Sjálfstæðisflokknum mútað?

Ég er líklega undarlega þenkjandi, en þessar fréttir komu mér nákvæmlega ekkert á óvart. Þar sem ég er vel kunnug íslenskri tungu og orðaforða hennar koma mér ýmis orð í hug - en ég er líka afskaplega kurteis og sleppi því að þylja þau. En nú vil ég fá að vita hvort fleiri flokkar fengu slíkar greiðslur - korteri fyrir bann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með spillingarliðið, því er ekki treystandi fyrir fjöreggi þjóðarinnar.  Sjálfstæði okkar.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.4.2009 kl. 02:26

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þetta er ekki búið, bara rétt að byrja.

Sigurveig Eysteins, 8.4.2009 kl. 03:23

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta var rétt áður en allt var gert gegnsætt !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 03:47

4 identicon

Hættum að velta okkur uppúr þessum hlutum við höfum alltaf vitað að sjálfeyðingaflokkurinn hefur þegið mútur og allt hans hyski og hann kemur til með að eiða sér sjálfur.nema stór hluti þjóðarinnar sé siðblindur.

Förum nú að eiða orkunni í þarfara verk sem eru kosningar í vor timin er mjög naumu,ég er í því að safna atkvæðum fyrir borgarahreyfinguna og gengur ótrúlega vel,en það þarf að fylgja hlutunum eftir helst alveg inní kjörklefann .

Áfram borgarahreyfingin 

H.Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 05:20

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er fróðlegt að skoða dagsetninguna á umræddum reikning. Mér vitanlega, þá er þessi upphæð skattfrjáls því að stjórnmálaflokkum sem þurftu ekki að gefa upp bókhald er auðvita frjálst að útdeila þessum fjármunum aftur til góðra málefna. Nú þekki ég það ekki svo í þaula. Ætli það sé hægt að rétta ákveðnum flokksmanni síðan alla þessa upphæð aftur skattfrjálst án þess að það sé hægt að gera athugasemd við slíkan gjörning! Það væri þá bara upp á viðkomandi flokksmann að gefa upp til skatt viðkomandi upphæð síðar meir.

Líklega er stjórnmálaflokkur á Íslandi það besta sem hægt er að nota til að þvo peninga og svo ræna banka án þess að lög hafi nokkuð um málið að segja!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.4.2009 kl. 09:56

6 identicon

Einhvern tímann hefði þetta verið kallað aflátsgjald eða tíund.

Held að sjallar hafi fært þetta undir líðinn "þjónustugjöld"!

SH (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 10:27

7 identicon

Hinir flokkarnir fengu 300 þúsund frá FL á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fékk 30 millur. Mig langar að spyrja þá sem ætla að kjósa flokkinn eða eru yfirlýstir Sjálfstæðismenn, hvernig þeir geta lagt lag sitt við svona óheiðarleika. þetta eru landráð og ekkert annað og það á að rannsaka þetta sem slíkt. hefur þessi fjandans flokkur svo mikil völd í þessu samfélagi að hann sé undanskilin frá lögum? Ég hef alltaf undrast meira og meira undirlægjuháttinn í fólki sem kýs þennan flokk, eða hafið þið nokkurn tíman séð eða heyrt í Sjálfstæðismanni sem er ekki sammála flokknum? Hvernig fer skoðanamyndun fram hjá þessu fólki? Hvers vegna koma að því er virðist, heiðarlegt fólk í sjónvarpsviðtöl og verja óheiðarlegar gjörðir pólitíkusa eins og t.d. þegar Árni Matt réði son Davíðs í feitt embætti? Þá kom Óli Björn Kárason í Kastljós og gerði lítið úr sjálfum sér með því að vera sammála að hluta yfirýsingum Árna Matt. Svo komu þeir í röðum og vörðu spillinguna. hvers vegna? Hvers vegna gerir heiðarlegt fólk þetta? er það kannski ekki heiðarlegt? Undirlægjuhátturinn er óhugnandi, að fólk skuli kjósa flokk sem er svona spilltur, og það gerir það með bestu samvisku. Hvers vegna?

Valsól (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 10:42

8 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

Þvílíks og annað eins...og þetta er ekki síðasti svarti péturinn frá Flokknum.

Illugi gat nú ekkert sagt...talaði bara í kring um hlutina eins þeim einum er lagið FLokksmönnunum!!!

Hilmar Dúi Björgvinsson, 8.4.2009 kl. 10:51

9 identicon

Góð spurning, Lára Hanna. Fengu fleiri flokkar pínupons líka? Ef til vill spyr enginn nema þú.

Sú meinloka er enn eftir í höfði okkar að flokkakerfið sé ekki spillt þótt allt samfélagið sé maðksmogið.

Eg segi xo 25. apríl og borgarahreyfingin.is

Rómverji (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 11:26

10 identicon

Þegar ég var ungur átti ég D.B.S. Þetta var eðal reiðhjól og átti ekkert sameiginlegt með flokkunum (Sjálfstæðis, Framsóknar eða Samf.) Stóð sig með heiðri og sóma ólíkt þeim. Samt var það oft uppnefnt, aðallega af afbrýðissömum Möve eigendum.                En skammstöfunina má alveg færa á flokkana 3.

Dauður Bakvið Stýrið.

Drusla Brýtur Skran.  Og fleira slíkt heyrðist, sem á kannski frekar við um flokkana.  Einnig datt mér í hug.

Drullusokkar Brynna Sínum.

Draugar Brjálæðis Skjálfa.

Draughaltir Bjánar Stjórna.

Dánumenn Bulla Síst.

Darling Bakaði Sollu.

Nei aldrei aftur D.B.S. fyrir þjóðina. Nema í formi reiðhjóla. Nú er tími hinna kominn sem ekki áttu hlut að spillingunni. Af nægu er að velja í komandi kosningum. D.B.S.tíminn er löngu liðin og sjálfstæðisbaráttan hin nýja verður að taka við. Fleiri skammstafanir óskast annars yfir spillingarpakkið.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 11:44

11 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hið maðkaða mjöl, sem danskurinn átti að hafa selt landanum í den, það er enn á boðstólum og almenningur kaupir það í sinni pólitísku blindni. Þekkir ekkert annað og vill ekki þekkja neitt annað...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 8.4.2009 kl. 11:52

12 identicon

Þetta er einn tíundi hluti þess sem sagt var að þeir ætluðu að gauka að Dabba í denn, þannig að háðið er undirliggjandi. þetta er líklega hugsað til að koma þeim í koll, því að nú eru þeir rúnir trausti. Hver var að tala um 30 silfurs!?

Hermann (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:15

13 identicon

Hvað voru Hannes og JÁJ að kaupa fyrir 30 millur á bak við tjöldin?

Rétt til að kaupa hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja?

Rétt til að kaupa REI og aðgang að mannauði OR fyrir lítið í tvo áratugi?

Að sjálftaka fjár úr sjóðum Flugleiða yrði ekki rannsökuð?

Verst er að kjósendur íhaldsins eru svo gjörsamlega heilaþvegnir að þeir kjósa flokkinn þótt hann selji þá í þrældóm eins og hann var langt kominn með.

HF (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:22

14 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er mest hissa á að einhver sé hissa.

Rut Sumarliðadóttir, 8.4.2009 kl. 12:31

15 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ein besta leiðin til frama á Íslandi er að safna í digran sjóð og gefa hann síðan í ákveðin flokk. Vertu viss að stuttu seinna verður ávöxtunin ríkuleg og ævarandi hamingja mun ríka með gleym-mér-ey í haga.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.4.2009 kl. 12:37

16 Smámynd: halkatla

þú ert alveg pottþétt eðlilega þenkjandi

halkatla, 8.4.2009 kl. 13:06

17 identicon

Landlæg spillin stjórnmálaflokka og manna er ekki einungis bundin við Sjálfstæðisflokkinn.

Hér má sjá frjáls framlög og styrki Samfylkingarinnar og ekki væri síður athyglisvert að fá skýringar flokksins hvers vegna að upphæðir til flokksins rjúka svona upp á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fengu sínar 30 miljónirnar, sem hver eða hverjir gáfu og hve mikið?

Þess ber að gæta að á þeim tíma var Samfylkingin mun minni flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn.

2001 6.009.592

2002 2.368.392

2003 1.672.386

2004 3.327.140

2005 9.144.641
______________

2006 44.998.898
______________

2007 10.756.715

Munur á framlögum milli ára 2005 - 2006 = 35.854.257 kr.

Munur á framlögum milli ára 2006 - 2007 = 34.242.183 kr.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:28

18 identicon

Eg heyrði í manni áðan sem eg tel vera gáfnaljós. Hann sagði að annað gáfnaljós hefði bent sér á að málþóf sjálfstæðismanna væri úthugsað. Og mjög áhrifaríkt.

Meðan allt snýst um stjórnarskrármálið eru önnur og óþægilegri mál ekki á dagskrá stjórnmálanna. Svo sem efnhahagshrun þjóðarinnar og mál því tengd. Mál þar sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru allir alltaf algerlega heimaskítsmát.

Þetta er örugglega rétt. Spurningin er að eins sú hvort öðrum stjórnmálaflokkum líki þetta einnig prýðilega. Eitt samfélag verður ekki keyrt jafn rækilega í skítinn og það íslenska nema með stjórnarandstöðu sem rís ekki undir nafni.

Merkilegt ef allir rata aftur á sinn bás 25. apríl nema nokkrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins.

Rómverji (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 14:10

19 identicon

Og nú bera þau fyrir sig minnisleysi.  Þingsflokksformaður xDÉ hafði ekki hugmynd um þennan "styrk" er það nú ekki góðs viti?

Dögg Pálsdóttir segir að þetta sé nú allt að koma á yfirborðið til að koma hámarkshöggi á xDÉ, ég spyr hvað með það? Þetta er viðbjóðslegt og algjörlega út í hött.  Eigum við ekki einmitt rétt á því að vita af svona málum og fá að vita um hvernig spillingin hefur lifað góðu lífi í tíð Sjálfstæðismanna?

Hinsvegar er ég alveg viss um að ef grafið er dýpra, muni finnast enn meiri skítur og örugglega í öðrum flokkum líka.  

Ég held að ég sé alveg að verða viss um að kjósa xO Borgarflokkinn!

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 15:49

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Afskaplega aumt o og vesældarleg tilraun hjá Guðmundi hér að ofan til að draga athyglina frá hræsninni og sjálfsmiðurlægingunni sem blasir við hjá D flokknum!

Í sjálfu sér voru jöfn framlög og hófleg ekki andstæð lögum á þessum tíma og innan siðsamlegra marka, því skiptir það engu máli hvort eða vherjir fengu styrki af slíku tagi. Þessi upphæð, að ég tali nú ekki um frá Landsbankanum þar sem framkvæmdastjóri D flokksins sat árum saman, er hins vegar fáheyrð og siðlaus með öllu og hvað þeim að baki bjó mun alls ekki heyra bara sögunni til við endurgreiðslu, eins og hinn nýji formaður flokksins reyndi að telja fólki trú um áðan í sjónvarpinu.

En hræsnin sem þarna opinberast svo hrikalega, er að málpípur og metandi menn í D flokknum allt frá fyrrverandi formanni og hans fótgönguliðum til almennra flokksmanna, hafa um áraraðir haldið uppi áróðri og upphrópunum um tengsl annara flokka við BAug og jafnvel dylgjað um glæpsamleg tengsl á milli. Nú hittir þetta allt þá sjálfa fyrir svo svakalega að slíkt á sér vart samanburð!

En líkt og Lára Hanna mín góða, þá læt ég öðrum eftir að finna út úr hvort saknæmt athæfi liggi að baki og minni bara á að fæst orð hafa minnsta ábyrgð hvað það varðar.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 22:13

21 identicon

Er þetta ekki REI-in misskilingur allt saman ?  Alls ekki gott fyrir FLokkinn !

Heiður (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband