15.2.2009
Ísland - Nýtt fólk og ný stefna
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
15.2.2009
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Gott að sjá Wade skrifa skýrt og skorinort um ábyrgð Dabba kóngs. Það var áhugaverð grein einhvers staðar fyrir nokkru, um það að fólk í valdastöðum tapi heilbrigðri hugsun eftir of langan tíma í stólunum, og fyllist hroka og yfirlæti, sem gæti jafnvel talist sjúkdómur. Ég held að þetta passi nú ekki við sjálfstæðisflokkinn, því þar þurfa menn ekki að hafa komið nálægt neinum valdastöðum eða verið lengi í flokknum til að vera fullir yfirlætis og hroka. Ég veit svei mér ekki hvað er kennt í "flokksskólanum", en það er allavega engum ánægjuauki sem þarf að hlusta á þvaðrið í þessu liði, ungu sem gömlu. Það væri athyglisvert að vita hvað Bjarni Ben júníor meinar með sínu afsökunartali. Ætli hann vilji ekki bara verða formaður flokksins, og sé að höfða til einhverra sálna sem enn eru ekki algjörlega forhertar - eða bara til þessara "ópólitísku Íslendinga sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin og vilja láta sterkan mann sjá um pólitíkina fyrir þá" svo maður vitni í alvitrunginn sjálfan, HHG.
Ragnheiður Ólafs. (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 14:59
Góð grein eftir Robert Wade, takk fyrir að birta hana hér.
Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 15:46
Ég verð að draga í efta þetta með opna stjórnunarhætti núverandi ríkisstjórnar. Þjóðin veit enn ekkert um mikilvæg málefni s.s. samninginn við ASG og þær þvinganir sem felast í honum. Þjóðin veit ekkert um leinisamninga við álver osfrv.
Hugsunarháttur í sjálfstæðisflokki er auðvitað bara úrkynjaður Ragnheiður.
Annars ágæt grein hjá Wade en látum ekki róa okkur um of því enn kraumar spillinginn og enn er verið að ýta okkur framan af bjargbrúninni.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 17:43
Góð grein hjá Wade, fannst hann þó draga fullmikið úr ábyrgð útrásardónanna. Gott hjá honum að draga fram viðvarandi AGS frá 2006. Hann nefnir einnig að það komi honum á óvart að sjá að fleiri hafi ekki tekið pokann sinn en raun er. Það er rétt hjá honum, við þurfum algera endurnýjun. Hvar er nýja aflið? Og nýja fólkið?
Arinbjörn Kúld, 15.2.2009 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.