Einkavæðingin og afleiðingar hennar

Ég hvet alla sem mögulega geta til að horfa á myndina sem sýnd verður á RÚV í kvöld klukkan 22:20 - eftir Tíufréttir - sjá hér að neðan. Umfjöllunarefnið kemur okkur Íslendingum mjög mikið við, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Þakka Dagnýju fyrir ábendinguna í athugasemd við síðasta pistil og tek að auki undir orð hennar þar. Látið sem flesta vita af þessari mynd.

Viðbót neðst í færslu: Umfjöllun Spegilsins í kvöld um myndina.

RÚV - The Big Sellout - Einkavæðingin og afleiðingar hennar


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir að minna mig á þessa mynd! Sá hana einmittt auglýsta um helgina... en var búin að gleyma henni

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.5.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Takk fyrir að minna á þetta. Ég bið þig síðan Lára Hanna að hafa í huga Evrópusambandið og náin tengsl þess við fyrrgreindar alþjóðastofnanir eins og WTO við markaðsvæðingu samfélaga. Það er nefnilega svo að hagsmunasamtök stórfyrirtækja í Brussel hafa mikil áhrif á stefnumótun ESB. Sjá nánar bloggið mitt.

Jón Baldur Lorange, 27.5.2009 kl. 21:54

3 identicon

Sá þessa mynd í þýska sjónvarpinu fyrr í mánuðinum og komst við af skömm og sorg. Framúrskarandi úttekt, einhver albesta heimildamynd sem afleiðingar græðgiskapítalismans sem gerð hefur verið.

nonnih (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:30

4 identicon

Þakka þér fyri að minnast á þessa mynd - ég vona að hún hafi svipuð áhrif á aðra sem horfðu á þetta og hún hafði á mig, nú þurfum við virkilega að skoða okkar hug Íslendingar um það hvernig þjóðfélag við viljum búa til - hvort við erum fylgjandi græðgisvæðingu eða hvort við styðjum við hvort annað til mannsæmandi lífs.

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 00:23

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er í hálfgerðu sjokki eftir að horfa á myndina og tek undir með nonnah... ég komst við af skömm og sorg. Frábær mynd.

Eyþór Örn... mæltu manna heilastur. Við verðum að velja hvernig þjóðfélagi við viljum lifa í - græðgisþjóðfélagi eða samfélagi jöfnuðar og samábyrgðar. Ég veit hvað ég vel.

Jón Baldur... ég lofa að pæla í þessu sem þú bendir á. Mjög athyglisvert.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.5.2009 kl. 00:29

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég segi bara eftir það að horfa á þessa mynd, Burt með AGS strax. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.5.2009 kl. 00:36

7 Smámynd: Eygló

Ég var í losti, - eins og eftir þættina/myndirnar um/eftir "þá tvo" sem ég man ekki hvað heita. Þú fattar örugglega.

Eygló, 28.5.2009 kl. 01:16

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvað eiga bláfátæk borg í Bólivíu og Reyðarfjörður á Íslandi sameiginlegt ?

Svar: BECHTEL

(Gúglið t.d. Bectel Bolivia, til að sjá bakgrunn.  Spennandi lesning -og óhugnanleg)

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.5.2009 kl. 02:44

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er miður mín að hafa misst af myndinni..eins ákveðin og ég var að horfa á hana. Ætli það sé nokkurs staðar hægt að sjá hana á netinu..einhver?

Reyndar sá ég svipaðan þátt þegar ég var í bretlandi. Man ekki hvar það var sem svona stórfyrirtæki keypti vatnsréttindin á viðkomandi stað og íbúarnir sem áður höfðu haft aðgengi að vatni til að sinna frumþörfum sínum eins og þvotti, eldamennsku og til drykkjar máttu sjá á eftir öllu vatni í leiðslur  og þurfti hver fjölskylda að borga sem nam sjöföldum mánaðarlaunum sínum fyrir að hafa aðgengi að vatninu. Þetta er svo ömurlegt að það tekur engu tali...og ég vil fá að vita hvernig það gat gerst að örfáir menn gátu leigt vatnsréttindi til 95 ára á Snæfellsnesi. 

Það segir sig sjálft að auðvaldshringirnir horfa með glampa í augum á þessa auðlindaeyju sem við eigum hér og nudda saman höndum yfir hugsanlegum framtíðargróða sínum þegar þetta verður allt orðið þeirra í gegnum töfrabrögðin sem þeir beita til að ná sínu fram. Við megum ekki láta það gerast!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.5.2009 kl. 09:30

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sá þessa heimildamynd í gærkveldi og staðfesti aðeins þann grun minn hve við Íslendingar erum mikil börn í viðskiptum við þessa herramenn!

Mig langar til að nota tækifærið og segja ykkur frá hluthafafundinum í Exista í fyrradag: Sjálfur fluttiégtillögu þess efnis að binda atkvæðisrétt hlutafjár við það að raunveruleg verðmæti hafi verið greidd fyrir það og að það hafi ekki verið veðsett undanfarin 2ár. Það kom mér ekki á óvart að öll stjórnin sem hefur yfir að ráða meira en 90% hlutafjár lagðist gegn þessari tillögu sem þó var borin undir ekki ómerkari fræðimann en Árna Vilhjálmsson fyrrum prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og stjórnarformann HBGranda til fjölmargra ára. Árni er mjög varkár og er lærifaðir nánast hvers einasta viðskiptafræðings og athafnamanns í íslensku samfélagi. Þessa hugmynd bar eg undir hann eftir aðalfund HBGranda í vor og mér er minnisstæð orð hans að tillaga um takmörk atkvæðisréttar væri til að styrkja verulega íslenskt atvinnulíf og færa til heilbrigðari hátta. Þess gat eg í máli mínu á fundinum.

Draga má þá ályktun af niðurstöðu atkvæðagreiðslu um tillögu mína sé sú að meira en 90%hlutafjár í Exista sé ekki laust við veðbönd. Með öðrum orðum: þessu fyrirtæki er stýrt af mönnum sem sýnt hafa af sér bæði mikla léttúð og ævintýramennsku í störfum sínum.

Varðandi heimildamyndina um heimildamyndina: The big sellout,þá væri mjög æskilegt að hún verði tekin sem fyrst til endursýningar á BESTA útsendingartíma sjónvarpsins og boðaðir verði fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem og annarra til umræðu í framhaldi.

Legg þetta eindregið til! 

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 28.5.2009 kl. 10:39

11 Smámynd: Eygló

Úr því að myndin var á annað borð sýnd, efast ég ekki um að hún verði endursýnd.

Eygló, 28.5.2009 kl. 11:50

12 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er nú margt rusl endursýnt í sjónvarpinu. Hvers vegna ekki þessi mynd. Allir ættu að sjá hana. Og svo fá málefnilegar umræður á eftir af fulltrúum allra stjórnmálaflokka.

Úrsúla Jünemann, 28.5.2009 kl. 11:58

13 identicon

Vissulega voru athyglisverðir punktar í þessari mynd. En mikið held ég að auðvelt væri að gera samskonar mynd með þveröfugum áróðri, þar sem sýnd væru dæmi um hræðileg áhrif hinna ýmsu ríkisfyrirtækja og fyrirkomulagi þar sem fresli einstaklingsins er heft.

Þessi mynd var einhliða áróður, þar sem bakgrunnur þessara mála sem skoðuð voru, voru ekki sýnd. T.d. hver staða bresks lestarkerfis nákvæmlega var, áður en einkavæðingin hófst o.s.frv.

Eitthvað virkaði fullyrðing um að allt regnvatn í Bólívíu hafi verið einkavætt ótrúverðug. Hljómaði eins og þegar selja átti Norðurljósin hér.

Niðurstaða mín eftir áhorf á þessa mynd er að aldrei megi gleyma því að fresli þurfi að fylgja ábyrgð, og í þessum dæmum samfélagsleg ábyrgð.

Davíð Pálsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 15:04

14 identicon

Það stendur í upplýsingunum um myndinna í bloggfærslunni að myndin verður endursýnd sunnudaginn 7. júní kl. 14:25

Marý Björk (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 15:47

15 identicon

Það eru svo rosalega margar ... já svo rosalega margar sterkar vísbendingar um að IMF og ESB er ein og sama valdaklíkan ásamt NAFTA og Alþjóðbankanum og Kína.. já Kína líka að það er eiginlega ekki lengur hægt að horfa bara fram hja því og kalla það sem einhverja samsæriskenningu að hætti Örn Árna í spaugstofunni.

Ég hvet fólk til þess að fara að kynna sér þá alþjóða kapítaliska væðingu sem á sér stað hér á þessum hnetti þar sem markmiðið er einn gjaldeyri, ein stjórn og einn her.

Þessa kreppa sem við lifum nú er EKKI tilviljun. Hún er búin til og markmið hennar er eins og eftir allar krísur hvort sem það eru efnahagskrísur eða stríðskrísur að þjabba þjóðum en betur saman og koma valdinu yfir á enn færri hendur.

Takið bara eftir þeim "úrlausnum" sem stóru þjóðirnar hafa upp á að bjóða í hvert skipti sem krísa gerist.

"Give me a control over nation´s money suply and I care not who makes there laws" Rochild, stofnandi Dynasty veldisins.

Ég vona svo innilega að fólk fari að átta sig á þessu, því mikið liggur við. :)

Björg F (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:28

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hún var endursýnd næsta sunnudag. Sjá lokin í dagskrárkynningunni sem Lára Hanna lét fylgja færslunni sinni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.6.2009 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband