6.3.2009
Álit fagfólks óskast
Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi var sagt frá niðurstöðum skoðanakönnunar. Þar kom fram að flokkarnir tveir sem leiddu íslensku þjóðina þráðbeint til glötunar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, fá samtals 41,6% atkvæða. Tæpan helming. Flokkarnir sem klúðruðu velflestu í 12 ára stjórnarsetu sinni með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð.
Í tilefni af þessari niðurstöðu langar mig að biðja um álit geðlækna og sálfræðinga á íslensku þjóðarsálinni. Öldum saman hefur þessi þjóð, sem þrátt fyrir allt hafði - og hefur - svo ótalmargt til að vera stolt af og fulla ástæðu til að bera höfuðið hátt, lotið vilja einhverra(r) herra(þjóðar) og kysst vöndinn hvað eftir annað.
Ég spyr viðkomandi fagfólk: Hvað veldur því að íslensk þjóð heldur áfram að kyssa vöndinn? Hvernig í ósköpunum stendur á því að svona stór hluti kjósenda vill frekar annað pungspark en endurreisn, samvinnu, sátt, samlíðun og sæmilegt jafnræði? Var síðasta pungspark ekki nógu andskoti vont? Þjást Íslendingar af innbyggðum masókisma eða nenna þeir bara ekki að hugsa? Vill fólk kannski bara græða á daginn, grilla á kvöldin, láta aðra um að hugsa fyrir sig og glæpamennina arðræna sig aftur? Er nokkur furða að maður spyrji: Hvað amar að íslenskum kjósendum?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn er sértrúarsöfnuður spilltra veruleikafirrtra landráðamanna sem eru búnir að gera Ísland gjaldþrota.
Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú bjóða fram til Alþingiskosninga má líkja við að nasistaflokkurinn með Göring í fararbroddi hefði verið í framboði til þýska ríkisþingsins eftir stríðið.
Það ætti að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum eins og gert var með nasistaflokkinn i Þýskalandi.
Það er móðgun við Íslensku þjóðina að þessi landráðaflokkur sé vaðandi um á skítugum skónum inn á virðulegu löggjafarþingi Íslenska lýðveldisins.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/05/hrunin_frjalshyggjutilraun/
http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/
Jón (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 03:15
Ég hef séð ljósið, og er ég að hugsa um að ganga í Borgarafylkinguna um eða eftir helgina. Ef þetta verður niðurstaða kosninganna í vor, þá er það staðfest að fólk er fífl... Aldrei aftur Sjálfsstæðsiflokkinn til valda, þeir seldu sjálfsstæði okkar fyrir stefnu sína.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2009 kl. 03:20
Taktu eftir að um 40% eru óákveðnir og eru metnir sem að þeir hafi ekki svarað. Málið er að þeir gátu ekki fengið af sér að nefna neinn flokkanna. Hlutdeild flokkanna er síðan skipt upp eftir þessum 60%, sem þýðir 27% ca fyrir Sjálfstæðisflokk. Ekki er greint frá því hvernig er spurt og væri fróðlegt að skoða það. Skrifaði raunar blogg um þennan blekkingaleik með tölur, sem fjölmiðlar éta gagnrýnislaust upp. Hlutfall óákveðinna hefur fram að þessu verið talsvert hærra og geta margar skýringar geta verið á þvi hvers vegna það hefur lækkað aðrar en aukin tiltrú á höfuðflokkana. Vert er að benda á að ný framboð eru ekki komin fram, þótt mér sýnist vera eitt tákn þarna í viðbót, sem er algerlega skautað framhjá. Ekki nefnt á nafn. Á sjöunda hundrað manns eru hundsaðir í heildarmyndinni af 1500 manna úrtaki. Afstöðuleysi er afstaða og 27% fylgi sjálfstæðisflokks þýðir raunar 73% vantraust. Svo einfalt er það.
Eru þeir stæstir? Já, en ekki nándar nærri eins stórir og þeir halda. Það eru meiri líkur á því tel ég að áfstöðulausir, beygi sig að VG og nýjum framboðum, þegar í harðbakka slær. Þessi könnun verður væntanlega til þess að það fólk ákveði sig enn frekar að ná atkvæðum frá Sjálfstæðinu. Svo svona lygar geta komið í fésið á þeim. Ég hef litla trú á því að margir verði eins óákveðnir á kjörstað. RÚV verður að fara að drullast til að nefna þau framboð sem eru í boði, þótt þau mælist lágt nú. Einnig eigum við heimtingu á að þessi litlu framboð fái jafnan tíma í sjónvarpi. Það sem þarf að tryggja líka fyrir þessar kosningar er að útstrikanir verði teknar gildar. Það er lykilatriði til að hreinsa til á listum og koma í veg fyrir að miður fýsilegir kandídatar dragist inn á þing fyrir ágæti annarra.
Það sem er skandall annars er að flokkar skuli nú nefna það að fara bundnir til kosninga. Þar er verið að vanvirða algerlega allar lýðræðisreglur. Þeir sem kjósa VG eða Samfó, eiga ekki að vera neyddir til að gefa hinum flokknum atkvæði sitt, auk sem að það er algert siðleysi að ætla sér að mynda stjórn fyrirfram án tillits til ágreiningsefna, sem undir blunda. (t.d. evrópuafstaða þessara tvíbura) Við höfum ekki efni á að kjósa yfir okkur stjórnarkreppu og þvarg, sem eyðir dýrmætum endurreisnar og aðgerðatíma)
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 03:58
Ef útstrikanir verða teknar gildar (ein á hverju atkvæði) þá er það sú leið sem kemst næst því sem talað er um þegar nefndar eru persínu kosningar eða beinar kosningar. Það hefur sennilega aldrei verið mikilvægara en nú að koma í veg fyrir að plútókratarnir eða strengjabrúður þeirra komist inn. Einnig ætti að heimta af frambjóðendum vottorð um að þeir hafi ekki tekið þátt í hrunadansinsum með beinum eða óbeinum hætti. Þegar hafa nokkrir sagt sig frá þáttöku og jafna ég því við viðurkenningu á því að hafa beinagrindur í skápnum hvað það varðar. Aðrir (og þá hinir verstu líklega) hafa ekkert siðgæðismat og ætla fram engu að síður. Einn þeirra er kafbáturinn Pétur Blöndal.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 04:11
Ég hef það svo á tilfinningunni að grunnurinn að fylgi við sjálfstæðisflokkinn sé nokkuð skörp afstaða hans gegn EU. Legg ég til að önnur framboð hafi það í huga og eyði ekki púðri sínu í þá gersamlega ótímabæru umræðu. Það er ekki´á leiðinni að gerast. Það eru hagfræðilausnir, sem taka á bráðavanda og endureisn fjarmálakerfisins, sem skipta máli nú. Framtíðarmúsikkina má spila síðar.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 04:16
Frábært blogg hjá þér, Lára Hanna, þú ert kona með viti. En Jón Steinar, sífelldar athugasemdir þínar sýna glögglega að þú ert bara sár og svekktur Sjálfstæðismaður, ekkert annað.
Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 07:04
Flott samantekt hjá þér Lára Hanna.Já maður veltir þessu óneitanlega fyrir sér hvað sé að fólki. Það sem við verðum að gera er að tala um fyrir þeim sem halda enn að sjálfstæðisflokkur og stefna hans sé fyrir hin venjulega borgara. Mér finnst eins og helmingur af væntanlegum kjósendum Xd sé fólk með lítið sjálfstraust og haldi að best sé að standa með bláum því þá verði maður ríkur og vinsæll.Fyrir mér er það svona haltur leiðir blindan og ég vil síður dragast inn í það eina ferðina enn. Nú verður þjóðin að fara hugsa,allavega þeir sem enn hugsa í bláu. Burtu með þessa 2 spillingar og valdaflokka sem xd og xb eru og fáum heilbrigt og manneskjulegt Ísland.Þá gætum við átt von og hana eigum við allavega skilið.
Kristín (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 08:22
Vonandi tekur fólk vel í Borgarahreyfinguna. Var hún komin inn í myndina þegar spurt var? Annars óttast ég að sauðkindareðlið risti djúpt og DB fái að halda slatta af þingsætunum.
Villi Asgeirsson, 6.3.2009 kl. 09:43
íslenskir kjósendur eru veruleikafirrtir og ég hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér. Ég hélt að við hefðum lært af reynslunni. Flottur pistill hjá þér.
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.3.2009 kl. 10:21
Getur verið að þetta séu þeir sem hafi hagnast á hruninu ?
Finnur Bárðarson, 6.3.2009 kl. 10:31
Ég óttast ekki eingöngu þessa afstöðu landsmanna, ég óttast mest skilaboðin sem hún sendir til stjórnvalda!
Aðalheiður Ámundadóttir, 6.3.2009 kl. 11:03
Já thad virdist vanta eithvad í Íslendinga, eda eru their masókistar upp til hópa.
Thettar er ótrúlegt og sorglegt. Gód grein hjá thér Hanna.
JOHANNES (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 11:05
Að hluta til held ég að þetta megi rekja til óttans við komandi tíma. Sjálfstæðisflokkurinn keyrir stíft á tortryggninni út í skatta- og haftastefnu sem hann gefur í skyn að sé einhver sérstök hugsjón vinstri manna. Góðu fréttirnar í þessari skoðanakönnun er afdráttarlaus höfnun unga fóksins á Sjálfstæðisflokknum.
Árni Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 11:07
Já ég held að það sé einmitt málið Árni, Sjálfstæðisflokkurinn mun deyja hægum dauðdaga, vegna þess að unga fólkið, sem er í dag og á komandi árum að mótast og byrja að taka afstöðu til stjórnmála mun ekki stimpla sig þarna inn.
Fylgið við flokkinn er e.t.v. of rótgróið hjá þeim sem stutt hafa flokkinn frá ómunatíð. Þetta mætti kalla 'flokksblindu'
Aðalheiður Ámundadóttir, 6.3.2009 kl. 11:14
Er ekki D risaeðla í fjörbrotum? - B er búið að ganga í gegn um risaeðlu-dauðann - Trúa bæði B og D á endurholdgun? Ný kynslóð hefur ekki sömu, undirgefnu lotninguna fyrir þeim sem ótrúlega margt eldra fólk virðist haldið.
Hlédís, 6.3.2009 kl. 11:55
sæl Lára Hanna og ég vil byrja á að þakka þér fyrir að leggja alla þessa vinnu í að halda úti afskaplega fróðlegri og skemmtilegri bloggsíðu sem ég lít inná nánast alla daga síðustu mánuðina.
Varðandi skoðanakannanir og túlkanir ríkis- eða Bónusfjölmiðla á þeim, þá hef ég varla nokkurn tímann getað séð að fjallað sé um kannanirnar af fullkomnu hlutleysi, fjölmiðlar og einstakir fréttamenn eru því miður alltof oft litaðir einhverjum flokkslitum og verst er þegar minni framboð og flokkar eru "þaggaðir" niður með því að nefna ekki að 3%, 4% eða jafnvel hærra hlutfall svarenda hafi nefnt þau, einfaldlega flokkuð sem "annað". Þá er auðvitað ekki hægt að líta fram hjá þeim stóra hópi sem neitar að svara og vill bíða eftir hverjir verða í framboði í kosningunum. Ljóst er að mikil endurnýjun verður hjá öllum flokkum.
Að síðustu vildi ég senda þér link á ágæta grein sem ég rakst á í dag: www.thedailycrux.com/content/1121/Iceland
Kristjan Sverrisson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 12:33
Maður ætti að halda að þeir sem vilja kjósa ennþá Sjálfstæðisflokkinn eða Framsókn eru þeir sem græða á gjaldþroti þjóðarinnar. En það eru ekki svo margir sem græða á því hörmulega ástandi sem ríkir nú. Hvað er að fólkinu sem missir húsnæðið, sparnaðinn og æruna og ætlar samt að kjósa það siðlausa gengið sem olli því?
Úrsúla Jünemann, 6.3.2009 kl. 14:08
Ég hefði gjarnan viljað sjá niðurstöðurnar eins og þær eru eftir fyrstu spurninguna, þ.e. áður en þeir fara að draga skoðun út úr fólki. Þeir segjast nefnilega spyrja óákveðna hvða væri líklegast að þeir kysu og síðan þá sem enn eru óákveðnir hvort þeir kjósi Sjálfstæðisflokk eða ekki. Þannig að gott væri, ef Capacent birti raunverulegar niðurstöður skoðunarkönnunarinnar en ekki skekkta niðurstöðu.
Marinó G. Njálsson, 6.3.2009 kl. 14:16
Takk fyrir enn einn frábæran pistil. Sjálfstæðisflokkur ætti að sitja hjá í þessum kosningum og Framsókn ætti að gera það líka. Báðir ættu þeir að sækja námskeið í siðferði. Þetta eru flokkakrnir sem bera megin ábyrgð á hruninu. Ég skil ekki hvernig þeir geta fengið svona fylgi í skoðanakönnunum, burtséð frá óákveðnum. Ekki trúi ég að svona margir hafi grætt á hlutabréfafúskinu.
Mér líst mjög vel á Borgarahreyfinguna, við eigum að veita henni brautargengi, ef ekki breytist ekkert í íslenskum stjórnmálum.
Kolla (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:24
Öfgar í pólitík er e.t.v. það sem við þurfum síst á að halda nú í pólitíkinni. Krafan í þjóðfélaginu er um minna flokksræði, meira lýðræði. Krafan er um að hinn pólitíski leikaraskapur sem stundum er ástundaður á Alþingi verði aflagður. Fólk vill málefnalegri framgöngu stjórnmálamanna. Það þýðir hins vegar að fólk verður að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Persónukjör er sannarlega til bóta. Margir kjósendur myndu kjósa fólk úr mismunandi flokkum.
Ég geri athugasemdir við margt af því sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur unnu að í sinni stjórnartíð, en Samfylking hélt líka um stjórnartaumana þegar bankahrunið fór fram. Ef kjósendur þessara flokka ættu allir að hætta að kjósa þessa flokka vegna ástandsins, þá fengju Vinstri Grænir hreinan meirihluta. Er ekkert viss um að það væri það sem þjóðin óskaði eftir.
Það að leita eftir áliti geðlækna og sálfræðinga eftir greiningu á þeirri hugsun Íslendinga sem ekki ætla að kjósa eftir einhverri flokkslínu, eða línu einhverra einstaklinga, lýsir ekki mikilli lýðræðisást eða umburðarlyndi. Mér finnst það vera í þeim anda sem Davíð Oddson hefur verið gagnrýndur hvað mest fyrir.
Sigurður Þorsteinsson, 6.3.2009 kl. 17:38
Sammála Sigurði! "Sálar" botna ekkert betur í "þjóðarsálinni" en aðrir Meirihluti þjóðarinnar vill sjá og heyra málefnalega vinnu á Alþingi og mikla breytingu í dreifingu valds. Flokkaspilling hefur dafnað allt of "vel" á landinu eins lengi og hér hafa ráðið stjórnmálaflokkar. Sök Sjálfstæðisflokksins er bara mest af því hann hefur haldið völdunum langlengst - með hrapalegri útkomu nú í lokin.
Hlédís, 6.3.2009 kl. 18:02
Það sem er klárt er, að það er something rotten in Danmark.
Hvað nákvæmlega það er sem veldur umræddu einkenni, þe. að fólk fylkir sér á bak við flokk sem lagði landið í rúst með framferði sýnu, er bara ekki auðvelt að greina nema að fara útí umfangsmiklar rannsóknir á vandamálinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2009 kl. 18:16
Ég hef bent á áður að tveir nýjir flokkar sem hafa boðað framboð koma ekki fram í þessum könnunum. Ég tel allt eins líklegt að þeir nái báðir inn á þing. Því mun ég taka meira mark á könnun sem inniheldur þessi tvö nýju framboð.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 18:23
Þetta flokkakerfi er einfaldlega ónýtt. Hver flokurinn er öðrum verri svo fólk verðir bara að velja "eitthvað".
http://hordurt.blog.is/blog/hordurt/entry/821083/
Lifið heil
Hörður Þórðarson, 6.3.2009 kl. 19:09
Jóhann Ingi: Ef þú læsir athugasemdir mínar áður en þú slettir slíku fram, þá sérðu að ég er ekki Sjálfstæðismaður og hef áhyggjur af fylgi þessa flokks. Ég gagnrýni hve lítið pláss aðrar hreyfingar fá í fjölmiðlum og bendi á að fylgi sjálfstæðisflokk er ekki eins mikið og menn vilja vera láta. Ég er algerlega óflokksbundinn og hef alltaf verið. Mér stendur stuggur af sjáldfstæðisflokknium og þeirri plútókrasíu, sem hann hefur komið á hér á kostnað lítilmagnans. Svo það má segja að ég sé vinstrimaður ef einhverja skilgreiningu eða skúffu væri að ræða. Lestu og komdu svo aftur. Vertu sanngjarn þegar þú akveður að gera athugasemdir og kynntu þér það sem þú ert að gagnrýna.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 19:43
Ég bendi t.d. á að ef forsendum er snúið við og skoðanakönnunin reiknu á sanngjarnan máta, þá er verið að lýsa 73% vantrausti á Sjálfstæðisflokinn. Það eru skilaboðin, sem ég viðl að fólk sjái. Ef afstaða mín í evrópumálum, er að trufla þig að þá ættir þú, samkvæmt síðustu skoðanakönnunum að sjá að sú afstaða er þverpólitísk og ágreiningsefni í öllum flokkum.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 19:50
Ég er búinn að vera að spyrja mig og aðra sömu spurningar síðustu dagana. Er það virkilega þannig að stór hluti þjóðarinnar ætli sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn eftir að þessir flokkar hafa komið okkur nánast á hausinn??? ... en ég trúi því nú samt ekki að það verið niðurstaðan fyrr en ég sé það berum augum í vor... hef trú á minni þjóð...
Brattur, 6.3.2009 kl. 20:10
Sjálfstðismenn fagna mest allra flokka, nýjum framboðum. Þeir halda í vonina að þau dragi til sín atkvæði sem ella féllu til VG. Þetta er það sem VG þarf að vinna í þ.e. gæta þess að vonlaus framboð verði vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sáu um í sameiningu að koma þjóðinni á kaldan klaka en Samfylking rær að því öllum árum að framselja sjálfstæðið eða það sem eftir er af því.
Þessu megum við ekki gleyma.
Þórbergur Torfason, 6.3.2009 kl. 20:16
Þangað sæki klárinn sem hann er er kvaldastur.
Íslendingar hafa þurft að fást við einangrun frá umheiminum, þar með töldum siglingum, samfélagsþjónustu, trúarbrögðum, stjórnsýslu, "nefndu það" um aldir. Þeir hafa vanist harðræðinu og kvölunum.
Þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur.
Hann þekkir ekki annað. Englendingar þekkja þennan málshátt:
"Better the devil you know than the dewil you don't"
Sagan "Þúsund bjartar sólir" fjallar t.d. svolítið um þetta eðli okkar. Vonin felst í því að gera gott úr þeim spilum sem okkur eru gefin en sættast aldrei á að hin illa meðferð sé "stóri sannleikur".
Þjóðin er vön að láta fara illa með sig, vænta einskis nema spillingar og sérhlífni af yfirvöldunum. Þessvegna eru mótmælin í vetur svo merkileg, af því að þar rís upp þjóð sem segir hingað og ekki lengra og kemst upp með það. Hefur áhrif.
Þetta hefur ekkert með flokkana að gera heldur með það hvernig við krefjum nágranna okkar og frændur um reiknisskil. Í meðvirkum fjölskyldum gerist það ekki fyrr en of seint. Í heilbrigðum kemur að því að þeim sem misbeitir valdi sínu er settur stóllinn fyrir dyrnar.
Þeir sem lifa af leita ekki í sama kvalafarið. Þeir leita á ný mið og þau eru annarsstaðar en í kvalahúsum.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:01
Þakka þér fyrir þessa ágætu greiningu. Íslendingar þora ekki að skipta um skoðun. Líta á það sem nánast guðlast. Það er mjög auðvelt að telja almenningi trú um að hann beri ábyrgð á ástandinu hér enda margir sem halda uppi þeim áróðri.
Íslendingar þurfa að læra að þeir eiga betra skilið en þessa glæpamenn sem hafa stjórnað landinu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:56
Það er einn hópur fólks sem aldrei er spurður í skoðanakönnunum hvað það ætlar að kjósa. Það eru Íslendingar búsettir erlendis, samkvæmt Þjóðskrá 24.500 manns 18 ára og eldri, ca. 11% kjósenda. Fróðlegt væri að sjá tölur um það hvað landflótta Íslendingar vilja kjósa, varla það sama og hér sett allt úr skorðum sl. ár og jafnvel áratugi.
En því miður eru skoðanakannanir líka stefnumótandi. Allt sem mælist um eða undir 5% prósentum er talað niður og reynt að afskrifa sem "dauð atkvæði". Með því móti verður líka engin endurnýjun, ekkert nýtt Ísland, bara meira af því sama. Hversu mörg prósent kjósenda verða búsett erlendis í þarnæstu kosningum. 15%? 20%??
Hjálpumst að að koma skilaboðum til allra vina og ættingja erlendis að nýta sér kosningaréttinn. Utankjörfundaratkvæðagreiðslur byrja eftir 1 viku og nú geta allir íslendingar ríkisborgarar erlendis fengið að kjósa ef þeir óska eftir því fyrir 25. mars, sjá hér.
Eyðublað: http://www.thjodskra.is/media/eydublod/kjorskra.pdf
Bendið þeim líka á það í leiðinni að Borgarahreyfingin var stofnuð af mótmælendum fyrir mótmælendur og allt það fólk sem þolir ekki lengur alræði stjórnmálaflokkanna. Og í leiðinni lýsum við eftir fólki sem vill taka þátt í þessu með okkur.
Sigurður Hrellir, 7.3.2009 kl. 08:32
Engin er spurður hafi hann GSM á öðru nafni, en hvaða máli skiptir það. Er þetta ekki bara allt tilbúið og matreitt?
Jón Hreggviðsson, 7.3.2009 kl. 12:46
Íslendingar voru og eru enn þrælar inn að beini í eðli sínu. Hörkudugleg og að mörgu leiti mögnuð þjóð, sem þjáist þó það mikið af alvarlegu hundseðli, að það er vissulega spurning um hvort við eigum sjálfstæði skilið, hvort við höfum bak til að bera þá ábyrgð sem þessu frelsi fylgir.
Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það að hann er ekkert að fela það hverjir hans skjólstæðingar eru. Þeir sem sannarlega njóta góðs af verkum XD manna eru kannski á milli 5-10% af þjóðinni. Hverjir fylla þá hin 40% af fylgi D manna ??
Ég veit um verkafólk sem er það fátækt að það býr í félagslegum íbúðum, þrátt fyrir 100% vinnu, þetta sama fólk vill samt ekki heyra á það minnst að kjósa annað en sjálfstæðismenn og enda oft samtöl mín við þetta fólk með rimmu, þegar ég reyni að segja þeim að þau séu að skjóta sig í fótinn með þessu bulli á 4. ára fresti.
Sjálfstæðismenn unnu meiriháttar sigur þegar þeim tókst að koma úber-öfluga frasanum inn hjá fólki, frasa sem gæti túlkast sem: við erum kannski ekkert æði, en þið vissulega vitið, að ef aðrir en við stjórnum, þá fer landið norður og niður !!!
Þessi frasi virkar meira að segja enn í dag þótt landið sé vissulega farið í svaðið, enn er fullt af fólki sem kaupir þetta bull gagnrýnislaust.
Von mín við hrunið var sú, að upp úr rústunum gæti risið göfugt og réttlátt samfélag, ef það væri raunin þá væri kreppan sannarlega þess virði. Þessi von mín hefur dvínað með tímanum og í dag er hún að engu orðin. Meðan hundseðlið er svona ríkt í okkur þá eigum við enga von !!!
Því miður.....
Við eigum betra skilið !!!!!!!!
runar (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:33
Ég held að ein af ástæðunum fyrir þessari furðulegu niðurstöðu getir verið innræting frá unga aldri.
Ég held að flestir sjálfstæðismenn og konur byrji strax að innræta börnum sínum að það eina örugga sé að kjósa sjálfstæðisflokkinn og hinir standi ekki við orð sín eða eru kommar.
Þekki af því dæmi og líklega fá afkvæmi þessarar kynslóða samviskubit að kjósa annan flokk og grípur fegins hendi nýju fólki eða ástæðu, sem afsökun að kjósa sjálfstæðisflokkinn á ný
Ruth, 7.3.2009 kl. 21:42
Ég er ekki "sérfræðingur", allavega ekki í þessum efnum. En það þarf nú ekki háskólamenntaðan sérfræðing til að lesa út úr þessari könnun. Svarið er augljóst; ef svona fer. FÓLK ER FÍFL. Punktur
Dexter Morgan, 8.3.2009 kl. 22:44
Fólk fylgir sannfæringu foreldra sinna langt fram á unglingsár, síðan verður rof milli einstaklings og upprunans. Sumir leitast við að gera öðru vísi en foreldrarnir og geta það, aðrir geta það ekki til lengdar, verða eldsneytislausir og leita í gamla, kunnuglega farið. Þannig er það nú bara.
Það gerir fólk ekki að fíflum, að leita öryggis í því sem það þekkir. Meira að segja "Dexter Morgan" kemst ekki út úr vítahring þess skelfilega sem henti hann. Það gerir hann ekki að fífli. Hinsvegar er hann allt annað en "kórdrengur". Eða viskubrunnur, þótt vissulega sé hann fær á sínu sviði.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.