Samstöðufundur á Austurvelli

Það er byrjað að gerast sem spáð var - hver Íslendingurinn á fætur öðrum er kominn í þrot. Ein fjölskylda á dag flýr land, ein búslóð á dag flutt burt eins og sagt var í fréttum í vikunni. Og hvað er verið að gera til að hindra þetta eða hjálpa fólki? Sumir segja ekkert - aðrir heilmikið, þá aðallega stjórnarflokkarnir. Ja... verðtryggingin er á sínum stað og enn er ekki búið að breyta myntkörfulánum í lán í íslenskum krónum. Öll lán hækka enn með stjarnfræðilegum hraða og ótalmargir komnir í neikvæða eiginfjárstöðu og sjá enga leið út úr skuldafeninu.

Hagsmunasamtök heimilanna ætla að halda samstöðufund á morgun, laugardag. Hér er tilkynningin frá samtökunum. Ég hvet alla sem hafa áhyggjur af efnahag heimilanna til að mæta og sýna samstöðu.

SAMSTÖÐUFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA

(sjá nánar um ræðumenn ofl. hér: http://www.heimilin.is )

Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00.

Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu því miður hvergi nærri fullnægjandi.  Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009.  Árið 2007 var um að ræða 7.500 fjölskyldur.  Þetta er 380% aukning.

Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána.  Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar.  Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á efnahagshruninu með þessum hætti.

Hagsmunasamtök heimilanna vilja:

* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Ræðumenn:
Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi

Hljómsveitin EGÓ kemur fram.

TÖKUM STÖÐU MEÐ HEIMILUNUM
www.heimilin.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mæti...............

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 22.5.2009 kl. 23:59

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég mæti..

Óskar Þorkelsson, 23.5.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Andrés.si

Ég lika..

Andrés.si, 23.5.2009 kl. 01:26

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér sýnist að þú misskiljir þetta eitthvað, trítilóða önd. Hagsmunasamtök heimilanna eru ekki flokkspólitísk. Þetta er ekki pólitískur fundur að öðru leyti en því að lífið er pólitískt - en lífið er ekki flokksbundið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.5.2009 kl. 02:34

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að mæta!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2009 kl. 03:03

6 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Rétt hjá Láru Hönnu.  Sýnum samstöðu og mætum öll.

Þórður Björn Sigurðsson, 23.5.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband