1.2.2009
Varnarhættir sálarinnar
Eitt af því sem kallað er "sálrænir varnarhættir" er afneitun og hún er sögð vera frumstæð. Flestir kannast við afneitun í ýmsum myndum. Hún er misalvarleg en í risastórum dráttum má segja að afneitun sé það, þegar fólk neitar hreinlega að horfast í augu við raunveruleikann.
Undanfarna mánuði höfum við orðið vitni að einni mestu og alvarlegustu hópafneitun í manna minnum - bæði hjá stjórnvöldum og okkur sjálfum. Sumir voru fljótari að átta sig og horfast í augu við raunveruleikann en aðrir og ýmsir eru ennþá í mikilli afneitun. Ef kosningar verða í vor er eins gott að vera á verði og standa klár á því hvaða frambjóðendur í hvaða flokkum eru enn að beita þessum sálræna varnarhætti - meðvitað eða ómeðvitað.
Líklega tekur ný stjórn við í dag. Geir Haarde stendur upp úr stóli forsætisráðherra og miðað við yfirlýsingar hans og viðtöl við sjálfstæðismenn í vikunni þurfa þeir nauðsynlega að fara í mjög innhverfa og öfluga íhugun og taka á afneituninni.
Hér eru sýnishorn af afneitun fráfarandi forsætisráðherra allt til síðasta dags og mögulegum nýjum þjóðsöng.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Facebook
Athugasemdir
Frábær pistill Lára! Afneitun er mjög flókið fyrirbæri og og er ég búin að vinna með afneitun í 25 ár.
Svo varð röð af dauðsföllum í fjölskyldu minni og allir vinnufélagar mínir, (var forstöðumaður fyrir GHB afeitrunarstöð í Svíþjóð) sáu allir afneitun mína nema ég eftir dauðsföllinn í fjölskyldu minni t.d. nema ég.
Er búin að halda hundruði fyrirlestra um afneitun, enn það er eins og maður sem lendir í henni, hvort sem það er einstaklingur eða hópur sé síðasur til að skilja hana.
Svo var það hjá mér að minnsta kosti.
Afneitun er t.d. vörn tilfinninga við áföllum og er ekki frumstæð. Hún er eitt af varnarkerfum tilfinninga okkar. Svo eru óteljandi aðrar afneitanir eins og þú bendir á. Þyrfti að fræða fólk meira um þetta "varnarkerfi" tilfinninga eða sálarinnar, hvort orðið sem er notað.
Afneitun getur verið nauðsynleg í vissum tilfellum til að vernda tilfinningaslíf viðkomandi. Flottur og þarfur pistill!
Afneitun í stjórnmálum kann ég ekki svo mikið um, enn efast ekki um að hún sé þar líka.
Óskar Arnórsson, 1.2.2009 kl. 04:04
ég hef meiri áhyggjur af að hvernig verður kosið til stjórnlagaþings. hverjir verða Í kjöri? verða þeir velvaldir? verð ég og amma mín þar á lista? held ekki.
Brjánn Guðjónsson, 1.2.2009 kl. 04:54
skoðaði klippuna . þú ert bara snillingur
Brjánn Guðjónsson, 1.2.2009 kl. 05:25
Engan áhuga á þessum stjórnmálum Brjánn. Ég sá ekkert sem ég hef ekki heyrt áður. Hef mestan áhuga á hvernig afneitun virkar.
Annars er hægt að læra um afneitun með því að lesa Andres Önd. Bara lélegir listamenn að hæðast að stjórnmálum á þessari klippu. Ekkert annað.
Óskar Arnórsson, 1.2.2009 kl. 06:55
Afneitun fylgir andlegu ofbeldi. Þeir sem lifa við andlegt ofbeldi þurfa að lifa af
og koma sér því upp afneitun á að ástandið sé slæmt.
Íslendingar voru flestir í afneitun á slæma stöðu í efnahagsmálum árin fyrir Davíðshrunið sl. haust.
Afneitun er þægileg undankomuleið þegar fundið er til vanmáttar í erfiðri stöðu.
Afneitun er fyrirbæri sem þú ræður ekki yfir. Fjölmiðar og stjórnmálamenn tóku höndum saman
til að móta landslag fyrir okkur að trúa.
En hjá fyrrverandi landsfeðrum er þetta ekki afneitun, nei, við almenningur erum komin út úr afneitun
og sjáum núna blekkingarvefinn sem Sjallarnir vefa. Núna er þetta er hrein og klár blekking.
Meðvitaður ásetningur um lygar og þvælu til að þeir eða flokkurinn haldi andliti.
Spillingin er of mikil, glæpirnir eru of stórir til að þeir vilji horfast í augu við sannleikann.
Ef þeir eru í afneitun þá eru þeir illa veikir á geði samkvæmt skilgreiningum læknisfræðinnar.
Eitt stig sorgarferlis er afneitun. Þá er áfallið í raun svo stórt að fara verður í hvíld með sára upplifun.
Ég held að við séum að sjá fjörbrot Sjálfstæðis-flokks-stefnunnar eins og við þekkjum hana frá undanförnum áratugum.
Þar sem beitt var andlegu ofbeldi, allir hlýða foringjanum, sama hvað.
Þú færð ekki að vera með nema þú gangist undir vilja foringjans.
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að hafa gefið út tilskipun um það hvernig þeirra menn
eiga að fjalla um málin í fjölmiðlum og bloggum. Þeir eru að skrifa Íslandssöguna
þ.e. þeir eru ákveðnir í að sagnfræðingar framtíðar skoði þeirra eigin efni frá
þessum tímum núna. Sagnfræðingur einn telur að Björm Bjarnason hafi raðað
á alla mikilvæga sagnfræðipósta sínum mönnum. Þeir hafa komist upp með þetta
hingað til: að láta söguskoðun sína (og flokksins) ráða.
BB, Geir, Gísli Marteinn og fleiri pótintátar Flokksins láta allir núna eins og
hér sé ekki allt í rjúkandi rúst. Smjörklípumál eru út um allt hjá þeim.
Leiðin útúr afneitun er:
Upplýsingar, traust, trúðverðugleiki og ábyrgð. Hróp og köll, skýrleiki og
sannleikurinn virka eins og við höfum séð í búsáhaldamótmælunum.
Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 08:50
... ég er allavega búinn að afneita öllum gömlu flokkunum... bíð eftir nýju fólki og heiðarlegu framboði kjósum fólk... ekki flokka...
Brattur, 1.2.2009 kl. 10:18
Ég held að besta dæmið um afneitun á Íslandi sé Björgólfur og Hafskipsmálið.
Þar var fyrirtæki sem gekk ekki upp. Hvort sem það voru óheppilegar ytri aðstæður eða illa rekið fyrirtæki þá skuldaði það meira en það gat borgað og var á leiðinni í þrot. Svekkjandi. Þeir missa samt ekki dampinn og halda því gangandi á lánum í smá tíma og svo komast blaðamenn að því að fyrirtækið sé í blússandi taprekstri og upp úr því verður stærsta gjaldþrot þess tíma.
Það að geta ekki sætt sig við það að eitt af fyrirtækjunum sem maður rekur í gegn um ævina gangi ekki upp er afneitun. Það að trúa því ekki að maður hafi farið of geist eða orðið óheppinn er afneitun. Að trúa því að það hafi verið risastórt samsæri og plott til þess að gera þig gjaldþrota er afneitun.
Hvernig væri bara að læra af mistökunum og halda áfram með lífið.
Hefði Björgólfur litið í eigin barm og hugsað hvað hann gerði rangt þarna þá hefði hann eflaust ekki komið Eimskipafélaginu í nákvæmlega sömu aðstöðu nokkrum árum seinna.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:12
Sæl Lára Hanna
Líklega rétt hjá þér þetta með afneitunina. Síðustu dagana og jafnvel vikurnar áður en stjórnin spakk var Geir farin að minna óþægilega mikið á Mohammed Saeed al-Sahaf. Er menn nokkuð búnir að gleyma honum? Hann var fjölmiðlafulltrúi Saddams Husein. Varð heimsfrægur fyrir óbilandi bjartsýni þegar Bagdad var að falla. Hann er reyndar sjálstætt starfandi núna. Fékk Geir kannski ráðgjöf hjá honum?
http://welovetheiraqiinformationminister.com/
Þorsteinn (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:32
Tek undir með Bratti.
Rut Sumarliðadóttir, 1.2.2009 kl. 12:02
Gott að hafa þá geðlækni sem hefur vit á fjármálum (sjá Kastljós í dag). Annars hugsa ég að afneitun sé vandasamt fyrirbæri sálfræðilega og sjálfsagt lífsnauðsynlegt að vissu marki, sbr. aths.hér á síðunni. En sá sem er í mestri afneitun enn þá er auðvitað æðstipresturinn í musterinu sem situr enn.
Hermann (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:34
Afsakið hér að ofan átti að standa Silfur Egils en ekki kastljós, það er nú meira hvað þetta ljós flækist fyrir manni. Annars vil ég bæta við að það var ljómandi að hlusta á þann lækni og ekki laust við að ljós lykist upp fyrir manni.
Hermann Bjarnason, 1.2.2009 kl. 16:43
Afneitunin leynist víðar en hjá íhaldinu. Hún teygir sig um allt þjóðfélagið.
Það er sorglegt þegar fólk snappar ekki út úr afneinunni á ákveðnum tímapunkti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 17:16
Flott samsetning á myndbandinu Lára Hanna.
Sjálfsstæðisflokkurinn er ekki eingöngu í afneitun heldur eru þeir að gera sitt besta til að halda andlitinu. Þeir geta ekki bara viðurkennt að þeirra stefna hafi kaffært landið - hvernig færi það með fylgið?
Ég verð samt að segja að ég hef dáðst að Geir H. fyrir mikla yfirvegun og prúðmannlega framkomu, þrátt fyrir allan mótbyrinn. Hann hélt reisn sinni vel.
Lifið heil,
Sólveig Klara Káradóttir, 1.2.2009 kl. 17:45
Það má með vissum tilfinningakulda (svo við höldum okkur við sálfr.hugtökin) segja að það sé lítil reisn yfir því að segja sig frá verkum vegna veikinda (þótt það sé afsakanlegt), en það var náttúrulega það sem Hörður snappaði út af, "leggjast bara út af: stikk" ef svo má segja. Aftur á móti er í sjálfu sér mesta furða að Geir snappaði ekki á neinum punkt, eins og forveri hans átti reyndar til, ef við þá undanskiljum smá mistök eins og "ég held hann sé bara fífl og dóni þessi..."
Hermann Bjarnason, 1.2.2009 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.