Burt með þá!

Burt með þá - Illugi Jökulsson - Moggi 25. apríl 2009

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Lára Hanna, á vef Egils Helgasonar kemur fram að talið er að Jón Ásgeir Jóhannseson hafi komið styrkjamálinu á dagskrá um páskana, til þess að það verði kosningamálið í ár í fjölmiðlunum sínum.  Kosningar í boði Baugs. Auðvitað var ekki allt syrkjamálið tekið upp. Eins og Helgi Hjörvar svaraði svo skemmtilega. ,, Ég ætla nú ekki að fara að taka upp svona rétt fyrir kosningar". Þá á efitir að greina skuldastöðu flokkana, það verður líka gert eftir kosnigar.   Vissulega kemur það í veg fyrir að umræður fari um þau mál sem við þurfum að taka á, en það gerir ekkert til, það verður sama ríkistjórn.

Það er allt til sölu. Sérðu fyrir þér næstu baráttu fyrir umhverfisslysi. Þú í bol merktum  þessi umhverfisbártta er í boði Alcoa og Baugs.

Tek undir með þér Burt með þá. Flokkinn sem stóð vaktina í bankahruninu Samfylkinguna sem ekki hefur enn beðið þjóðina afsökunar á hennar þætti í bankahruninu, og VG sem mun leiða okkur inn í ESB án nokkurra skilyrða.

Sigurður Þorsteinsson, 25.4.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Brattur

Það þarf ekkert að bæta við þessa grein hans Illuga. Hann segir allt sem segja þarf. Nú  er bara að sjá hvort pólitíkin á Íslandi er trúarbrögð og hvort  fólk kjósi flokka sama hvað þeir hafa gert af sér... eða þá að kjósendur sendi skýr skilaboð til stjórnmálamanna að það skipti máli hvernig þeir vinni og hagi sér... þeir uppskeri eftir því...

Brattur, 25.4.2009 kl. 11:47

3 identicon

Á meðan að íslenskir stjórnmálamenn kunna ekki að iðrast mun ekkert breytast, hvar í flokki sem þeir standa. Málið er ekki bara að gefa Framsókn og Sjálfstæði rautt spjald, heldur þarf Samfylkingin að gangast við sinni ábyrgð án undanbragða. Fyrr verða þríflokkarnir ekki boðlegir þjóð okkar.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 11:51

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þetta er skelegg grein hjá Illuga, eins og hans er von og vísa alla tíð.

Baráttan næstu ára snýst um að efla og stækka "gullfiskaminnið", svo hörmungar s.l. hausts, sem rekja má beint til óstjórnar, spillingar og einkavinasporsla s.l. tvo áratugi verði ekki endurteknar.

Við megum aldrei gleyma því.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.4.2009 kl. 16:01

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég á svolítið erfitt með átta mig á honum Illuga. Persónulega fannst mér trúverðugleikinn hjá honum sem húmanisma bíða allnokkra hnekki, eftir ritstjórnartíma hans á DV.

En þá reis sóðaskapur þess blaðs sem hæst.

Maðurinn birtist mér sem tækifærissinni...

hilmar jónsson, 25.4.2009 kl. 16:18

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek þó undir pistil hans.

hilmar jónsson, 25.4.2009 kl. 16:52

7 identicon

Komið þið sæl !

Hræsnarinn Illugi Jökulsson; ætti að halda sér, til hlés nokkurs. Veit ekki betur; en dekurrófur hans, Samfylking og Kommúnistar, hafi framfylgt - með ágætum, þeirri tortímingu mannlífs, sem þjóðfélags kerfis alls, sem téðir Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hófu, á sinni tíð, gott fólk. 

Sakna samt; margra ágætra útvarps þátta Illuga, svo sem : Frjálsra handa, af Rás 1 - Ríkisútvarpsins, svo til haga sé haldið - þeirra mannkosta, hverjum Illugi hefir yfir að búa, samt.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband