Hver stjórnar Íslandi?

Stundum verð ég svo reið að ég tek meðvitaða ákvörðun um að halda mér saman þar til mér rennur reiðin. En nú tókst það ekki. Ég hef nokkrum sinnum nefnt embættismannakerfið og stjórnsýsluna, síðast hér. Kallaði kerfið fimmta valdið í þessum pistli og held að það sé réttnefni. Sagt er að það sé handónýtt apparat, gjörspillt og þar ríki klíkuskapur og eiginhagsmunagæsla. Sem ég sit hér og horfi og hlusta á Kastljósið fæ ég hroll og mér verður æ ljósara að þau eru mörg, ríkin í ríkinu. Þau eru líka æði skuggaleg og hafa á sér sterkan blæ leyniklúbba þar sem klíkubræður hygla sér og sínum. Og ég spyr: Hver stjórnar Íslandi? Margir fullyrða að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórni hér öllu. En ég fæ ekki betur séð en að skilanefndir bankanna, sem sýsla með aleigu og fjöregg þjóðarinnar, séu forhertasta valdið og fari sínu fram hvað sem hver segir. Ætlar enginn að taka í taumana? Hefur enginn kjark til að fylgja eftir loforðum um opna stjórnsýslu, gagnsæi og heiðarleika?

Frétt á Eyjunni 12. ágúst 2009 - tilvísun í Vísi.is

Eyjan 12. ágúst 2009

 Fyrirspurnin og svar ráðherra á Alþingi í dag

Þessi frétt birtist á Eyjunni í gær

Eyjan 11. ágúst 2009

Gunnar Andersen, forstjóri FME kom í Kastljósviðtal í gærkvöldi og var ekki sammála okkur hinum um, að skilanefndirnar væru að lítilsvirða ákvarðanir FME. Gunnar virtist ekkert hafa við vinnubrögð skilanefndanna að athuga. Ég næ því ekki. Það er ekki traustvekjandi að þeir sem hafa með uppgjör bankanna að gera séu tengdir og skyldir bæði inn í gömlu bankanna og fyrirtæki útrásardólga. 

Gunnar Andersen, forstjóri FME, í Kastljósi 11. ágúst 2009

Rætt var við Pál Eyjólfsson, stærðfræðing og fyrrverandi starfsmann Landsbankans í Lúxemborg í Íslandi í dag 14. júlí. Páll var myrkur í máli og sagði m.a.: "Mér finnst eins og þeir hafi ákveðið að setja þetta í þrot og reyna að hirða eins mikinn pening úr þessu og þeir gátu með að skrifa tíma og taka ráðgjafaþóknanir." Þetta skyldi þó aldrei eiga við skilanefndir bankanna á Íslandi líka? Nóg hafa þær kostað þjóðina og þóknanir nefndarmanna ekkert slor. Feitur biti handa vinum, vandamönnum, klíkubræðrum og hvað... flokkssystkinum? Hvaða stjórnmálaflokkum tengist þetta fólk. Þetta angar allt af sukki og spillingu sem við vonuðum að heyrði fortíðinni til en virðist ekki hafa farið langt.

Ísland í dag 14. júlí 2009 - Páll Eyjólfsson

Í Kastljósi í kvöld tók Helgi Seljan saman fróðlegar upplýsingar um skilanefndir bankanna og fólkið í þeim - fyrri störf, tengsl og sitthvað í þeim dúr. Þetta er hrollvekjandi. Bendi einnig á skrif Ólafs Arnarsonar á Pressunni, hann hefur fjallað talsvert um skilanefndirnar.

Kastljós 12. ágúst 2009 - Úttekt á skilanefndum

Þessu ótengt - og þó ekki. Ég ætla ekki að segja neinum hvað fór í gegnum huga minn þegar ég sá þessa frétt á Stöð 2 í kvöld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh ég er orðin svo þreytt á því að vera svona reið....... og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að það skuli enn koma fréttir sem geta toppað hin reiðiköstin. Hvern andsk... er hægt að gera??? Við verðum að fá einhverjar lausnir til að greiða úr þessum ömurlegu valdaflækjum

Heiða B. Heiðars, 12.8.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við verðum núna að hætta að vera reið og fara að skipuleggja aðför að þessum helvítis fokking fokk þjófum og ribböldum.  Þeir hlægja að okkur og stjórnsýslunni og öllu Íslandi, sem þeir hafa tekið ósmurt í rass.....  Þetta einfaldlega gengur ekki lengur.  Nú þarf að fara að taka á hlutunum.  Fyrst og fremst að krefja þessi helv... stjórnvöld um að TAKA STRAX Á MÁLUNUM.  Við skulum ekki lengur láta bjóða okkur það að það sé ekki hægt að taka á þessu.  Það er allt hægt EF VILJI ER FYRIR HENDI.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 22:18

3 identicon

Bankakrimmarnir og handbendi þeirra hafa enn völdin eftir kennitöluskiptin. Nákvæmlega sama sjálftakan úr annarra manna sjóðum.

Eina svarið við því er að halda áfram andófinu!

P.s.: Ég hugsa að margir hafi hugsað á svipuðum nótum og þú yfir húsinu hans Sigga litla!

TH (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:18

4 identicon

Hvað veldur að þessi skilanefnd telji sig hafna yfir ráðherra? Ég held að skúrkar sem greinilega eru enn að, notfæri sér kaosástandið og taki sér bara völd af því stjórnvöld hafa ekki gefið sér tíma til að setja þeim reglur.

Kolla (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:19

5 Smámynd: Sjóveikur

Skilaboð til Skipstjórans á skútunni Ísland

Endilega komið þessu til skila til sem flestra gott fólk Devil við á dekkinu erum búin að fá nóg Sick´

http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw

Besta kveðja frá www.icelandicfury.com munum nota þann stuðning sem kemur inn fyrir niðurhal á tónlist til að skila af okkur "rannsóknum og reynslu" á ævintýrinu "Útgerð á Íslandi" í samanburði við aðrar þjóðir og meðferð hráefnis frá fiskveiðum Íslenskra sjómanna/kvenna Crying

Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!

sjoveikur

Sjóveikur, 12.8.2009 kl. 22:29

6 identicon

Koma þarf á neyðarstjórn almennings á Íslandi. Stjórn sem nýtur trausts
almennings og umheimsins. Stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamenn njóta
hvorugs, heldur búa við megna tortryggni og andúð. Sama er að segja um
stjórnsýslu landsins. Hið pólitíska kerfi er komið í þrot og ræður ekki við
brýnustu úrlausnarefni þjóðarinnar. 

Neyðarstjórnin þarf að fá afmarkaðan tíma til þess að hrinda í framkvæmd
eftirfarandi verkefnum:

1. Neyðarráðstöfunum í efnahagsmálum
2. Rannsókn á efnahagshruninu
3. Endurskipulagningu stjórnsýslunnar
4. Stjórnlagaþingi

Neyðarstjórn verður skipuð fólki utan þings sem nýtur almennrar virðingar
og trausts meðal þjóðarinnar. Stjórnin mun fá til liðs við sig færustu
sérfræðinga innan lands og utan við úrlausn hvers verkefnis.

Þegar stjórnlagaþing hefur skilað af sér drögum að nýrri stjórnarskrá,
verða þau borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í einfaldri
þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykki þjóðin drögin verður stofnað nýtt lýðveldi
á grundvelli nýrrar stjórnarskrár og boðað til alþingiskosninga.

Tímabært er að snúa baki við gömlu, úrsérgengnu stjórnmálakerfi og reisa
kröfuna um utanþingsstjórn. Fulltrúar á Alþingi þurfa að þekkja sinn
vitjunartíma og verja slíka stjórn falli.

Hjörtur Hjartarsons (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:33

7 Smámynd: Jens Guð

  Hver stjórnar Íslandi?

Jens Guð, 12.8.2009 kl. 22:48

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held ég þegi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2009 kl. 23:16

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Núverandi ríkisstjórn hlífir spillingunni. Sennilega eru nokkrir þingmenn í stjórnarsamstarfinu samsekir í spillingunni og því næst ekki meirihluti fyrir lagabreytingum til þess að styðja umbætur. þetta er mín ágiskun.

Þetta þýðir í raun að nokkrir spilltir þingmenn í samfylkingunni stjórni Íslandi að þessu leyti.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.8.2009 kl. 23:17

10 Smámynd: Sævar Helgason

Er Ísland ekki bara stjórnlaust ?   Mér finnst það.

Sævar Helgason, 12.8.2009 kl. 23:21

11 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Eftir þessa sjokkerandi samantekt Láru Hönnu er ekkert annað hægt að segja en ... Guð blessi Ísland og góða nótt!

Jón Baldur Lorange, 12.8.2009 kl. 23:30

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það sem við ættum að búa við er það sem Hjörtur Hjartarson bendir á. Það þarf að taka svo ærlega til að til þess duga engir hálfdrættingar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 23:48

13 identicon

Þeir sem stjórna á Íslandi og hafa alltaf gert eru :

Leyniklúbbar alls konar eins og  Frímúrar, Oddfellow.   Þeir eru með félaga í öllum flokkum líklegast mest í Sjálfstæðisflokk og Framsókarflokk en slatti í Sam og VIG.  Þeir eru í stjórnkerfinu öllu ráðuneytum, skólum, dómstólum, löggæslu og bönkum.  Örugglega ekkert ólögleg á ferðinni þar.  Það er nú félagafrelsi.  Kannski hefur náhirð DO komið þessum köllum út í horn til að fá frið til að koma og ræna öllu sem hægt var að ræna og koma því úr landi.

Sammála þér með upplýsingar og allt upp á borði.  Hér klikkar ríkisstjórnin algerlega.  Eins og þú verður maður öskureiðu og aldrei að vita nema það séu margir margir fleiri.  Hvað gerist þá  ?

Aðalmálið ætti að vera núna endurskipulagning  á stjórnkerfinu, ný stjórnarskrá en allur krafur fer í bull sem löngu á að vera búið að komast niðurstað í.

Rúnar (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 00:07

14 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta með reiðina er það sama og ég á við að glíma. Betra að halda kjafti en segja of mikið. En ég held að núna þegar Íslendingar almennt eru komnir úr sínum sumarfríum og raunveruleikinn blasir aftur við eigi eitthvað eftir að gerast. Og það hefur ekkert með potta og pönnur að gera.

Verði Iceslave samningurinn að veruleika og ekkert gerist í því að fangelsa þá glæpamenn sem komu landinu á vonarvöl gerist eitthvað. Við getum hvert í sínu lagi misst húsin, bílana og atvinnuna og borið okkar harm í hljóði. En að handritshöfundar þess stýri enn bönkunum og starfssemi þeirra í gegnum góðvini sína er to much.

Það þarf að uppræta möppudýraveldið sem hér hefur þrifist með ættar- flokks- og vinatengingum sem hafa gegnumsýrt þjóðfélagið.

Annars sé ég fram á byltingu í anda þeirrar frönsku.

Ævar Rafn Kjartansson, 13.8.2009 kl. 00:22

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Menn eiga ekki að gjalda fyrir að þekkja menn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  Þarna gætu verið hagsmunaárekstrar!!!!   Sjálftökuliðið situr ennþá og skammtar sjálfu sér ríflega, á kostnað almennings.  ARRGGGG !!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2009 kl. 00:42

16 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Ég legg til að við förum og hentum þessu liði út úr bönkunum og erlendum kröfuhöfum einnig.Við eigum bankana! Ætlum við að láta þetta sjálftökulið eina ferðina enn,taka okkur í rassgatið.Sýnum mátt okkar og megin og segjum stopp!!!!!!!!

ARRRGGGG,ARRGGGG,ARRGGGG!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Konráð Ragnarsson, 13.8.2009 kl. 00:57

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Maður nær þessu ekki, hver skelfingarfréttin rekur aðra. Það er ekki margt sem getur komið manni á óvart lengur.

Ég hallast að því að þetta lið í bönkunum og á Alþingi hafi misskilið orðið almenningsklósett. Þau halda að það þýði að almenningur sé klósett, sem megi endalaust hrauna yfir. Hvenær fær fólk nóg?

Hagsmunasamtök heimilanna eru að úthugsa og undirbúa aðgerðir til að þvinga fram réttlæti fyrir lántakendur. Þar á meðal er greiðsluverkfall, sem getur falist í að hætta alveg að greiða af skuldum (þarf þó ekki að vera) og draga greiðslur í nokkra mánuði í senn, án þess að lán séu send í innheimtu.

http://www.heimilin.is/varnarthing/

Theódór Norðkvist, 13.8.2009 kl. 01:29

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það þarf að beisla þessa reiði...................og nota hana til að hreinsa hér út

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2009 kl. 01:44

19 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Velti því alvarlega fyrir mér hversu lengi má "Íslendinginn" reyna.  Verðum samt að standa keik, því ekki er enn farið að sjá í leðjuna fyrir grugginu.  Vona að við höldum geðheilsu fram yfir 1.nóvember, þegar meintur sannleikur "SKAL" koma í ljós.

Góð leið til að filtera gruggið aðeins, væri:  "Að hefja handtökur!"

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.8.2009 kl. 04:14

20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Óvissan er yfirþyrmandi! Við höfum týnt(auk tapað)svo miklu.Fundum við ekki hér snefil af samhug,miklvægustu virkjanaframkvæmdir Íslands að verða staðreynd ,þegar þessir máttarstólpar,hér á síðunni fara að virkja. En!!! Líklega launalaust, í krónum talið,launin verða uppskeran.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2009 kl. 05:04

21 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þetta hefur alltaf verið vörn íhaldsins og spillingarinnar: "Það má ekki láta menn gjalda þess að vera í: þessari fjölskyldu; þessum vinahóp bla bla bla." Þeir sem nota svona röksemd, lærðu hana í Valhöll !!!!

Margrét Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 09:35

22 identicon

Ég verð bara að segja að ég skil ekkert í allri þessari ólgu út af ICE save eða réttara sagt ólgu Sjálfstæðis og Framsóknar því eina markmið þeirra er að koma þessari stjórn frá og gera svo það nákvæmlega sama og þessi stjórn VERÐUR að gera núna.

En ég vona að þetta takist ekki - núna eru síðustu leyfarnar af mesta DRASLI Sjálfstæðismanna sem þeir skyldu eftir sig og svo loksins getur stjórnin hafið uppbygginguna og vonandi breytinguna á samfélaginu okkar.

Mig langar ekkert í 2007 samfélagið aftur

Ég get sætt mig við nokkur aðhaldsár ef ICE save ríkisábyrgðin verður samþykkt en það fyndnasta er að ég er líka tilbúin að fara aftur til ársins 1965 (sumir segja 1920) og bara hafa það einfallt - það var bara kosí samfélag þar sem allt var rólegra en fólk vann samt mikið og við mamma áttum góðar stundir í biðröðinni fyrir utan Hvannbergsbræður, eftir strigaskóm sumarsins og einu sinni var ég svo heppin að það var kallað allir lágir í þessu númeri búnir og mamma vildi fara en ég hvíslaði ég vil alveg stráka með kúlunni - flottustu skór sem ég hef eignast!

Regina (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 09:55

23 Smámynd: Jonni

Íslendingar stjórna Íslandi. Neyðarstjórn og stjórnlagaþing myndu vera sama marki brennd. Þessi svokallaða spilling er íslendingum eðlislæg og vandfundin er sú stjórnskipan sem læknar þjóðina af þessari veiki.

Varðandi hreinsanir held ég að það væri bara tímabundin friðþæging; hinir seku hafa það sér til saka borið að hafa hegðað sér samkvæmt séríslenskum gildum og eiginleikum. Fyrr en varði myndu aðrir íslendingar taka upp sama spillingarferli en bara í nýjum búningi sniðnum að nýrri stjórnskipan, stjórnarskrá og whatever.

Neyðarstjórn og stjórnlagaþing klórar bara í yfirborðið á sjúkdóminum og læknbar engin mein.

Jonni, 13.8.2009 kl. 10:06

24 Smámynd: Jonni

Svo ég bæti um betur og vitni í þína eigin tilvitnun í Laxness;

Í Innansveitarkróníku sagði Halldór Laxness: "Því hefur verið haldið fram að íslendingar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls."

Jonni, 13.8.2009 kl. 11:29

25 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Halldór Laxness hefur lög að mæla Jonni..

Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 12:18

26 identicon

Þessi forstjóri fjármálaeftirlitsins er bara varðhundur spillingaraflana hér og gerir ekkert til að uppræta glæpamennskuna sem á sér stað í bönkunum.

magnús steinar (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:27

27 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður Einarsson klárar aldrei þetta sumarhús í Norðurárdal og mun aldrei búa þar. Nema sem fangi ef þjóðin breytir þessu stöðutákni spillingarinnar í fangelsi.

Björn Birgisson, 13.8.2009 kl. 12:54

28 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Við þjóðin munum vonandi eignast þennan sumarbústað og þá vil ég hann frekar nothæfan en ónýtan...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.8.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband