Síðasta Silfrið á sólríkum sumardegi

Ég er löngu búin að klippa og hlaða inn Silfrinu en hef hikað við að skrifa og birta færsluna. Átta mig ekki alveg á af hverju. Kannski af því þetta var síðasti þátEgill Helgason - Ljósm. Mbl. Kristinnturinn í bili - þangað til í haust. Kannski finnst mér einhver punktur vera settur aftan við eitthvað, að kafla í lífinu ljúki þegar ég hef komið þessu frá mér. Ég veit það ekki, en hitt veit ég - að ég á eftir að sakna Egils og Silfursins hans alveg óskaplega. Og það er einhver óhugur í mér við tilhugsunina um að Egill fari í frí með Silfrið... og jafnvel bloggið sitt líka. Það er sem mig gruni að óprúttnir aðilar sjái sér leik á borði í fjarveru hans. En sjálfsagt er það nú bara ímyndun og ég sé fram á að eiga sjálf frí á sunnudögum næstu vikur og mánuði.

Í mínum huga hefur Egill Helgason, Silfrið hans á RÚV og bloggið hans á Eyjunni gegnt gríðarlega mikilvægu lykilhlutverki frá því hrunið varð í haust. Ég er sannfærð um að flestir hugsandi Íslendingar eru sammála því - hvort sem þeir eru alltaf sammála Agli og nálgun hans eða ekki. Eða getur einhver hugsað sér liðinn vetur án Silfursins? Ekki ég. Ekki frekar en mótmælafunda Harðar Torfa á Austurvelli og Borgarafunda Gunnars og félaga í Iðnó, á Nasa og í Háskólabíói. Ef við horfum á heildarmyndina og samspil allra þessara þátta - auk frétta, Kastljóss, Íslands í gær, netmiðla og bloggs - þá sést glögglega hve miklu umfjöllun allra þessara miðla, fjölmiðlafólks, bloggara og samtakamáttur almennings hefur áorkað í vetur.

En betur má ef duga skal. Eins og kom glögglega fram í máli margra í Silfrinu í dag eru ennþá ótalmargir pottar brotnir og ástandið skelfilegt. Ég minni á greinar Ólafs Arnarsonar sem ég benti á í gær í þessari færslu og minnst er á í fyrsta kafla Silfursins - og bókina hans. Mér skilst að fljótlega sé von á annarri bók um hrunið eftir sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson.

Ég bendi líka á þennan pistil Baldurs McQueen um pólitíska ábyrgð - og skort á henni hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Við vitum ekki einu sinni ennþá hvaða íslensku  stjórnmálamenn voru í fjárhagslegum tengslum við bankamenn og útrásarauðmenn en kjósum þá samt aftur til trúnaðarstarfa á þingi. Án þess að vita sannleikann um... ja... nokkurn hlut raunar. Það er enn svo margt óupplýst og leyndinni er vandlega viðhaldið.

Mig langar að nota þetta tækifæri og þakka Agli fyrir veturinn. Þakka honum fyrir að standa vaktina svona vel. Og fyrir að fá í þáttinn til sín allt þetta frábæra fólk sem þar hefur upplýst okkur og frætt, leitt okkur ýmislegt fyrir sjónir, bent á og útskýrt, huggað og hughreyst. Takk fyrir mig.

Vettvangur dagsins 1 -  Ólafur Arnarson, Sveinn Aðalsteins, Andri Geir og Sigrún Davíðs

 

Vettvangur dagsins 2 - Lára Ómars og Eiríkur Stefáns

 

Paul Bennet

 

Jóhannes Björn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það er eins gott og þú farir ekki í sumarfrí líka!!!

Heiða B. Heiðars, 17.5.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Mér fannst að mörgu leyti Paul Bennet standa uppúr eftir þennan síðasta Silfur-þátt. Þetaa er það, sem við þurfum að gera, hefja okkur upp yfir okkur sjálf og okkar þras til að sjá hlutina í "perspektívi" og umfram allt að átta okkur á því, að saman leysum við úr flækjunni allri en ekki sundruð.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.5.2009 kl. 22:17

3 Smámynd: AK-72

Eitt af því sem ég óttast er að nú muni dofna yfir öllu. Síðustu vikurnar eftir kosningar, þá er eins og það hafi færst almennur doði yfir mikið af fólki, nokkuð sem býður hættunni heim. Ég held að þó Silfrið fari í frí, þá verðum við öll að halda vöku okkar, sérstaklega þar sem mikið er í gangi á bak luktar dyr skilanefnda og annara aðila sem vilja ekki gagnsæi.

Hættulegir tímar, þessi sumartími almenns doða þegar litið er til spillingar og siðferðisleysis hér á Fróni, en maður treystir á að Egill komi svo til baka vel endurnærður og með ekki bara batteríin hlaðin, heldur kominn með heilan kjarnorkukljúf til að knýja sig áfram í þeim myrka vetri sem verður framundan. Við hin verðum bara að gerast sjálfskipaðir sumarstarfsmenn Silfursins og halda áfram að draga fram hluti í sviðsljósið eða benda á áhugaverðar greinar eða fréttir.

AK-72, 17.5.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Tek undir orð þín Lára Hanna.  Þú átt sjálf allt gott skilið fyrir þína vasklegu framgöngu þjóðinni til heilla.

Varðandi Silfrið get ég ekki annað en tekið undir með Ólafi Arnarssyni og Sveini Aðalsteinssyni um mikilvægi þess að leiðrétta skuldir heimilanna.  Í þeim efnum hugnast mér best sú leið sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa talað fyrir.  Sjá nánar á www.heimilin.is

Varðandi brotna potta langar mig að benda á stuttan pistil sem ég kalla ,,Hið pólitíska vistkerfi" http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/879181/

Þórður Björn Sigurðsson, 17.5.2009 kl. 22:53

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Takk fyrir þetta Lára. Ég byrjaði að horfa í dag, þegar það var liðið á þáttinn heltist yfir mig eitthvað sem ég veit ekki hvað er ennþá, er að melta það, ég varð að hætta að horfa og hlusta, varð að slökkva á sjónvarpinu, ég held að þetta hafi verið áfall eða eitthvað í þá átt, sennilega er þetta hrun loksins að síast inn hjá mér, ég held bara að ég verði að taka mér frétta, blaða og sjónvarpsfrí, það kemur sjálfsagt að því hjá öllum að þeir fá nóg, ég held að sá dagur hafi verið hjá mér í dag, stundum er bara ekki nóg að það sé sól úti 

Sigurveig Eysteins, 17.5.2009 kl. 23:22

6 identicon

gott hjá þer að vera bara svartsýn og hella yfir þjóðina svartsýni, þetta er það sem okkur vantar, áfram Lára Hanna

haukur kristinsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 00:28

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessi athugasemd þín, Haukur Kristinsson, er sérlega athyglisverð og verðskuldar djúpar pælingar og jafnvel sérstakan pistil. Mér þætti afskaplega vænt um ef þú myndir tjá þig enn frekar um hvað það er, nákvæmlega, sem þú átt við.

Að ég sé að hella svartsýni yfir þjóðina hefur aldrei hvarflað að mér og ég væri mjög þakklát ef þú færir nánar út í það.

Með fyrirfram þökk,

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.5.2009 kl. 00:42

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þakka þér Lára Hanna óeigingjarnt starf fyrir okkur hin í vetur, ég var að enda við að horfa á Silfur Egils hjá þér eins og svo oft áður.   Paul Bennett og Jóhannes Björn voru báðir sérstaklega "fróðlegir" að horfa á.  Okkur veitir ekki af því að fá góða hugsuði til þess að hjálpa okkur hinum.  Ég er samt áhyggjufull um framtíð okkar Íslendinga, nýja stjórnin virðist ætla að halda áfram á sömu braut og sú fyrrverandi.  Það á ekki að slá skjaldborg um heimilin og við launþegar landsins eigum að mér virðist að borga reikninga útrásarliðsins.  Og vera undir stjórn AGS um ókomin ár.  Mér líst ekki á blikuna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.5.2009 kl. 01:12

9 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér þykir ámælisvert hjá Agli að bjóða ofstækismönnum eins og Eiríki Stefánssyni og Jóhannesi Birni í þátt sinn.

Hilmar Gunnlaugsson, 18.5.2009 kl. 01:14

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er líka áhyggjufull, Jóna Kolbrún mín. Mjög svo. Og líst ekkert á hvorki blikuna né AGS.

Ansi er ég hrædd um að þú verðir að skýra nánar hvað þér finnst ofstækisfullt við málflutning Eiríks og Jóhannesar Björns, Hilmar! Ég veit ekki hvað þú meinar með því.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.5.2009 kl. 01:19

11 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Eiríkur Stefánsson er þekktur fyrir ósmekklegar aðdróttanir sínar í garð nafngreinds fólks t.d. Ingibjargar Sólrúnar í pistlum sínum á Útvarpi Sögu. Sömuleiðis hefur hann tengst mönnum eins og Jón Magnússyni og Ástþóri Magnússyni.

Jóhannes Björn heldur úti samsæriskenningasíðu með alls konar rugli. Ég hef því miður lent í nokkrum stuðningsmanna hans hér á blogginu sem halda því fram að gyðingar stjórni heiminum og að svínaflensan hafi verið búin til af mönnum. Óábyrgur málflutningur hans virðist hafa blekkt marga.

Hilmar Gunnlaugsson, 18.5.2009 kl. 01:28

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Núorðið, lít ég nú á okkur sem vinkonur, Lára Hanna & ekki er ofmælt um að ég kýz að lofa þig & þín verk & elju við hvern þann sem að heyra vill & marga sem að kæra sig ekkert um það.

Við erum ekkert endilega of sammála um orð eða borð, ég frekar hægri hallandi, þú eiginlega með vinzdri slagzíðu einhverja, en um allt annað & þá hluti sem að einhverju máli skipta finnum við samhljóm.

Værum líklega eitt glæzilegt danzpar á gólfi.

Ég er frekar hræddari við málflutníng 'sjallaróbotta' einz & Hilmarz Gunnlaugssonar sem að allztaðar er mættur með meiníngar um fólk & mál & þeirra málefni & vill loka á frjálz skoðanaskipti annara af því að hann 'telur & leggur á mat' & smýgur lymzkulega inn á síður fólkz með að 'popjúlazt' um sammælgi um zumt, & slúðra einhverju um fleira.

Markmið hanz er einmitt það, að hin gömlu almennt velmeinandi vitleyzíngjaviðhorf hanz nái fylgi.   Bendíngin er um að benda annað & ulla á.

Ég þekkti Valhöllina vel, hef djammað í kjallaranum þar & er því næmur á rotturnar þaðan.

Steingrímur Helgason, 18.5.2009 kl. 02:10

13 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þú hefur staðið þig vel í vetur Lára Hanna og átt heiður skilinn fyrir þitt framlag til umræðunnar. Persónulega hef ég litlar áhyggjur af markmiðum eða hlutverki AGS hér, en deili áhyggjum margra af kreddufestu sjóðsins og fræðilegu atgervi. Hinsvegar eru aðstæður hér nokkuð sérstakar svo ekki sé dýpra tekið árinni, en það stendur upp á stjórnvöld hér að breyta þeim, eins og t.d að móta nýja peningamálastefnu og komu upp eðilegu fjármálaumhverfi með afnámi verðtryggingar os. frv. Allt er það hægt ef vilji er fyrir hendi, þó vissulega muni einhverjir skrækja. Hin nýja stjórn þarf síðan að ákveða hvort að hún ætlar að starfa með sjóðnum og fylgja plönum hans, eða ekki. Hálfkák og skeytasendingar í fjölmiðlum milli fulltrúa sjóðsins og stjórnvalda eru ekki leiðin að mínu mati.

Ps. Mér sýnist gagnrýnendur Jóhannesar Björns einna helst vera fólk sem hefur ekki lesið bækur hans eða greinar.  

Ólafur Eiríksson, 18.5.2009 kl. 05:30

14 identicon

Hvenær á að ráða þig til starfa á sjónvarpsstöðvunum?

 Lára Hanna þú ert einstök!  

 Í sjálfum sér ert þú farin að stuðla að lýðræði 2.0, allar umræðurnar, öll vídjóin spurt og svarað!  Þetta er alveg magnað og það væri gaman að sjá meira af þessu og þá líka frá ráðamönnum landsins. Því ef þau virkilega vilja vera tengd þjóðinni, þá þýðir ekki að fela sig inná þingi.

Nú þurfum við að fara að vinna saman, reyna að vera gagnrýnin á okkur sjálf og finna út hvernig Ísland við viljum á næstu árum!  

Haltu áfram, við þrufum á þér að halda!

Unnsteinn (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 08:54

15 Smámynd: Hallur Magnússon

Sammála þér um Silfur Egils!

Þótt ég sé oft ekki sammála þér - þá vil ég þakka þér fyrir gott innlegg í lýðræðislega umræðu á blogginu.

Kveðja

Hallur Magnússon, 18.5.2009 kl. 08:57

16 identicon

Takk fyrir að halda upplýsingum að þjóðinni mín kæra,

 Ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með Jóhannes Björn, ég skal viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að hann hefði verið sömu skoðanna og ég. Hafði aldrei lesið bókina hans. Það er nefnilega þannig að það er eitt vald í heimi hér sem stjórnar. Mjög veikt og sjúkt fólk myndi ég segja. Þetta segji ég ekki vegna þess að ég er vinstri eða hægri, kristinn eða gyðingur (tilheyri engum hópi) heldur eingöngu vegna þess að ég fór að skoða hlutina sjálf og þær staðreyndir sem eru um þessi mál og augljós hverjum sem vill sjá.

 Ég hvet fólk til þess að bara kynna sér hluti, upplýsingarnar eru þarna úti og kæra fólk ESB er algjörlega sjúkt að innan..

 Ef við ættum að stefna að einhverju þá er það sjálfstæði, fullkomið sjálfstæði frá þessum valdablokkum heims og við getum það og við verðum að gera það.

Gleðilegt sumar :)

Björg F (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 10:18

17 identicon

Lára Hanna, hvernig væri ef þú myndir setja reikningsnúmerið þitt hérna á síðuna, og þá gætum við lagt inn á þig.  Mér líst ekkert á það að þú sért að verða gjaldþrota. Þú ert lífsnauðsyn - einsog Egill.

Ef allir myndu leggja inn 1000 krónur og yfir, og ef þeir sem koma hér reglugega myndu sýna slíka ,,rausnarmennsku" á hverjum mánuði, þá held ég þú fengir smá upphæð þegar saman kæmi.  Það er ekki mikill peningur kannski, en það er það minnsta sem við getum gert  fyrir manneskju sem hefur haldið vöku okkar. Ef þú værir ekki, þá stæðum við á berangri...

Beggi (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 14:28

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hættið nú að láta svona við Láru, hún lúin eftir sitt sannarlega "Kraftaverk" og vökur langar í vetur. Nokkra vikna ferð í faðm fjalla og víðáttu ætti hún til dæmis meir en skilið stúlkan til hressingar og að hlaða orkustöðvarnar að nýju! Og fyrst fólk hefur áhyggjur af fjárhag hennar, gæti hún sem best kippt með sér slatta af Tjöllum til dæmis eða Könum og leitt þá í allan sannleik um DÝRÐARRÍKIÐ ÍSLAND! Slatti af krónum og jafnvel ígildismeiri myntum, myndi þá eflaust safnast skjótt ofan í stóru vasana á hjáfjalagallanum hennar og kannski bara líka undir lopapeysuna góðu líka!?

Ekki spurning, fara í frí og þá fyrr en seinna.

Og svo til lukku með þetta sem varð staðreynd upp úr hádeginu á laugardaginn, en við reifum ekki frekar hérna, en var nú samt lítið ánægjuinnlegg á Vesturgötukærleiksheimilið!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.5.2009 kl. 17:04

19 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ágúst... Ég átti þessa bók. Eignaðist hana þegar hún kom fyrst út í kringum 1980. Las hana upp til agna - oftar en einu sinni. Svo hef ég líklega lánað hana og ekki fengið aftur. Bókin er þess virði að lesa hana og ég ætla að fá mér eintak af nýju útgáfunni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.5.2009 kl. 19:40

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með þér flotta kona, mun sakna Egils, hann var fastur punktur sest var niður með kaffibollann eftir matinn og horft/hlustað.
Þú átt einnig heiður margfaldan skilið fyrir þitt framlag, mikil hefur vinna þín verið í því, enda tímafrekt að fylgjast með öllu og merkja svona niður eins og þú síðan hefur fært okkur á silfurfati.
Takk fyrir mig og vonandi hættir þú ekki Lára Hanna mín.

Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2009 kl. 08:01

21 Smámynd: Anna

Sæl. Þú og Silfrið hefur upplýst mig um ástand þjóðarinnar. Ekki alþingi eða alþingismenn. Ég þakka fyrir.Kveðja...

Anna , 19.5.2009 kl. 08:47

22 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ríkissjónvarpið vantar vikulegan þátt þar sem helstu mál liðinnar viku eru tekin fyrir. Ekki í viðtalaformi heldur varpað upp fyrirsögnum og úr fréttum sjónvarps og útvarps. Einnig blögg-miðlum. Svona þáttur yrði algjörlega að vera undir stjórn hæfrar manneskju sem er með puttann á púlsinum. Lára Hanna væri flott í þetta. Mér hrýs hugur við sumri komanda. Ef leynimakkið er á fullu núna, hvernig verður þá í sumar?

Margrét Sigurðardóttir, 19.5.2009 kl. 10:13

23 identicon

Egils verður sárt saknað - (takk fyrir Lára Hanna að setja myndböndin hérna á síðuna, því RÚV linkurinn á síðasta þáttinn virkar ekki). Já, ég er sammála þeim sem leggja til að þú setjir upp $fítus á síðuna þína svo við sem metum þína miklu og mikilvægu vinnu getum lagt þér lið með að senda þér nokkrar aura, þú ættir ekki að hika við það. Margt smátt gerir amk. smáslatta...

iris erlingsdottir (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 05:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband