Söguskoðun uppistandara

Öllu gríni fylgir nokkur alvara er sagt. En ekki fylgir allri alvöru grín, svo mikið er víst. Hér er nýjasti uppistandari Íslendinga í fínu formi með sína einkasöguskoðun.

Söguskoðun uppistandara Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Algjörlega óborganlega fyndið! Takk fyrir! Aumingja HHG að vera eins og hann er.

Björn Birgisson, 3.9.2009 kl. 12:22

2 identicon

Sterkari en nokkur pistill.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 12:36

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er viss um að öllum finnst þetta fyndið.... að undanskildum Davíð Oddssyni. 

Anna Einarsdóttir, 3.9.2009 kl. 12:57

4 Smámynd: Eygló

Ætli Davíð skammist sín ekki fyrir Hannes, með þetta endalausa lof og oflof?

Nefnilega þegar lof er orðið að oflofi, hefur það breyst í háð og niðurlægingju.

Eygló, 3.9.2009 kl. 13:57

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

algerlega dásamlegt..................ódauðlegt

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2009 kl. 15:16

6 identicon

Hlægilegast af öllu er að Dabbi og Hannes Hólmsteinn hafa alla tíð lifað og þrifist á ríkinu. Þeir hafa sem sagt alltaf verið ríkisreknir á meðan þeir hafa dásamað einkaframtakið.  

Stefán (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 15:29

7 Smámynd: hilmar  jónsson

hilmar jónsson, 3.9.2009 kl. 15:43

8 identicon

Það  er líka hægt að skemmta sér yfir aumingjaskapnum sem viðgengst nú, hann er engu betri enn það sem þið horfið á og hafið gaman af, ekkert nema lygar frá degi til dags, hvernig ætli standi á því. Björgunar herferðir úr gömlu bönkunum virðist vera það eina sem Samfylkingin og VG ætla sér að gera, bjarga þeim sem stálu úr þeim. Getur verið að þau hafi verið svona innvinkluð í spillinguna eins og aðrir, að þau ráða ekki við það sem þau þóttust  standa fyrir að slá  skjaldborg um heimilin og fyrirtæki.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 17:57

9 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurbjörg Jónsdóttir, þakkaðu þínum guði fyrir að ærlegt fólk er að reyna að taka til eftir ósómapólitík undangenginna ára. Taktu þér tak, kona!

Björn Birgisson, 3.9.2009 kl. 20:02

10 identicon

Skelfing eruð þið aumkunnarverð!

Kristjana V Einarsdottir (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 21:27

11 Smámynd: Eygló

Þótt það sé ekki fyndið, þá ER það nú svolítið fyndið.

Nú er lenska þegar fólk mætir e-s staðar of seint eða stenst ekki e-r áætlanir aðrar að segja: 

"Ég biðst afsökunar en ég komst ekkert áfram, allt lokað af með skjaldborginni."

Eygló, 3.9.2009 kl. 22:29

12 identicon

„Kapítalisminn hefur fært okkur stórkostleg lífsgæði. Ég ætla ekki í björgunarbátinn, fyrr en ég er viss um, að skipið fer að sökkva,“ (Hannnes H. Gissurarson; Lesbók Mbl. 6. október 2007).

Jóhann Tómasson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 00:25

13 Smámynd: Björn Birgisson

Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að vera stoltur af aðaltrúði Íslands. Þeim hinum sama og tekur atkvæði af flokknum í hvert sinn sem hann opnar munninn. Mæli hann sem oftast, trúðurinn sá arna.

Björn Birgisson, 4.9.2009 kl. 01:10

14 identicon

Tek undir með Kristjönu V.

HHG er eins og hann er en nú er nóg komið.

Síðuhöfundur og viðhlægjendur hér hafa kveinað undan einelti af minna tilefni en dynur hér og víðar yfir einn mann.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 01:11

15 identicon

Góð skemtun.

 En ég verð nú að taka undir orð Sigurbjargar Jónsdóttur hér ofan.

Þessi landráðastjórn hefur ekkert aðhafst alt frá því að hún tók við af fallstjórninni. Annað en að troða upp á þjóðina ESB umsókn sem kemur til með að kosta okkur hundruð miljóna ef ekki miljarða. + það að þröngva upp á þjóðina Iceslave. Og ætlaði hún að gera það ósmurt og óskoðað með öllu. Svei þeim.

Þetta skíta pakk er sama eiginhagsmunapakkið og restin af 4 flokkunum. Svei þeim öllum þeir ættu allir að vera bannaðir þar til að óháð rannsókn hefur farið fram á þeirra allra hlut á hruninu hér. Að meðtaldri rannsókn á mútum til allra flokka síðustu 10 ár.

Er þjóðin strax búin að gleyma glæsilegu kosningaloforðum þeirra? Hvar er skjaldborgin um heimilin? Og allar raunhæfar ráðstafanir að reisa fyrirtækin? Er verið að vinna í því að fá kvótann og allar hinar auðlindir þjóðarinnar undir þjóðina? Nei það er verið að braska með auðlindirnar sem aldrei fyrr. 

Það er ekki búið að frysta eina einustu krónu! Og ekki handtaka einn einasta glæpon. En Ríkislögreglan ætlar að bjarga okkur frá Vítisenglum? Ég er nú að komast á þá skoðun að við þurfum fólk eins og Vítisengla til að taka til hér (Þeir hafa oft verið notaðir til löggæslu eins og á tónleikum t.d.) Það er kannski það sem stjórnvöld óttast! Að einhverjir naglar komi og hreinsi hér verulega til? Hendi út skítapakkinu vinum þeirra!

Nei Björn Birgisson takt þú þér tak! Það er sama ógeðs spillingin í þessum flokkum rétt sem Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Og það er sannarlega ekkert ærlegt við það fólk. Hvar er t.d. alt upp á borðið kosninga loforðin? Ekki í Iceslave, þar var reynt að fela alt!  Ekki hjá Jóhönnu yfir höfuð, hún einfaldlega sést ekki.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 01:29

16 Smámynd: Björn Birgisson

Sigrún, einelti er ljótt, en HHG á allt ljótt skilið, þannig hefur hann hegðað sér. Að íslenska ríkið skuli ala aðra eins nöðru við brjóst sér, í boði Sjálfstæðisflokksins, er sorglegra en tárum taki.  Nú þarf að lofta út! 

Björn Birgisson, 4.9.2009 kl. 01:38

17 Smámynd: Jens Guð

  Er HHG nú orðinn fórnarlamb eineltis?  Ríkisrekni maðurinn sem hældi sér í erlendum fjölmiðlum af að vera hönnuður íslenska efnahagsundursins,  klappstýra kvótakerfisins og útrásarvíkinga?  Og varð holdgerfingur íslenska efnahagsviðundursins?   

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 23:31

18 Smámynd: Björn Birgisson

Svo ekki misskiljist meina ég "allt ljótt skilið" í pólitískri merkingu. HHG hefur lagt vinstri menn í einelti áratugum saman. Svo má velta því fyrir sér hvort dýrkun hans á Davíð Oddssyni jaðri ekki við einelti. Kæmi mér ekki á óvart að Davíð líði oft illa undir öllu þessu oflofi.

Björn Birgisson, 5.9.2009 kl. 11:41

19 identicon

Alveg er þetta frábært í hörmungunum.

Ég hef ekki hlegið svona mikið í langan tíma, og því er innleggið kærkomið. Þetta verður auðvitað að skoða í samhengi, en þátturinn er tær snilld.

Það er átakanlega aumt hvernig HHG hagar sér í ábyrgu samfélagi. Hann á einfaldlega ekki heima þar. Svo kannski spurningin er: Hvar á HHG heima í samfélaginu? Kannski utan þess?

nicejerk (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 18:02

20 identicon

Almenningur thekkir allvel til HHG.

Almenningi thykir nægja ad vísa til thess glæsilega fordæmis um frelsi okkar allra til ad tjá okkur án tillits og óheft um náungann í umrædu á opinberum vettvangi. Hvort sem thar er um ad ræda fjölmidla, opna fundi á vegum opinberra stofnana, eda fjölmenna deildarfundi innan HÍ.

Almenningur á ekki von á ödru en ad HHG fagni í hvert skipti sem einhver dylgjar um persónu hans sjálfs eda störf, thví ekki gefa kynni Almennings af HHG honum tilefni til ad ætla ad slíkur málflutningur sé HHG á móti skapi. Nema sídur sé.

Almenningur er eiginlega frekar hissa á hversu létt sumir hafa í raun sloppid frá kastljósi umrædunnar undanfarid ár.

Almenningur (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband