4.3.2009
Borgarahreyfingin - nýtt framboð
Mér líst vel á fólkið og baráttuna og óska þeim innilega til hamingju með fyrsta skrefið. Baldvin, Birgitta og Valgeir eru öll Moggabloggarar, ég veit ekki um hina. Vefur Borgarahreyfingarinnar er hér. Ég hvet alla til að kynna sér þetta nýja afl í íslenskum stjórnmálum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.3.2009 kl. 21:16 | Facebook
Athugasemdir
XO
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 23:30
.
XO = extra old.
Ekkert er nýtt undir sólinni
Sagan endurtekur sig.
101 (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 23:43
Mér heyrðist maðurinn segja í kastljósinu í kvöld að þarna væru allir á móti öllum. Ekki er það nú góð byrjun á kynningu þeirra sem landinu vilja stýra.
Þórbergur Torfason, 5.3.2009 kl. 00:10
Sæl Lára Hanna
Þetta eru bara mistök ,þetta ágæta fólk er að gera sömu mistök og Íslandshreyfingin gerði á sínum tíma með að bjóða fram sér framboð.
Þannig fóru atkvæði sem þeim vor greidd í vaskinn og Sjálfstæðisflokkurinn fékk lykilstöðu.
Þetta fólk ætti frekar að leggja þeim flokkum sem eru með þessi stefnumál Borgarahreyfingarinnar á sinni stefnuskrá liðsinni sitt.
Þetta finnst mér.
Guðmundur Óli Scheving, 5.3.2009 kl. 00:15
Fjórflokkurinn hefur grafið um sig í höfði fólks. Ný framboð eru alltaf tortryggileg.
Þau heita “sér”framboð, af því þau standa utan við hina heilögu almennu kirkju, fjórflokkinn sem hefur nú heldur betur reynst okkur vel! Eitt andskotans spillingarfen.
Fólk sem kemur nálægt sérframboði er sjálfkrafa skrítið. Það þarf að sanna að svo sé ekki. Svo vanskapað er hið meinta lýðræði á Íslandi.
Að sannfæra kjósendur um að maður sé ekki stórkostlega bilaður kostar líka fé. Það er haganlega allt frátekið fyrir fjórflokkinn. Hinn eðlilega vettvang íslenskra stjórnmála - og efnahagshruns.
Í guðanna bænum hættið að væla um að ný framboð taki frá hinum eða þessum. Það er ekki bara gott. Það er lífsnauðsyn.
Helvítis fokking fjórflokkurinn hefur siglt hér öllu í strand, en það nægir honum ekki. Eigendunum dugir ekkert minna en að kæfa öll framboð. Þess vegna troða þeir flokka sína út með peningum úr vösum almennings og svelta öll framboð sem nokkur von er til þess að komist á laggirnar.
Kjósum NÝTT. Leggum af átrúnaðinn á helvítis fokking fjórflokkinn. Sannið til, við munum lifa það af. Reyndar er það eina von almennings á Íslandi að fjórflokkurinn geispi golunni í næstu kosningum.
Rómverji (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 00:32
Ný framboð hafa alltaf hrist upp í gamla fjórflokknum...það er bara gott. Mér lýst vel á fólk og stefnumál þessa flokks.
Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 00:45
Kæri Rómverji. Erfitt að eiga orðastað við grímuklædda. Nafngiftin sýnir þó betur en orðaflaumurinn hvaða vandamál hrjá þig. Sagan lýsir þínum þjóðflokki ágætlega.
Þórbergur Torfason, 5.3.2009 kl. 00:47
Auðvitað eru ný framboð nauðsynleg, að því leyti að þau hafa áhrif á umræðuna. Jafnvel þó þau komi ekki manni á þing. Þá eru til dæmi um að slík framboð hafa komið góðum hlutum, óbeint, til leiðar. Við verðum hins vegar að vera á varðbergi gagnvart vafasömum líðskrumurum (þeir gætu leynst víða) sem ætla að notfæra sér reiði almennings í eigin þágu.
Uppræting spillingar er eitt mikilvægasta málið í dag.
Man eftir O-listanum fyrir 30 árum. Það var grínframboð og mig mynnir að einn forsvarsmaðurinn hafi titlað sig: Skrímslafræðing.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 00:51
það er alveg deginum ljósara eftir að hafa arkað á hvern einsta útifund á Austurvelli ásamt þúsundum öðrum, og heimtað spillinguna burt ! að þá er ekki hægt að hundsa þessa hreyfingu og snúa heim til þess eins að gramsa í skúffum og leita að gömlum flokkskírteinum, þ.e.a.s. ef við viljum vera sjálfum okkur samkvæm.
Ábyrgð kjósenda er extra mikil núna þ.e.a.s. EF við viljum einhverjar konkret breytingar á stjórnkerfinu á Íslandi.
Heiður (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 01:27
Ég tek heilshugar undir með Rómverjanum og Heiði. Það er lágmark að geta sýnt lýðræðinu þá virðingu að taka öllum nýjum framboðum opnum huga. Leyfið þeim að sýna hvað þau hafa að bjóða, dæmið þau ekki út frá nokkurra mínútna fréttaskotum úr sjónvarpinu. Farið inn á síðuna þeirra og skoðið vandlega stefnuskrána. Verið nú einu sinni lýðræðislega virk, mín kæra þjóð. Losið ykkur undan skoðanakúguninni og takið sjálfstæða ákvörðun út frá eigin hjarta.
Kristín í París (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 07:34
Þakka þér fyrir Lára Hanna að taka þetta saman:) Mér finnst það frekar ólýðræðisleg orðræða að vera á móti nýjum framboðum - hjá okkur er fólk sem stóð vaktina í hruninu - sem er nóg boðið vegna þeirrar spillingar sem hér hefur fengið að grassera innan þess valdakerfis sem við búum við - við hefðum ekki boðið fram þessa hreyfingu ef það væri ekki deginum ljósara að flokkarnir sem inni á þingi starfa eru hreinlega ekki hæfir til að rannsaka sjálfa sig eða til að hrinda kröfum almennings í framkvæmd. Öll fögru fyrirheitin um lýðræðisumbætur munu ekki verða að veruleika ef ekki verður beitt þrýstingi innan sem utan þings.
Hér hefur orðið algert hrun - andlegt og veraldlegt hrun - við höfum glatað meiru en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Við viljum gera okkar besta til að tryggja að þjóðin sitji ekki valdalaus á meðan allt hrynur og geta ekkert gert annað en að berja á potta og pönnur - sumir segja að stjórnin hafi aðeins fallið vegna þess að ofbeldið var að verða stjórnlaust - er það þannig vald sem þjóðin vill til að fá til að losna við vanhæfa ríkisstjórn?
Vil benda ykkur sem finnst við vera eitthvað grín að kíkja á stefnuskrá okkar sem var skrifuð af almenningi á opnum vef á netinu og breiðum hóp fólks úr grasrótinni. Vil benda fólki á að kynna sér yfirlýsingu okkar og leggja okkur lið ef það vill fá lýðræðisumbætur og upprætinu spillingar.
Hér er niðurlag yfirlýsingar okkar sem var kynnt í gær...
Birgitta Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 07:44
Get ekki séð betur en að þetta sé mitt fólk og að mínu skapi. Áfram X-O.
Erna Kristín (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:43
Þetta framboð er það eina sem ætlar sér að taka á spillinguni sem þrífst hér fyrir opnum tjöldum. Breytingar verða að eiga sér stað ef við ætlum að halda virðingu okkar og þetta fólk er að gera þetta af heilindum, sýnist mér. Þið eigið minn stuðning allan, með kveðju
Sveinbjörn Eysteinsson, 5.3.2009 kl. 10:29
Tek undir hvert orð hjá Rómverja.
ES (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:42
Sammála Rómverja í einu og öllu
Maður er kominn með gjörsamlega nóg af þessari spillingu og ykkar atkvæði mun aldrei fara til spillis. Það verður ekki starfhæf ríkisstjórn nema með meira en 50% atkvæða. Kjósið eftir ykkar bestu sannfæringu, meira getið þið ekki gert.
Jóhann (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:07
Mér líst ágætlega á þetta framboð. Persónulega hef ég ákveðið að fara í forval VG í kraganum (sjá thjalfi.org og mummi.eu) en skil vel að margir byltingarsinnar vilji fara aðrar leiðir. Það á alls ekki að gera lítið úr nýjum framboðum eins og Borgarahreyfingunni, þetta framboð kemur fram vegna ákveðinnar þarfar og umróts í samfélaginu. Það sem skiptir mestu máli er að það fáist sterkur vinstrimeirihluti á þingi eftir kosningarnar. Borgarahreyfingin gæti vel verið hluti af slíkum meirihluta.
Guðmundur Auðunsson, 5.3.2009 kl. 12:16
Sorry, bendlarnir virkuðu ekki. Vefsíður mínar eru www.thjalfi.org og www.mummi.eu.
Guðmundur Auðunsson, 5.3.2009 kl. 12:17
Reynslan sýnir að það sé næsta ómöglegt að stofna nýtt framboð sem nær árangri nema sem klofning frá fjórflokknum. Aðeins einu sinni hefur tekist að stofna til framboðs sem náði árangri en það var þegar kvenfólkið tók sig saman.
Þrátt fyrir marga góða og fræga einstaklinga hjá Íslandshreyfingunni tókst þeim ekki að ná fylgi.
Fjölmargir íslendingarstyðja sinn flokk eins og trúfélag. Þessir aðilar munu aldrei kjósa annað en sinn flokk eða í versta tilfelli sitja heima. Um eða yfrir 20% íslendinga er bundinn Sjálfstæðisflokknum á þennan máta og munu ekki kjósa nokkur annan flokk þrátt fyrir að sjálfstæðisflokkurinn hafi gert kjósendur gjaldþrota vegna spillingar og mistaka.
Því miður á Borgarahreyfingin litla möguleika en ekki má gefast upp.
Kjósandi, 5.3.2009 kl. 12:23
.
Ef Íslandshreyfingin hefið gert 2007 það sem hún gerir núna, þ.e. að ganga til liðs við aðara stjórnmálahreyfingu sem henni finnst þénanleg og sameina kraftana í stað þess að dreifa þeim þá hefði niðurstaðan orðið önnur en varð.
Eins verður það núna. Hreyfing sem býður fram með nánast eins málefnaskrá og áherslur og hreyfingar og félög fólks sem fyrir eru gerir ekki annað en sundra fylgi og vannýta. Þetta kemur aðeins þeim til góða sem menn beina spjótum sínum gegn.
Mér fannst það vera pínulítið yfirlæti og jaðra við hroka og fyrirlitningu þegar einn talsmanna þessa framboðs sagðist bara vera venjulegur þegn.
Að hvaða leyti eru þá félagsmenn í þeim hreyfingum sem berjast fyrir sama málstað öðurvísi.
Með sundruðum kröftum ónýtist málstaðurinn.
101 (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:54
Það getur vel verið að ég sé barnaleg en ég sé bara ekki af hverju Borgarahreyfingin gæti ekki myndað stjórn með samfó og VG. Er eitthvað sem bannar það? Ef svo er, let me know.
Finnst Samfylkingin ekki eiga skilið góða kosningu miðað við að þar á að halda sömu forystu nær óbreyttri, Ingibjörg og Össur sérstaklega, verða að hverfa frá að mínu mati. Plús aðgerðaleysi þeirra í aðdraganda hrunsins og fáránlegrar hegðunar fyrst eftir hrunið. Get ekki böggast yfir VG, þar sem þeir hafa alltaf verið í stjórnarandstöðu (þar til nú) en mér finnst Steingrímu J samt kominn á tíma þó ég hafi voða gaman af honum.
Erna Kristín (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:22
Engan hræðsluáróður! Þegar fólk hefur gert upp hug sinn og neitar að fela umboð sitt í hendur fólki sem það treystir ekki, hvað þá? Að stofna nýja hreyfingu og gefa sig í baráttuna af þrótti og sannfæringu er hið besta mál og ég óska ykkur alls velfarnaðar.
Sammála því að það hljóti að vera ákaflega dauf og erfið gróðurfarsskilyrði í flokki sem endurnýtir pólitíkusa á borð við Ingibjörgu og Össur.
Árni Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 00:47
Gangi þessu fólki vel, gott að þjóðin hafi fjölbreytta valkost.
Finnst sjálfum engin þörf fyrir enn einn vinstri flokkinn með pólitíska rétthugsun í farteskinu, það vantar ekki fleira forsjárhyggju fólk á þing, það vantar fulltrúa fyrir fólkið á þing.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.