1.2.2009
Silfur og stórfréttir dagsins
Útsending Silfursins var rofin tvisvar með fréttainnslögum. Klippti þau saman, sérstaklega til að hafa samfellu í máli Andrésar sem var frábær. Ungur maður sagði við mig um daginn að Viðar væri helst til róttækur fyrir sinn smekk... ég er alls ekki sammála því. Ég vona að miklu fleira ungt fólk hugsi á svipuðum nótum og hann.
Vettvangur dagsins 1 - Guðmundur Steingríms, Agnes Braga, Svanfríður Jónasdóttir, Birgir Hermanns
Vettvangur dagsins 2 - Viðar Þorsteins, Agnes, Svanfríður, Ómar Ragnars
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
(sá hefur verið forspár)
Andrés Magnússon, læknir
Fréttirnar sem skotið var inn í Silfrið
Svo er hér bein útsending Stöðvar 2 frá blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar. RÚV klippti á sína útsendingu til að sýna handboltaleik mér til mikillar gremju.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 5.2.2009 kl. 01:40 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Lára Hanna! Við rasskellum rúv!!- Þú manst væntanlega hvernig rúv hagaði sér 17. júní 2000 er Suðurland vogaði sér að skjálfa meðan stóð á mikilvægum fótboltaleik í HM eða EM! Rufu ekki útsendingu andartak svona rétt til að minnast á það.
Hlédís, 1.2.2009 kl. 20:52
Ég er algjörlega sammála Viðari. Það þarf fleira fólk honum líkt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 20:56
takk Lára Hhanna sammála Hlédísi og vil bæta við til hvers erum við að reka íþróttastöð undir kjörörðinu TIL ÖRYGGIS Á ÖRLAGASTUND og að lokum þetta http://www.malefnin.com/ib/index.php?s=bf8624b8fb95c898112b7aa06ddf1331&showtopic=112951&pid=1420111&st=20&#entry1420111
Tryggvi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:16
Takk fyrir þetta Lára Hanna.
Þetta var fínn þáttur hjá Agli. Búinn að fella palladóma um viðmælendur fyrir flokkshollustu, innihald og erindi til almennings:
Svanfríður fín - semi hlutdræg, þokkleg greining, Jóhönnu fan (sem er allt í lagi)
Birgir - hlutlaus, syfjaður, ekkert nýtt
Agnes - hlutdræg, ágeng, kemur með góða punkta (um alla aðra en vini hennar)
Guðmundur St. -mjög hlutdrægur, innihaldslaus, best geymdur gleymdur
Viðar- hlutlaus, spennandi hugmyndir, vil sjá meira af honum
Ómar - semi hlutdrægur, góður boðskapur, alltaf
Gunnar Tómasson - laus við flokkshollustu, frábært erindi, nauðsynleg hlustun til að öðlast betri skilning á bullkenningum frjálshyggjunnar
Andrés Magnússon - laus við flokkshollustu, mjög mikilvægt að við borgum ekki skuldir auðmanna, lífsnauðsynlegt baráttumál Íslendinga
TH (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:34
Ég var heilluð af Viðari og Andrési.
Sigrún Jónsdóttir, 1.2.2009 kl. 21:44
Gunnar Tómasson var frábær. Ég er sammála bæði Viðari og Andrési. Það er frábært að hlusta á einstaklinga sem búa yfir krafti til þess að fara út fyrir ramman. Því miður óttast ég að slíkir einstaklingar séu hvorki í stjórnarráði né á Alþingi Íslendinga.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.2.2009 kl. 21:47
Er Agnes í lagi?
Rósa (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:00
Agnes hagaði sér í flestu mun skár en undirrituð bjóst við. Tók að vísu rispu á forsetann, blessuð brussan!
Hlédís, 1.2.2009 kl. 22:05
Ég var mjög ánægð með seinnipart silfursins í dag. Ég fylltist bjartsýni eftir þáttinn.
Heidi Strand, 1.2.2009 kl. 22:55
Jæja, restin var nú sýnd í leikhléinu, þetta var nú heldur ekki bara einhver handboltaleikur, úrslitaleikur í heimsmeistarakeppni, verum ekki of stygg, fáum helling af Jóhönnu og Steingrími næstu 80 daga eða svo og enn meira er á árið líður.
Magnús Geir Guðmundsson, 1.2.2009 kl. 23:36
Horfði á Gunnar Tómasson með öðru, fannst hann góður, hann fékk líka að tala - er greinilega þóknanlegur stjórnandanum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2009 kl. 23:46
Takk fyrir þessar klippingar Lára Hanna. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 2.2.2009 kl. 08:44
Egill ætti áfram að halda stjórnmálamönnum á hliðarlínunni. Þátturinn er margfallt áhugaverðari án þeirra. Það hlýtur að vera umhugsunarefni af hverju margt hið mætasta fólk tekur slíkum persónuleikabreytingum við það að fara í stjórnmálin.
Viðar og Andrés voru báðir mjög áhugaverðir af því að þeir tala í lausnum, hvort á sinn hátt. Það vekur von hjá manni að sjá ungt fólk eins og Viðar greina ástandið og benda að rótum vandans í stað þess að fara hina dæmigerðu leið stjórnmálanna að höggva aðeins í vandamálin og skapa önnur ný í leiðinni.
Viðtalið við Gunnar vakti mig einnig til umhugsunar um það hvernig mál munu þróast í fjármálakerfum heimsins á næstu árum. Það mun reyna á hinar stóru ákvarðanir valdamikilla manna og það að taka hagsmuni heildarinnar fram yfir hagsmuni einstakra valdablokka. Íslenskir ráðamenn fengu slaka einkunn:
"Með kvótakerfinu var fjölda aðila komið á bragðið með svindlimennsku, fjárglæframennsku. Og ég hef alltaf verið þeirrar skoðunnar að ábyrgðin á fjárglæframennsku liggur fyrst og fremst hjá stjórnvöldum sem að setja leikreglurnar. Leikreglurnar verða að taka mið af þjóðfélaginu, verða að taka mið af mannlegum breyskleika, verða að þjóna heildarhagsmununum. Á Íslandi hefur peningastjórn aldrei verið virk. Hún hefur aldrei verið virk og hagsmunahópar hafa svo lengi sem ég hef verið að fylgjast með þessu ráðið fullkomlega hvernig "stjórnvöld" stjórnuðu málum. Og kvótakerfið kom af stað feykilega öflugri lánsetningu út á ekki neitt."
Hvar væri Ísland í dag ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði byggt stefnu sína á kenningum Gunnars Tómassonar en ekki Hannesar Hólmsteins? Hlustið hér á "grillmeistarann" enn einu sinni ausa úr brunni visku sinnar.
Sigurður Hrellir, 2.2.2009 kl. 11:00
Ég skil ekki afhverju Agnes er enn á mogganum. Þessi afturhaldsseggur og náhirðardama Davíðs. Hélt að Mogginn vildi þetta lið burt
og fá fólk sem væri ekki gróið fast í gamla tímanum.
ÞA (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.