17.2.2009
Dæmigerð siðblinda
Heyrðuð þið í Óskari Bergssyni í Kastljósi í kvöld? Við fengum sýnishorn af dæmigerðum, siðblindum stjórnmálamanni. Ég dáðist að stillingu Þóru. Hún reyndi hvað eftir annað að koma Óskari í skilning um að einkaboð fyrir samflokksmenn væru eitt og almenn boð á vegum borgarstjórnar væri allt annað. Óskar annað hvort skildi hana ekki eða kaus að leiða þessa augljósu staðreynd hjá sér.
Eins og sá sanni framsóknarmaður sem Óskar er, sér hann ekkert athugavert við að láta Reykvíkinga borga áfengi og snittur ofan í 25 framsóknarmenn úr hópi sveitarstjórnarmanna á fundi um sparnað og þrengingar í efnahagsmálum.
Réttlæting 1: Hann er forseti borgarstjórnar og má bjóða þeim sem honum sýnist í móttökur.
Réttlæting 2: Einhver annar flokkur gerði þetta árið 2004.
Eftir efnahagshrun og í miðjum niðurskurði á öllum sviðum hefur Óskar Bergsson ekki nægilegt siðferði til að átta sig á að auðvitað átti þessi framsóknarmannafundur að vera í boðið Framsóknarflokksins, ekki útsvarsgreiðenda í Reykjavík. Í því sambandi bendi ég á þennan pistil þar sem fram kemur m.a., að af 64.895 atkvæðum Reykvíkinga í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut flokkur Óskars aðeins 4.056 atkvæði. Óskar Bergsson hafði lent í 3. sæti og strangt til tekið er umboð hans til valda nánast ekkert.
Ég vona að Óskari Bergssyni detti ekki í hug að bjóða sig aftur fram í Reykjavík eða annars staðar. Svona stjórnmálamenn með hans tegund af siðferði eru einmitt sú sort sem verið er að mótmæla hástöfum, almenningur hefur fyrirlitningu á og sem við viljum ekki sjá í pólitík framtíðarinnar - hvar í flokki sem þeir hreiðra um sig.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
agalegt helvíti að hann skuli vera nafni minn.. en siðblindur er hann tvímælalaust.
Óskar Þorkelsson, 17.2.2009 kl. 22:14
Hann var hreinlega svo vitlaus að halda að almenningur væri að kaupa þessar útskýringar. Þetta er borgarmeirihluta og Framsóknarflokknum til háborinnar skammar. Skiptir engu þó upphæðin sé lag. Það er viljinn á bak við gjörninginn. Hann sagði okkur að honum fyndist í lagi að smala sínum flokksmönnum og láta Reykvíkinga borga. Þóra hefði mátt standa sig aðeins betur við að afhjúpa manninn. Var of klaufalegt í lokin hjá henni. En þetta "litla" mál að að blása upp og nota sem fordæmi.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:16
Algerlega sammála þér Lára Hanna og skrifaði mína sýn á þetta að loknum Kastljósþætti.
Sigrún Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:16
Já, þessi maður fattaði ekkert.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 22:18
Þetta er bara ótrúlegt siðleysi...hjá Óskari Bergssyni...skrifaði upprifjunarpistil á síðuna mína.
Guðmundur Óli Scheving, 17.2.2009 kl. 22:22
Mér fannst þetta alveg frábært hjá honum - nú eru verulegar lýkur á því að Framsókn þurrkist endanlega út í Reykjavík og það er bara hið besta mál.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 17.2.2009 kl. 22:26
Það er erfitt að læra , fyrir framsóknarflokkinn !
JR (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:31
Einhversstaðar var haft eftir Óskari um málið; Ég hef rétt á að bjóða þeim sem ég vil.
Það súmmerar upp málið hvað mig varðar.
Málið er að sjónir okkar hafa auðvitað beinst frá borginni í þessu Harmageddonástandi sem hér ríkir.
Á meðan fara helvítis mýsnar á leik.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.2.2009 kl. 22:56
Ef að Framsóknarflokkurinn vill hittast, þá á auðvitað Framsóknarflokkurinn að borga..... eða þeir sem eru í partýinu.
Þetta minnir mig annars á að 4 dögum fyrir síðustu kosningar fengu mörg fyrirtæki, m.a. byggingarfyrirtæki, yfirmáta fínan glansmyndabækling eða allt að því bók, frá þáverandi menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu, með flottum myndum af glæsilegum húsum og þar útlistaði hún hvað þau sjálfstæðismenn vildu gera fyrir fólkið í landinu. Og það voru fjórir dagar eftir af þeirra skipunartíma ! Bæklingurinn var að sjálfsögðu kostaður af okkur skattgreiðendum og til þess eins fallinn að hala inn atkvæði. Annað dæmi um siðleysi.
Anna Einarsdóttir, 17.2.2009 kl. 23:15
Það líður varla dagur án þess að nýtt spillingarmál komi upp á yfirborðið. Maður er bara að verða ónæmur.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:20
Uzz, Lára Hanna, þú gleymdir alveg að skamma vin minn, fyrrum borgarstjórann, sem að er í andstöðu við bæði borgarstjórn & borgarstjórnarandstöðuna fyrir að standa í 1-14 í þezzu máli & draga það í dagsljózið.
Steingrímur Helgason, 17.2.2009 kl. 23:47
það sorglega við þetta er að menn sem haga sér eins og Óskar skilja ekki að það sé neitt rangt við þetta framferði. Þá skortir siðferði og rökgreind.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2009 kl. 23:58
Þvílík siðblinda, hann sá ekki né heyrði þegar Þóra gaf honum hvað eftir annað færi á að biðjast afsökunar, nei, hann varð bara ósvífnari, sagðist vera forseti borgarstjórnar, og hann ræður hverjum hann býður á kostnað borgarinnar. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.2.2009 kl. 00:01
Alvöru dæmi um hinn siðblinda stjórnmálamann.
Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:03
Tek undir þetta, algjör siðblinda. Það ætti að láta hann borga úr eigin vasa..Auk þess fannst mér hann vera dónlegur og frekur í þættinum..
TARA, 18.2.2009 kl. 00:18
Þetta er alveg dæmigerð siðblinda.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2009 kl. 00:26
Mumum eftir orðatiltækinu: "Finndu Finn"!
Búnaðarbankinn (KB-banki) og tvíeykið Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson!
Framsóknarkoteill í boði Óskars Bergssonar en á kostnað útsvarsgreiðenda í Reykjavík!
Gagnagrunnur á heilbrigðissviði og Ingibjörg Pálmadóttir!
Kvótakerfið og Halldór Ásgrímsson!
Kárahnjúkavirkjum og Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir og Siv Friðleifsdóttir!
Bankakerfið einkavinavætt (hugsanlega keypt með illa fengnu fé frá Rússlandi) - Valgerður bankamálaráðherra.
Þau hafa ekki setið auðum höndum! Höldum nafni þeirra og verkum á lofti!
Helga (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:28
Skrýtið. Eftir að hafa horft á Óskar Bergsson í sjónvarpinu í kvöld þar sem hann sagði að sér dytti ekki í hug að segja af sér, datt mér aðrir í hug. Gunnar Páll í VR ,ég var að verja hagsmuni VR með því að afskrifa milljarða skuldir starfsmanna. Geir Haarde, ég hefði átt að hringja, Ingibjörg Sólrún, þið eruð ekki þjóðin, Þorgerður Katrín, allt uppi á borðum.
Eitthvað af þessu fólki búið að taka pokann sinn og fara frjásir og fúsir ?? Nei og dettur það ekki í hug
Er þetta Nýja - Ísland ?????
thi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:33
Já, Óskar og vinir geta skemmt sér..
http://henrythor.blogspot.com/2009/02/skripo-180209-kvold-me-oskari.html
Henrý Þór (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:38
Hann reyndi alltaf að beina umræðunni að því að það væri eðlilegt að halda "fundi" í boði borgarstjórnar, eins og hann heyrði ekki að það væri munur á því og að bjóða flokksbræðrum. Ekki er nú tilefni fundarins í samræmi við gerðir hans.
Rut Sumarliðadóttir, 18.2.2009 kl. 00:42
Þessi Framsóknarmaður hefur aldrei getað leynt hroka sínum. Hroki skapast mjög oft af vanmetakennd.
Jæja, en er sammála Þóra er voða falleg og indæl en hefur ekkert og akkúrat ekkert að gera í svona viðtöl.
En annað stórt mál í þessu dæmi er að þeir 25 sveitarstjórnarmenn sem voru á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, eru allir á dagpeningum frá sínu sveitarfélagi. Þeir dagpeningar dekka gistingu á hóteli, fullt fæði, ásamt fleiru pr. dag.
Þá fá þeir einnig frá sínu sveitarfélagi aksturskostnað fyrir ferðir.
Ofan á þetta fá þessir menn fundarboð tilmikilmennisins Óskars Bergssonar, sem kostaði 90.000 krónur sem er 10.000 krónum lægra en skjólstæðingar félagsmálastofnunar/Félagsþjónustunnar fá á mánuði sem á að duga fyrir húsnæði, mat, rafmagni, hita, strætó-kostnaði og jafnvel fötum á börn hjá hverjum einstaklingi.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 18.2.2009 kl. 00:45
Framsókn er viðbjóður!
Það er sjálfsagt ein og ein ágætis manneskja þar en erfitt að finna þær.
Svo mikið er víst.
Koma svona siðblindum skít... eins og Óskari frá rétt eins og hinu glæpahyskinu sem enn situr þó.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:26
Sumum er einfaldlega ekki viðbjargandi. Það virðist ekki hvarfla að þessari boðflennu í sæti forseta borgarstjórnar að sjá að sér. Nýr Framsóknarflokkur???
Sigurður Hrellir, 18.2.2009 kl. 11:36
Siðblindan sér ekki sjálfa sig..það er vandamálið.
Og af henni virðist vera nóg hjá stjórnmálamönnunum sem tilheyra gamla Íslandi og við viljum ekki sjá í okkar Nýja Íslandi. Þetta munu þeir skilja þegar við hendum þeim út í næstu kosningum!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.2.2009 kl. 12:28
Siðblinda á háu stigi.
Eins og hann reyndi alltaf að segja.. að það væri eðlilegt að hann sem forseti borgarstj. þurfi að bjóða fólki til sín á hverjum degi á fundi og annað.
En þetta var ekkert þannig, þetta tengdist ekki borgarstjórninni. Þarna bauð hann 25 vinum og félögum úr Framsókn í veislu.. og Reykvíkingar þurftu að borga.
Siðblinda og spilling... manni verður óglatt.
Það þarf að koma svona stjórnmálamönnum úr starfi strax.. áður en þeir geta valdið meiri skaða!
ThoR-E, 18.2.2009 kl. 14:22
Bara minná á önnur embættisaflgöp hjá þessum herramanni, þar sem honum þótti það vera í fínu lagi að leggja hummernum hjá frammörum í stæði fatlaðra á framboðsfundi í Rimaskóla: http://exbe.wordpress.com/2006/05/06/exbe-sty%C3%B0ur-fatla%C3%B0a/
gunnar (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:25
Hann fær ÓSKARINN fyrir framistöðu sýna á leiksviði FÁRANLEIKANS..
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:27
Af hverju að láta svona við Skara greyið. Hann er nú einu sinni Framsóknarmaður og veit ekki að styrjöldinni er lokið.
Þórbergur Torfason, 18.2.2009 kl. 21:25
Skari skrípó
jonas (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:48
jonas: Nei takk, ekki þessa tengingu ;)
jonas (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.