Eva Joly, réttlætið og fimmta valdið

Stundum er sagt að allt sem þurfi sé pólitískur vilji til að eitthvað sé framkvæmt. Vel má vera að svo sé á stundum, en oft er það ekki nóg. Það þarf vilja fimmta valdsins, embættismanna í opinberum stofnunum og ráðuneytum.

Nú er staðan til dæmis þannig, að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafa verið við völd nokkuð lengi. Þeir flokkar hafa reyndar verið við völd stóran hluta síðustu aldar og fyrstu sjö ár þessarar. Sá ósiður hefur tíðkast á Íslandi, og ekki aðeins í opinbera geiranum, að í lykilstöður eru skipuð flokkssystkin, vinir eða venslafólk. Hæfni og menntun kemur málinu yfirleitt ekkert við þótt á því séu eflaust heiðarlegar undantekningar. Líkast til á þetta við alla flokka, en það hefur reynt meira á suma en aðra.

Æ sér gjöf til gjalda. Þessir pólitískt skipuðu embættismenn, og jafnvel nánir vinir fyrri valdamanna, hafa tögl og hagldir í kerfinu. Þeim er í lófa lagið að leggja stein í götu nýrrar ríkisstjórnar þar sem þeim hugnast ekki að aðrir flokkar en þeirra séu við völd. Þannig koma nýir ráðherrar til starfa í ráðuneyti sem er kannski með pólitíska andstæðinga þeirra í lykilstöðum sem hafa allt aðrar hugmyndir en ráðherrann um menn og málefni. Þetta er afleitt kerfi sem verður að breyta. Afnema verður æviráðningar og gera ráðherrum kleift að hafa í kringum sig fólk sem þeir geta treyst.

Eva JolyÞessar hugsanir hafa leitað á mig undanfarna daga og hvort þetta sé ástæða þess að Evu Joly hefur ekkert orðið ágengt í störfum sínum hér. Hún virðist hafa gengið á veggi og orðið fyrir ýmsum hindrunum. Á hana hefur ekki verið hlustað. Þetta er hneisa og skömm. Ég neita að trúa því að stjórnin sem nú situr vilji ekki rannsaka hrun bankanna. Ef þingmenn hafa lagt við hlustir í dag vita þeir að það hefur allt verið brjálað vegna þeirrar stöðu sem Eva Joly er í og orða hennar. Það þarf ekki annað en stikla í gegnum athugasemdir við þessa bloggfærslu Egils Helgasonar og þessa frétt á Eyjunni. Flest annað ber að sama brunni. Nú þarf ríkisstjórnin að vanda sig. Ragna brást skjótt við og skipaði nýjan ríkissaksóknara í málum sem snúa að þessari rannsókn. Nú bíðum við eftir auknu fjármagni í rannsóknina og fleiri saksóknurum eins og Eva Joly bað um. Illugi Jökulsson skrifaði frábært bréf til ríkisstjórnarinnar á blogginu sínu - sjá hér. Ég tek undir hvert einasta orð í þessu fína bréfi Illuga. Hengi líka neðst í færsluna Spegilsviðtal við undirritaða frá því fyrr í kvöld sem á rætur í bréfi mínu til ríkisstjórnarflokkanna - sjá hér.

Ég klippti saman fréttir RÚV og Stöðvar 2 í kvöld um mál Evu Joly. Fréttin á Stöð 2 er stórfurðuleg. Þar talar "fréttakonan" um að "stjórnvöldum sé stillt upp við vegg" og að Joly vilji að "dælt sé peningum í rannsóknina". Tíundað er hver kostnaður af störfum Joly sé við rannsóknina og svo er klykkt út með  að Eva Joly hafi neitað viðtali við Stöð 2 í dag. Hljómar dálítið eins og fréttin hafi verið sett upp sem hefnd fyrir það. Hún fór reyndar heldur ekki í viðtal hjá fréttastofu RÚV - bara í Kastljós. Og myndmálið er augljós skilaboð líka. Tveir karlar sýndir ábúðarmiklir við skrifborðin sín með tölvurnar fyrir framan sig. Svo er Eva Joly sýnd í förðun og hárgreiðslu fyrir sjónvarpsupptöku eins og tildurrófa og súmmað inn á rós í vasa. Hvað ætli "fréttakonunni" hafi gengið til? Þetta fannst mér ekki faglega unnin frétt.

Fréttir RÚV og Stöðvar 2 - 10. júní 2009

 

Eva Joly í Kastljósi 10. júní 2009

Meira um Evu Joly til upprifjunar.

Silfur Egils 8. mars 2009

 

 Fréttir RÚV 8. mars 2009

Mbl-Sjónvarp 9. mars 2009

NRK2 - Eva Joly um Ísland í norska útvarpinu 12. mars 2009

Hjá Önnu Grosvold í NRK 13. mars 2009

 

 Formlega ráðin - Fréttir Stöðvar 2 og RÚV 28. mars 2009

 Fyrirspurn til dómsmálaráðherra - Alþingi 8. júní 2009

Norsk heimildarmynd um Evu Joly - fyrri hluti

 

Heimildarmynd - seinni hluti

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk - á engin orð - í bili.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.6.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er bara tímaspursmál hvenær Joly hættir. Láttu þér ekki detta í hug að íslelensk stjórnvöld uppfylli kröfur hennar. Það væri þá kraftaverk. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.6.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Sammála.

Fyrri ríkisstjórn stóð auðsjáanlega á bremsunni, en nú er það þessi stjórn. Hvernig getum við samþykkt að borga Icesafe ef stjórnin ætlar ekkert að gera í því að koma glæpamönnunum undir lás og slá og endurheimta það sem hægt er af peningunum.

Það er forgangsverkefni sem pólitíkusar (undirtyllur fjárglæframananna sem stálu peningunum) hafa  hundsað frá byrjun.

Þeir réðu eingöngu Evu út af þrýstingi frá almenningi, en eru auðsjáanlega að reyna að losna við hana. Og hafa hundsað alla almenna skynsemi að ráða fleiri erlenda rannsakendur og veita þeim fjárstuðningi í rannsóknina sem er vænlegust til að skila árangri. Eins og hún og fleiri bentu á.

Landráðapakk í mínum augum!

Arnór Valdimarsson, 10.6.2009 kl. 23:35

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Lára Hanna Eva Joly var ráðinn sem ráðgjafi í vor, af þáverandi bráðabirgðastjórn. Afar fáir hafa gagnrýnt þá ráðningu, og almennt bundnar miklar vonir við hennar störf. Ef stjórnvöld hafa ekki farið eftir hennar ábendingum og ráðleggingum, þá getur það nú ekki verið ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að kenna. Það er nú ansi langsótt skýring. Ef stjórnvöld telja tillögur Evu þess virði að eftir þeim sé farið, gera þau ráðstafanir til þess að framkvæma það sem framkvæma þarf. Eva taldi seinaganginn skýrast af því að svo mikið væri af öðrum brýnum verkefnum, en ekki af einhverjum mannaráðningum í tíð fyrri stjórna.

Sigurður Þorsteinsson, 10.6.2009 kl. 23:37

5 identicon

Takk segi ég nú bara líka!  Já undarlegur þessi fréttaflutningur af Joly á Stöð 2!  Nú fór trúverðuleiki fréttastofunnar endanlega út um gluggann!  Hvað ætli Sigmundur Ernir segi við þessum fréttaflutning?

Beta (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 23:37

6 identicon

Ef það verður ekki farið eftir ÖLLUM þeim kröfum sem hún setur fram, þá verður Austurvöllur ekki nógu stór

Heiður (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 23:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir linkinn á viðtalið LH.

Svo er ég þér milljónprósent sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2009 kl. 23:54

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Raunveruleg rannsókn myndi án efa þýða andlát þessa fjórskipta einflokks sem hér hefur stjórnað í umboði eigenda sinna og kostenda úr fjármálamafíunni. Hagsmunir mafíunnar og aftaníossa hennar ganga augljóslega fyrir þjóðarhagsmunum - sem fyrr.

Baldur Fjölnisson, 10.6.2009 kl. 23:59

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað gat ég treyst á að finna viðtalið við Joly hér!!! sem ég missti af.  Takk einu sinni enn.............

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 11.6.2009 kl. 00:00

10 identicon

Það er auðvitað hárnákvæmt sem þú segir um íslenska stjórnkerfið og vina og ættingjatengslin í því. Við íslendingar erum þessu kerfi vanir og eins og fíllinn sem ungur lærði að það þýðir ekkert að streytast á móti hælnum sem fótkeðjan er fest við þá höfum við sætt okkur við það.

Ekki Eva! Eva Joly er að spila það sem á amerísku kallast hardball; she´s naming names and kicking ass!

Nú spilar hún út "let´s get it out into the open" spilinu með að segja almenningi frá því sem gerst hefur bak við tjöldin. Þetta er leikur sem ekki er þekktur á Fróni--hann er andstæður hagsmunum samtrygginarkerfisins sem byggist á pukri í myrkri--og er óvíst hverning hann spilast út. Þetta er áhættuspil.

En áhættan er ekki bara hennar megin. Það gæti svo farið að hún hrökklist frá landi. En spurningin er sú hvort betra er fyrir ættingja og vinaklíkurnar að hafa hana innanbúðar eða utan. Hún fer ekki hljóðalaust og hefur ekki sagt sitt síðasta orð. Fallstykkin drífa langt þegar kutarnir eru of stuttir.

En ég held að Eva sé bara að eðlisfari "a street fighter;" "let´s play nice" er bara ekki í hennar leikkerfi. Hún hatast of mikið við þjófa og spillingarliðið til að þola slíkt.

Hún hefur eflaust lesið Sverris Sögu og tileinkað sér hvatingu konugs úr ræðu hans til Björgvinjaringa þar sem hann hvetur þá með, "Hermenn skyldu vera í friði sem lamb en í ófriði ágjarnir sem léón."

Ég vona henni góðs gengis. Hún er okkar sterkasti maður.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 00:07

11 Smámynd: Gunnar

Hvet alla til að senda póst á alla þingmenn og krefjast þess að það sem Eva Joly telur að þurfi að gera verði gert. Þeir hlusta ef nógu margir skrifa.

http://www.facebook.com/group.php?gid=74563477463&ref=nf

atlig@althingi.is, alfheiduri@althingi.is, arnipall@althingi.is, arnij@althingi.is, arnithor@althingi.is, asbjorno@althingi.is, asmundurd@althingi.is, arj@althingi.is, birgir@althingi.is, birgittaj@althingi.is, birkir@althingi.is, bjarniben@althingi.is, bgs@althingi.is, bvg@althingi.is, ossur@althingi.is, ogmundur@althingi.is, thback@althingi.is, thrainnb@althingi.is, tsv@althingi.is, thorsaari@althingi.is, thkg@althingi.is, vigdish@althingi.is, vbj@althingi.is, ubk@althingi.is, tryggvih@althingi.is, svandiss@althingi.is, svo@althingi.is, sjs@althingi.is, skulih@althingi.is, siv@althingi.is, sij@althingi.is, sii@althingi.is, ser@althingi.is, sdg@althingi.is, marshall@althingi.is, ragnheidurr@althingi.is, rea@althingi.is, ragna.arnadottir@dkm.stjr.is, petur@althingi.is, olofn@althingi.is, olinath@althingi.is, oddnyh@althingi.is, margrett@althingi.is, magnusorri@althingi.is, liljam@althingi.is, lrm@althingi.is, klm@althingi.is, kristjanj@althingi.is, katrinj@althingi.is, katrinja@althingi.is, jrg@althingi.is, jong@althingi.is, jb@althingi.is, johanna@althingi.is, illugig@althingi.is, hoskuldurth@althingi.is, helgih@althingi.is, gunnarbragi@althingi.is, gudmundurst@althingi.is, gudlaugurthor@althingi.is, glg@althingi.is, gudbjarturh@althingi.is, eygloha@althingi.is, einarg@althingi.is

Gunnar, 11.6.2009 kl. 00:08

12 identicon

Ég er nokkuð viss um að ef Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda saman stjórn þá verður eitt þeirra fyrsta verk að rifta samningnum við Joly. Það er ólíklegt að hægt sé að leysa gátuna um ránið á eignum Íslendinga nema handjárna og fangelsa flokksmenn stjórnmálaflokka sem hafa stýrt Íslandi meira og minna frá miðri síðustu öld.

En... ég sé fátt sem ætti að fá mig til að trúa því að einstaklingar í Samfylkingunni vilji ekki gjarnan að Joly finni sér annað að gera en vasast hér í "einka"-gögnum þeirra.

Hvers vegna VG lætur teyma sig í þessu máli sem öðrum er mér hulin ráðgáta, nema fortíð ákveðinna einstaklinga þoli dagsljósið illa.

Gleymum því ekki að það var ekki stjórnkerfið sem fann Joly. Hefðu stjórnvöld viljað ráðgjöf fagmanns/fagmanna þá hefðu þau fundið Joly og samstarfsfólk hennar strax í haust. Þetta nægir mér til að trúa að e-r sem mega sín mikils í kerfinu ætluðu sannleikanum aldrei að koma í ljós.

Helga (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 00:16

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

"Æ sér gjöf til gjalda".

Magnús Geir Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 00:17

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er algjört forgangsmál að Eva Joly fái þann stuðning sem þarf til að rannsaka málin.  Það verður aldrei friður á Íslandi, aldrei sátt í samfélaginu, ef málin verða ekki gerð upp á heiðarlegan og réttlátan hátt. 

Ég trúi því að Jóhanna og Steingrímur sjái að þetta er lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina.

Anna Einarsdóttir, 11.6.2009 kl. 00:25

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gunnar var á undan mér - athugið að það er hægt að klippa allar adressurnar sem hann nefnir og líma inn í póstforritið ykkar, þá sendist pósturinn á alla (óþarfi að klippa hvern fyrir sig út)

Endilega skrifið.  Það má ekki gerast að hún hverfi héðan!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.6.2009 kl. 00:44

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Rannsókn Evu Joly er nauðsynleg, fyrir okkur fólkið sem er að borga veisluna fyrir útrásarvíkingana.   Þeir eiga að borga sína eigin veislu, að fullu.  Ég held að hver einasta króna sem fer í rannsóknina skili sér margfalt til baka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.6.2009 kl. 01:05

17 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir hugleiðingar um fimmta valdið.  Í umræðu í vetur um nýja stjórnarskrá var takmörkun þrásetu valds ofarlega á baugi.

Þarf svo sem enga prófessora eða slíka til að skýrgreina þá staðreynd að :  ALLT VALD SPILLIR

Þetta er viðurkennt í löndum sem við viljum bera okkur saman við en eru komin lengra á þroskaskeiðinu.  Þráseta valds víðar þykir hvorki lögleg, boðleg né siðleg og svo má deila um hvað þráseta þýðir í raun og veru.

Vegna fámennis og skyldleika einkenna á Íslandi sem er alls ekki veikleiki í sjálfu sér, nema þegar kemur að valdi, þá tel ég nauðsynlegt að skýrgreina þrásetu valds lengur en 5-8 ár með öllu óboðlega.

Gaman að rifja líka upp hvernig kvennalistinn fór í einu og öllu eftir þessu, með því að skipta út leiðtogum sínum reglulega.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.6.2009 kl. 02:03

18 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þessa frábæru færslu og þessa góðu samantekt!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.6.2009 kl. 03:12

19 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Það vilja þingmenn úr öllum flokkum losna við rannsókn og komu Evu Joly að þessum rannsóknum auk eigenda stöðvar tvö, siðferðið er nefnilega þannig að enginn virðist þola ljósið. Það er komin tími til að þetta lið biðji Guð að hjálpa sér.

Svo vil ég þakka þér þessa góðu færslu og samantekt + ótalmargt sem ég hef séð hjá þér, vil bara hvetja þig að þú haldir þínu striki

Þórólfur Ingvarsson, 11.6.2009 kl. 04:58

20 identicon

Miðað við hver á miðil fréttarinnar skal okkur ekki undra að Eva Joly hafi verið látin líta illa út.  Glæpagengið enn við völd ha?  Fyrst öllum peningum ryksugað úr bönkunum og landinu.  Og þurfum við núna að ræna glæpahyskið til að hafa fyrir rannsókninni á þeim sjálfum?  Það verður að eyða nægu fjármagni í rannsóknina.  Og víkja öllu vanhæfu fólki.  Við getum ekkert sætt okkur við eða þolað bara 1/3 af rannsókn. 

EE elle (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:47

21 identicon

Guð hjálpi Íslendingum ef að Eva Joly hættir. Hér verður endanlega gengið frá almúganum sem er kominn í líkisstuna nú þegar. Bylting í anda þeirrar frönsku mun líta dagsins ljós.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:53

22 identicon

Langar að setja þennan pistil hér inn:

Eva Joly veittur allur stuðningur:
http://zumann.blog.is/blog/zumann/entry/894287/  

EE elle (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:58

23 Smámynd: Baldur Fjölnisson

En mjög svo hollt og arðbært fyrir kostendur og eigendur fjórskipta einflokksins ...

„Íslenska þjóðríkið er þannig vaxið að það er ekki hollt fyrir það að vera í höndunum á mjög fáum aðilum.“

- Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra i viðtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins 6. ágúst 1999

Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 09:01

24 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þarf ekki að vera semikomma á milli ... man það ekki í augnablikinu ...

atlig@althingi.is; alfheiduri@althingi.is; arnipall@althingi.is; arnij@althingi.is; arnithor@althingi.is; asbjorno@althingi.is; asmundurd@althingi.is; arj@althingi.is; birgir@althingi.is; birgittaj@althingi.is; birkir@althingi.is; bjarniben@althingi.is; bgs@althingi.is; bvg@althingi.is; ossur@althingi.is; ogmundur@althingi.is; thback@althingi.is; thrainnb@althingi.is; tsv@althingi.is; thorsaari@althingi.is; thkg@althingi.is; vigdish@althingi.is; vbj@althingi.is; ubk@althingi.is; tryggvih@althingi.is; svandiss@althingi.is; svo@althingi.is; sjs@althingi.is; skulih@althingi.is; siv@althingi.is; sij@althingi.is; sii@althingi.is; ser@althingi.is; sdg@althingi.is; marshall@althingi.is; ragnheidurr@althingi.is; rea@althingi.is; ragna.arnadottir@dkm.stjr.is; petur@althingi.is; olofn@althingi.is; olinath@althingi.is; oddnyh@althingi.is; margrett@althingi.is; magnusorri@althingi.is; liljam@althingi.is; lrm@althingi.is; klm@althingi.is; kristjanj@althingi.is; katrinj@althingi.is; katrinja@althingi.is; jrg@althingi.is; jong@althingi.is; jb@althingi.is; johanna@althingi.is; illugig@althingi.is; hoskuldurth@althingi.is; helgih@althingi.is; gunnarbragi@althingi.is; gudmundurst@althingi.is; gudlaugurthor@althingi.is; glg@althingi.is; gudbjarturh@althingi.is; eygloha@althingi.is; einarg@althingi.is

Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 11:25

25 identicon

Ætla ekki að ræða hér um vinnubrögð Stöðvar 2 í þessu máli, þau eru, eins og þú bendir réttilega á Lára Hanna, alveg furðuleg. Svona hefndarfrétt. Rosalega faglegt, eða þannig.

En hjá RÚV að vera sýna hana í makeuppi í kynningu á viðtalinu, átti greinilega að vera til þess að móta viðhorfið til konunnar, áður en að hún kæmi í viðtal. Það tókst held ég greinilega ekki, miðað við viðbrögð þjóðarinnar við þessu viðtali.

En, að Þóra Arnórsdóttir hafi leyft slíka kynningu á viðtali sínu, eins ágæt og hún var í viðtalinu í gær, er henni til mikillar skammar og ég tel, að það eigi ekki lengur að líðast að hún sé aðalspyrjandinn í útrásar- og Icesavemálinu. Hún fékk sitt tækifæri með Steingrími og Sigmundi á dögunum en hún klúðraði því endanlega með kynningu á Kastljósþætti gærkvöldsins. Ekki segja mér að hún hafi engu ráðið þar um.

Til skammar!

Þórlkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 11:55

26 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þið ættu að senda Seppa Magnússyni, forstjóra ruslveitu ríkisins, kvörtun.

Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 12:35

27 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þórkatla... Það var Stöð 2 sem sýndi Evu Joly í meiköppi, ekki RÚV.

Og annað... Kastljósviðtalið er tekið í gærdag, það sjáum við á því að tími hefur unnist til að texta það. Fréttastofan vinnur sína frétt út frá viðtalinu, en þar kemur Þóra Arnórsdóttir hvergi nálægt. Kastljós tilheyrir ekki fréttastofunni og starfsfólk Kastljóss hefur ekkert með vinnubrögð fréttastofunnar að gera - og öfugt. Væntanlega hafa þessir aðilar þó samráð og samvinnu ef þurfa þykir.

Ég má til með að hrósa bæði Þóru Arnórsdóttur og Kastljósi. Það átti ekkert Kastljós að vera vegna handboltaleiksins, en Þóra tekur þetta fína viðtal við Evu Joly og aukakastljós er sett á dagskrá vegna alvarleika atburðanna. Þetta er til fyrirmyndar og mætti gera miklu meira af slíku á öllum fjölmiðlum. Vera sveigjanlegri.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2009 kl. 12:56

28 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta viðtal tek ég upp af síðu Láru með Firefox viðbót (add-on) sem kallast Video Download Helper. Vista það sem Flash video (.flv) og skráin er ekki nema um 17 mb. og ætti að vera hægt að senda hana í pósti út um allt.

Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 13:07

29 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það verður að veita Evu fullkomna stjórn á rannsókninni eða hún verður flæmd úr landi og eins og einhver benti á þá veit hún þegar nógu mikið til að geta skotið á hræddu hérana úr fjarlægð.

Helga Magnúsdóttir, 11.6.2009 kl. 15:26

30 Smámynd: Baldur Fjölnisson

HL, þakka þér enn og aftur fyrir dugnaðinn.

Þú misvirðir það vonandi ekki að ég rændi Evu og Jóhönnu og setti á Youtube og tók að sjálfsögðu fram að þetta væri sótt til þín.

Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 16:09

31 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er LH, Baldur... ekki HL...  En þar fyrir utan misvirði ég ekki ránið á meðan þú rænir þeim ekki "á fæti". Þá væri illt í efni. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2009 kl. 17:29

32 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já auðvitað.

En það er um að gera að dreifa vídeóunum þínum sem allra mest og ekki nóg að þau séu á netinu heldur þarf að vista þau og senda síðan áfram í tölvupósti. Ennþá einfaldari leið til að dánlóda vídeóunum þínum en þessi sem ég nefndi áður er þessi toolbar http://applian.com/asktoolbar/download.php . 

Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 17:55

33 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Heil og sæl þú frábæra kona. Mig langar bara að taka undir það sem fram kemur í færslunni þinni, hvað snertir kröfur  Evu j. og rök hennar. Ég hef þá skoðun að þeir fjámunir sem í þetta fara muni skila sér til baka. Þetta er bara einfaldlega hlutur sem ÞARF að kanna hvað svo sem það kostar. Punktur. Mér hugnaðist strax í byrjun að fá erlenda aðila þar sem litla skerið okkar hefur bara  rífl.300 þúsund hræður og allir þekkja alla. Faglega vinnu. Óhreina mjölið í pokahornum þeirra sem voru við völd og eru við völd "einhversstaðar" í litla samfélaginu okkar, verður bara að uppræta. Ég bara vona að almenningur haldi vöku sinni og haldi áfram að láta í sér heyra. Við megum ekki missa þetta tækifæri sem er á Íslandinu okkar blá og láta einhverja ráðamenn rasa um ráð fram.

Þakka þér kerli mín fyrir þitt frábæra framlag hér. Bestu kveðjur. Ásta Steingerður 

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 11.6.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband