Snilld

Þetta var sýnt í Kastljósi í kvöld og er algjör snilld. Vinnan á bak við svona flottar klippingar er alveg gríðarlega mikil, svo mikið veit ég, og þetta er ofboðslega vel gert. Höfundur var sagður Guðmundur Bergkvist, kannski er það þessi hér...

Lagið sem Guðmundur notar er Not Fade Away með Rolling Stones. Ég fletti því upp á YouTube að gamni og lá í hláturskasti við að horfa á gömlu brýnin í myndbandi frá 1964.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bæði myndböndin eru hrein snilld

Hólmdís Hjartardóttir, 4.3.2009 kl. 01:30

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Falleg myndbönd. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.3.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Lára Hanna...þau gerðu svona myndband í vetur um mótmælin þar sem Lay Lo söng svo falleg undir lagið Samferða. Áttu það einhversstaðar? Man að það var linkur á það hjá Rúv en hann virkaði bara í stuttan tíma..

Flott að fá svona samantektir og algerlega ómetanlegt að eiga minningarnar um magnaða og merkilega tíma.

Vona að þú sért betri í bakinu og við sjáumst næsta laugardag Hanna mín!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 11:24

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Geggjað lag til að hafa undir..passar svo við taktinn sem var svo sterkur í búsáhaldabyltingunni!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 11:29

5 Smámynd: Anna

Flott, Mer sýndis sjá skólafélaga út hippavinafélaginu. Bara í öðrum fötum. Einusinni hippi alltaf hippi. Það er verst að stjórnmálamennirnir þora ekki að taka þátt. Þeir eru að minnsa af svo miklu. Stemmingu............Nú eru Stónarar happy að sjá lagið sitt sungið á byltingafundi Íslands.

Anna , 4.3.2009 kl. 11:47

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Flott myndband
En hvers vegna ósköpunum er fólkið hætt á mótmæla?
Hefur eitthvað breyst til batnaðar?

Júlíus Valsson, 4.3.2009 kl. 16:28

7 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Jújú það er víst maðurinn og aðeins einn með þessu nafni á landinu. Takk fyrir hrósið.

Guðmundur Bergkvist, 4.3.2009 kl. 20:12

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:50

9 identicon

Mjög flott myndband, mér fannst líka mjög áhugavert viðtalið sem fylgdi á eftir mótmæla-myndbandinu.   Hljómar spennandi og einmitt það sem ég vil sjá að við sem þjóðin förum í stefnumótun saman. Leyfum alþingisfólkinu bara að bulla þarna á þingi. Við getum byggt upp okkar Nýja Ísland án þeirra. Ættum að gera það amk.

Kveðja

Unnsteinn

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:16

10 Smámynd: Jens Guð

  Það er virkilega gaman að kíkja á upphafsár Rollinganna.  Á þessum tíma voru Bítlarnir ekki búnir að kenna þeim að semja lög.  Þetta lag er eftir Buddy Holly.  Hann samdi það til heiðurs Bo Diddley,  blúsara sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá liðsmönnum Rolling Stones.  Takturinn í þessu lagi heitir einfaldlega Bo Diddley beat.

  Það er svolítið broslegt að á þessum tíma voru liðsmenn Rolling Stones skilgreindir sem sóðalegir villimenn.  Þeir lentu efst á lista í breskri skoðanakönnun yfir þá menn sem foreldrar vildu síst fá sem tengdasyni.   

Jens Guð, 4.3.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband