Kerfisbundinn blekkingavefur?

DV skúbbar hægri-vinstri þessa dagana og stendur sig með afbrigðum vel. RÚV var líka með frétt um sama mál í gærkvöldi. Um er að ræða gagnagrunninn hans Jóns Jósefs Bjarnasonar sem er vægast sagt magnaður og ætti að vera til á hverju heimili. Svo ekki sé minnst á fjölmiðla, rannsóknaraðila hrunsins og ýmsar opinberar stofnanir.

Ég hef fengið að skoða hann og ætla að sýna hér tvennt sem DV og RÚV fjölluðu um. Enn sem komið er nær gagnagrunnurinn aðeins til 1. ágúst 2007, en verið er að uppfæra hann svo kannski get ég skipt myndunum út á morgun eða hinn og sett inn uppfærðar myndir.

Að þessu sinni er um að ræða tengslanet annars vegar milli Jóns Ásgeirs og Pálma Haraldssonar - hins vegar milli Jóns Ásgeirs og Þorsteins Metúsalems Jónssonar sem kenndur er við Kók. Þetta eru þrír þeirra manna sem hafa leikið sér með efnahag íslensku þjóðarinnar undanfarin ár. Myndirnar af tengslunum eru eins og flókinn köngulóarvefur og svo umfangsmiklar að stóra iðnaðarprentara þyrftir til að prenta þetta út með sæmilega stóru letri. Dagblöðin geta það ekki einu sinni, þau eru ekki nógu stór. Er nokkur furða að erfitt hafi verið - og sé - að ná utan um blekkingavefinn?

Hér er frétt RÚV frá í gærkvöldi (ég finn ekki fréttina í vefútgáfunni). Þar er fjallað um Finn Ingólfsson og síðan tengslanet Jóns Ásgeirs og Þorsteins í Kók. Heilar línur þýða gildandi tengsl (m.v. 1.8.07), brotnar línur fyrri/rofin tengsl (m.v. 1.8.07).

RÚV 8. september 2009

Hér er tengslavefur Jóns Ásgeirs og Þorsteins.
Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Tengslanet Jóns Ásgeirs og Þorsteins M. - Smellið þar til læsileg stærð fæst

DV.is 9. september 2009 - meira í blaðinu sjálfu.

DV - Tengsl Pálma Haralds og Jóns Ásgeirs
Tengslavefur Pálma Haraldssonar og Jóns Ásgeirs.
Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Tengslanet Pálma Haralds og Jóns Ásgeirs - Smellið þar til læsileg stærð fæst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það jaðrar við að maður fái flogakast við að horfa á þetta.

Finnur Bárðarson, 9.9.2009 kl. 17:08

2 identicon

Vá þetta er eins og kort af alheiminum eða eitthvað...

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 17:30

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

gott framtak hjá Jóni Jósef. Það er örugglega í undirbúningi lögbann á notkun hans.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.9.2009 kl. 17:32

4 Smámynd: Sævar Helgason

Mér finnst þetta flokkist undir geðveiki- allavega  er ekkert eðlilegt við þessa "menn "Og að þeir hafi gengið lausir- er borgað með rústun á efnahag heillar þjóðar .

Sævar Helgason, 9.9.2009 kl. 17:48

5 identicon

Þessi tengsl eru rosaleg, og þá tek ég vægt til orða. Þessi kort eru svo stór að ferðavélin hjá mér ræður varla við þetta, og er það sæmileg vél sem ég er með.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 18:00

6 identicon

@J'ohannes  "Það er örugglega í undirbúningi lögbann á notkun hans."

Fjármálaeftirlitið ásamt fleiri rannsóknaraðilum hafa keypt grunninn og eru að nota hann við sína rannsóknarvinnu.

Það er því afar ólíklegt að þeir fara að setja lögbann á sjálfa sig.

Cilla (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 18:54

7 identicon

Engin flækja er svo flókin að hún greiðist ekki að lokum. Þarna í flækjunum leynast væntanlega þúfurnar sem velta hlassinu. Já það er oft vit í máltækjum.

Ingibergur (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 18:57

8 Smámynd: Páll Blöndal

Flott framtak hjá  Jóni Jósef.
Spurning að bjóða upp á einfaldari grafíska framsetnigu,
þar sem hægt væri að grafa sig niður í smáatriðin.

Páll Blöndal, 9.9.2009 kl. 19:37

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Frábært fyrirbæri.

Íslendingabók á sterum !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 9.9.2009 kl. 19:55

10 Smámynd: Eygló

Og mér sem fannst alltaf svo þétt og erfitt að fylgja - sníðamynstrunum (Burda) haha. Úr þessu yrði skrítin hönnun!

Herra minn nærri mér, af hverju sást þetta ekki fyrr eða var ekki komið í veg fyrir þetta fyrr - ég leyfi mér að segja:  átti ekki að vera hægt að kæfa þetta í fæðingu?

Eygló, 9.9.2009 kl. 20:18

11 Smámynd: Eygló

Sé það núna. Þetta eru töflur um erfðamengi bilaðrar þjóðar/einstaklinga

Eygló, 9.9.2009 kl. 20:19

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er auðvitað með þvílíkum ólíkindum að maður verður enn einu sinni orðlaus! Tengslin og spillingin er eitthvað sem maður var farinn að átta sig á en það að einn maður skáki öllum sem eru á launum við það að veita aðhald, fylgjast með, rannsaka vinna við upplýsingaöflum o.s.frv. sannar það enn einu sinni að það er hugvit og krafturinn sem liggur hjá hinum almenna borgara sem mun verða þessari þjóð til bjargar. Ekki þeir sem eru á launum við það að segjast vera að vinna að slíku björgunarstarfi!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.9.2009 kl. 21:29

13 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er greinilega framtíðarverkefni ættfræðinga sem búnir eru að rekja ættir sínar og sinna nánustu og vantar eitthvað við að vera....

En hvernig væri nú að rekja tengsl íslenskra aðila við skúffufyrirtæki Magma Energy í Svíþjóð. Sá tilbúnaður lyktar af íslenskri snilld og ekki þarf að koma á óvart þó þar eigi fé sem Finnur.....

Ómar Bjarki Smárason, 9.9.2009 kl. 23:53

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fín vinna hjá kaggli...

Steingrímur Helgason, 10.9.2009 kl. 00:55

15 identicon

Segi eins og DoctorE, datt í hug stjörnuþoka.  Frábært framtak, ómetanlegt innlegg í umræðuna.  Að sjá þetta svona, ég alla vega efast ekki um hvað ég held.

ASE (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:17

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vá! fjölskyldutenglin mín eru bara hjóm eitt miðað við þetta

Brjánn Guðjónsson, 10.9.2009 kl. 11:08

17 identicon

Frábært framtak hjá Jóni Jósep, það þarf að standa vörð um svona fólk.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:56

18 Smámynd: Ruth

Þetta er hryllilegur köngulóavefur 

Skrítið að Jón Ásgeir heldur því fram að hann hafi ekki verið boðaður í yfirheyrslur

Kemur fram í Viðskiptablaðinu :

 "Í viðtalinu er Jón Ásgeir spurður hvort hann hafi verið boðaður til yfirheyrslu hjá opinberum aðilum og þegar hann er spurður hvort hann, líkt og margir af fyrrverandi viðskiptafélögum hans, eigi von á því að vera boðaður til yfirheyrslu er svarið einfalt: „Nei!“"

Ég vona ynnilega að það sé rangt !!!



 

Ruth, 10.9.2009 kl. 13:41

19 identicon

ég get rakið ætt mína aftur til Írlands..........en ekki fram og til baka einsog sumir þarna.

zappa (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 17:45

20 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er hreint ótrúlegt. Er von að skattyfirvöldunum vefjist þetta flókna mál hvað þá venjulegum borgurum.

Bankahrunið var vandlega undirbúið, af einbeittum ásetningi var bönkunum breytt í ræningjabæli, þeir notaðir til að gera fjárfestingabólur mögulegar þar sem útrásarvíkingarnir notuðu til að komast á ódýran hátt yfir eigur heiðarlegs fólks sem fjárfest hafðimeð sparifé sínu.

Er ekki einkennilegt að fyrrum forstjóri Fjárfestingaeftirlitsins hafi verið valinn af Háskólanum í Reykjavík að halda fyrirlestra um viðskiptasiðferði? Þessi maður virðist hafa verið steinsofandi hvern einasta dag í vinnunni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2009 kl. 19:39

21 identicon

Ætla Íslendingar að læra af reynslunni og hætta að eiga viðskipti við fjárglæframenn,

Eða bíða allir spenntir eftir næsta lána og neyslufylleríi.

Pétur Guðnason (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 22:18

22 identicon

Ég auglýsi eftir nýju slagorði fyrir Hagkaup.!

Að mínum dómi ætti enginn að versla Í Hagkaup. hefur ekki einhver góða hugmynd í staðinn fyrir þetta slagorð.. '

''Íslendingum finnst skemmtilegast að versla í Hagkaup ''

jonsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 09:36

23 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég fékk þetta plottað (no pun intended) á eitthvað 60x100 cm. pappír og verður það þá þokkalega læsilegt.

Baldur Fjölnisson, 18.9.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband