15.2.2009
Silfur dagsins
Þáttur dagsins var áhugaverður að venju og í þetta sinn fannst mér óvenjumikið koma út úr Vettvangi dagsins.
Vettvangur dagsins - Björn Þorri, Haraldur Líndal, Álfheiður og Árni
Styttri útgáfa af grein Haraldar er hér, lengri hér og bréf Björns hér.
Bogi Örn Emilsson og Magnús Björn Ólafsson
Mér fannst Magnús Björn frábær, ég vona að Egill standi við að fá hann aftur í þáttinn.
Hér er ræðan sem hann flutti á Austurvelli um daginn.
Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur - magnað
Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur, með punkta um prófkjör
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í LHÍ, um myndræn byltingartákn
Athyglisvert - en halaklippt. RÚV hlýtur að laga þetta.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Facebook
Athugasemdir
Frábærar úttektir á mörgu sem þarf að skoða vel.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 19:23
Það er merkilegt hvað Silfrið skín skærast þegar stjórnmálamennirnir eru fjarri góðu gamni. Þessi tveir heiðursmenn Haraldur og Björn eru akkúrat mennirnir sem ég vil sjá í forystusveit hins nýja Íslands. Er ekki hægt að drösla þeim á þing?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 20:28
Ég segi heyr, heyr Björn Þorri , og heyr heyr Magnús Björn
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.2.2009 kl. 01:44
Hugmynd Árna er allgjör snilld, ef þessi hugmynd kemst ekki til framkvæmda væri það eins og skítug tuska í andlitið eftir allt sem á undan er gengið.
Haraldur og Björn bentu á þá staðreynd að þjóðin stendur ekki undir þessu. Það er vonandi að stjórnvöld fari að átta sig á þessu líka.
Toni (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.