22.5.2009
Samstöðufundur á Austurvelli
Það er byrjað að gerast sem spáð var - hver Íslendingurinn á fætur öðrum er kominn í þrot. Ein fjölskylda á dag flýr land, ein búslóð á dag flutt burt eins og sagt var í fréttum í vikunni. Og hvað er verið að gera til að hindra þetta eða hjálpa fólki? Sumir segja ekkert - aðrir heilmikið, þá aðallega stjórnarflokkarnir. Ja... verðtryggingin er á sínum stað og enn er ekki búið að breyta myntkörfulánum í lán í íslenskum krónum. Öll lán hækka enn með stjarnfræðilegum hraða og ótalmargir komnir í neikvæða eiginfjárstöðu og sjá enga leið út úr skuldafeninu.
Hagsmunasamtök heimilanna ætla að halda samstöðufund á morgun, laugardag. Hér er tilkynningin frá samtökunum. Ég hvet alla sem hafa áhyggjur af efnahag heimilanna til að mæta og sýna samstöðu.
(sjá nánar um ræðumenn ofl. hér: http://www.heimilin.is )
Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00.
Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu því miður hvergi nærri fullnægjandi. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009. Árið 2007 var um að ræða 7.500 fjölskyldur. Þetta er 380% aukning.
Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána. Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar. Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á efnahagshruninu með þessum hætti.
Hagsmunasamtök heimilanna vilja:
* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda
Ræðumenn:
Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi
Hljómsveitin EGÓ kemur fram.
www.heimilin.is
Athugasemdir
Mæti...............
Hólmdís Hjartardóttir, 22.5.2009 kl. 23:59
ég mæti..
Óskar Þorkelsson, 23.5.2009 kl. 00:05
Ég lika..
Andrés.si, 23.5.2009 kl. 01:26
Mér sýnist að þú misskiljir þetta eitthvað, trítilóða önd. Hagsmunasamtök heimilanna eru ekki flokkspólitísk. Þetta er ekki pólitískur fundur að öðru leyti en því að lífið er pólitískt - en lífið er ekki flokksbundið.
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.5.2009 kl. 02:34
Ég ætla að mæta!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2009 kl. 03:03
Rétt hjá Láru Hönnu. Sýnum samstöðu og mætum öll.
Þórður Björn Sigurðsson, 23.5.2009 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.