Ólíkt hafast þeir að

Eignarhald fjölmiðla hefur verið mikið rætt og áhrif þess eignarhalds á umfjöllunarefni í miðlunum. Eins og ástandið er í þjóðfélaginu þurfum við bráðnauðsynlega á góðum, heiðarlegum fjölmiðlum að halda sem fjalla á gagnrýninn hátt um það sem aflaga hefur farið, fletta ofan af misgjörðum, svikum, falsi og öllu því sem átti þátt í efnahagshruninu. Mogginn hefur staðið sig ótrúlega vel, sem og ýmsir netmiðlar eins og Smugan og Eyjan. Fréttablaðið/Vísir.is á líka góða spretti og DV hefur verið að gera marga mjög góða hluti. RÚV er svo alveg sérkapítuli og stendur sig einna best í ljósvakafréttamiðluninni með fjölbreytta þætti í útvarpi og sjónvarpi. En ég hef þó á tilfinningunni að sameining fréttastofa útvarps og sjónvarps eigi eftir að slípast betur. Og þótt vefur RÚV hafi lagast mjög vantar mikið upp á að hann sé eins og ég vil hafa hann a.m.k.

Við eigum ógrynni af frábærum blaða- og fréttamönnum sem nú gætu notið sín sem aldrei fyrr ef þeim væru skapaða aðstæður til að vinna og rannsaka mál ofan í kjölinn. Fjöldi reyndra og góðra blaða- og fréttamanna hefur fengið reisupassann á meðan haldið er í ung, óreynd, ótalandi og óskrifandi ungmenni sem varla geta flutt fréttir af öðru en hneykslismálum um Britney Spears, kynsjúkdóm kærasta Parísar Hilton eða afturenda Kirstie Alley. Þetta er nokkuð sem ég skil ekki. Má ég heldur biðja um alvörufréttamenn sem flytja alvörufréttir.

Við höfum tvær sjónvarpsstöðvar, hvora með sinni fréttastofunni og um hálftíma löngum fréttatengdum þætti á eftir fréttum. Sú var tíðin að maður varð var við samkeppni milli Kastljóss og Íslands í dag og jafnvel milli fréttastofanna en sú samkeppni virðist vera - ef ekki dauð þá í dauðateygjunum. Heyrst hefur jafnvel að til standi að leggja fréttastofu Stöðvar 2 niður. Hvort það er af sparnaðarástæðum eða vegna þess að einhverjir stjórarnir haldi að "fólk hafi ekki áhuga" á slíkum óþarfa sem fréttum veit ég ekki.

Ótalin er litla sjónvarpsfréttastofan hjá Mogganum - Mbl-Sjónvarp - þar sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Magnús Bergmann og fleiri vinna vinnuna sína og það frábærlega vel. Ef fréttastofa Stöðvar 2 leggur upp laupana, sem vonandi verður aldrei, mætti stórefla Mbl-Sjónvarp í staðinn.

En tökum dæmi frá í kvöld með innskotum úr Fréttablaðinu og Mogganum. Hvað var efst á baugi og hvernig eru málin meðhöndluð? Höfum í huga að fjölmiðlar eru mjög skoðanamyndandi og margir fá alla sína heimsmynd úr þeim.

Fréttir RÚV

 

Fréttablaðið

Milljarðar í súginn vegna aðgerðarleysis - Fréttablaðið 31. mars 2009

Kastljós - Ríkisskattstjóri um skattaskjól, lagaumhverfi o.fl. Viðtal við Aðalstein Hákonarson hjá RSK frá í desember er hér og desember-Tíundin hér.

 

Morgunblaðið amson greiddi fé til Tortóla - Moggi 31. mars 2009

Mbl-Sjónvarp - Steingrímur J. um Samson

 

Rúsínan í pylsuendanum er Ísland í dag. Á meðan aðrir fjölmiðlar eru með vitræna umræðu og upplýsingar sem skipta máli var Ísland í dag með... Já, notalega Nærmynd af Björgólfi Thor, þeim hinum sama og fjallað er með einum eða öðrum hætti um í hinum fjölmiðlunum - en á gjörólíkum nótum. Áður hafa verið sýndar notalegar Nærmyndir af Róberti Wessman og Ólafi Ólafssyni. Er það þetta sem fólk vill sjá, auðjöfrana sem komu okkur á hausinn gljáfægða, pússaða og mærða af vinum og vandamönnum? Eða er það út af þessu sem enginn horfir á Ísland í dag lengur og þátturinn fær ekkert áhorf? Maður spyr sig...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef oft orðið orðlaus síðan í haust, en verð að viðurkenna að datt af mér andlitið þegar sá Ísland í dag - í dag!  Aldrei nokkurn tímann séð aðra eins tímaskekkju í nokkrum fjölmiðli.  Og á eftir auglýsing um 500 milljóna sumarhús!!!!  Hvað fór fram hjá þeim sem ráða efnistökum þáttarins?????  Var reyndar hætt að horfa á Ísland í dag eftir að breyttist í e.k. "Séð og heyrt" en fór á netið þegar sá umfjöllunina um þáttinn á netinu.  Og var verra en meira segja átt von á af þessum bænum.  Ótrúlegt alveg.  Orðlaus enn og aftur........

ASE (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er af sem áður var með fréttastofu Stöðvar-2.  Á tíma unnu þarna grimmustu & metnaðarfullustu fréttahaukar landsins.  Í dag rétt nennir maður varla að fara yfir fyrstu þrjár mínúturnar í yfirlitinu & skiptir frekar yfir á endursýningu á RÚV af skólahreysti, á meðan klukkan líður að bjáskjáarfréttum Valhallarinnar á þar kl. 19.00.

Ja, ég meina, þær eru alla vega betur unnar.

En tiltrúin á fréttamannastéttinni hagsmunatengdu & þögguðu, kemur aldrei aftur.

Steingrímur Helgason, 31.3.2009 kl. 23:44

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var að blogga um nærmynd kvöldsins.  Ég hélt ekki að ég gæti orðið hissa á parinu en núna hreinlega toppuðu þau lágkúruna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2009 kl. 23:51

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fréttastofa stöðvar-2 er trúverðug í dag.  Ísland í dag var einu sinni þáttur sem horfandi var á, en þeir dagar eru liðnir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:06

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Úps Fréttastofa stöðvar-2 er ótrúverðug átti að standa í fyrri athugasemdinni minni,

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:07

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er búin að skila mínum lykli en það er líka svolítið síðan. Þessi miðill er ekki að þjóna þeim sem vilja fylgjast með því sem er að gerast. Þetta er blekkingarmiðill sem vinnur að því að viðhalda einhverri mynd sem er ekki bara horfin. Hún var aldrei það sem reynt var að láta hana líta út fyrir að vera!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:38

7 identicon

Fjölmiðlar og fréttamenn hafa sumir hverjir svikið okkur. þeir líta undan þegar þeim og þeirra eigendum hentar en ganga svo hratt og örugglega milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum sem sitja hinumegin við borðið. (Agnes Braga kemur t.d. í huga)

Okkur vantar frjálsa og óháða fjölmiðla, sem þora að birta sannleikann. Þeir eru jú hluti af lýðræðiskeðjunni.

Í fréttum í dag  var meðal annars umsögn Finnsks sérfræðings í bankamálum, Karlo Jännäri. Hann segir nokkurn vegin það sem Stöðvar 2 viðtal við nýbakaðan bankamálaráðherra Björgvin Sigurðsson, ca 18 mánuðum fyrir hrun sagði þjóðinni . Og Lára Hanna birti hér, og fróðlegt væri að hún birti aftur, til að bera við þessa frétt.

Sem sagt, að efla hefði þurft Fjármálaeftirlit.

Þetta var að ég hygg, fyrsta loforð Björgvins sem ráðherra. En hvað skeði??  Ekkert.   En vitneskjan var til staðar þá.

Hann talaði aftur á móti um að laga þyrfti umhverfi banka útrásarmanna, ef ég man rétt. og hefur eflaust gert.

Kæra Lára Hanna, takk fyrir að vera fjölmiðillinn sem þorir.

Væri möguleiki að birta þetta fyrsta viðtal við Björgvin aftur?  Kær kveðja.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 01:42

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Horfi nú yfirleitt ekki á Ísland í dag. Tek fréttir á RÚV og Kastljós fram yfir. Þetta innslag sýnir að það er rétt hjá mér. Þvílíkt glamur.

Haraldur Bjarnason, 1.4.2009 kl. 06:43

9 identicon

Komin með einu mögulegu skýringuna á Íslandi í dag - í gær.  Ég hef fulla trú að fáum síðar í dag að heyra um þau leiðu mistök í gær þegar þeir útvörpuðu óvart gömlum þætti frá 2007.  Bara hlýtur að vera :-o

ASE (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:02

10 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Spegilinn er langbesti fréttaþátturinn, hann er sendur út sirka kl 18:30 á Rúv. Fréttir á öðrum tímum leka leka svona inn smá saman eftir því hvort einhver tæki eru í gangi í bakarínu. Nenni ekki að hlusta á fréttir eftir sjö á kvöldin, mest endurtekning frá því sem maður er búinn að heyra um daginn.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 1.4.2009 kl. 10:51

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

æ hvað mig hlakkar  ekkert til að koma heim....

Óskar Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 11:11

12 identicon

Eflaust á þetta að hafa þann tilgang að sýna að útrásarvíkingarnir eru líka "menn með tilfinningar"...en ekki fjárglæfravélmenni sem geta ekki hugsað í lægri tölum en milljörðum. 

Verð að segja að mér misbýður þessi umfjöllun þvílíkt.  Þó svo að deila megi um að þeir einir hafi komið okkur á kúpuna þá áttu þeir alla vega stóran þátt í því. 

Hvernig væri að sýna hinn venjulega íslending sem hefur misst vinnunna alveg eða að hluta, berst í bökkum við að hafa í sig og á. 

Verð að segja að mér er svo slétt sama hvort Björgúlfur sé voða mikill pabbi og snjall samningamaður eða hvort Robert Wessman hafi alltaf verið svaka duglegur og metnaðargjar

Og pælið í því að helsti galli Björgúlfs er að hann "er of mikill frumkvöðull" 

Common guys...er virkilega engin annar til að fjalla um eða eitthvað annað málefni en þessir "duglegu" menn. 

Sigríður (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:44

13 identicon

Allir sem ég þekki hafa þegar gefist upp á að horfa á Ísland í Dag. Þann vægast sagt væmna og ömurlega þátt með sína vægast sagt væmnu og ömurlegu algjörlega óhæfu stjórnendur. Stjórnendur á Stöð 2 ættu að fara á námskeið hjá stjórnendum Kastljóss Sjónvarpsins eða fara á námskeið hjá því ágæta fólki sem sér um Ísland í Bítið. Stöð 2 sagði upp öllu sínu hæfasta fólki í vetur og skildi algjörlega óhæft fólk eftir.  

Stefán (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:13

14 identicon

Ég gat ekki klárað að horfa á nærmyndina, fékk rosalega ónotatilfinningu og hef það sterklega á tilfinningunni að þetta sé eitthvað PR stuff.  Er alveg viss um að stöð 2 fær borgað fyrir að sýna þetta (get þó ekki sannað það en af hverju annars að vera með svona bull?).  Mér fannst það sem "vinirnir" voru að segja æft og tilgerðarlegt og því sannfærist ég enn frekar um það að þetta sé eitthvað þaulhugsað plott til að fegra ímynd þessa blessaða fólks.

Erna Kristín (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:55

15 identicon

Kastljósið á rúv er stundum svolítið séðogheyrtlegt en á þó góða spretti. 

Hef stundum horft á norrænu fréttirnar og fréttatengda þætti og mættu okkar menn fara á námskeið þar til að læra hvernig á að fjalla um hluti og tala við fólk. 

Á Stöð2 er ekki orðum eyðandi. 

Spurningin er hvað útrásarvíkingarnir borga mikið fyrir útsendingartímann á Íslandi í dag og hvaða stofur búa auglýsingarnar til. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 17:02

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fólk var nú voða glatt með sama þátt á sömu stöð er hin væna heiða Þórðar "Bloggbeibí" afhjúpaði fortíðardrauga sína, svo þetta hefur nú verið í báðar áttir.

Magnús Geir Guðmundsson, 1.4.2009 kl. 18:24

17 identicon

Ég óttast að Moggin muni breytast mikið á næstu dögum og vikum, sérstaklega núna fyrir kosningarnar. Nýir eigendur eru bæði bláir í gegn og kvótakóngar í kaupbæti og þeir munu ekki liggja á liði sínu fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir komandi kosningar. Allt verður ritskoðað og blaðamennirnir munu láta það yfir sig ganga vegna þess að enginn vill missa vinnuna nú á dögum. Ég kvíði þessu.

Varðandi ísland í dag, þá er ég löngu hættur að horfa, nenni ekki að horfa á séð og heyrt fréttir í sjónvarpinu, nóg að fletta í gegn um svoleiðis fréttir á biðstofum tannlækna.

Valsól (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:33

18 identicon

Þau hafa alveg sett ný viðmið í lákúrunni þarna í Íslandi í dag.  Skítapakkið og þjófahyskið sem þarna er fjallað um hlýtur að borga Stöð 2 fyrir að reyna af veikum mætti að tjasla upp á ímyndina.

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:47

19 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það hefði kannski verið betra eftir allt saman að setja fjölmiðlalög á sínum tíma? Og það hefði kannski verið betra að standa betur að rannsókninni á fyrirtækjasamsteypu Baugs um krosseignatengsl og sölu fyrirtækja á milli tengdra aðila með viðskiptavild o.s.frv.? Og það hefðu kannski fleiri átt að taka út peninga sína út úr bönkunum til að mótmæla ofurlaunum bankastjóra og kaupréttarsamningum?

Það væri nú fróðlegt ef Lára Hanna tæki saman myndskeið um hin glötuðu tækifæri okkar til að koma í veg fyrir hrunið.

Jón Baldur Lorange, 1.4.2009 kl. 23:12

20 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta veldur smá velgju

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:01

21 identicon

Sæl.

Já,það vantar alvöru fréttamenn á alvörublöð og miðla sem fá leyfi til að kafa.

Ég sleppi helst ekki "Speglinum" mér finnst hann mjög hnitmiðaur og fá orð til ónýtis.

Stöð 2 æææji ! Eyjuna les ég alltaf og Smuguna.

Ruv-Sjónvarp svona og svona !

En er eitthvað STÓR mál að stofna og halda úti Óháðum Fréttavef sem byggði afkomu sína á styrkjum frá Bloggurum til dæmis og óháðum velunnurum, þar sem að þeim yrði gert kleift að Blogga eins og á Mbl.is og Vísir.is. Og með vissum skilmálum og allt það.

Mér datt þetta svona í hug !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband