27.4.2009
Sigurvegarar
Nú keppast allir flokkar við að lýsa yfir sigri eftir kosningarnar og nálgast þá niðurstöðu frá ýmsum hliðum, sumum furðulegum. Að mínu mati eru þetta stærstu sigurvegararnir. Það er ekkert lítið afrek að ná þessum árangri á svona stuttum tíma - án fjármagns. Vonandi bera þau gæfu til að hafa áhrif fyrir hönd okkar allra.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir síðast,við erum flottust
Konráð Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 23:18
Það er vonandi að þau standi sig. Ég trúi því að svo verði.
Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 23:25
Ef einhverntíma voru kjöraðstæður fyrir ný framboð eins og BH til að ná fylgi, þá var það núna. Þær kaótísku kringumstæður sem verið hafa á íslandi eru vissulega til þess fallnar . Þetta fylgi þeirra kemur mér ekkert á óvart.
Vona að þeir standi í báðar fætur þegar á hólminn er komið, minnugir kröfum búsáhaldabyltingarinnar.
hilmar jónsson, 28.4.2009 kl. 00:00
Mér finnst flottasta og skemmtilegasta fólkið vera í Borgarahreyfingunni. Kosningarvakan var æðisleg, og skemmtilegt að hitta allt fólkið þar. Ég er stolt af því að tilheyra Borgarahreyfingunni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 00:01
ég held við getum verið bjartsýnar með þetta fólk
Hólmdís Hjartardóttir, 28.4.2009 kl. 00:13
Já nú er um að gera fyrir Oið að standa sig vel í málþófinu á þingi. Það er ekkert annað sem þau geta gert. Öll mál sem þau eru á móti verða þau að meðhöndla eins og XD fór með stjórnlaga frumvarpið o.s.f.r. - Leitt að þurfa kjósa fólk til svona skítverka en einhver verður víst að gera þetta. Svona eru leikreglurnar og O fólkið vill endilega fara eftir þeim.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.4.2009 kl. 09:35
Virkilega flottur árangur hjá Borgarahreyfingunni. Jóhann Kristjánsson stóð sig líka glæsilega á kynningu frambjóðenda í Jónshúsi í Kaupmannahöfn rétt fyrir kosningar.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.4.2009 kl. 10:55
Ég er afskaplega glöð fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar enda fólk þar innan veggja sem mér þykir afskaplega vænt um.
Núna þurfa þau að sýna og sanna að þau standi við sitt.
Annars er ég algjörlega á móti þessu sigurvegaratali.
Mér hugnast ekki stríðs- og kappleikjamál.
Kosningar eru auðvitað ekkert annað en ráðningaviðtal.
Nú erum við búin að ráða þetta fólk, en því miður er ekki hægt að ráða til reynslu.
Fjögurra ára samningur svona í flestum tilfellum.
Ég held að vel flestir, þám. mínir VG standi sig. Enda eins gott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2009 kl. 12:30
Ég vona að við stöndum undir væntingum - ég ætla alla vega að gera mitt allra allra besta til að vera samkvæm sjálfri mér og þeim lífsgildum sem ég hef tamið mér:) Annars þá er málþóf ekki neitt sérstaklega árangursrík aðferð - held að við getum leyft okkur að breyta út frá hefðum og reynum að finna fleti á samstöðu með þeim málefnum sem bið berjumst fyrir. Við þurfum áframhaldandi þrýsting að utan sem innan um raunverulegar lýðræðisumbætur:) Takk Lára Hanna mín fyrir að standa alltaf vaktina við að halda okkur upplýstum - treysti á bloggið þitt til að fylgjast með alvöru fréttum:......:
Birgitta Jónsdóttir, 28.4.2009 kl. 13:06
Ég er í heildina ótrúlega ánægð með þetta að Borgarhreyfingin skuli hafa fengið svona mikinn hljómgrunn, þetta er í raun kraftaverk að á Íslandi hafi appelsínugulir byltingarsinnar barist fyrir sínum þingsætum í orðsins fyllstu merkingu, þetta hefði verið óhugsandi fyrir 2 árum síðan.
Ég fer aldrei ofan af því sá sem á sætastan sigurinn frá byrjun á Hörður Torfason !
Heiður (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:17
Ég óska O- flokknum innilega til hamingju og er spennt að heyra frá þessu fólki á þingi. Vonandi koma þau með ferskan vind og óflokksbundið hugarfar.
Svo ætla ég einnig að vitna í Þráin Bertelsson sem vildi meina að Sjálfstæðisflokkurinn væri sigurvegari með því að fá svona mörg atkvæði þrátt fyrir allt sem hefur gengið á síðasta hálfa árið.
Úrsúla Jünemann, 28.4.2009 kl. 14:52
Það var mikið ævintýri að fá að taka þátt í þessari kosningabaráttu. En það ævintýri er rétt að byrja. Ég hef þá trú að Borgarahreyfingin og þessir fjórir fulltrúar á þingi, muni breyta íslenskri pólitík til frambúðar.
Héðan í frá mun enginn flokkur eða stjórnmálamaður að dirfast að taka þátt í þessháttar spillingu sem til þessa hefur ekki verið undantekning heldur regla. Héðan í í frá mun alþingi ekki leyfast að setja sig á háan hest gagnvart þjóðinni heldur vinna fyrir þjóðina. Hér eftir verða önnur vinnubrögð þar sem hagsmunir heildarinnar verða ofar sérhagsmunum.
Það var sérstaklega ánægjulegt að heyra í Margréti Tryggvadóttur á Rás 2 í gær þar sem hún biðlaði til nýrra þingmanna að taka þátt í því með Borgarahreyfingunni að breyta vinnubrögðum á Alþingi. Ég hef trú á að sú verði raunin.
Jón Kristófer Arnarson, 28.4.2009 kl. 17:17
Sigurvegarar og ekki það sem þarf er að byrja á því að vinna í málunum áður en allt fer til fjandans, fólk er að ýta á undan sér vandamálum sem það aldrei kemur til með að ráða við, gengur ekki lengur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2009 kl. 17:23
Vissulega Guðrún Emilía. Vonandi verður þing kallað saman sem fyrst og þá mun Borgarahreyfingin leggja sitt af mörkum. Á því er ekki nokkur vafi.
Jón Kristófer Arnarson, 28.4.2009 kl. 17:28
Jón Kristófer ég vona svo sannarlega að það náist að breyta vinnubrögðum þingsins,
ef það tekst þá megum við þessi gömlu ( eins og ég) skammast okkar fyrir að hafa ekki fyrir löngu opnað augu okkar fyrir því sem var að gerast og þá meina ég tugi ára aftur í tímann og mótmæla soranum.
Hér fyrir ofan var ég ekki að tala til ykkar í borgarahreyfingunni, þið eruð ný og komið
tær inn á þing.
Kærar kveðjur til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2009 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.