sig ef kosið verður 25. apríl? Það eru ekki nema þrír mánuðir þangað til og Framsókn enn að tefja. Þetta er mjög naumur tími fyrir ný, staurblönk stjórnmála- eða umbyltingaröfl.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að mæta á Austurvöll og sýna stjórnmálamönnum að enn er LANGT í land með að kröfum og væntingum almennings sé fullnægt. Mjög langt og allar tafir vítaverðar.

Mótmæli á Austurvelli 24. janúar 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Alveg sammála Lára Hanna. Og þetta tal þeirra um stjórnlagaþing er eingöngu til að reyna að skreyta sig með vinsælu máli og koma þeirri umræðu  á vettvang gömlu flokkana, sem eru farnir að óttast um sinn hag.  Svo held ég bara að framsókn ætti ekkert að vera að hafa skoðun á efnahagsmálum. Þeir eiga sök á hruninu ásamt sjálfstæðisflokknum og útrásarliðinu.

Þórir Kjartansson, 31.1.2009 kl. 10:51

2 identicon

...Hann virtist vera ansi sannfærandi fyrst þegar hann kom  fram á sjónarsviðið,,en svo virðist hann vera á hraðri niðurleið,,hræddur um að nú sé framsóknar púkarnir sem höfðu enga trú á honum fyrst til að byrja með ,séu komnir á sitthvora öxlina hjá honum.

Res (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 10:55

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ósammála síðasta ræðumanni, hefur aldrei virkað vel á mig. Framsókn hugsanlega að koma inn til að sprengja stjórnina ef stjórn verður? Þeir verða fljótir að taka upp hnífasettið grunar mig. Vil ekki sjá þennan flokk nálægt nokkurri stjórn. Frekar en Sjálgræðgis. Frekar en alla hina. Sérfræðinga í alla stóla, ópólitíska, takk fyrir. Þetta er sami grautur í annarri skál. Ómögulega takk.

Rut Sumarliðadóttir, 31.1.2009 kl. 11:55

4 identicon

Allt í einu er þessi úrkynjaði flokkur komin í einhverja lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. Nú er plottað á bakvið tjöldin og Finnur Ingólfsson og fleiri leggja línurnar.

Ég hefði getað ælt þegar ég sá spillingarglottið á Siv Friðleifsdóttur í sjónvarpinu í gær. Allstaðar þar sem sjálftökubelgirnir í framsókn koma við sögu er óþefur!

Helgi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:56

5 identicon

Held að Sigmundur sé heiðarlegur og duglegur drengur

og að ný stjórn taki við á morgun

leedsari (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:11

6 identicon

http://framsokn.is/files/Stjornlagathing-handout.pdf

Já, þetta virkar allt eins og eitt stórt plott til að verja flokkakerfið. T.d. þetta:

Meira valdajafnvægi og þrískipting valds og þar með minna vald stjórnmálaflokka

aukið persónukjör og almennt aukið valfrelsi kjósenda um fulltrúa á

framboðslistum stjórnmálaflokka,

aukinn möguleiki á þjóðaratkvæðagreiðslu og jafnvel frumkvæði að löggjöf frá

almenningi,

En nei. Við skulum ekki pæla of mikið í málefnunum. Bara lepja Samfylkingarlínuna. Nýkomna úr 106 daga meðvirknisfylliríi með Íhaldinu. Samfylking góð, Framsókn vond.

Henrý Þór (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:12

7 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Þetta er nú meiri þvælan hjá þér Lára! 

Ég get nú fullvissað þig um Lára Hanna að engin spillingaröfl eru hér að verki í Framsókn. Ég vísa þessum fabúleringum þínum á bug.

Ég vísa á ágætis umræðu í þættinum Í vikulokin um þetta fyrirkomulag sem minnihlutstjórn er. Ég tek því alla vega fagnandi að þingið verði öflugra gagnvart framkvæmdavaldinu, tala nú ekki um að færir hagfræðingar eru með í ráðum.

Er það ekki í þjóðarhag að málin verði athuguð rækilega? Ég hefði nú haldið það! 

Heiðar Lind Hansson, 31.1.2009 kl. 12:13

8 identicon

Nýtt fólk, ný andlit, ný gildi og engar glottandi lúður á háhælum skóm eða stórlúður í jakkafötum.

Þjóðin er búin að fá nóg!

Sigurlaug (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:13

9 identicon

Það versta er að "hinn dæmigerði framsóknarmaður" virðist ekki átta sig á hvernig hlutirnir virka hjá elítu Framsóknar.
Gaurarnir sem birtast inn á milli myndskeiða hjá Láru Hönnu hafa ekki sagt sitt síðasta. MUNUM ÞAÐ!

Berglind (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:23

10 Smámynd: Hlédís

Heiðar Lind, Gott og blessað að trúa. Trúirðu því líka að Framsókn hafi ekki viljað taka þátt í skammtíma Bjargarstjórn "af því hefur ekki umboð kjósenda"? Slíkt hefur ekki vafist fyrir flokknum hingað til. Samfylkingin hefur ekki lengur nándar nærri þann stuðning sem hafði í síðustu kosningum - samt er hún með við björgunina.  Það átti Framsókn líka að gera með þáttöku í stjórn, í stað ábyrgðarlauss aftursætisaksturs.

Hlédís, 31.1.2009 kl. 12:24

11 identicon

Sammála þér Lára Hanna, við þurfum byltingu, risastóra hugarfarsbyltingu, þá myndum við líka þurfa að byrja á nýju siðferði og hver á að innleiða það ?

ag (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:25

12 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Einhvern veginn virðumst við Framsóknarmenn ekkert geta gert rétt í huga sumra. Við svörum kröfu um endurskoðun stjórnarskrár með djarfri tillögu um stjórnlagaþing. Það er þá bara popúlismi. Við gerum vinstri flokkunum kleift að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum, samþykkjum meira að segja að fara ekki sjálf í stjórn til að liðka fyrir stjórnarmyndun. Þá er það eitthvað djúphugsað plott. Við gerum það að skilyrði að lagðar verði fram tillögur um aðgerðir í stað þess að eingöngu séu markmið í stjórnarsáttmálanum. Þá er það af illmennskunni einni saman. Við erum að reyna að tryggja að þessi stjórn verði örugg og grípi strax til aðgerða. Ég hef verið virkur í starfi Framsóknarflokksins í 9 ár og hef aldrei nokkurn tíma séð Finn Ingólfsson eða Ólaf Ólafsson. Það er ruglparanoja á háu stigi að halda að þeir hafi einhver ítök í flokknum núna eftir að grasrótin hefur endurnýjað forystuna.

Stefán Bogi Sveinsson, 31.1.2009 kl. 12:34

13 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Kannski má bæta því við að ég hef ekki orðið var við annað en að það sé ágreiningur milli Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um tímasetningu kosninga. Þar strandar engan veginn á Framsóknarflokknum.

Stefán Bogi Sveinsson, 31.1.2009 kl. 12:38

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Já sko Lára Hanna... þarna kemur Framsóknarmaður og "fullvissar" þig um að Framsókn sé á réttri leið! Og ekki ljúga Framsóknarmenn!!

Oh hvað ég er komin með mikið ógeð á þessu bulli

Heiða B. Heiðars, 31.1.2009 kl. 12:41

15 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Rögurinn um framsóknarmenn á séir einhverjar rætur.  Þær virðast að hluta til liggja hjá þér Lára.  Þú virðist fá eitthvað sérstakt út úr því að setja fram dylgjur og róg um Framsóknarflokkinn.  Ekki veit ég hvort að þetta eru sögur sem þú skáldar upp og dreifir eins og Gróa á Leiti eða hvort að þú lepur þetta upp gagnrýnislaust eftir öðrum og setur hingað inn.

Hvorugt hefur nú verið talið til mannkosta á Íslandi í seinni tíð.  Ef þú vilt kynnast framsóknarflokknum og skipulagi hans þannig að þú vitir nú aðeins um hvað þú skrifar er sjálfsagt að hitta þig og fara yfir það.  Það er alltaf betra að hafa það sem sannara reynist í stað þess að skálda upp eitthvað sem maður heldur, vonar eða trúir.

G. Valdimar Valdemarsson, 31.1.2009 kl. 12:46

16 identicon

Hvers vegna taldi Framsókn að hún hefði ekki umboð til að vera í ríkisstjórn en er nú komin á fullt með 4 hagfræðinga til að stilla upp einhverju aðgerðarplani? Er ekki í lagi með þetta lið?

Milljarðana heim úr skattaskjólunum! (Facebook grúppa: Milljarðana heim frá Lux og Cayman eyjum!)

Þórdís (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:48

17 identicon

Í fyrstu hneykslaðist ég mjög á þessarri tregðu Framsóknar.

En svo las ég nokkrar fréttir og sé að Samfylking og VG eru ekki bara að biðja Framsókn um að verja þau vantrausti. Þau eru að biðja Framsókn um að greiða atkvæði meðstjórnarfrumvörpum sem þau hyggjast leggja fram.

Það er mjög langur vegur frá því að verja stjórn vantrausti og þurfa að kvitta undir öll stjórnarfrumvörp. Munurinn þarna á milli er nánast að sitja í stjórn eða ekki. Því er ekki skrítið að Framsókn vilji hugsa aðeins málið, sjá hvort að þeir vilji nokkuð kvitta upp á þessa pappíra.

Munurinn er sá sem að margir Íslendingar eru að reyna að berjast gegn þessa dagana. Að framkvæmdarvald sé ekki einnig löggjafarvald!

Framsókn er til í að verja ríkisstjórnina, þ.e. framkvæmdavaldi gegn vantrauststillögu. Þetta er eitt vald og á að vera aðskilið hinum.

Samfylkingin og VG vilja hinsvegar, þegar þau komast í stjórn, fá að halda réttindum fyrri stjórna um að troða öllum lögum í gegn um þing án umræðu. Að samið hafi verið um öll lög við myndun ríkisstjórnar. Þetta vilja þau að Framsókn samþykki. 

Samfylkingin og VG vilja ekki taka að sér framkvæmdarvald án þess að hafa fullt vald yfir löggjafanum líka. 

Svo er spurningin hvort það sé eðlilegt eða ekki.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:51

18 identicon

Af hverju að skjóta (Sigmund) fyrst og spyrja svo? Trúir þú því virkilega Lára að Sigmundur sé peð í snilldarlegu skítaplotti hjá Framsókn?  Framsóknarmenn stóðu frammi fyrir tveimur möguleikum, annaðhvort að þurrkast út eða taka rækilega til hjá sér. Þeim virðist hafa tekist vel til og eigum við ekki að gefa þeim sjens..?  Þau vita að ef illa tekst til þá þurrkast þau út eftir eitt kjörtímabil. Þangað til annnað kemur í ljós vil ég trúa því að þeim gangi gott eitt til, ég mun samt aldrei á ævinni kjósa Framsókn, það er annað mál.

Hrönn (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:54

19 Smámynd: Hlédís

Vonandi er þetta rétt hjá þér, Gunnar J.  Það gengur auðvitað ekki að bráðabirgðastjórn hlaupi af stað með mikið af framtíðar-lagasetningu. Sópa óþarfanum útaf hinu margumrædda borði! - og svo af stað

Hlédís, 31.1.2009 kl. 13:06

20 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

batnandi mönnum er best að lifa. skilyrði þeirra um stjórnlagaþing er það eina vitræna sem ég hef séð koma frá framsókn í manna minnum.

ég treysti Sigmundi, en ekki framsóknarflokknum. hann er eins og ferskvatnsdropi í drullupolli sem breytir ekki drullupollinum í ferskvatn.

Brjánn Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 13:09

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Athugasemd G. Valdimars er ótrúlega rætin. Lára er sannarlega ekki sú manneskja sem hann ætlar henni. Að líkja  henni við Gróu á Leiti er bara út í hött.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 13:09

22 identicon

Veit nú ekki hvað á að halda í sambandi við stjórnarmyndunina sem nú fer fram. Er ekki full ástæða fyrir Sigmund og framsókn að hafa varan á sér þegar Samfylkingin er annarsvegar svona í ljósi sögunar og verka Samfylgingarinar eftir síðustu kosningar.

Það eru margir sem þá kusu x-s sem fannst Ingibjörg svíkja allt sem hún gaf sig út fyrir að standa fyrir og stóð svo aðallega fyrir hégóma í aðdraganda bankahrunsins í stað þess að vera vakandi fyrir þjóðarhag. Fólk eftir þá reynslu af Samfylginguni ætti að sjá að nauðsinnilegt er að fara vel yfir hvað nýja stjórnin ætlast fyrir svo ekkert komi á óvart eftirá.

Sigmundur á rétt á að fá að sína fyrir hvað hann stendur,Ingibjörg hefur sýnt að hún stendur aðallega fyrir baug  og þess vegna gott að framsókn gefur þeim ekki frítt spill og vill sjá hvað stendur til. Fólk má ekki gleyma að því að við íslendingar sitjum uppi með gjörspillta stjórnmálamenn í öllum flokkum og þar liggur vandi Íslands fyrst og fremst.

Jon Magg (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 13:10

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er ekki beint að kommenta á þessa færslu heldur að láta í ljós hugrenningar mínar varðandi núverandi skipulag úr-sér-genginna flokka.  Flokka sem hafa undanfarið eytt megninu af sínu púðri í að skjóta hver á annan. 

Segjum sem svo að einn flokkur fengi hugsanlega stórkostlega hugmynd sem kæmi okkur Íslendingum mjög vel, þá eru allir hinir flokkarnir umsvifalaust farnir að rífa niður hugmyndina því ekki má sá, er hugmyndina fékk, öðlast vinsældir kjósenda.

Ég held að eina leiðin til að fá hinn almenna þingmann til að vinna fyrir þjóðina - með þjóðarhagsmuni í huga en ekki flokkshagsmuni - sé að hver einstaklingur standi fyrir sínu gagnvart þjóðinni.  Þá fyrst fer lýðræðið að virka.

Góðar stundir. 

Anna Einarsdóttir, 31.1.2009 kl. 13:28

24 identicon

Þetta þindarlausa flokkalínukarp og tortryggnis samsærisbull er að ganga af allri skynsemi dauðri. Staðreyndin er að margt ömurlegt var gert í stjórnartíð Framsóknar. Fátt gert af viti í stjórnartíð Samfylkingar.

Jón Magg: Útskýrðu t.d. hvernig Ingibjörg stendur fyrir Baug. Án þess að vísa í Borgarnesræðu, hún hlýtur að hafa gert eitthvað í sinni stjórnartíð.

Sigmundur telst seint hluti af Halldórsarmi Framsóknar. Samt fabúlerar fólk gengdarlaust um það, vegna þess að það er ekkert annað til að tala um. Gaggandi hænur.

Henrý Þór (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 13:37

25 identicon

Lára Hanna. Sumir hafa haldið því fram, að þú sért athyglisverður og sæmilega þenkjandi bloggari en síðasta færslan bendir ekki til þess. Þessi skrif þín eru mjög í ætt við það sem Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri lætur frá sér en hann er einn þekktasti sótraftur í íslenskri blaðamennsku. Í raun ættir þú að fagna afstöðu framsóknarmanna en ekki að reyta hár þitt í sjúklegri tilfinningasemi. Ástæðurnar eru þessar: Langur loforðalisti og innantóm orðafroða í íslenskri pólitík líðast ekki lengur. Almenningur vill ekki lengur froðukenndar stefnuskrár sem meira og minna eru alltaf sviknar þegar upp er staðið heldur skýr og afmörkuð markmið og leiðir að þeim markmiðum. Í annan stað er það farsælla fyrir minnihlutastjórnina sem nú er í burðarliðnum, að það sé ljóst fyrirfram hvaða frumvörp verði áfallalaust samþykkt í þinginu með stuðningi framsóknarmanna, heldur en að standa í þrefi þegar þing kemur saman eftir stjórnarskipti. Skrif þín benda því miður til þess að þú sért af gamla skólanum í pólitískri umræðu, bundin á klafa pólitískrar rétthugsunar og getur því tæpast talist í hópi þeirra sem vilja nýjar áherslur í íslenskri pólitík. Því miður verð ég að segja og mér þykir það leitt, að þú ert komin á  stig niðurrifs og upphrópana í umræðunni og því ekki marktæk í því uppbyggingarstarfi sem er framundan hér á landi. 

GSS (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 13:47

26 identicon

Ég vil í upphafi þakka GSS kærlega fyrir afar brýnt  og gott innlegg inn í umræðuna. Það virðist vera sama hvað hvers segir og hvernig alltaf skulu útþynntir bloggarar rífa allt niður vegna þess að þeir telja sjálfan sig ávallt hafa réttvísina að leiðarljósi og að þeirra skoðun sé aðeins sú rétta. Það er athyglisverð árátta fólks að festast í neikvæðum gír engum til framdráttar nema athyglinnar vegna. Skrif Láru hafa um langa hríð einkennst af niðurrifi og fyrirframgefnum forsendum sem eiga sér oftar en ekki enga stoð í raunveruleikanum. Hvers vegna ætli Lára gefi sér það að allt sé eins slæmt og hún telur? Hvers vegna telur Lára að nýr formaður Framsóknarflokksins sé tákn spillingar og að baki honum séu ill öfl sem vilja samfélaginu allt hið versta? Verkefni dagsins í dag er nútíðin og framtíðin en ekki að velta sér sífellt í drullunni sem tilheyrir fortíðinni. Lára líkt og margir aðrir bloggarar festast í drullupytti fortíðar og kasta í þá sem vilja hugsa um verkefni dagsins í dag. Því má velta fyrir sér hvers vegna? Því má velta fyrir sér af hverju fólk bindst böndum um öfund og þráhyggju á fortíðnni? Það virðist sem svo að engum sé leyfilegt að hugsa um verkefni dagsins í dag með hagsmuni allra að leiðarljósi, enginn má vera jákvæður, enginn má leita lausna heldur á fólk að festast í neikvæðu fari sem er og verður engum til framdráttar.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:09

27 identicon

Ég þakka kreppukallinum fyrir að sanna mál mitt með svo afgerandi hætti sem hann gerir.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:46

28 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mig grunar að hinn spilltasti af öllum spilltum, Finnur Ingólfsson, sé kominn með puttana í málið til að tryggja að öllum hugmyndum um eignafrystingu auðmanna verði ýtt út af borðinu.

Finnur Bárðarson, 31.1.2009 kl. 15:21

29 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er full ástæða til að hugleiða þessi mál Lára Hanna. Framsóknarmenn er gríðarlega mikið útundir sig eins og sagt er og svo er píramítamunstur í stjórnum kaupfélaganna, þeim svo í blóð borið að þeir kunna trúlega ekki annað. Stjónunarmunstur kaupfélaga er kapítuli út af fyrir sig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2009 kl. 15:49

30 identicon

Ég er sammála þessu með Framsókn. Það er engin ástæða til að ætlað að eitthvað hafi breyst hjá þessu fólki sem þarna safnast saman. Reynsla mín í gegnum tíðina hefur verið sú að Framsóknarfólk svífst einskis í þeim blekkngarleik sem flokkurinn hefur stundað undanfarna áratugi. Drulluslóðin eftir flokkinn nær eins langt aftur eins og augað eygir. Ég var reyndar skammaður heimafyrir þegar ég orðaði það þannig að það breytti engu þá fram á sviðið flygju nýjir skítakamrar í formi nýrra einstaklinga. Ef ég um orða þetta á penni hátt þá breytir það engu þó að nýmóðins ferðaklósett séu sviðsett fyrir þjóðina, innihaldi er það sama.

Pepe (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:08

31 identicon

Hm, eru ekki flestir sammála um að framboð Páls Magnússonar hafi verið f.h. flokkseigenda?

Þegar Páll var úr leik í formannskjöri - hvert fóru atkvæðin sem féllu á hann í fyrstu umferð?

Mér sýnist þessi slóð ekki traustvekjandi fyrir nýja formanninn.

Valdimar G (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:43

32 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Finnur Bárðarson, ég er hjartanlega sammála þér. Það hvíslaði lítill fugl því að mér að einn af bestu vinum Sigmundar Davíðs væri Finnur Ingólfsson. Það er akkúrat þetta sem mig grunaði líka, að það ætti að passa vel uppá eignir fjárglæfra og útrásarvíkingana varðandi eignafrystingu eigna þessara manna. Þetta gengur ekki upp að þessir tveir flokkar Samfylking og VG ásamt Framsókn vinni saman. Þetta fer allt sömu leiðina og það er niður á við enn meira, við þurfum ekki spillta Framsónarmenn sem hugsa bara um sinn eigin rass og sem hygla endalaust einhverjum ríkum körlum. Sigmundur Davíð vill ekki láta frysta eigur þessara auðjöfra fyrr en sekt er sönnuð. Við vitum betur, þeir eru búnir að sanna sig þessir menn fyrir þjóðfélaginu að þeir hafa mjög óhreint mjöl í pokahorninu, það þarf ekki annað en að sjá það sem stjórnendur Kb. banka gerðu löngu áður en við hin vissum í hvað stefndi, sem sagt algjört HRUN, þessir menn settu fasteignir sínar alfarið á nöfn eiginkvenna sinna. Þetta var á ágúst 2008 sem þeir byrjuðu á þessu. Afhverju skyldi það vera, hvað vissu þeir sem við hin vorum ekki viss um ?  HALLÓ !  Sigmundur Davíð kom, sá og sigraði ! Ég hugsaði einmitt þá, loksins er kominn maður með viti. YES !  En hvað er að koma á daginn... Sigmundur Davíð er eins og snýttur út úr nösunum á Halldóri Ásgrímssyni og Finni Ingólfssyni. Þetta er MÍN SKOÐUN.  Við Íslendingar þurfum ekki á svona mönnum að halda. Þessir menn eru búnir að koma ár sinni vel fyrir borð, og það SKO VEL.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 31.1.2009 kl. 17:45

33 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ja hérna, hvers konar taugaveiklun er komin í vinstra liðið ? Það er fullkomlega eðlilegt, að flokkur , sem er í stöðu Fransóknarflokksins, vilje fá eitthvað fyrir sinn snúð ! Halda SF og Vg í alvöru, að þeir geti valtrað yfir gömlu góðu Framsókn sem

hverja aðra dulu ? Nei og aftur NEI ! Gamla Framsókn er "gammelklog", sem lætur ekki tækifærissinnaða nývinstriflokka taka sig aftanfrá, öðru nær ! Framsóknarflokkurinn hefur um langann aldur verið sú kjölfesta í okkar stjórnmálalífi, hver hefur verið nauðsynleg til að ekki færi illa vegna atgangs öfgaafla til hægri og vinstri. Það er í þessu sögulega ljósi, sem við verðum að reyna að skilja háttsemi þeirra Framsóknarmanna.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 31.1.2009 kl. 17:50

34 Smámynd: Ridar T. Falls

Nú kenna þeir pésa að makka.

Ridar T. Falls, 31.1.2009 kl. 18:22

35 identicon

Hjartanlega sammála þér.  Framsókn er að plotta með sjálfstæðismönnum.  yrði ekkert hissa þó þeir vildu aftir í sængina. takk fyrir allt.

anna (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:33

36 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég er hvorki í VG né Samfylkingunni, aftur á móti var ég í Framsóknarflokknum en sagði mig úr honum þegar Guðni hætti. Afhverju ?  Því ég var og er búin að fá nóg af því hvernig Framsóknarflokkurinn var búinn að vinna og ætlar greinilega að halda áfram að vinna með sitt PLOTT á bak við tjöldin.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 31.1.2009 kl. 20:06

37 Smámynd: Heidi Strand

Las á einu bloggið í gær að Framsóknarflokkurinn er pólitískur armur nokkrir auðmanna, og ég er því sammála.


Heidi Strand, 31.1.2009 kl. 20:53

38 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir pistilinn og ég tek undir allt sem þú segir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.1.2009 kl. 21:04

39 identicon

Ég er búinn að fá ógeð á Íslenskum stjórnmálum. Framsókn er lítill flokkur með svakleg vald. Alltaf skal hann vera í oddastöðu. Hvaða lýðræði er það. Samkvæmt mínum skilningi á lýðræði þá er það að fjöldinn skal ráða. Semsagt meirihluti. Ekki Framsókn. Nei takk. Ég mætti á mótmælin í dag, þurfti að vísu að taka á honum stóra mínum til þess, vegna þess að ég get ekki fattað ruglið í röddum fólksins að kalla þetta sigurhátíð. En samt fór ég og fann að hjartað er farið. Fólk er ekki lengur með sama baráttuviljann til að halda áfram. Fyrir mér er þetta búið spil og samstaðan farinn. VG er sigurvegari mótmælana og þar við situr. Ruglið er óborganlegt. VG mælist með 30% fylgi. Það mun ekkert breytast við látum bara aðra um það að kúga okkur. Áður var það Sjálfsstæðisflokkur og Samfylking. Nú er það Samfylking og Vinstri-grænir.  Helvitans focking fock. Ég er svo fúll.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:07

40 Smámynd: Sigurður Hrellir

Eru allir eftirlifandi Framsóknarmenn landsins að skrifa athugasemdir hér?? Mig langar að segja eitthvað fallegt um Framsóknarflokkinn en mér dettur bara ekkert í hug, sorrý.

Sigurður Hrellir, 31.1.2009 kl. 21:42

41 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er full ástæða til að varast Framsóknarflokkinn. Hann hefur um langan aldur alið af sér spillingu, hvort heldur er í landspólitík eða borginni. Dæmin eru bæði mörg og nýleg.

Sigmundur Davíð er ekki einhver saklaus skólastrákur sem valt aftan af heyvagninum fyrir framan landsþing Framsóknarflokksins og borinn inn á gullstól beint í formannssætið af tómri samúð og sannleiksást þeirra sem þar sátu fyrir innan.

Vonandi er það rangt hjá mér að þessi drengur sé strengjabrúða flokkseigendafélags Framsóknarflokksins, S-hópsins, Exista, Giftar, Kaupþings, Kjalars og Kögunar, þótt ekkert hafi enn gerst sem styrkir þá von.

Sigurður Ingi Jónsson, 31.1.2009 kl. 21:52

42 Smámynd: Hlédís

Til fróðleiks er hér hluti af bréfi frá áhugasðmum BNA-manni sem var fann þetta í enskuskrifandi miðli í dag:

 

"This reminds me of a story i tell my kids somtimes

A fox needed to get to the other side of a river and while it was

wondering how to do that a crockodile came to him and said, dont worry, ill take you over, the fox said, nah you will eat me,

i promise i wont eat you, you can trust me on that

ok then said the fox, in that case i accept and he jumped on the back

of the crockodile, when they where in the middle of the river the crockodile turned over and ate the fox,  While he was doing that the fox asked why ?

the crock said, sorry but i cant help it, its in my nature.

 

If you look at the list of people who really call the shots in the

Progressive party you will see alot of Crockodiles, some rats and pigs

and one fox, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson the new head of the

progressive party, this Party will never support anything that goes against the people who have been robbing us, and Sigmundur is just there to take the beating and all the shit thrown at the Party until elections.  Then he will be repalced by a heavily perfumed and dekorated pig that will be the Progressive partys trojan horse to get into the next government.  They are not really a political party, they just turn tricks for favors"

 

Hlédís, 31.1.2009 kl. 22:05

43 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek heils hugar undir orð G. Valdimar Valdemarsson #15 og GSS #25.

Þessi færsla Láru Hönnu finnst mér lýsa ákveðinni mannfyrirlitningu og lítilsvirðingu við fólk sem hefur áhuga á að gera vel fyrir sitt þjóðfélag. Ég er sár fyrir hönd Sigmundar Davíðs og co.

Ég er ekki framsóknarmaður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 22:11

44 identicon

Magnað að finnast skuli þrjár athugasemdir í bloggheimum þar sem því er trúað að Framsóknarflokkurinn sé orðinn boðberi siðferðis í íslenskum stjórnmálum.

Er það einkavæðing búnaðarbankans sem veldur? Finnur Ingólfsson? Einar Sigurðsson? Ólafur Ólafsson? Björn Ingi? Helgi S.?

Fyrir flesta er Framsóknarflokkurinn tákn um pólitíska spillingu, þjóðarrán og efnahagshrun. Það er staðreynd. Það er með réttu.

Rómverji (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:48

45 Smámynd: Hlédís

 Það skyldi þó aldrei vera að Sigmundur (refurinn í ævintýrinu) væri að reyna að siðbæta gamla Krókódílinn. Króksi át refinn, vel að merkja, þvi slíkt er eðli hans.

Hlédís, 31.1.2009 kl. 22:59

46 Smámynd: Steingrímur Helgason

Láttu þezza framsóknargutta & meðsamzpryrtar sjallaballakruðurnar ekkert særa þig.  Væll þeirra er bara vízbendíng um hvað þú hefur nú verið að gera verulega vel & um að þú sért á góðri & réttri leið.

All hail Lára ...

Steingrímur Helgason, 1.2.2009 kl. 00:07

47 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sá á öðru bloggi í gær að Sigmundur Davíð var nefndur Svikmundur leppur.  Ég hallast að þeirri skoðun líka að maðurinn sé leppur.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.2.2009 kl. 00:42

48 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ætli "siðprúðu" framsóknarmennirnir sem skrifuðu hér að ofan séu búnir að losa sig við Björn Inga og fleiri honum líka.  Aðstoðarmaður forsætisráðherra sem þiggur mútur..fyrirgefið fyrirgreiðslu af því tagi sem Kaupþing veitti honum væri sjálfsagt komin í felur í öllum siðmenntuðum löndum.  Og hvað með Eyktar-ásinn?

Sigrún Jónsdóttir, 1.2.2009 kl. 01:20

49 identicon

Ég þakka kærlega fyrir athyglisverð blogg, þótt mér sé býsna brugðið. Alltaf sorglegt þegar fólk skiptir fólki í gott og vont, spillt og óspillt, svikult og heiðarlegt o.s.frv. Ég er einn þeirra sem hef dáðst að stjórnmálamönnum allra flokka undanfarna mánuði og í raun ótrúlegt hvernig þeir hafa náð að halda sjó þrátt fyrir allt. Þetta er ekkert smá álag.

Sjálfur er ég afskaplega ósáttur, t.d. með kerfið, stjórnskipulagið, hagkerfið og guð má vita hvað. En stjórnmálamennirnir eru fæstir spilltir í venjulegri merkingu þess orðs. Þeir eru kannski ekki nógu flínkir, klókir, miklir spámenn eða nógu harðir af sér. En að þeir séu spilltir.....nei, það eru þeir fæstir og það vitum við flest.

Bergur Þorgeirsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 01:38

50 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Hjálmar Bogi (aka GSS) ætti að prófa að anda að sér með nefinu. fnykurinn af Finni Ingólfssyni leggur enn af framsóknarflokknum, langar leiðir.

Brjánn Guðjónsson, 1.2.2009 kl. 01:55

51 Smámynd: Jón Finnbogason

Persónulega skil ég ekki alveg hvað þér gengur til Lára mín. Miðað við að þú viljir nýtt fólk og nýja hugsun, virðist þú furðu föst í hinu gamla og úrsérgengna.

Til dæmis viltu ekki fá kosningar sem fyrst, sem er afar skrýtin skoðun miðað við mótmæli almennings undanfarið. Það tekur engan tíma að skipuleggja sig með allar þær samskiptaleiðir sem okkur standa til boða, kostar ekkert heldur. Allt fer það þó eftir því hve sterkur viljinn til að skipuleggja sig er.

Ég vona þú snúir þér aftur að því að fjalla um málefni og eitthvað af viti. Því það er það sem þjóðinni vantar núna, hana vantar ekki sama sandkassaleikinn um endalausa útúrsnúninga.

Jón Finnbogason, 1.2.2009 kl. 17:10

52 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Vá, ég er búin að lesa allar aths. hér að ofan og mér finnst ég vera í miðri spennusögu eftir John Grisham eða Sidney Sheldon eða einhverja álíka menn með rosalega frjótt ímyndunarafl. Djöfull eru allir pólitíkusar á Íslandi klárir, lúmskir og útsmognir maður! Og við sauðheimskur almúginn kjósum þá aftur og aftur!

Nei, án gríns! Ég hef engan áhuga á að verja einhvern flokk fyrir bullinu hér að ofan. En það er tvennt sem ég ekki skil í bloggfærslunni miðað við atburði síðustu daga/vikna/mánaða: Var ekki aðal krafan hjá mótmælendum/þjóðinni að stjórnin færi frá og "kjósa strax"??? Og ein krafan í viðbót "við viljum sjá AÐGERÐIR? UUU, missti ég af einhverju? Er ekki stjórnin farin frá, á ekki að kjósa "strax", þ.e. eins fljótt og mögulegt er og...eru "þessir spilltu drullus...." í Framsóknarflokknum ekki einmitt að FREKJAST um að heimta aðgerðaráætlun sem vit er í áður en þeir kvitta undir eitthvað??

Erla Einarsdóttir, 1.2.2009 kl. 17:32

53 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Þessi skrif þín eru mjög í ætt við það sem Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri lætur frá sér en hann er einn þekktasti sótraftur í íslenskri blaðamennsku."

Jónas er fágætur gullmoli í blaðamennsku, talar tæpitungulaust um hlutina eins og þeir eru, þurfum fleyri slíka.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.2.2009 kl. 17:59

54 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Jæja gott fólk...

Þar sem hér er skrifað er um margt merkilegt.  Í augum margra er Framsókn boðberi hins illa og allt vont er þeim flokki að kenna og allt gott eihverjum öðrum að þakka..  Ég sem hélt að mannskepnan sæi í lit en ekki í svarthvítu...

Ég er Framsóknarmaður, og er því samkvæmt því sem hér að ofan er ritað, gerspilltur, útsmoginn, valdsjúkur, og eitthvað fleira þar fram eftir götunum, og ég vil þakka hlý orð í minn garð.

Ég reyndar tel mig ekki vera verri mann en þá sem hér fyrir ofan skrifa, og allir þeir sem stuðluðu að þeirri breytingu sem varð innan framsóknar á síðasta þingi, eru bara venjulegt fólk, sem vinnur sína venjulegu vinnu, og borgar af sínum húsum og öðrum lánum eins og allir aðrir, ekki neinn forréttindahópur þar á ferð.

Reynið nú að stíga uppúr Gróuhættinum og fara tala á málefnalegum nótum, það er vandalítið að hrauna yfir flokka og menn með einhverju sem "litlir fuglar hvísla" eða einhverjum sem "orðið á götunni" segir....

Litlir fuglar eiga það nefnilega til að bæta við og skreyta, hver kannast ekki við dæmisöguna um hænuna og fjaðrirnar tvær??

Ef þið hafið áhuga þá er meira að finna hér: http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/776237/  og hér http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/775297/  og svo auðvitað hér http://www.framsokn.is/

Með Framsóknarkveðju

Eiður Ragnarsson, 3.2.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband