19.6.2009
Þrumuræða og sígild áminning
Þegar ég er með pistil á prjónunum, er að móta hann í huganum og rifja upp hvaða ítarefni ég á í sarpinum til að tengja í eða birta, kemur ýmislegt upp úr kafinu. Í þetta sinn var það þessi þrumuræða Herberts Sveinbjörnssonar, formanns Borgarahreyfingarinnar. Ræðan er flutt á Borgarafundi 12. janúar - áður en Borgarahreyfingin var stofnuð, minnir mig. Enda ríkisstjórn Geirs Haarde enn við völd og ekki búið að boða til kosninga.
Ég hlustaði á Herbert og hugsaði með mér, að velflest sem hann sagði þarna, fyrir rúmum 5 mánuðum, ætti við enn þann dag í dag. Mér fannst ræðan svo mögnuð að ég ætla að láta hana standa í sérfærslu, ekki blanda henni saman við það sem á eftir kemur. Hlustið á Herbert og pælið í því sem hann segir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég man hvernig salurinn var farinn að taka undir með Herberti... "Löglegt? Já... Siðlegt? ......"
Einar Indriðason, 19.6.2009 kl. 17:13
Ég man vel eftir þessari ræðu. Mögnuð.
Offari, 19.6.2009 kl. 17:43
Þetta var "þrumuræða" hjá honum Herberti !
Ég man enn eftir rafmögnuðu andrúmsloftinu og undirtektum áhorfenda, eins og Einar minnist á.
Lilja Skaftadóttir, 19.6.2009 kl. 18:00
maðurinn er snillingur. ég hefði svo gjarnan viljað sjá hann komast á þing.
Brjánn Guðjónsson, 19.6.2009 kl. 19:57
já það veitti ekkert af honum þar. Annars nokkuð mögnuð ræða, það er verið að taka okkur í raskatið "í beinni útsendingu á BBC"... Löglegt: já, Siðlegt? maður spyr sig.
Aron Ingi Ólason, 19.6.2009 kl. 21:14
Já, ein af eftirminnilegu ræðunum. Herbert er líka sómadrengur. Um það má dæma eftir um það bil hálfrarmínútu viðkynningu.
Rómverji (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 22:57
Flott ræða og frábær lokaorð. Ég er stolt af að hafa mætt á Austurvöll og tekið þátt í búsáhaldabyltingunni. Það yljar manni að geta hugsað með sér "Ég stóð upp, ég barðist". Það skiptir máli að fólk komi á fundi og mótmælasamkomur þó ekki sé nema til að "láta telja sig" eins og einn komst að orði. Stríðinu er langt því frá lokið og pottar og pönnur ásamt öðru slagverki munu líklega hljóma marga laugardaga í sumar. Áfram Ísland !
Hrönn (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 00:29
Hagsmunasamtök heimilanna munu standa fyrir opnum félagsfundum þriðjudaginn 23. júní þar sem yfirskriftin er greiðsluverkfall. Félagsmenn munu verða beðnir um að ganga til kosninga um hvort samtökin skulu hefja formlegt greiðsluverkfall. Formleg atkvæðagreiðsla fer fram með rafrænum hætti í kjölfar fundarins.
Meira hér:
http://www.heimilin.is/varnarthing/aegereir-greiesluverkfall
http://www.heimilin.is/varnarthing/spurtsvaradgreidsluverkfall
Þórður Björn Sigurðsson, 20.6.2009 kl. 00:35
Góða Lára Hanna, hjálpaðu mér svo ég geti sent dreifibréf á alla alþingismennina hvað varðar sparnað. Það er ekki nóg að ráðast að okkur öryrkjum, ég vil sjá sparnað í utanríkisþjónustunni t.d. að leggja niður sendiráðið í Japan sem kostar okkur 600 millur á ári og svo okkur ótalt margt annað. Með bestu kveðjum og fyrirfram þökk.
Þráinn Jökull Elísson, 20.6.2009 kl. 03:40
Herbert er drengur góður - mér þótti slæmt að hann skyldi ekki komast á þing.
Arinbjörn Kúld, 20.6.2009 kl. 04:36
Skipum Herbert sem dómsmálaráðherra eftir næstu kosningar.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.