Tilhugalíf og siðferði í Silfrinu

Silfrið er í vinnslu en mig langar að benda á tvö atriði sem þar komu fram áður en lengra er haldið.

Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson voru ægilega sætir í blússandi tilhugalífi og kærleikurinn milli þeirra var nánast áþreifanlegur. Enda gat Össur ekki á sér setið undir lok umræðunnar, greip þéttingsfast í hönd Ögmundar og horfði á hann kærleiksríku augnaráði. Ég er viss um að það er auðvelt að láta sér þykja vænt um Ögmund en minnist þess ekki að hafa séð svona umbúðalausa tjáningu í Silfrinu áður.

Tilhugalífstjáning í beinni - Silfur Egils 26. apríl 2009

Hér er örstutt úrklippa af kærleikshandtaki Össurar

Ég hrökk eiginlega í kút við þessi ummæli Þorgerðar Katrínar og mig langar að biðja einhvern sem þekkir hana (ef hún les þetta ekki sjálf) að benda henni á Krossgötuþáttinn í færslunni hér á undan og umræðurnar þar. Að þessi kona í þessum flokki með afar vel þekkt, alltumlykjandi siðleysi skuli voga sér að ýja að siðferði manns sem var kosinn á þing fyrir nokkrum klukkutímum. Það segir mér að hún hafi ekkert lært og muni ekkert læra. Bendi á skilmerkilega frásögn Þráins um tilkomu heiðurslaunanna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ÞORGERÐUR var ótrúlega ósmekkleg

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Langaði til að blogga um þessa ósmekklegu athugasemd Þorgerðar Katrínar en er fegnin að sjá að þú hefur vakið athygli á þeim. Athugasemd Þorgerðar Katrínar er ekki síst ósmekkleg í ljósi þess frá hverjum hún er komin og af hvaða tilefni hún velur að koma henni á framfæri. Ég er sammála því að þessi framkoma er besti vitnisburðurinn um það að þessi kona hefur ekkert lært og það eru litlir möguleikar á að hún muni nokkuð læra!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.4.2009 kl. 15:34

3 identicon

Sammála.

Hvað varðar Þorgerði "allt upp á borð" og " það er óþolandi að verða fyrir tortryggni" þá ætti hún að sjá sóma sinn í að byrja á sínu eigin siðferði.

500 milljónir hvað ?

Ásta B (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 15:38

4 identicon

Ég trúi því ekki að Borgarahreyfingin ætli að verja siðleysi Þráins með því að benda á Þorgerði og segja að af því að hún skaut þessu á Þráinn þá réttlæti það hans siðleysi. Almenningi í landinu er að blæða út og á sama tíma ætlar afsprengi búsáhaldabyltingarinnar að þiggja tvöföld laun frá ríkinu. Ég stóð ekki tímunum saman á Austurvelli berjandi í pott í skítakulda til þess að fá fólk með þetta viðhorf inn á þing. Mér finnst það mjög leiðinlegt ef Borgarahreyfingin og það marga góða fólk sem að henni stendur ætlar að verja siðleysi Þráins í þessu máli.

Helga (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 15:43

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þorgerður kastar steinum úr glerhúsi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2009 kl. 15:45

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Helga... ég veit ekki hvað Borgarahreyfingin gerir eða segir, það kemur í ljós. Minn tilgangur var að benda á málflutning Þorgerðar Katrínar í ljósi hennar eigin mála og flokksins hennar. Glerhúsið sem Jóna Kolbrún minnist á er í molum.

Ég bið um málefnalega umræðu hjá stjórnmálamönnum og almennilega rökræðu. Af nógu er að taka.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.4.2009 kl. 15:52

7 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ef Þráinn þarf að hætta á heiðurslaunum, eiga þá Þorgerður og maðurinn hennar ekki að skila 2.000.000.000 lániunu sem þau fengu afskrifað hjá Kaupþing? Maður spyr sig hehe

Alfreð Símonarson, 26.4.2009 kl. 16:13

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég tel að Þráinn eigi ekki að skila heiðurslaununum sínum sem hann hefur unnið til á allt öðrum vettvangi en stjórnmálavettvangi. Finnst þau ekki koma því neitt við að hann er nú orðinn þingmaður.

Kolbrún Baldursdóttir, 26.4.2009 kl. 16:19

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var ekki að fjalla um eða taka afstöðu til heiðurslauna Þráins heldur að það skuli hafa verið þessi kona í þessum flokki sem nefnir þetta mál þá þessum vettvangi. Sumir ættu að taka til í eigin ranni áður en þeir fara að gagnrýna aðra.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.4.2009 kl. 16:20

10 Smámynd: Brattur

Það er gott að hafa fólk eins og Þorgerði Katrínu í Sjálfstæðisflokknum. Engin hætta á að flokkurinn sópi að sér fylgi á meðan.

Brattur, 26.4.2009 kl. 16:43

11 identicon

Ögmundur þiggur einfalt þingfararkaup, ekki satt?

Það ætti að einfalda ákvörðun Þráins sem er í smá bobba út af monní.

Þorgerður Katrín á auðvitað að hafa vit á því að halda kj... en hún er svo yfirgengileg bredda að það er því miður ekki inni í myndinni. 

Elli (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 16:45

12 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Þorgerður Kínarín er söm við sig . En annað ; sást þú Össur , í sjónvarpinu , ég held það hafi verið fyrir þrem dögum , hjá Sigmari og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttir , þar spurðu þau hann um afstöðu sína gagnvart Bakkaálveri í fimm til tíu mínútur , að lokum kom svarið , svarað á innan við sekúndu , að ég held , það var : "Neijá" . Þetta er maður sem ég vil engan veginn hafa á þingi . Og ég sem var svo bláeygur að hafa trú á þessum nefapa .

Hörður B Hjartarson, 26.4.2009 kl. 16:57

13 identicon

Ég hefði viljað sjá Össur smella einum rennblautum á Ögmund, svona í ætt við þann sem Geir skellti á Ingibjörgu á Þingvöllum.

Benni (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:06

14 identicon

Eru þetta ekki heiðurslaun?

Af hverju skyldi maður afsala sér heiðri þegar hann tekur sæti á Alþingi?

Er það vegna þess að öðru vísi er hann ekki í húsum hæfur meðal þeirra sem hafa, líkt og Þorgerður Katrín, hegðað sér smánarlega?    

Balzac (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:11

15 identicon

Hvaða bull er þetta? Eftir það sem á undan er gengið, þá er skammarlegt að Þráinn ætli sér að taka tvöföld laun frá ríkinu á meðan hann er á alþingi.

Omar (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:18

16 Smámynd: K Zeta

Veit einhver hvernig Þorgerður greiddi fyrir kaupin á húsunum uppá Keflarvíkurflugvelli?  Getur verið að hún og hennar maki hafi greitt með bréfum í Kaupþingi?

K Zeta, 26.4.2009 kl. 17:21

17 Smámynd: K Zeta

Vitaskuld á maður ekki að vera á heiðurslaunum og þingfararkaupi.  Þetta er í sjálfu sér svo einfalt að það ætti ekki að vera í umræðunni.  Umræðan þarf að vera hvernig við höldum uppi atvinnu í landinu, forðum fyrirtækjum frá gjaldþroti sem eru lífvænleg og hvernig ríkispúkinn verður bræddur niður í sinn þyngdarflokk.

K Zeta, 26.4.2009 kl. 17:24

18 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég hef engar áhyggjur af.. þessu ------> Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera og einmitt með svona leiðindum er hún að opinbera tapsárni sína og ég er sannfærður að hrokin verður lamin niður í þessu skítapakki hægt og bítandi. 

Þráinn bertelsson lýsti mjög vel í bloggi sínu afhverju hann var á heiðursmannalaunum- hannvar tilnefndur því hann hafði unnið til verðlauna á sínum tíma fyrir myndina sína Magnús en aðeins tvær íslenskar myndir höfðu tilnefndar á þeim tíma. myndir þráins og Friðriksþórs. þessi verðlaun höfðu með allt annað gera en flokkapolitík og var hann tilnefndur til að heiðra íslenska kvikmyndagerð.  Mér finnst þessar árásir á hann mjög ósmekklegar og er það mín von að íhaldið tapi enn þá meira fylgi í kjölfarið á svona siðlausum skítköstum.

Brynjar Jóhannsson, 26.4.2009 kl. 17:24

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér fannst þetta ógeðslega krúttlegt atvik í Silfrinu.  Össur er með allar tilfinningar utanáliggjandi.

Vildi sjá meira að svona.

Svo fara allir ofan í skotgrafirnar þegar svona strykja- og launamál ber á góma.

Mín skoðun er einföld eftir allt sem á undan er gengið:

Allir og þá meina ég allir skulu undir sömu siðferðisreglur seldir.

Ef heiðurslaun eru laun, þá á Þráinn að afsala sér þeim á meðan.

Ef þau eru hugsuð sem styrkur eða framlag skilgreint með öðrum hætti þá getur það verið matsatriði.

Þetta hefur ekkert með flokka að gera.  Bara kommonsens eftir allt sem yfir hefur dunið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2009 kl. 17:27

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Að deila um heiðurslaun Þráins er pólitískt þvaður og skiptir ekki máli.

Þingfararlaun Þráins sjá til þess að ásamt heiðurslaununum fer hann í hálaunahóp þeirra landsmanna sem fyrirhugað er að skattleggja í botn.

Það kæmi mér ekki á óvart að heiðurslaunatekjur Þráins færu allar beint aftur til ríkisins - í skattaformi!

Kolbrún Hilmars, 26.4.2009 kl. 17:56

21 identicon

Úr ræðu Sturlu Böðvarssonar forseta alþingis í jan 2008 við  veitingu heiðurslauna listamanna:

"Líkt og ég nefndi áðan hefur Alþingi veitt heiðurslaun listamanna um langa hríð og hefur menntamálanefnd Alþingis það vandasama hlutverk með höndum að gera tillögu til þingsins um hverjir skuli hljóta heiðurslaun og vera á þann veg heiðraðir af Alþingi Íslendinga. Með þessari ákvörðun Alþingis eru verk listamannanna dregin sérstaklega fram og framlag þeirra þakkað."

Þetta eru sem sagt n.k. verðlaun fyrir unnin störf sem veitt eru eftirá. Heiðurslaun eru ekki það sama og listamannalaun, eða starfslaun listamanna.

sigurvin (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 18:15

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þorgerður sýndi bara sitt eðli.. siðlaus og siðblind

Óskar Þorkelsson, 26.4.2009 kl. 18:42

23 identicon

Hún Þorgerður Katrín hneykslaði marga með þessari árás á Þráin. 

Þvílík smekkleysa frá þessari konu sem laug án þess að blikna að okkur um stöðu bankanna á meðan hún og hennar maki voru að redda sínum málum.  Málum sem áttu að gera þau moldrík án þess að lyfta fingri. 

En ég var að velta fyrir mér hvort hann Þráinn gæti ekki afþakkað þessi heiðurslaun á meðan hann fær þingmannalaun, eða gefið til góðgerðastarfsemi.  Ég held að allir yrðu afar sáttir með það.

AM (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 18:50

24 identicon

Framkoma Þorgerðar Katrínar varðandi orð Þráins Bertelssonar um launamál sín, sýnir okkur hvernig pólitísk umræða hefur verið á milli aðila.  Hún er að segja okkur hvernig sjálfstæðisflokkurinn hafi stjórnað pólitíkinni hér á landi undanfarin áratugi , og hafi komist upp með það !  Konan gleymir því að hún og hennar flokkur eru bæði gerendur og höfundar að því ástandi sem við erum hér í.  Við skulum geyma þessa mynd af sjálfstæðismönnum og nota hana alltaf þegar þeir byrja á að hóta fólki !

JR (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:27

25 Smámynd: halkatla

Ógeðsleg alltaf hún Þorgerður og allt hennar hyski svosem, en þau eru núna algjörlega skríðandi og grátbiðjandi um smá skilning, þau munu öll skríða næstu árin, hehe. Og kærleikurinn yfirvinnur allt, þetta handtak og allt milli þeirra Össurar og Ögmunds var virkilega gott og heilbrigt og sætt.

halkatla, 26.4.2009 kl. 20:43

26 identicon

Þorgerður Katrín hefur sýnt sitt rétta andlit sem viðbjóðslegur skítakarakter sem ekki aðeins hefur stolið frá þjóðinni með í að hafa ásamt manninum sínum fengið lán hjá Kaupþingi sem síðan rann óborgað til ríkisisn heldur skyrrist ekki við það að ráðast á Þrainn Bertelsson, mann sem hefur farið á hausinn við liststundun sína fyrir það að þiggja heiðurslaun alþingis.

 Þorgerður farðu í rassgat.

Jón Stefán (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 21:11

27 identicon

Áhugavert að fá þetta sjónarhorn á þjóðarsálina sem kemur fram í því hvernig Anna Karen og fleiri skrifa, heiftin gríðarleg og margar fullyrðingar hjá öðrum aljgörlega útí hött, K Zeta fabúlerar útí loftið og Alferð segir að þau hafi fengið xxx milljónir afskrifaðar. Veit hann eitthvað um það? Því það er ekki búið að afskrifa krónu ennþá í bankakerfinu útaf þessu hlutabréfarugli.

Þráinn byrjaði sama söng og venjulega um að Þorgerður væri spillt og bla bla og þó að Þorgerður spyrði hann þá til baka hvort hann ætlaði að vera á tvöföldum launum frá ríkinu, alveg sama hver spyr að því þá er það MJÖG eðlileg spurning.

Arnar T (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 21:17

28 identicon

Eðlileg spurning Arnar, já ef til vill, en varla frá varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkur hafði hæst um að koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu með óeðlilegum styrkveitingum haft áhrif á stefnu stjórnmálaflokka, á sama tíma og þeir þáðu stærstu styrkina og smöluðu öllu sem þeir gátu. Í ofanálag hækkuðu þeir svo styrkveitingar til flokkanna, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk einna hæst. Þennan gjörning hafa Bjarni og Þorgerður dustað af sér og neitað að hafi á nokkurn hátt verið óeðlilegur (Geir átti bara að bera þann kross og fá að enda ferill sinn sem siðleysingi, þó að auðvitað liggi ábyrgðin og ekki síður vitneskjan mun víðar).

Þessi listamannalaun Þráins eru ekki laun í hefðbundnum skilningi, heldur nokkurs konar viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu lista og menningar. Auðvitað má gera þá kröfu að sá sem ætlar að þiggja laun af ríkinu eigi að afsala sér áður unnum rétti, en sú krafa er endilega ekki réttmæt né sanngjörn. Þorgerður Katrín ætti bara að skammast sín, þetta var langt fyrir neðan hennar virðingu og sýnir bara hana sem tapsáran stjórnmálamann í einhverskonar hefndarhug.

Skúli (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 21:49

29 identicon

Ég verð að segja að ég er mjög hneyskluð á Þránni að virkilega ætla sér að halda í heiðurslaunin á meðan hann er á þingi. Hér erum við búin að kjósa nýtt fólk inn á þing og með von í hjarta og nú sé hér fyrsta skrefið tekið í því að bola í burtu siðleysi, græðgi og spillingu. Og manninum virkilega dettur í hug að halda þessum launum. Mér er alveg sama þótt svo hann hafi einhvern tímann á ferlinum áunnið sér þessi laun þá eru bara breyttir tímar á Íslandi í dag. Það er verið að skerða hjá lífeyrisþegum, nánast hver einasti þegn í þessu landi hefur tekið á sig verulega launaskerðingu og hann ætlar sér að vera á tvöföldum launum (þótt svo listamannalaunin séu lág). Hins vegar ætli hann sér að framleiða einhverja list þá væri þetta kanski réttlætanlegt...en þá er líka ætlast til þess að hann sýni fram á það að hann sé að framleiða.

Hins vegar er þetta annað mál með Þorgerði og hlægilegt að þetta komi úr hennar átt. En ég hef aldrei verið sammála þessari manneskju en í þetta sinn átti hún margt til síns máls.

Ég vil Þráinn burt af þingi ef hann ætlar sér að vera þarna á tvöföldum launum.

Dísa (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:35

30 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er það siðblinda liðið úr sjálfstetkinni sem er að halda því fram að heiðurslaun séu spilling ???  hvað er að ykkur ?

Óskar Þorkelsson, 26.4.2009 kl. 22:49

31 identicon

Að sjálfsögðu afþakkar Þráinn heiðurslaunin meðan hann er á þingi. Annað væri "conflict of interest" þar sem það er Alþingi sem úthlutar og ef Þráinn situr á þingi, hvernig ætti hann þá að kjós við atkvæðagreiðslu? Kalla í varamann. Nei, Þráinn er ekki svoleiðis. Hann er maður með persónulegan heiður og metur æruna meira en annað. Það vita þeir sem hafa lesið hann.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:07

32 identicon

Þeir kasta grjóti sem í glerhúsinu búa.  Aumingja  Þorgerður Katrín. Að vera svona siðblind eins og hún er, er fötlun.  Hefur þú engin veikindi Þráinn minn, svo að hægt að þú getir réttlætt þig eins og Þorgerður k. gerði á sínum tíma.  Nei, Þráinn þú átt þessi laun ert vel að þeim kominn.  Ég veit að þorri þjóðarinnar hefur skemmt sér í gegnum árin og hlegið dátt að bókum þínum og kvikmyndum.   En vonandi skrifar þú seinna meir um blóðsjúkdóm íslendinga "öfundsýkina".  Og hún finnst í háum sem lágum launaflokkum s.b.  Þorgerði K.   Sú sem hefur einna mest að fela.  Já það glymur hæst í tómum tunnum.   Er það ekki?

J.þ.A (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:03

33 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei J.Þ.A. það BYLUR hátt í tómri tunnu! Ég hef ákveðnar efasemdir um að Þráin geti beinlínis hafnað eða afsalað sér þessum heiðurslaunum auk þess sem ég sé ekki neina siðferðilega afmarka á því að hann þyggi þau áfram, þau veitt af öðrum, alþingi og að þess eigin ákvörðun. En hann getur auðvitað ef hann vill núna sem þingmaður bara gefið peningin, einfalt og málið er dautt!

Ég hef svo ótal sinnum reynt að benda fólki á, að hvað sem segja megi um Össur frænda, þá sé hann einlægur og skemmtilegur strákur, sannaði þarna hve mikil tilfinningavera hann er!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.4.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband