23.8.2009
Draumar og veruleiki
Í umræðunni um sölu auðlindanna og einkavæðingu grunnstoða þjóðfélagsins verður mér æði oft hugsað til viðtalsins við spekinginn hér að neðan. Draumar hans rættust rækilega - eða a.m.k. stór hluti þeirra. Við glímum við veruleikann eftir frjálshyggju- og einkavæðingarsukkið, sitjum eftir með brostnar vonir og þungar áhyggjur af börnunum okkar og barnabörnunum. Við verðum að átta okkur á því að enn eimir eftir af þessum trúarbrögðum og það töluvert. Látum þá ekki hirða af okkur orkuauðlindirnar líka. Aldrei.
Ísland í dag 13. september 2007
Ég lék mér svolítið með viðtalið og birti í pistli 25. mars, mánuði fyrir kosningar, til að sýna mótsagnirnar. Við vitum öll hvað var gert, hverjir voru þar í fararbroddi og hvaða afleiðingar það hafði. Það þýðir ekkert að reyna að blekkja okkur lengur. Eða hvað? Viljum við að það fari eins fyrir orkuauðlindunum okkar og bönkunum? Ég efast ekki eitt augnablik um að illa fari ef þær verða afhentar einkaaðilum - á silfurfati, fyrir slikk og jafnvel með kúluláni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
þarna var talað við Hannes Hólmstein og í kynningunni var sagt að hann væri að fara að halda fyrirlestur um íslenska efnahagsundrið.
ég spyr. er eitthvað til um þennan fyrirlestur hans? myndir, transscript...eitthvað? væri til í að sjá/heyra/lesa það.
Brjánn Guðjónsson, 23.8.2009 kl. 00:54
í Icesave þá eru 5,5% bestu vextir í heimi. En þegar Guðlaugur í OR er að lána (af hverju erum við Íslendingar að lána kanadamönnum peninga?) Finni Ingólfs í Magma peninga, þa´eru 1,5% vextir sjálfsagðir.
doddi D (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 01:58
Þvílík endemis steypa sem vellur útúr þessum manni. Aftur og aftur.
Guðl. Gauti Jónsson, 23.8.2009 kl. 02:45
Stoppum þessa menn. Þeir endurtaka sama lymskuleikinn aftur og aftur. Afhjúpum þá strax í stað þess að vera svona barnalega auðtrúa. Græðgishegðun og innræti þeirra sem hrifsuðu til sín þjóðarauðinn sem nú er horfinn hefur ekkert breyst. Þeir fara um með gripdeildum í rústunum meðan við erum enn of upptekin við að bjarga því sem bjargað verður og erum að klóra okkur í hausnum, skilningsvana yfir því hvernig fór.
sveitolina (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 10:06
Var ekki gefin út bók um íslenska efnahagsundrið eftir prófessor Hanne Hólmstein - á vegum JPV?
Mig minnir það. Nú væri gaman að grúska í þeim texta!
Hjálmtýr V Heiðdal, 23.8.2009 kl. 10:32
Ríkisstjórnin þarf að setja lög sem banna sölu á auðlindum landsins.
Það væri eftir Finni Ingólfssyni að skella á okkur 14 milljörðum en reyna síðan að ræna meiru ! Það er helv.... skítt að önnur lög gildi yfir þessa lúða en okkur hin..... þessi fáránlegu meingölluðu eignarhaldsfélög sem gera mönnum kleift að bera enga ábyrgð ef illa fer en hirða allan gróða ef vel gengur.
Alþingi Íslendinga þarf heldur betur að taka til í lögum þeim sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn bjuggu til fyrir vini sína. Við munum aldrei rísa upp ef menn eru ekki gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum.
Ef allt væri réttlátt, væri Finnur núna að skila öllum sínum eigum í gjaldþrotabúið en ég hef grun um að hann sé að veiða í einhverri dýrri laxveiðiánni.
Anna Einarsdóttir, 23.8.2009 kl. 10:37
Finni Ingólfssyni er hallmælt hér. Og stutt í að Bjarni Ármannsson væri dreginn inn í þessa neikvæðu umræðu. Vei þeim bloggurum.
Þessar gæðasálir og vönduðu menn eru í hópi þeirra einstaklinga, þess einvala liðs hér sem undanskildir eru öllum þekktum lögum og reglum og geta leyft sér nánast allt sem sauðsvartur almúginn má ekki. Enda má ekki undir neinum kringumstæðum hefta athafnafrelsi þessar snillinga. Þvílíkt er gáfnafarið, vísdómurinn og krafturinn. Og úthaldið, ekki má gleyma því. Koma alltaf aftur sterkt inn þó að þeim sé vegið að ósekju.
Þessum mikilmennum og mannvitsbrekkum, sé það hógværa orð notað, ber að sýna tilhlýðilega virðingu, skilning og umburðalyndi.
Í ljósi þess hva áhættan af kúluláninu er lág – enda í höndum úrvalsins - afburða manna, sem hafa sýnt það í verki að bera höfuð og herðar yfir jafningja á markaði, er hún hóflega reiknuð og sanngjörn. Ekki er sanngjart að vera að miða við lánakjör til sauðsvarts almúgans sem ekki kann að fara með fé og sólundar í tóma vitleysu eins og sagan hefur staðfest.
Í ljósi þjóðarhags og endurreisnar íslensks efnahagslífs er það alger forsenda að víkka enn frekar svigrúm þessara óskasyna þjóðarinnar til athafna nú. Og í ljósi þess að búið er að tæma all þekkta sjóði og bankahirzlur þarf að hleypa bæði Bjarna Ármannssyni og Finni Ingólfssyni enn frekar að auðlindunum og veita þeim algjörlega frjálsar hendur. Bendið bara á aðra sem geta gert betur en þessi ofurmenni íslensks viðskiptalífs ?
Ábekkingurinn (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 11:46
Við þurfum ekki að horfa langt, hvorki í fjarlægð eða tíma, til að geta tekið undir áhyggjur þínar um það hvernig fer ef orkuauðlindirnar verða einkavæddar.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.8.2009 kl. 11:54
Æ hvað maður er orðinn þreyttur á að lesa um alla þessa glæpamenn. Vildi óska að maður gæti lesið um þessi svín í dánartilkynningunum til tilbreytingar.
Alex (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.