Myndir ársins

Hin árlega ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélagsins var opnuð í gær. Ég hef oft farið á þessa sýningu og haft mjög gaman af. Ljósmyndun er listgrein og blaðaljósmyndarar hafa margoft sýnt hvað þeir eru góðir þótt ekki fáum við alltaf að sjá allt sem þeir gera í blöðunum. Hér eru tvö sýnishorn.

Það kemur ekki á óvart að þessi mynd hafi verið valin mynd ársins.

Mynd ársins - Mbl. Kristinn

Þetta er portrettmynd ársins - frábær!

Portrettmynd ársins - Mbl. Júlíus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Já, þeir varpa löngum skuggum, mennirnir tveir á fréttamynd ársins...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 01:28

2 identicon

Davíð hefur ævinlega verið skuggalegur og ekki hefur það lagast. Fór skugginn með úr seðlabankanum ??

G Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 01:52

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Oftast eltir nú skugginn eiganda sinn.   Í þessu tilviki er það þó spurning hvað þjóðin mun þurfa að lifa lengi í þessum skuggum...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 02:44

4 identicon

Ég á lítinn skrýtinn skugga...........................................

Stundum eins og hugur hraður
hann í tröll sér getur breytt.
Stundum dregst hann saman, saman
svo hann verður ekki neitt.

Texti: Sig. Júl. Jóhannesson

Heiður (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 02:57

5 Smámynd: Heidi Strand

Kínverskt máltæki segir að það er slæm fyrirboði ef litlir menn varpar stórum skugga.
Ég man ekki hvernig það var orðað.
Myndirnar af prestunum og svarta karlinn  og af Gunnar með grímuna voru líka mjög skemmtilegar.

Heidi Strand, 15.3.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Ögmundur Jónasson var með þessa umsögn um fréttamynd ársins 2002 sem hann kallaði svo.  Ekki óskylt.

Pétur Þorleifsson , 15.3.2009 kl. 13:22

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Flott mynd, já þeir varpa skugga.

Rut Sumarliðadóttir, 15.3.2009 kl. 15:52

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Flottar þessar tvær!

Hilmar Gunnlaugsson, 15.3.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband