Nýtt framboð loks í uppsiglingu?

Loksins gerist eitthvað, vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Ég skora á áhugasama að mæta á fund Borgarahreyfingarinnar í Borgartúni 3 klukkan 20 í kvöld. Ég hef hitt Herbert Sveinbjörnsson og líst vel á hann þótt ekki geti ég sagt að ég þekki hann. En hér eru tvö nýleg myndbönd þar sem Herbert kom fram.

Silfur Egils 11. janúar 2009

 

Borgarafundur í Háskólabíói 12. janúar 2009

 


mbl.is Borgarahreyfingin býður fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef ekki áhuga en óska þessari hreyfingu góðs gengis.

Reyndar hef ég aðeins áhuga á einu og það er að rjúfa þing, svikráðin í Framsókn gera það að verkum að ekki er hægt að koma einu einasta góða máli í gegn nema á hnjánum.

Ég vil kjósa.

Vill ekki horfa upp á þessa ógeðslegu leikfléttur íhalds og framsóknar, davíðs og alfreðs.

Mér er óglatt ég sverða.

Annars ætla ég að fylgjast náið með nýju hreyfingunni.

Svo vill ég kjósa fólk og hananú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.2.2009 kl. 18:00

2 identicon

Þetta auglysing frá Nova er óþolandi, man get ekki einu sinni lesa greinið!

Elisabet (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 18:32

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Nú hlýtur að koma í ljós hvort að mótmælendurnir voru allir úr VG eins og sumir hafa haldið fram. Ég segi nú bara, ef fólk heldur áfram að kjósa gamla fjórflokkinn þá vorkenni ég því alls ekki neitt!

Svo hvet ég þau 42% sem ekki segjast ætla að kjósa neinn gömlu flokkanna á Alþingi til að kynna sér stefnumál Borgarahreyfingarinnar, að hluta til hér og hér.

Sigurður Hrellir, 23.2.2009 kl. 18:40

4 Smámynd: Valgeir Skagfjörð

Ég fagna þessu framboði heilshugar.

Valgeir Skagfjörð, 23.2.2009 kl. 18:51

5 identicon

.

Skil ekki alveg afhverju fólk talar alltaf um fjórflokkinn. 

Eru ekki fimm flokkar á þingi og hafa verið um hríð. 

Hver er svo ómerkilegur að vera ekki talinn með.

101 (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 19:34

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það verður spennandi að sjá hverjir verða á listum hjá nýja framboðinu.  Vonandi fólk sem samvisku og siðferðiskennd.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.2.2009 kl. 20:31

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb, þetta er þrælspennandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.2.2009 kl. 20:48

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

fylgist spennt með

Hólmdís Hjartardóttir, 23.2.2009 kl. 21:06

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég sá Herbert í fyrsta skipti í sjónvarpinu þar sem sýnt var frá borgarafundinum frá 12. janúar. Þar fultti hann ræðu. Það var flott ræða! Segi eins og þú að mér líst vel á hann þó ég hafi kannski ekki á miklu að byggja.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.2.2009 kl. 21:09

10 Smámynd: Brattur

Ég get varla hugað mér að kjósa neinn af "gömlu" flokkunum... sé ennþá fyrir mér nýjan heilbrigðan flokk með venjulegu, duglegu fólki sem er fullt af hugsjónum og vill vinna fyrir þjóðina, en vill ekki bara vera í vinnunni til að þiggja sín laun og hafa það þokkalega náðugt... kannski er þetta sjá flokkur???

Brattur, 23.2.2009 kl. 22:09

11 identicon

Verð að segja að stefnumálin ríma vel við minn hug. Í það minnsta það sem sést hefur hingað til.
http://egill.blog.is/blog/egill/entry/811696/  (fyrirgefðu Egill, linka óspurt)
Svo er að sjá frambjóðendur, treysti ég þeim til að vinna að stefnunni? Ef svo er þá er aldrei að vita hvar krossinn, krossarnir, ath persónukjörið, ;o) lenda.

Solveig (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:29

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það vill svo til að ég er í stjórn þessarar nýju hreyfingar. Ég get lofað ykkur því að þarna er harðduglegt fólk með sterka réttlætiskennd. Þarna hefur tekist að sameina skrilljón grasrótarhópa sem voru að vinna hver í sínu horni að sínum hugðarefnum og samstaðan sem hefur náðst á milli þessara hópa er frábær.

Ég er verulega stolt af því að tilheyra þessum hópi og hlakka til þegar kynningin fer á fullt. Er viss um að þið finnið að þið eigið erindi með okkur.

Heiða B. Heiðars, 23.2.2009 kl. 23:05

13 identicon

Eg hlakka mikið til að heyra meira fra þeim. Vonandi ætlar þetta framboð að hlusta a rödd þjoðarinnar, frysta eigur auðmanna og retta yfir þeim, eða fa þa með einum eða öðrum hætti til að skila ransfengnum.

Kolla (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 23:29

14 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kolla, sem hluti nýs framboðs get ég fullvissað þig um að það verður tekið á þeim málum í stefnu okkar. Að auki á ég mér líka þann draum að við vöknum öll upp við það hvað kerfi undanfarinna hundrað ára svona um það bil er meingallað. Að við vöknum upp við það að við verðum sjálf að bera líka ábyrgð á samfélaginu og ekki bara á fjögurra ára fresti.

Nú leggjumst við öll saman á árarnar - heyr heyr!

Baldvin Jónsson, 24.2.2009 kl. 00:17

15 identicon

.

Þið verðið að fyrirgefa gott fólk þó ég spyrji aftur um "fjórflokkinn".  Fimm eru flokkar á þingi í dag.  Hver er ekki þess verður að vera hafður með í talningunni. 

Líka er talað um "gömlu " flokkana.

Einhverjir flokkanna á þingi núna voru stofnaði í byrjun síðustu aldar og aðrir alveg undir lok aldarinnar sem er ekki svo langt síðan. 

Hvenær verður flokkur "gamall?"

101 (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 00:30

16 identicon

Eg ætla að vera með!

Kolla (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 01:04

17 Smámynd: Valgeir Skagfjörð

Skelegg varstu í útvarpinu kona. Ánægður með þig.

Við höfum óskorað leyfi til þess að hafa skoðanir - jafnvel þótt þær séu óvinsælar. Þetta leyfi rennur ekki út og það þarf ekki að endurnýja. Þetta leyfi hafa allir, konur og karlar á öllum aldri og af hvaða þjóðerni sem er. Okkur eru tryggði þessi mannréttindi í stjórnarskrá. Það það þarf hins vegar að skerpa á þeim köflum sem fjalla um þá sem með valdið fara. Við þegnar þessa lands flestir hvað til síns friðar heyrir. 

Við erum ekki bara góð og höldum kjafti af ótta við að það kunna að koma illa út fyrir okkur.  Að þessi ótti skuli vera til staðar í þjóðfélagi okkar á þessum tímum er óásættanlegt og gerir ekkert fyrir okkur.  Þetta er kúgun og misbeiting valds. Við sýndum það í haust að við erum ekki taglhnýtingar auðvaldsins. Við erum fólk af holdi og blóði sem finnur til og það sem er mest um vert: Við hugsum! Og við getum skapað okkar eigin hugsanir. Við þurfum ekki að bergmála hugsanir annarra og sérstaklega ekki hugsanir þeirra sem vilja hafa okkur góð. Þeir sem vilja halda okkur á þeim stað sem þeir telja að við eigum að vera á.

Svo vil ég hvetja alla þingmenn og ráðherra til að skella sér í bíó að sjá Frost/Nixon til að skoða sjálfa sig í spegli. Ekki bara ráðherra heldur líka alla aðra. 

Það má heilmikið læra af þeim samtölum sem fram fara í þessari mynd og margt er líkt með skyldum svo ekki sé sterkar að orði kveðið. 

Þið skiljið hvað ég meina þegar þið hafið séð myndina.  

Kv.  

Valgeir Skagfjörð, 24.2.2009 kl. 01:47

18 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég vildi fá hana í framboð hana Láru Hönnu (fyrir nýju hreyfinguna). Verst að þá myndi hún ekki geta haldið úti síðunni hér. Er hægt að vera alþingismaður í hálfu starfi?

Sigurður Hrellir, 24.2.2009 kl. 01:58

19 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála Sigurði Hrelli, ég hefði viljað sjá þig Lára Hanna á þessum lista. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.2.2009 kl. 02:09

20 identicon

Mér finnst nú að það mætti skoða aðeins betur hugmyndir um nafn nýju hreyfingarinnar. Ég veit ekki með ykkur en nafnið "Borgarahreyfingin" er allt of líkt nafni "Borgaraflokksins" hans Alberts Guðmundssonar sem bauð fram 1987. Ég er ekki viss um að þið viljið tengjast þeim flokki.

Ingibjörg Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 10:06

21 identicon

Það mun ekkert gott koma út úr þessu. Annaðhvort leggur hreyfingin upp laupana án þess að ná einu einasta markmiði. Eða þá að markmiðin verða löguð að þörf nokkurra einstaklinga fyrir valdapot. Sennielga hvorttveggja.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 10:37

22 Smámynd: AK-72

Best að svara 101, fyrst enginn gerir það. Fjórflokkarnir eru líklegast til þess að á þngi hafa yfirleitt verið fjórir flokkar ráðandi, aðrir hafa komið, farið, klofnað úr hinum, runnið saman við hina, eftir smá tíma. Þetta hugtak hefur allavega verið notað mjög lengi. Fimmti flokkurinn sem stendur fyrir utan "fjórflokkana", er því Frjálslyndir en þeir eru upphaflega klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki en hafa lifað ansi lengi miðað við aðra flokka.

Eva: Gefðu okkur nú smá séns til að sanna okkur, ekki hengja okkur strax. Ég er einn af þeim sem er að fara að standa í þessu og ég ætla mér ekkert að fela það, að við viljum hafa áhrif og til þess að breyta nokkru, þá þurfum við að breyta inn á þingi. Persónulega finnst mér allavega ég þurfa að reyna því ég hef litla trú á að nokkur hinna flokkana vilji breyta nokkru, og því miður þurfum við að vinna innan þessa bévitans flokkakerfis. Hitt valið mitt er að gefast upp og fara frá þessu landi endanlega.

AK-72, 24.2.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband