Ólafur Hannibalsson um Icesave

Þessi grein Ólafs Hannibalssonar er afskaplega áhugaverð. Morgunblaðið birti aðeins hluta hennar í prentútgáfu sinni í morgun en greinin er í heild birt hér. Greinin Icesave-hamfarirnar í Hollandi eftir Þórð Snæ Júlíusson sem Ólafur vitnar í er hér og skýrsla Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega, Hagkerfi bíður skipbrot, er hér. Auk þessara greina segist Ólafur hafa byggt grein sína á bókunum Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson og Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson.

Ólafur Hannibalsson - Icesave - Moggi 6.7.09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Greinin er áhugaverð þar sem hún lýsir vel sjónarmiðum þeirra sem telja að almenningur á Íslandi eigi að borga.

Hversu illa sem íslenskir ráðamenn héldu á spilum og hvað sem einstakir ráðamenn sögðu og gerðu eða gerðu ekki, þá breytir það ekki því að það eru engin lög sem segja að ríkissjóður (skattgreiðendur) skuli ábyrgjast innistæður í einkabönkum umfram það sem safnaðist í sjóðinn. Ríkisábyrgð getur ekki skapast án þess að alþingi ákveði það.

Ef einhverjir Íslendingar vilja bæta ICESAVE fórnarlömbum það tjón sem þeir áttu engan þátt í að valda þá tek ég ofan fyrir þeim.

En þeir ættu ekki að neyða alla þjóðina til að gera það með sér.

Frosti Sigurjónsson, 6.7.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ólafur er góður. Vann með honum á Heimsmynd í gamla daga og það var ekki mjög leiðinlegt.

Helga Magnúsdóttir, 6.7.2009 kl. 19:21

3 identicon

Vandamálið er að bankarnir fóru ekki á hausinn. Ríkið keypti þá (eða yfirtók). Erfitt að sjá hvernig þeir ætluðu að gera það án þess að taka ábyrgð á innstæðum í öllum útibúum. Nú er á leiðinni málssókn og þar er líklegt að í ljós komi að neyðarlögin halda ekki vatni, og ríkið er ábyrgt fyrir innstæðum útlenginga til jafns við Íslendinga. Að fullu, eða eins miklu leyti og það getur fram í gjaldþrotið.

Hefðu bankarnir fengið að fara á hausinn sæti ríkið ekki í súpunni. Þá væri hins vegar sparifé allra landsmanna (og erlendra innstæðueigenda) glatað.

Það er eiginlega engin ferlega auðveld lausn á þessu.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 19:50

4 identicon

Menn þurfa ekki að vera á þvi að þjóðinni beri skilyrðislaust að borga samkvæmt fyrirliggjandi samningum þótt þeir fallist á lýsingar Ólafs Hannibalssonar á framgöngu íslenskra stjórnvalda.

Ekki að furða að stjórnvöld vilji málið út úr heiminum sem fyrst. Málstaður íslenskra stjórnmálamanna, embættismanna og stofnana er hroðalegur. Eg veit ráð til þess að draga hann betur fram í dagsljósið:

http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2123 

Rómverji (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 19:53

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"...það eru engin lög sem segja að ríkissjóður (skattgreiðendur) skuli ábyrgjast innistæður í einkabönkum umfram það sem safnaðist í sjóðinn."

 Rangt.  Algjörlega kristalskýrt að ef sjóðurinn getur ekki borgað lágmarkið = Ríkið ábyrgt.  Allt tal um annað er þvaður. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.7.2009 kl. 21:53

6 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þetta er mögnuð samantekt hjá Ólafi, ég vissi ekki að Landsbankinn og FME hefðu beinlínis hafnað og hunsað tilmæli hollendinga og breta um að flytja icesave reikningana í dótturfélög. Ég hélt þvert á móti að íslensk stjórnvöld hefðu verið að reyna að færa þá í það fyrirkomulag en það hafi "ekki tekist". Málinu virðist vera þveröfugt farið sem setur það í allt annað ljós og skýrir hörku þessara ríkja gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Frá þeirra bæjardyrum séð beittu íslensk stjórnvöld þessum ónýta banka vísvitandi á breska og hollenska innistæðueigendur og þvældust fyrir því að flytja reikningana í dótturfélög gagngert til að unnt væri að sópa góssinu til íslands - eða hvert það fór nú?!

Vanhæfi er eitt - ásetningur er annað mál og verra.

Þetta skýrir fyrir mér hversu vopnlaus íslensk stjórnvöld eru í málinu. Svo vopnlaus að þau treysta sér ekki til að halda á rétti íslenskra borgara fyrir dómstólum. Þessi gjöreyðingartúr Landsbankans og FME braut og bramlaði allar brýr í málinu.  Líklega endar þetta mál fyrir dómstólum og ef marka má uppsetningu Ólafs lítur það ekki glæsilega út fyrir ísland.

Þetta breytir samt ekki því að ríkisábyrgð á innistæðum er beinlínis þvert á öll prinsipp sem innistæðutryggingakerfi EU hvílir á. Sem er að pilsfaldakapítalismi stóð aldrei til. Þar er hvergi stafur um ríkisábyrgð á lágmarkinu. Þeir sem lesa það út úr tilskipunninni eru skyggnir að mínu mati.

Ólafur Eiríksson, 6.7.2009 kl. 22:28

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mig langar að benda þér á góða grein sem Ólafur Gíslason skrifar á eyjunni.is.  - Þetta er grein sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2009 kl. 22:40

8 Smámynd: Karl Ólafsson

Ég held að mat Ólafs Hannibalssonar á þessu máli sé nokkuð rétt og skynsamt. Við eigum ekki aðra kosti en að samþykkja Icesave samninginn, alveg sama hvað við erum reið og sár yfir því og alveg sama hvað okkur virkilega finnst að við ættum ekki að vera ábyrg fyrir skuldum banka í eigu einkaaðila. FME, Seðlabankinn og Ríkissjóður eru öryggisnet innistæðutryggingarsjóðs. Þess vegna máttu bankarnir aldrei verða 11*VLF.

Ég vona að nokkur hluti þeirra 60% landsmanna sem teljast á móti samningnum séu það vegna skiljanlegrar reiði, en sjái við nánari skoðun að aðrir kostir eru ekki í stöðunni. Og ég vona innilega að meginþorri þingmanna láti sér segjast og samþykki samninginn og snúi sér síðan að því að leggja viðsnúningi hagkerfisins lið þ.a. við eigum e.t.v. 'fighting chance' á því að greiða samninginn í fyllingu tímans.

Karl Ólafsson, 7.7.2009 kl. 02:01

9 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég get aldrei sætt mig við að íslenska þjóðin taki þennan skell umfram það sem þegar er orðið. Ég mun trúlegast forða mér ef þetta verður samþykkt enda tel ég enga von til þess að Ísland muni nokkurntímann geta staðið undir þessu. Þetta er ávísun á algjört hrun og landflótta. Það á ekki undir neinum kringumstæðum, nokkurntímann að samþykkja samning sem þjóðin getur ekki staðið við og í ofanálag eyðileggur lagalegan rétt hennar fyrir alþjóðlegum dómstólum í kjölfarið. Ég get sætt mig við að semja en þá til málamynda undir réttum formerkjum og hámarka skaðann og afborganir.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.7.2009 kl. 07:42

10 identicon

Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið mun hafa heilandi árhif á samfélagið. Ekki gengur að troða þessu ofan í kokið á þjóðinni upp á gamla mátann.

http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2123

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband