Salvör og spurningin góða

Salvör GissurardóttirSalvör Kristjana Gissurardóttir heitir kona og er alveg frábær. Býr yfir gnótt heilbrigðrar skynsemi, heiðarleika og gagnrýninnar hugsunar. Stórskemmtilegur bloggari. Í kvöld varpaði Salvör fram góðri spurningu á Fésbókinni sem ég flyt hér með yfir í bloggheima með von um að einhver geti svarað henni. Spurningin hljóðar svona:

"Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna það er góður díll fyrir íslensk orkufyrirtæki að selja hluta úr íslenskum orkuauðlindum fyrir dollarakúlulán sem er með lægri vöxtum en undirmálslánin í Bandaríkjunum á sama tíma og gjaldþrota íslenskir bankar hanga á einhverjum fataleppa og prentsjoppum í Bretlandi af því núna sé alls ekki rétti tíminn til að selja, það fáist svo lágt verð fyrir draslið í kreppunni?" Einhver...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sennileast af því að nokkrir siðblindir og sérglaðir einstaklingar þurfa að bjarga sínu prívat rassgati.  Þetta er enn eitt dæmið um getuleysi og svikræði ráðamanna okkar að lyfta ekki litla fingri til að hamla gegn þessu prinsipp atriði að gera okkur ekki að leiguþýi erlendra lénsherra, sem munu næstu áratugi selja okkur okkar eigin eign fyrir morðfé.  Þarna er verið að flytja út fjármagn til glæpamanna, sem eru frontar fyrir enn stærri glæpamenn. Og við borgum brúsann eftir geðþótta þeirra, svo lengi, sem við drögum andann. (þ.e. þeir sem hafa náð tvíítugu og eldri) Það skiptir því engu hvort við eigum gufuna að nafninu til. Við munum borga fyrir hana dýrum dómum og það fé mun ekki staldra við hér og ávaxta sig.

Klingir nafnið Enron einhverstaðar í höfðinu?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2009 kl. 00:05

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hef stundum lesið bloggið hennar Salvarar og spurningin á fullan rétt á sér.

greind kona. merkilegt hvernig genunum er misskipt.

Brjánn Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 00:09

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er sama fásinna og að selja erlendum stórfyrirtækjum fiskveiðiréttindin og reyna svo að sannfæra okkur um að það sé allt í lagi af því að við eigum landgrunnið.  Hér er verið að fremja stórglæp. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2009 kl. 00:10

4 identicon

Sammála Jón Steinar.

"Þetta er enn eitt dæmið um getuleysi og svikræði ráðamanna okkar"

En meðan enginn er á eftir þeim, sem hluta af glæpa klíkunni virðist mér þeir hafa tileinkað sér "One for all, and all for one"

Samspilling 4 flokkana er höfuð krabbamein Íslands í dag.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:50

5 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Skipun frá IMF, annars engin lán !

Þeir koma til með að ræna öllu steini léttara á skerinu.

Skoðið sögu og afrek IMF, sviðin jörð, fátækt !

Pólitíkusarnir Íslensku, ónýtir drullusokkar,

og mútuþægir með afbrigðum.

Nýtt Wecast 8. September.

http://www.larouchepac.com

Birgir Rúnar Sæmundsson, 3.9.2009 kl. 02:05

6 identicon

Og meðan við öndum að okkur brennisteinsvetninu, teljum við útlendingum trú um að hér sé allt svo hreint og óspillt.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 07:22

7 identicon

Salvör er að mínu mati betri hluti Ástu Hannesardóttur. Hún er virk í Framsóknarflokknum. Fróðlegt verður að fylgjast með umræðunni þaðan. Spurningin er Catch 22.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 10:19

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Salvör er alveg frábær - og mikilvæg í borgarmálaflokki okkar Framsóknar.

Við erum ekki alltaf sammála - enda sjaldan allir á sama máli í stórum hópi eins og borgarmálaflokk Framsóknar er. 

Hvað spurningu Salvarar varðar - þá þætti mér einmitt gott að fá haldbær rök fyrir því að það sé forsvaranlegt fyrir borgina að hafan tilboði Magma og taka þá áhættu að geta ekki selt - nema þá á raunverulegri brunaútsölu 31.desember 2009?

Um það erum við stórvinirnir ég og Salvör ósammála.

En um þetta mál - eins og önnur fer fram lýðræðisleg umræða innan Framsóknarflokksins - þar sem ekki er gert að skilyrði að allir séu sammála.

Ekki gleyma að Orkuveitunni er gert lögum samkvæmt að selja - og að ríkið og innlendir aðiljar hafa haft 6 mánuði til að koma með tilboð í hlut Orkuveitunar. Það hefur EKKERT slíkt tilboð komið.

Meira um málið og áherslur Framsóknarmanna - ekki hvað síst borgarmálahópsins -  í blogginu:

Sanngjarnt að fresta afgreiðslu á sölu í HS Orku til Magma

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/942302/

Hallur Magnússon, 3.9.2009 kl. 14:28

9 Smámynd: Karl Ólafsson

Hallur,
ef samkeppnislög fyrirskipa að OR skuli selja hlut sinn í HS Orku 'no matter what', þá eru lögin gölluð og þarfnast breytinga. Annað eins hefur nú gerst, en því miður hefur tíminn síðustu 6 mánuði staðið í stað eða glatast vegna IceSave. En hér er að verða stórslys, sem mikið má til vinna í tilraunum til þess að snúa til baka.

Það getur ekki verið tilgangur samkeppnislaga að stuðla að stórskaða þeirra fyrirtækja sem fá á sig úrskurð um ógildingu fjármálagjörninga. Þannig þyrfti e.t.v. ekki annað en að opna á það í lögunum að veita megi frest til að fullnusta úrskurð, bjóði markaðsaðstæður ekki upp á ásættanlega lausn mála með beinni sölu á markaði. Á meðan sá frestur gildir má hugsa sér að fylgst sé nánar með starfsemi viðkomandi fyrirtækis af samkeppnisyfirvöldum en alla jafna. Auðvitað er alveg (eða hefði alveg verið) hægt að leysa þetta mál. Eðlilegast hefði sennilega verið að kaupin af Hafnarfjarðarbæ hefðu gengið til baka.

En miklu alvarlegra mál er að þetta snýst í raun ekki um samkeppni, heldur er hér í mínum huga mikill og alvarlegur skortur á samkeppni í uppsiglingu. Þegar Magma ákveður að hækka skuli gjaldskrá HS Orku um 30-70, nú eða 130%, þá stöndum við neytendurnir berskjaldaðir og eigum ekki lengur tryggan aðgang að varmanum í jörðinni og rafmagninu í leiðslunum (sbr. regnvatnið í Bólivíu og rafmagnið í Soweto í Suður-Afríku). Nú er það ekki svo að við getum t.d. þá ákveðið sem neytendur að skipta þá bara við annað fyrirtæki. Ég bý í Hafnarfirði og fæ heita vatnið mitt frá OR, en rafmagnið frá HS Orku. Ég get að því er ég best veit ekki enn ákveðið upp á mitt einsdæmi að ég vilji frekar kaupa rafmagnið af OR eða vatnið frá HS Orku, eins og eðlilegt markaðs- og samkeppnisumhverfi ætti að bjóða upp á (að maður tali nú ekki um að valkostirnir væru fleiri). Þessu er ekki enn búið að ganga frá og hverjir haldið þið að komi til með að standa gegn slíkum breytingum hér, þegar þingmenn okkar fara að vinna í að búa til slíkt umhverfi, eins og rætt var um fyrir einhverjum árum að ætti að gera hér á landi?

Það átti ekki að selja þennan hlut út úr landinu á þessum tímapunkti! Til þess er okkar ör-markaður of smár eins og stendur og e.t.v. verður hann það alltaf. Og það er engin afsökun að aðrir kaupendur hafi ekki fundist. Þá átti þá bara ekkert að selja! Punktur.  Vonandi tekst HS Orku ekki að ná samkomulagi tímanlega við lánadrottna sína þ.a. kaupsamningurinn fellur og leita verður nýrra lausna.

Karl Ólafsson, 3.9.2009 kl. 22:30

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þörf og góð spurning hjá Salvöru.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.9.2009 kl. 02:40

11 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Rétt og satt Hjá þér Karl. „ þá átti bara ekkert að selja!Punktur.“ Skilja menn þaðekki enn að einkavæðing er ekki það sem við þurfum núna hér á Fróni. Við erum alveg búin að fá skammtinn okkar af slíku. Mér líst vel á að lífeyrissjóðirnir komi að þessum málum, þó svo að þar þurfi vissulega að taka til líka. Ef útlendingar telja sig geta hagnast á íslenskum orkufyrirtækjum þá ættu þau að vera álitlegir fjárfestingarkostir fyrir lífeyrissjóðina.

GG

Guðmundur Gunnarsson, 4.9.2009 kl. 23:25

12 identicon

Ef það eru einhver rök að íslenskir kaupendur hafi ekki fundist, þá vaknar sú spurning hvort mögulegir íslenskir kaupendur hafi vitað að hægt var að fá kúlulán hjá orkuveitunni með 1,5% vöxtum, eða stóð íslendingum það ekki líka til boða?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband