Hin fallna þjóð og afsal auðlinda

Efnahagshruni og -ástandinu á Íslandi hefur margoft verið líkt við Argentínu og atburðina þar fyrir ekki svo ýkja löngu. Og réttilega. Hvort unnt verður að líkja framhaldinu við Argentínu verður tíminn að leiða í ljós. En gjörðir iðnaðarráðherra í gær benda til að svo verði. Stóriðja, útsala á raforku, framsal náttúruauðlinda til erlendra álrisa sem greiða litla sem enga skatta og skila sáralitlum arði til þjóðarinnar, ótrúlegt vanmat á arðsemi óspilltrar náttúru sem þó er aðalaðdráttarafl erlendra ferðamanna og vafasamt eignarhald þeirra fyrirtækja sem nú virðast ætla að leggja undir sig nýtingu auðlindanna. Erum við ekki búin að fá nóg af misheppnaðri einkavæðingu? Í umræðu um ímynd Íslands í Kastljósi í gærkvöldi sagði Jón Ásbergsson, forstjóri útflutningsráðs, þetta um viðamikla könnun á ímynd Íslands í þremur löndum fyrr á árinu.

Hvenær ætla Samtök atvinnulífsins og græðgisvæðingarelítan að átta sig á verðmæti íslenskrar náttúru? Og stjórnmálamenn í öllum flokkum!

Fyrir næstum nákvæmlega ári síðan skrifaði ég í pistli um náttúruna og rányrkjuna: "...Katrín (Júlíusdóttir) kom út eins og argasti stóriðju- og virkjanasinni. Kannski er hún það..." Þarna var ég að vísa í þessa umræðu í Kastljósi. Katrín var þá formaður iðnaðarnefndar - nú er hún iðnaðarráðherra. Unnendur náttúru Íslands, innlendir sem erlendir, geta ekki vænst neinnar miskunnar úr þeim herbúðum, að því er virðist. Hér skal náttúrunni fórnað, virkjað og álver reist, hvort sem það er þjóðhagslega hagkvæmt eða ekki. Auðlindirnar skulu einkavæddar og ofnýttar, hvað sem hver segir.

Í byrjun október, þegar hrunið var að skella á okkur, skrifaði ég pistil um Argentínu og vísaði í Spegilsviðtal við Hólmfríði Garðarsdóttur, lektor, sem er kunnug á þeim slóðum (viðtalið er viðfest neðst í þessum pistli). Í helgarblaði DV er athyglisverð úttekt á uppgangi og hruni Argentínu - og hlutverki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í því ferli öllu. Hér er útdráttur:

DV.is - Hin fallna þjóð - 7. ágúst 2009

Fyrir nokkru birti ég heimildamynd um efnahagshrun Argentínu. Ferlið er skelfilegt og landið hefur ekki ennþá bitið úr nálinni með ástandið. Ég legg til að fólk gefi sér góðan tíma til að horfa, velta fyrir sér ástæðum hrunsins, viðbrögðum, afleiðingum og úrlausnum. Getum við lært eitthvað af þessu?

Efnahagshrun Argentínu - 1:3

 

Efnahagshrun Argentínu 2:3

 

Efnahagshrun Argentínu 3:3

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Lára Hanna , sá þessa frétt um Lettland sem á í gríðarlegum vanræðum og á líka að fá "hjálp" frá IMF

en þeir eru ekki sáttir við að ríkisstjórnin hafi ekki skorið niður nægilega mikið í þeirra augum, sá eina frétt

um daginn um að Lettar væru að loka sjúkrahúsi numer eitt í Riga með skelfilegum afleiðingum fyrir fólkið

af sjálfsögu en það kemur þeim hjá IMF ekkert við virðist vera. Svo hefur ESB alt aðra leið fyrir Letta en

IMF sem virist vera eins og þeir fóru með Argentinu, þeir hafa ekki lært neitt virðist vera...

http://www.dn.se/ekonomi/problem-i-samtal-lettland-imf-1.911878

Jóhannes (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 07:14

2 identicon

Er iðnaðarráðherra ekki örugglega Júlíusdóttir?

Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 08:33

3 Smámynd: Sjóveikur

Svo verður gripið til neyðar ráðstafana til að sannfæra fólkið í landinu um að það sé með "deleríum"

áhugavert að sjá myndbandið !!!

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

www.icelandicfury.com

Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!

sjoveikur

Sjóveikur, 8.8.2009 kl. 09:38

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Auðvitað, Kristín. Takk fyrir leiðréttinguna - búin að breyta.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.8.2009 kl. 10:26

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Svo oft hef ég heyrt rætt um "fórnarlömb" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ég hef heyrt um hvernig AGS hefur þjóðnýtt auðlindir skjólstæðinga sinna. Ég hef heyrt hvernig lifsandinn hefur bókstalega verið undinn úr þjóðum. Ófagrar sögur sem einkennast af ljótleika og valdapoti og fíkn!

Ísland er að breytast í námu. Námu þar sem námaréttindin eru hjá AGS og bráðum ESB. Þegar námur eru fullnýttar, er þeim lokað.  Orð þín Lára Hanna eru mikilvæg. Þú dregur fram í ljósið þá framtíð sem bíður Íslands ef ekki er brugðist við nú þegar. Þjóðnýting blasir við og þrældómur. Ég vil minna á pistil sem ég skrifaði í janúarmánuði um SVARTA JÖRÐ. Hvernig alþjóðaráð, stofnanir, matvörukeðjur og jafnvel lönd eru farin að seilast eftir auðlindum og jarðnæði meðal magnlítilla landa.  Pistill þinn minnti mig á einmitt þetta.

Baldur Gautur Baldursson, 8.8.2009 kl. 10:57

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég er fylgjandi því að nýta allar okkar auðlindir á sjálfbæran hátt, þar með talið vatns og gufuorkuna en ég hef áhyggjur af þessari álvæðingu. Við vorum heppin með fyrsta samstarfsaðilann, Alusuisse, en eignarhald á þessum félögum sem nú eru að sölsa undir sig alla raforku er mjög óljóst og þeirra hagur er ekki okkar hagur. Þeir munu skilja eftir sviðna og mengaða jörð. Fyrir utan hve óskynsamlegt er að veðja öllu á eina tegund iðnaðar. Kolefnistrefjar eru taldar leysa ál af hólmi innan skamms. Það virðist sama hver af fjórflokknum er við völd, þá skortir alla framtíðarsýn. Þeir hugsa bara í kjörtímabilum.

Á meðan þetta kerfi er við lýði verður engin breyting. Við verðum hráefnissalar og 90 % af þjóðinni verða leiguliðar í eigin landi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.8.2009 kl. 21:48

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Já, ágætt að rifja þetta upp Lára Hanna, en þetta er það sem ég hef varað við á bloggsíðu minni. Sambandið á milli stjórnmálaheimsins og viðskiptalífsins er slæmur kokteill fyrir þjóðarhag til lengri tíma litið. Blandaðu síðan AGS og ESB í þessa blöndu á þá skulum við fara að hafa áhyggjur! En mörgum líkar þessi kokteill og kallast a la nýfrjálshyggja. Þessi hópur stóð að misheppnuðu einkavæðingunni, eru talsmenn óhefts markaðsbúskapar og vilja teyma okkur inn í ESB. Vonandi áttar þjóðin sig á þessu eitraða sambandi áður en illa fer.

Sjá:

AGS skammar stjórnvöld fyrir linkind ... 30. maí 2009.

Peningamangararnir hafa flúið hásæti sín.  25. maí 2009.

Nýfrjálshyggjubandalagið ESB.  24. maí 2009.

Stórfyrirtæki ... 13. maí 2009.

Jóhanna hafnar nýfrjálshyggjunni en lætur hana teyma sig inn í ESB.  24. apríl 2009.

Varið ykkur á nýfrjálshyggjunni - Nú vilja talsmenn hennar koma okkur inn í ESB.  19. apríl 2009.

Jón Baldur Lorange, 8.8.2009 kl. 23:37

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk Lára, þetta var mjög nauðsynlegt innlegg í umræðuna. Horfði á þetta og varð mjög dapur fyrir hönd Argentínumanna. Vonandi tekst okkur að forða Íslandi frá þessum örlögum. Ef ekki verður stefnubreyting förum við nákvæmlega sömu leið. IMF hefur örugglega lært sína lexíu og lætur argentínska veturinn 2001 ekki endurtaka sig á Íslandi.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.8.2009 kl. 16:50

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert snillungur Lára, ekkert minna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2009 kl. 19:49

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

-snillingur- átti það að vera

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband