6.4.2009
Ærandi þögn
Ég réðst glaðbeitt á prentmiðlana í morgun og bjóst við safaríkri umfjöllun í Fréttablaðinu eða Mogganum um Michael Hudson og John Perkins. Ekki átti ég von á löngum viðtölum, þau þarfnast meiri tíma og úrvinnslu. En í ljósi þess hvað mennirnir sögðu í Silfrinu í gær bjóst ég við einhverjum viðbrögðum. Að ráðamenn þjóðarinnar væru spurðir út í fullyrðingar þeirra - eitthvað. Af nógu var að taka. Ég sá enga umfjöllun á vefmiðlunum eftir þáttinn í gær, nema RÚV. Svo sá ég að Rakel og Birgitta höfðu skannað vefmiðlana eins og þær segja frá á bloggum sínum.
En ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Fréttablaðið og Moggann (DV kemur ekki út á mánudögum).
Þar með var sú umfjöllun upptalin. Þunnur þrettándinn þar. Hvort það eiga eftir að koma viðtöl við Hudson og Perkins í þessum blöðum veit ég ekki, en ég ætla rétt að vona það. Orð þeirra í Silfrinu voru gríðarlega alvarleg og framtíðarsýnin skelfileg ef rétt reynist.
Ég hef tekið eftir því, að það er allt annar hópur fólks sem les blöðin annars vegar og netmiðla og blogg hins vegar. Það sem birtist í prentmiðlum nær ekki til nethópsins og öfugt. Svo er upp og ofan hver horfir á fréttir og fréttatengda þætti - og Silfrið. Sigurveig Eysteinsdóttir skrifaði athugasemd við síðustu færslu mína sem hljóðaði efnislega svona: Áhugaleysi fólks er mikið. Það kom t.d. kona til mín í heimsókn í kvöld. Hún vissi ekki hvað ég var að tala um þegar ég nefndi efnahagsástandið, Davíð og Landsfundinn. Vissi ekki hvað G20 var og svona mætti lengi telja. Þessi manneskja er ekki vitlaus, gáfuð ef eitthvað er. Hún horfir bara ekki á fréttir eða fréttatengda þætti. Það sem skelfir mig mest er að svo fer þetta fólk í kjörklefann eftir nokkra daga og kýs af gömlum vana.
Eins skelfilega og þetta hljómar á það á við stóran hóp Íslendinga. Allt of margir fylgjast ekki með einu eða neinu, hvernig svo sem það er hægt, og hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Hvað sem við hin reynum að upplýsa, benda á og ræða hlutina er stór (?) hluti þjóðarinnar steinsofandi og flýtur þannig að feigðarósi. Við verðum að taka höndum saman og reyna að ná til þessa fólks. Gera því grein fyrir hverjir eru að gera hvað og hvaða flokkar vilja selja okkur í hendur erlendum auðhringum og fjárglæframönnum. Þetta er grafalvarlegt mál og ef við ekki bregðumst við strax getur það orðið um seinan.
Að lokum - mest lesna efnið á DV rétt fyrir hádegi í dag:
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Athugasemdir
"Skjaldborg um auðlindir " slíkt hugnast ekki sægreifunum sem nú eiga Morgunblaðið
Finnur Bárðarson, 6.4.2009 kl. 15:50
Þetta er viðkvæmt mál og umræðuefni sem stjórnmálamenn og flestir fjölmiðlar eru hræddir við að tala um og hafa verið lengi. Hafa komist upp með að afgreiða allt tal á þessum nótum sem samsæriskenningar án þess að skoða sönnunargögnin og vitnisburðina. Þau okkar sem hafa verið að benda á þessar hættur,(sum í áratugi þar sem þetta skuggaveldi er ekki nýtt af nálinni) höfum haft lítinn hljómgrunn.Það er grafalvarlegt mál í hugum margra að róta í þessum málum og verður reynt að gera sem minnst úr þessum upplýsingum og þeim sem koma með þær, það er mikið í húfi og arðránið verður að hafa sinn gang, skuldgullgæsin verður ekki gefin eftir með góðu.
Georg P Sveinbjörnsson, 6.4.2009 kl. 16:01
Það er lykil atriði að auðlindir þjóðarinnar verði endanlega bundnar þjóðinni í stjórnarskránni. Óframseljanlegar.
Og einnig að aðrar nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá. Eins og þrískipting valds og afnám 5% reglunnar sem verndar flokka klíkurnar, persónukjör og fl. Verði að veruleika sem fyrst. Fyrr verður ekki sátt á þessu landi meðal þjóðarinnar.
Það er ómögulegt annað en að þjóðin átti sig á því að nægir möguleikar eru til að kjósa, alla vega alt annað en flokkana 3 (D,S og B) sem komu okkur í skítinn.
Ég alla vega mæli með X-O eða hvern þann kost annan en D,S og B. Eða að öðrum kosti skila auðu. Annars eru kjósendur að meðmæla þjófnaðinum og klíkuskapnum sem viðgengist hefur.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 16:33
Það er ekki von á öðru þegar fréttamenn eru ekki starfi sínu vaxnir og ræða hlutu af algerri vanþekkingu, lepur upp slúður eða stein þegir um mikilvæg mál.
Segi enn og aftur. Það þarf að finna hæft fólk til að miðla upplýsingum til almennings en ekki fólk sem lepur slúður um nærbuxur frægra í útlöndum.
Þetta fólk sem nú er þarna er búið að láta sitt litla kastljós skína of lengi á of lítið.
Hæft fólk strax!!!
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 16:39
Þessi þögn fjölmiðlamanna finnst mér miklu meira sjokkerandi en það sem Perkings og Hudson sögðu í Silfrinu í gær. Ég er líka í endalausu sjokki yfir mörgum þeirra sem nota þingsmannssæti sitt til að halda velferðarmálum þjóðarinnar í gíslingu þessa daganna. Ég hefði fullkomlega skilið ef einhver þeirra sem leggja sig í líma við að tefja störf þingsins með alls kyns skrípalátum hefði óskað eftir hléi á þingfundi til að ræða það sem bandarísku sérfræðingarnir sögðu í gær og reyndar líka það sem Jón Helgi sagði um vextina. En nei ekki eitt orð sem mér finnst gefa til kynna að þeir hafi einu sinni hlustað á það sem þessir menn höfðu fram að færa!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 17:51
það er okkar verk að koma þessu að hjá fólki, reyna að ná því milli friends og fótboltans og útskýra fyrir því hvernig það er að verða að öreigum vegna eigin sinnuleysis...
nú verðum við bara að reyna að nota grasrótina, ekki bíða eftir að mogginn eða stöð 2 frelsi okkur, við verðum að vera okkar eigin frelsarar, takið systkyni í gíslingu og neyðið þau til að horfa á silfrið (náið í það textað til að allir skilji), ræðið svo málið og útskýrið hvernig allir flokkar virðast ætla að fara imf leiðina, setja undir sig hausinn og vinna eins og þrælar til að standa í einhverjum skilum í 5-6 ár, þá föttum við að þetta er ekki hægt, en erum búin að missa allar eignir og auðlindir.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:03
Grein Hudson í fréttablaðinu um daginn var á síðu 22. Hún hefði átt að vera forsíðufrétt með stríðsletri. En að minnsta kosti birtu þeir hana.
Við verðum að skilja að fjölmiðlar eru flestir á fullu í að grafa upplýsingarnar, en þökk sé Agli Helga, ótrúlegt hvað hann hefur gert margt gott síðustu mánuði.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:05
Af gefnu tilefni langar mig að benda á nýstofnaðan Facebook hóp:
Tryggjum þjóðareign auðlindanna og höfnum aðkomu IMF
Það hefur litið út fyrir að þrýstihópar á Facebook hafi raunveruleg áhrif, og eiginlega staðfesti Eva Joly það á dögunum, þegar hún sagði í viðtali við norska ríkissjónvarpið að facebook grúppan sem stofnuð hafði verið til þrýstings á að nýta aðstoð hennar hafi verið ein af aðalástæðum þess að aðstoð hennar var þegin með formlegum hætti... Endilega sem flestir að skrá sig, og hvetjum líka alla til þess að senda bréf til ráðamanna og lýsa yfir áhyggjum sínum og/eða kröfum um þessi mál, því þetta er eitthvað sem á raunverulega eftir að móta framtíð okkar allra!
Baráttukveðjur,
Halli
Halli (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:40
Gullvagninn, flottur pistill að einu undanskildu.
Það er ein hreyfing í boði í komandi kosningum sem tekur skýra afstöðu gegn því að AGS stjórni hér málum.
Borgarahreyfingin er með heimasíðuna http://xo.is
Baldvin Jónsson, 6.4.2009 kl. 18:47
Afsakaðu Baldvin - ég veit að það er rétt hjá þér, ég meinti hefðbundnu flokkarnir, eða fjór (fimm) flokkurinn.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:28
Skýringuna á þögninni má eflaust finna í orðum Jóns Magnússonar á Alþingi núna rétt áðan : " Silfur Egils horfði ég nú ekki á, hafði nú annað og merkara við tímann að gera heldur en að hlusta á þann innihaldsrýra sleggjudómaþátt, eins og hann hefur þróast í vetur undir forystu þess stjórnanda."
GRÆNA LOPPAN, 6.4.2009 kl. 19:53
"...Silfur Egils horfði ...ekki á, hafði ...merkara við tímann að gera ... en að hlusta á ....innihaldsrýra ...þátt,.."
Jón Magnús er skyggn. Hann veit að þátturinn var innihaldrýr sleggjudómaþáttur, ÁN þess að hafa horft á hann!!!
Eygló, 6.4.2009 kl. 20:46
Það er einungis ein leið út úr kreppunni og það er að sækja um aðildarviðræður og ganga svo í ESB. Fá nýjan gjaldmiðil, afnema verðtrygginunga og þá fyrst getum við farið að brosa. Fyrir þessu talar einungis einn flokkur og hann skulum við kjósa.Hefðum betur hlustað á þau fyrr. Ég styð Samfylkinguna nú, það er mitt eina ljós þessa dagana. Inn í ESB og nýjann gjaldmiðil. Koma svo, áfram Jóhanna og allt hennar fólk.
Ingunn (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:27
Einmitt. "skjaldborg" um auðlindirnar. Er eitthvað athugavert við skjaldkirtilinn í þessu fólki?
Annars svaraði Gunnar Tómasson spurningu sem eg hef spurt hér og annars staðar. Hann sagði á fundinum á Grand í kvöld, góðar líkur á því að jöklabréfin væru í eigu útrásardólganna að meira eða minna leyti. Hann dró sömu ályktun og eg, að þetta væri rannsóknarefni og - ef rétt reyndist - væru hæg heimatökin. Það er að segja ef svo vildi til að þeir hefðu tekið eitthvað ófrjálsri hendi.
Rómverji (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 23:38
Hér vantar einhvern til að leiða byltingu.
Kolla (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:00
Þetta segir Gylfi: "Upphæðirnar sem um sé að ræða séu ekki slíkar að hægt sé að stefna samskiptum við nágrannaþjóðir í hættu." Ef þetta er þá bara á endanum einhver skiptimynt þá eigum við að minnsta kosti rétt á því að vita hversu margar krónur og aurar þetta eru, og að fá að vita þetta fyrir kosningar...! Og ég reikna með að þegar Gylfi segir "nágrannaþjóðir" eigi hann við ESB...
Róbert Viðar Bjarnason, 7.4.2009 kl. 00:02
BBR eru Bakkabræður (bræðurnir sem eiga Bakkavö)r. Exista, aðaleigandi Kaupþings fór í mínus. Bakkabræður höfðu keypt það mikið í Exista að þeim bara orðið skylda til að yfirtaka...
Ef þú lest með athygli og þýðir það yfir á slavnesku,notar stækkunargler og sleppir heilmiklu og deilir með pí í öðru, kemur þetta :)
Eygló, 7.4.2009 kl. 00:24
Afsakið mig, þarna fór gömul athugasemd sem var ennþá "kópíeruð" og mætti svo bara núna á staðinn.
núna nenni ég ekki að skrfa aftur það sem átti að vera hér... og fór.
Eygló, 7.4.2009 kl. 00:25
Mér varð brugðið að sjá DV listann yfir mest lesnu greinarnar. Eintómt slúður og bull um einhverjar tískustjörnur í útlöndum, sem við vitum ekki einu sinni um hvort eru til. Ekkert um þessi alvarlegu mál sem skipta sköpum um það hvort við fáum að búa heima hjá okkur á næsta ári eða ekki.
Er meiri hluti þjóðarinnar svona sinnulaus? Mér líður eins og ég sé staddur í sökkvandi skipi í óveðri á rúmsjó og áhöfnin vill fyrst klára að horfa á Leiðarljós í sjónvarpinu áður en hún nennir að bjarga skipinu eða koma sér í björgunarbátana.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:55
Húnbogi, þú segir þetta bara aðeins öðruvísi en ég hugsa; Mér finnst við umkringd hálfvitum. Hrokafullt já, en þið skiljið
Eygló, 7.4.2009 kl. 01:00
Húnbogi: Frábær samlíking
Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 01:07
Það er skelfilegt að stór hluti af þjóðinni gangi um með lokuð augu og eyrnatappa. Eins og einhver kona sagði í kvöld í sjónvarpinu (ríkis) Borgarafundur á Ísafirði) " Mér er andskotans sama hvað þessir flokkar eru að gera og ætlar ekki að kjósa" Ég náði varla andanum roðnaði og blánaði, ef ég hefði einhver tíman þurft á róandi að halda þá var það í kvöld, eftir að hafa hlustað á þessa konu og Borgarafundinn, það verður að koma fólki í skilning um hvað það er mikilvæg að kjósa, og ekki sama liðið sem kom okkur á hausinn (flokkaáskrift). Það þarf ekki að taka nema 5-10 mín á dag að horfa á fréttir og lesa blöðin, það þarf ekki að horfa á allan fréttatímann og það þarf ekki að lesa allt blaðið til að vera með meðvitund um hvað er að gerast hér á landi. Það gæti verið gott fyrir fólk að horfa á kosningarloforð frá því í síðustu kosningum og sjá hvað flokkarnir lofuðu þá, það gæti hjálpað fólki til að taka ákvörðun þegar inn í kjörklefann kemur, þá er bara að nálgast þessi loforð..... einhver ?????
PS. Hver var að tala um að það væri ekki ritskoðun hjá morgunblaðinu, frjálsir hvað ????
Sigurveig Eysteins, 7.4.2009 kl. 01:54
Ég verð að taka undir orð Sigurveigar E. fólk forðast að hlusta á fréttir og lesa fréttablöð. Það trúir ekki að það sé hægt að kjósa heiðarlegt fólk til Alþingis. Það þarf að vekja allan almenning til umhugsunar og fá það til að skipta út spillingaröflunum á þinginu.
Ég hef bara fundið eitt heiðarlegt framboð: X-O
Baldvin Björgvinsson, 7.4.2009 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.