Máttur netsins og framtíð lýðræðis

Sigrún Davíðsdóttir hefur verið einn ötulasti fréttaskýringa- og rannsóknablaðamaður landsins um nokkurt skeið. Sigrún hefur verið með pistla í Speglinum á Rás 1 sem lesa má á vef RÚV hér. Hún hefur líka skrifað margar, góðar fréttaskýringar í Fréttaauka Eyjunnar - sjá hér. Nýjasta fréttaskýring Sigrúnar fjallar um kúlulán Sigurjóns Þ. Árnasonar og er fróðleg lesning í meira lagi. Nú munu þau furðulegu "lánamál" vera á allra vitorði og komin inn á borð hjá FME - alltént annað lánið af tveimur. Þetta mál kom upp á netinu, hélt áfram á netinu og fyrir þrýsting netverja (les. almennings) er það nú til skoðunar. Við væntum þess að málinu verði fylgt fast eftir. Nú reynir á heiðarleika og sjálfstæði embættismannanna.

Meðal þess sem Sigrún segir í fréttaskýringu sinni er þetta: "Í skuldabréfinu kemur í ljós að veðið fyrir láninu er húsið í vesturbænum sem Sigurjón býr í en síðan handskrifað á bréfið að þetta sé ‘eignarhluti Sigurjóns'. Þó kemur fram í undirskriftum bréfsins að eiginkona Sigurjóns er þinglýstur eigandi hússins sem þau hjón búa í. Húsið var fært á eiginkonuna um miðjan október, viku eftir hrun Landsbankans." Því spyr ég: Ef Sigurjón á helming í húsinu hlýtur brunabótamat þess að vera 80 milljónir. Ekki má veðsetja húseign umfram brunabótamat. Ef kona Sigurjóns er skráð fyrir öllu húsinu verður brunabótamat þess að vera 40 milljónir til að geta tekið veð í húsinu fyrir þeirri upphæð. Í báðum tilfellum, Granaskjóli 28 og Bjarnarstíg 4, er brunabótamat húseignar rétt rúmlega "láns"upphæðin eins og sjá má á gögnum Fasteignaskrár Íslands. Það hlýtur því að vera rangt, eins og Sigrún bendir á, sem fram kemur í skuldabréfinu (sjá viðhengi neðst í færslunni) að um "eignarhluta Sigurjóns" sé að ræða.

Fasteignaskrá - Granaskjól 28

Fasteignaskrá - Bjarnarstígur 4

Eins og fram hefur komið víða kemst Sigurjón hjá því að borga skatt af þessum "lífeyrissparnaði" með því að veita sjálfum sér slík "lán", auk þess sem lög kveða á um að lífeyrissparnað geti fólk aðeins tekið út eftir sextugt. Sigurjón er fæddur 24. júlí 1966 og er því rétt tæplega 43 ára. Hvað segja þeir sem hafa ýmist tapað milljónum úr séreignasjóðum sínum eða öðrum lífeyrissjóðum við þessu? Hvað segja þeir sem tapað hafa aleigunni í hlutabréfum eða sjóðum ýmiss konar sem bankarnir stofnuðu til að ryksuga til sín sparifé fólks og nota það að eigin vild? Maður spyr sig...

Hér er umfjöllun Moggans og Fréttablaðsins í dag. Auk þess vakti þessi frétt á Vísi.is athygli mína. Ég sagði í viðtali við Spegilinn í síðustu viku að fólk fái ekki heildarmyndina af þjóðmálaumræðunni með því að treysta á hefðbundna fjölmiðla - blöð og ljósvakamiðla. Ég stend við það. Eitthvað svipað og miklu fleira sagði ég í 50 mínútna viðtali við Ævar Kjartansson og Ágúst Þór Árnason um daginn. Því viðtali verður útvarpað einhvern af næstu sunnudagsmorgnum í þættinum Framtíð lýðræðis á Rás 1. Máttur netsins er mikill og á eftir að aukast. Netið - bloggið og netmiðlar ýmiss konar - gegna gríðarlega miklu og stóru hlutverki í framtíð lýðræðis á Íslandi.

Lán Sigurjóns - Mbl. 15.6.09 - Smellið þar til læsileg stærð fæstLán Sigurjóns - Fbl. 15.6.09


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Lára og aðrir lesendur.

Það sem okkur bloggarana vantar oft eru einhver gögn til að byggja á og einnig það að við höfum sjaldnast samband við þá sem málið varðar.

Í lánamáli Sigurjóns var það bloggari sem hafði frumkvæði af því að verða sér út um afrit af skuldabréfinu. Þá fór boltinn að rúlla, en við vorum síðan stopp því enginn fór að hafa samband við lögmanninn eða Sigurjón sjálfan. Þarna fóru fjölmiðlarnir af stað og unnu í því.

Þegar viðbrögð lögmannsins komu fram í fjölmiðlum þá héldu bloggararnir áfram og komu fram með þetta með skattaundanskotin og ýmsa vinkla í málinu.

Bloggararnir þurfa því að vera duglegri við að afla gagna sjálfir og hafa samband við fólk sem málið varðar til að geta fyllt inn í myndina.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 13:51

2 identicon

Þó það komi etv. ekki beint efni þessa pistils við þá ganga nú sögur um að mál Sigurjóns sé ekki einsdæmi þrátt fyrir yfirlýsingu frá NBI. Reyndar hefur það verið sagt að Sigurjón hafi ólíkt flestum öðrum lagt allt sitt undir í rekstri bankans, þ.e. eignin var þar bundin á eigin nafni en ekki í aflandsfélögum.

Hvað sem rétt eða rangt er í þessu öllu, er ekki kominn tími á að stjórnvöld fari að hraða rannsókn, kafa af krafti ofan í eignir og gjörninga bankastarfsmanna, eignarhaldsfélaga og eigenda þeirra. 

Það getur ekki verið annað en óþolandi fyrir þá heiðarlegu að sitja undir óbeinum grun. 

Leiðir bloggara að upplýsingum ættu að geta gefið FME, saksóknara eða "sannleiksnefnd" einhverjar góðar hugmyndir. 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Finnst nokkuð ljóst að hér er á ferðinni mál, sem hefði aldrei komist í hámæli, nema vegna netsins og bloggara.

Rannsóknin er því að taka á sig nýjan vinkil, enda allir orðnir löngu uppgefnir á biðinni löngu, að sjá einhvern fjárglæframanninn á bak við lás og slá.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.6.2009 kl. 14:46

4 identicon

Ótrúlegt hvað íslenskt dómskerfi er lint gagnvart hvítflibbabrotum og langan tíma tekur að rannsaka og ákæra stærstu brot sem varða þjóðarhagsmuni. Lögfólki virðist nánast alltaf takast að túlka lögin hinum grunaða í vil - og fjölmiðlar lepja þetta upp gagnrýnislaust allajafna. Berið þetta saman við Írland sem breytti m.a. stjórnarskránni á neyðarfundi viku eftir morðið á blaðakonu til að haldsetja eignir eyturlyfjasala.

Ég er ekki að mæla með stöðugum breytingum á stjórnarskrá en ef einhvern tíma var þörf á skjótum og róttækum aðgerðum þá er það núna. Það er hneyksli ef þrýsting bloggara þarf til að hvítflibbabrotum sé fylgt eftir.

http://en.wikipedia.org/wiki/Veronica_Guerin#Aftermath

arnbjörn (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 18:18

5 identicon

Hvað finnst fólki um það að maður með milljónir í mánaðarlaun geti ekki látið launin duga til að hafa það gott Heldur tekur tugmilljóna lán til að geta lifað enn flottar?

Og að hafa gert þessi "mistök" að þessir undirmáls vextir reiknist ekki fyrr en eftir að búið er að borga lánið, 20. 11. 2028. Hvenær hafa slík mistök verið gerð þegar óbreyttir viðskiptavinir fá lán? Auðvitað trúum við ekki svona bulli.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 23:16

6 identicon

Hvaðan komu svona miklir peningar í þennan lífeyrissjóð Sigurjóns???? Er hann kannski meðal þess sem við erum að borga fyrir núna????

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 23:35

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sviksemin og spillingin eru ennþá í fullum gangi, ég undrast það mest hversu fáir mæta á mótmælin undanfarna viku. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.6.2009 kl. 00:21

8 identicon

Einusinni var náungi sem dró sér fé úr sjóði. Vinirnir í sjóðstjórninni uppgötvuðu fjárdrátinn. "Úps, hann gæti lent í fangelsi, við verðum að gera eitthvað" og þá var útbúið skuldabréf, veðin voru kannski ekki uppá marga fiska en málinu var samt bjargað - bókhaldið stemmdi.

Þetta er að sjálfsögðu óskylt mál en það er margt skrítið við lánveitingu þessa sjóðs til þessa fyrrverandi bankastjóra, eiginlega eins og þetta hafi verið e.k. "eftiráredding". Hvers vegna er vísitala september notuð (síðasti mánuður gamla bankans) en ekki nóvember, þegar bréfið er gefið út? Hvernig getur "einka" sjóður haft sömu kennitölu og almennur sjóður bankans og samt gilt mismunandi lög um þessa "tvo" sjóði. Eru einhver lög til um "einka"séreignasjóði?

En við getum verið alveg róleg, þetta verður örugglega rannsakað ofan í kjölinn og engin ástæða til að ætla að hér sé eitthvað óhreint á ferð, þetta er jú NÝJI bankinn, ....kannski sömu einstaklingarnir...en...??

sigurvin (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 00:25

9 identicon

En og aftur Lára Hanna,

Kærar þakkir fyrir frábæran pistil. Satt segir þú um mátt netsins, án þess væri engu við hreyft, og auðvitað ekki víst að svo verði í raun, það virðist allt löglegt á Íslandi.

Nú segja fróðir menn að ein aðal ástæðan fyrir því að Barak Obama verður að beita hörku í baráttu sinni fyrir bættum sjúkratryggingum í Bandaríkjunum sé fyrst og fremst netinu að þakka. Hann lofaði öllu fögru í kosningabaráttunni og fékk fyrir vikið fjárstyrk frá milljón manns, óbreyttum almenningi, sem nú vill fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Nær allir forsetar Bandaríkjanna frá tímum Nixon hafa reynt að koma á umbótum í heilsutryggingum, en þar sem meiri hluti þingmanna voru (og eru enn) í vasa tryggingafélaga og lyfjaframleiðanda hefur engu, fram til þessa, verið breytt.

DoraB (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 03:01

10 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Þetta er frábær pistill hjá þér Lára Hanna. Það sem mig langar til að vita er hvert væri verðmat á Bjarnarstígnum, þá daginn sem lánið var tekið. Til þess að fá lán með veði í fasteign verður að vera fyrir hendi verðmat löggilts fasteignasala. Ég held að það sé bara pinku lítil íbúð! Þess vegna finnst mér skrítið að 30 miljónir í lán rúmist á henni. Fyrir mörgum árum síðan svaraði ég og fyrrverandi unnusti minn auglýsingu um íbúð til leigu. Hún var voðalega sæt og skemmtilega staðsett en pinku lítil og þvottaaðstaða í skúr í garðinum. Það var þessi íbúð. Við skoðuðum hana en Sigurjón var svo fégráðugur, hann vildi fá svo mikið fyrir hana. Hann vildi leigja íbúðina með húsgögnum því að hann var að fara erlendis í nám. Við höfðum ekki áhuga á því. Þá sagði hann að ef að við vildum leigja hana tóma yrðum við bara að borga fyrir leiguhúsnæði fyrir húsgögnin hans. Við vorum yfir okkur hneiksluð. Þvílíka ósanngirni og fégræðgi höfðum við aldrei kynnst þannig að við fórum og báðum manninn vel að lifa.

Anna Margrét Bjarnadóttir, 16.6.2009 kl. 10:18

11 identicon

Icesave kóngurinn Sigurjón virðist vera ormetinn og siðblindur moðhaus.    Hvers vegna fær svona maður að vera kennari í skóla hér á landi.  Er hann ekki leiðbeinandi við H.R  ?

Það hlýtur að fara að hitna all verulega í þjóðinni ef svona lagað á fram að ganga.   Hér virðist sömu siðspilltu moðhausarnir vera að stjórna öllu enn.  Kæmi mér ekki á óvart að út úr þessu kæmi sterkur foringi svo þjóðin hristi þetta lið af sér snarlega í eitt skipti fyrir öll.  Þetta gengur ekki.  Hér virðast allir stjórnendur vera huglausir aumingjar.  

Þetta er eins og maður sé að lesa bók eftir Graham Green.

Rúnar (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband