500 milljarðar til eigenda - glæpur eða vinargreiði

Borgarafundirnir sem haldnir hafa verið í Reykjavík og á Akureyri í vetur hafa verið gríðarlega fjölsóttir og ógleymanlegir þeim sem þangað hafa komið. Á þá hafa mætt og setið fyrir svörum þingmenn, ráðherrar, fjölmiðlafólk, sérfræðingar af ýmsu tagi, leikmenn - og við, fróðleiksfús almenningur sem vill fá svör. Stundum höfum við fengið þau, stundum ekki. En enginn getur sakað okkur um að hafa ekki reynt.

Í kvöld, miðvikudagskvöld, er enn einn borgarafundurinn í Reykjavík - í þetta sinn í Iðnó klukkan 20. Yfirskrift fundarins er 500 milljarðar til eigenda - glæpur eða vinargreiði. Væntanlega dylst engum við hvað er átt.

Frummælendur verða þingmennirnir Atli Gíslason og Bjarni Benediktsson og Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður. Orð Atla Gíslasonar í Silfri Egils um daginn eru ógleymanleg og Björn Þorri var í Silfrinu hér.

Í pallborði verða Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og Jóhann G. Ásgrímsson, viðskiptafræðingur. Haraldur var gestur í Silfri Egils hér (sami þáttur og Björn Þorri var í), glærurnar sem hann notaði með erindi sínu á síðasta Borgarafundi eru hér og  Jóhann G. Ásgrímsson var í Silfrinu hér.

Er það glæpur eða vinargreiði að lána vildarvinum 500 milljarða? Þetta eru engir smáaurar. Hvað ætli hafi verið að gerast í Landsbankanum og Glitni? Hvenær kemur það upp á borð? Hér kemur ýmislegt fram eins og í fyrri myndböndum.

  Mætum á Borgarafundinn í Iðnó í kvöld klukkan átta!

Borgarafundur í Iðnó 11. mars 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Óhugnalegt myndband.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.3.2009 kl. 01:51

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Joly Joly

Hólmdís Hjartardóttir, 11.3.2009 kl. 03:39

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hrikaleg staða mála. Þessi braskaralýður hefur skotið Einari Benediktssyni ref fyrir rass! Ekkert virðist vera þessum lýð heilagt. Þeir hafa margselt ömmurnar sínar.

Fyrirmynd margra braskara meðal Íslendinga er Einar Ben. Einar mátti eiga það, að hann vildi gjarnan taka þátt í rekstri þjóðfélagsins. Einu sinni kærði hann útsvarið - til hækkunar! Fannst honum kotungsleg sú fjárhæð sem honum var gert að greiða og gerði sér fullkomna grein fyrir því að hann væri líklegri að geta komið að gagni í samfélaginu með því að axla þyngri byrðar en aðrir.

Þegar Indriði H.Þorláksson og Steingrímur J. minnast á nauðsyn þess að hækka skatta á hátekjumenn í þeim nauðum og þrengingum sem íslenskt þjóðfélag hefur lent í, súpa íslenskir braskarar nútímans hveljur! Og þeir nota fjölmiðla sína óspart að gera þessa réttsýnu embættismenn tortryggilega.

Mættu íslenskir braskarar taka sér Einar Benediktsson til fyrirmyndar að þessu leyti! Ætli breiðu bökin sem eiga sér öll svindlfyrirtækin á Tortola og víðar, ekki auðveldar með að greiða hærri skatt af himinháum tekjum sínum en barnafólkið, láglaunafólkið, eldri borgaranir, fátækar ekkjur og ekklar á Íslandi? Svari hver sem svara vill!

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.3.2009 kl. 10:57

4 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er einn stór sögufölsunarklúbbur. - Fyndið að hlusta á stuttbuxnaguttana tala um að ríkisstjórnin sé að ráðast á heimilin í landinu með hækkun hátekjuskatta og að fjölþrepaskattkerfi sé svo snúið að landinn geti aldrei skilið það. Samt er þetta gert annars staðar og almenningur þar virðist geta skilið það! Þeir eru með öðrum orðum að segja að fólk sé heimskt, - bara að óskhyggja þeirra verði ekki að sjálfsblekkingu.

Kolla (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 13:46

5 Smámynd: Valgeir Skagfjörð

Þjóðin hefur verið rænd - og ætlar þjóðin virikilega að kjósa þá sem kóuðu með ræningjunum? Hvað er að?  

Það verður að upplýsa fólk! Sannleikann upp á borð. NÚNA! 

Það er bara í Kardimommubænum sem ræningjar breytast í nýta samfélagsþegna. 

Ræningjar eiga að vera í fangelsi og þeir sem kóa eiga að fara í langt frí og taka kúrs  í Lífsleikni 103 , Lífsleikni 104 og Lífsleikni 105. Síðan getum við séð til hvort hægt er að finna samfélagsþjónustu handa þeim við hæfi.

 Hverjar eru hinar raunverulegu og endanlegu tölur? 

 Hver er hinn óttalegi leyndardómur AGS og ráðamanna Íslands fyrir og eftir hrun?

Það er eins og viðhlæjendur og meðhlauparar ræningjanna hafi afhent þeim lykla að flóttabílum til að komast undan réttvísinni. 

Erum við kannski ekki siðmenntaðri en þetta?  Erum við bara gróf og ófyrirleitin með ullarlagðinn í rassgatinu og neftóbakstaumana á miðsnesinu? Tækifærirsinnaðir taglhnýtingar þjakaðir af þrælslund og ótta um að missa af því að geta grætt eitthvað pínu smá fyrir okkur sjálf og trúum því helst að við getum það með því að sýna Flokknum þýlyndi og hollustu? 

Hvers konar samfélag viljum við sjá hér eftir tíu ár eða svo?  

Stórt er spurt en stórra spurninga er þörf þegar stór vandi blasir við. Við erum ekki bara í efnahags, peninga, gjaldeyris og atvinnukreppu við erum í sálarkreppu. Öll þjóðin. Við erum í tilvistarkreppu. Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur þurft að þola hnekk og nú verða valdsmenn þessarar þjóðar að standa þjóðinni reikningsskil - heiðarlega einu sinni í Guðs almáttugs bænum. 

Kv. 

Valgeir 

 e.s. Við skulum ekki láta óttann taka völdin. Hann er vatn á myllu þeirra sem vilja komast til valda. Að sá fræjum óttans í brjóst þegnanna er gamalt herbragð. 

Óttinn býr hvergi nema í höfðinu á okkur. Það ríður á að skapa hugsanir sem gagnast okkur. Ótti gerir það ekki. Verið óhrædd.

Óttinn er eins og dansari sem fer um hugann eins og stormsveipur og í stað þess að opna dyrnar og vísa honum út þá leyfirðu honum að dansa óhindrað. Hann hverfist um öll skot og kima þar til þú veist ekki lengur hvað er raunveruleiki og hvað er ímyndun, hvað sannleikur og hvað lygi. Ljótt verður fallegt og fallegt ljótt ... (eins og segir í skoska leikritinu hans Sjeikspírs) þar til þú lætur undan og dansarinn tekur stjórnina af þér. Þú verður strengjabrúða óttans.

Það vilja þeir. Þeir vilja ekki að þú takir upplýsta ákvörðun - þeir vilja bara fá atkvæðið þitt á seðilinn og beita til þess öllum ráðum. 

Ef að þarf að smala af elliheimilinum upp í rútu og draga gamla og lasburða með handafli inn í kjörklefana þá gera þeir það. 

Upplýst þjóð hefur möguleika á því að taka upplýsta ákvörðun en það verður að koma réttum upplýsingum á framfæri. 

Ég leita einskis nema sannleikans. 

Valgeir Skagfjörð, 11.3.2009 kl. 17:02

6 Smámynd: TARA

Ég held að flestir kalli þetta bjarnargreiða eins og sakir standa...alveg ótrúlegt að þetta geti gerst hér...ég trúi þessu varla ennþá...þannig að ef það er ekki vinargreiði þá hlýtur það að vera glæpur.

TARA, 11.3.2009 kl. 19:11

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er hreinlega eftir mig eftir Borgarafundinn í gær og þær upplýsingar sem þar komu fram. Vona að ræðan hans Björns Þorra hætaréttarlögmanns sé komin inn á www.borgarafundur.org og að þið lesið hana vel.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband