17.9.2009
Hver seldi Ísland?
Hvað þarf til að vekja íslenskan almenning til vitundar um að verið er að selja okkur í ánauð? Þetta er engin dramatísering - bara svellkaldur veruleiki, því miður. Í síðasta pistli benti ég á mynd sem sýnd var á RÚV í gærkvöldi - Afsökunarbeiðni efnahagsböðuls. Ég viðurkenni fúslega að tárin trilluðu niður kinnarnar þegar ég horfði á myndina og nokkuð lengi á eftir. Einmitt það sem þar var lýst er að gerast hér. Nákvæmlega þetta. Ég verð með ónotatilfinninguna enn um sinn. Og maður spurði sig: Hve mikið fékk Óskar borgað? Var Hönnu Birnu hótað? Hvað með síðustu ríkisstjórn? Valgerði, Halldór, Davíð og þau öll? Getur verið að eilífar frestanir AGS núna stafi af því að Jóhanna og Steingrímur neiti að spila með? Hvað veit maður? Enginn segir okkur neitt. Hver seldi Ísland?
Afsökunarbeiðni efnahagsböðuls
Fyrri hluti
Seinni hluti
Hér eru nokkrar athugasemdir við síðustu færslu þar sem ég vakti athygli á sýningu myndarinnar:
Það var fróðleg fréttin sem birtist í hádegisfréttum RUV. Þar var haft eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra Alcoa, að þeir þyrftu tryggingu fyrir því að fá orku fyrir 350.000 tonna álver.
Þetta þýðir óútfylltan tékka til Alcoa, um aðgang að orkuauðlindum sem ná frá Þeistareykjum og til Herðubreiðar og Skjálfandafljóts.
Má finna samsvörun í tali forstjórans og því sem kemur fram í myndinni?
____________________
Stórkapítallinn í BNA hefur áorkað meira til sósíalismans en kenningar Marxista og annara sósíalista samanlagt. Misskipting auðs er að sjálfssögðu helsta vandamál heimsins í dag og undanhald millistéttarinnar endar með einhverskonar uppgjöri þjóðfélagshópa í öllum samfélögum.
Menn eins og John Perkins lýsa þessu mjög vel og þarf fólk að hlusta á hann með opnum huga.
Saga t.d. Suður Ameríku er að öllu leyti sorgleg þar sem hún tengist imperíalisma BNA svo náið. Því hvers vegna ættu innfæddir íbúar þessara svæða að njóta góðs af auðlindum landsins?
Þetta er í raun sáraeinfalt en vandamálið er að maður þarf að hugsa um þetta eins og maður sé staddur í James Bond mynd. Maður á oft einfaldlega erfitt með að trúa að 'siðmenntaðir' íbúar, 'siðmenntaðra' landa hegði sér á þennan hátt.
____________________
Fyrsti hluti láns AGS til okkar fór á reikning í banka í New York og það stemmir við það sem Perkins segir í Játningunum.
Öll efnahagsaðstoð við Austur Tímor fór inn á banka í USA og bókstaflega ekkert skilaði sér þangað. Það stemmir við það sem Perkins segir.
Uppbyggingin í Indónesíu eftir flóðbylgjuna byggðist á aðstoð" sem fólst í því að Bandarísk fyrirtæki fengu pening til að byggja hótel og koma upp túristagildrum þar sem þorp innfæddra stóðu. Það stemmir við Perkins.
____________________
Það er vonandi að ráðamenn og almenningur fari að tengja varðandi bolabrögð AGS hér og svo þessa útsölu auðlindanna, sem dulin er með því að við eigum auðlindirnar, en njótum einskis af þeim. Með hjáleiðum, klókindum og skúffufyrirtækjum er farið á snið við lög og reglur á meðan menn í öllum flokkum draga lappirnar í lagasetningum og stjórnarskrárbreytingum til að tryggja okkur yfirráðin.
Menn mega líka spyrja sig hvort það veki ekki spurningar að yfirmaður AGS (governor) á Bretlandi, var á tímum hryðjuverkalaganna og er enn enginn annar en Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta. Hringir það virkilega engum bjöllum? Hringir það engum bjöllum að AGS skuli ekki svo mikið sem hafa okkur á dagskrá fyrr en við höfum gengið frá ICESAVE? Þeir sem gáfu það opinberlega út að þeir væru aðeins ráðgefandi og að málið væri "none of their business". Nú merja þeir líftóruna úr okkur með að teygja gjaldeyrishöftin á langinn um leið og þeir halda aftur af neyðarláni sínu.
Og af hverju samanstendur þetta neyðarlán? Í nóvember í fyrra lofaði frú Kristin Halvorssen um 100 milljarða láni til okkar, frá Norðmönnum, sem þing þeirra samþykki. AGS stígur inn í ferlið og stöðvar það. Norðmenn samþykkja að breyta láninu þannig að það verði hluti af lánapakka AGS. Þeir lánuðu svo AGS 600 milljarða, svo þeir gætu lánað okkur. Sama gerðist með Rússalánið. AGS, stöðvaði bæði þessi lán, svo þeir sætu einir að kverkatakinu. Það sem hefur gerst í Suður-Ameríku og víðar í þróunarlöndum er að gerast hér, en þeir hafa bara tekið upp betur duldar og sívílíseraðri aðferðir til að ná sama marki.
Menn skulu ekki gleyma að AGS er að 51% í eigu USA, eða réttara sagt Federal reserve/Wall Street, sem er ekki meira federal en federal express, heldur hreint og klárt tæki auðhringa til að komast yfir auðlindir (resources).
Þótt vilji þjóða sé fyrir hendi að hjálpa okkur í þessari kreppu, þá er það AGS, sem kemur í veg fyrir það með klókindum, eða jafnvel hótunum. Allt skal fara í gegnum þá. They call the shots here.
Það sem Ísland á að gera, ef svo ólíklega vill til að Bretar og Hollendingar fallist ekki á fyrirvara okkar, er að vísa málinu fyrir dómstóla og í beinu framhaldi af því að henda AGS út og taka slaginn sjálf. Það er raunar nóg fyrir fólk að lesa um sjóðinn á wikipedia (sértaklega seinni hlutann) til að sjá hvað þessi glæpahringur stendur fyrir.
Verið á útkikki eftir böðlum og sjakölum. Ekki vera of viss um að þeir séu endilega útlendingar.
Fólk skyldi svo hafa í huga þegar minnst er á hina hugumprúðu útlendinga, sem eru að koma hingað til að "aðstoða við uppbyggingu orkufreks iðnaðar" að það er aðeins annað orð yfir arðrán. Það skal enginn halda að það séu þeir, sem virki og búi í haginn fyrir þetta. Það erum við. Enn höfum við ekkert annað upp úr álvæðingunni haft en botnlausar skuldir og gjaldþrota Landsvirkjun og það er algerlega ljóst að við getum reiknað það í öldum, hvenær það yrði að veruleika. Þótt hvert einasta andskotans kílówatt yrði virkjað fyrir þessar samsteypur, og álver byggð til að fullnýta það, þá myndi það skapa störf fyrir 2% þjóðarinnar.
Það er verið að éta ykkur með húð og hári og máltíðin hefur verið talsvert lengi í ofninum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 21.9.2009 kl. 00:51 | Facebook
Athugasemdir
Ég held það sé full ástæða til að vera tortrygginn um þessar mundir. Kínverjarnir eru komnir og vilja kaupa sig inní orkugeirann, Þeir eiga nú þegar einhvern hlut í Alcan í gegnum móðurfélagið Rio Tinto. Einnig vek ég athygli þína Lára Hanna á því sem Friðrik Sóphusson sagði um fjármögnun Búðarfossstíflu í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi. Hann gaf það sterklega í skyn að útlendingar (Alcan væntanlega) gætu komið að því verkefni.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.9.2009 kl. 04:48
Alveg er ég hjartanlega sammála þessu Lára. Það sem mér finnst að sérstakir saksóknarar ættu að skoða vandlega eru erlendir reikningar Friðriks Sophus, Valgerðar, Davíðs, Halldórs og allra þeirra sem ráðið hafa einhverju um þá orkusölu útsölu sem hér hefur viðgengst undanfarna áratugi. Ekki kæmi mér á óvart þó þar kæmi eitthvað misjafnt í ljós.
Ég skrifaði smá blogg hér fyrr á árinu eftir að ég sá myndina Draumalandið því það sem ég hnaut um þar var atriði sem ég hef ekki heyrt nokkurn blaðamann nefna en var efni í stórfrétt: http://karllove.blog.is/blog/karllove/entry/855866/
Hér er það sem ég gapti af undun yfir,
Þar eru sýnd flissandi og hlægjandi þau Friðrik Sophusson, Valgerður Bjarnadóttir og forstjóri ALCOA sem ég man ekki hvað heitir. Ekki gerðu Friðrik eða Valgerður minnstu tilraun til að fela þá staðreynd að Valgerður hafði lagt mikla áherslu á að leiða þetta kjördæmi beinlínis til að geta barið þennan óskapnað sem þessi virkjun er í gegn.
Það sem fékk mig til að gapa af undrun var það sem Friðrik sagði blákalt og Valgerður tók undir með hlátri og flissi var eftirfarandi; “We bend and break the rules to make this happen!”
Þetta er orðrétt haft eftir Friðrik og ég vil fá útskýringu á því hvað hann meinti þó það liggi kannski í augum uppi. Ég skil ekki í hvaða heimi fréttamenn þessa lands lifa ef svona ummæli frá forstjóra Landsvirkjunar eru ekki ástæða til að kafa ofan í málin.
Því miður Lára held ég að lítil von sé til að íbúar þessa lands vakni nokkurn tíman af svefni miðað við t.d. þá staðreynd að flokkurinn sem sökkti þessu landi er að AUKA fylgi sitt. Á ég þá við "Sjálfstæðisflokkinn" sem er öfugmæli aldarinnar því allt stefnir í að við séum að missa það litla sjálfstæði sem við eigum eftir.
Karl Löve, 17.9.2009 kl. 05:59
Sit eftir lesturinn með hroll.
Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2009 kl. 06:07
Og svo má nefna í tengslum við þetta Chinalco fyrirtæki, sem ég hef séð menn mæra, þá er það fyrirtæki í nánu samkrulli við Rio Tinto, og eiga þessir risar hluti í hvoru öðru og til stóð að Chinalco keypti stóran hluta Rio Tinto. Það varð ekki, en þeir eiga áfram nána "markaðsamvinnu". Nú svo má benda á að Magma Energy seldi Chinalco kopariðnað eða námur fyrir skömmu, svo menn sjá að það er ansi sérkennileg tenging þarna á ferð.
Hvernig væri að stjórnendur þessa lands leggðust svo lágt að googla þessi andskotans glæpafyrirtæki, áður en þeir taka við samninganefndum. Menn skulu heldur ekki vera of snöggir að álykta um þjóðerni fyrirtækja, frekar en hins meinta sænska Magma, sem þó er Kanadískt með alþjóðatengsl og bönd á wall street. Þetta eru fjölþjóðafyrirtæki ogí því felst að það skiptir engu máli við hvaða land þau kenna sig. Hér eru öll nöfnin á ferðinni, sem Perkins ruddi veginn fyrir í Equador og Venesuela. Hvað þarf fólk til að skilja samhengið?!
Jón Steinar Ragnarsson, 17.9.2009 kl. 06:55
Ef eitthvað er, þá er chinalco ósvífnara en Rio tinto. Þeir eru í innkaupaferð um allan heim og eru m.a. í suður ameríku, svona eins og hefðin býður. (Chinalco rio tinto) Chinalco keypti hlutina í Rio Tinto í samfloti með Alcoa. Sjá hér.
Þetta er allt sama tóbakið. Ekkert af þessu væri annars á borðinu nema fyrir inngrip AGS. Þeir skapa aðstæðurnar fyrir panikk og brunaútsölu á auðlindum til fjölþjóðarisa, eins og þeirra megin hlutverk er.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.9.2009 kl. 07:11
Miðað við fréttir undanfarna mánuði af "tölvukunnáttu" þingmanna Jón Steinar þá held ég að til of mikils sé ætlast. Eitt er ég alveg sannfærður um; fyrst þetta fólk sama hvar í flokki það er virðist neita að horfa á kaldann veruleikann þá getur ekki annað verið en þau séu búin að fá eitthvað gylliboð sem reddar elliárunum.
Það heitir á íslensku föðurlandssvik.
Karl Löve, 17.9.2009 kl. 07:12
"I broke the rules!"
Geir Haarde kemur í sóffann í skemmtiþætti sænska sjónvarpsins "Skavlan" annað kvöld og rekur raunir sínar.
Hvaða söguskoöun verður sett fram þarna?
Sjá:
Fredag 18 september är det premiär för en ny säsong av talkshowen Skavlan. Gäster är Alexander Rybak, Lena Endre, Liv Ullmann, deckarförfattaren Jo Nesbö samt den före detta isländska statsministern Geir Haarde. För musiken står Lars Winnerbäck.
I januari i år tvingades den isländske statsministern Geir Haarde avgå. Höstens finanskris fällde den isländska regeringen och folkets dom var hård. Geir Haarde kommer till Skavlan och berättar om sitt livs tuffaste år. Och det var inte bara politiska katastrofer som drabbade Geir Haarde.
Slóð:
http://svt.se/2.115332/1.1686266/rybak_ullmann_och_endre_i_skavlans_premiar?lid=puff_1549587&lpos=lasMer
Það ætti að vera hægt að senda athugasemdir eða spurningar um þetta til "Tittarservice"
Sjá "Kontakta Tittarservice" neðst til hægri á síðunni
Program: Skavlan
Synpunkter,,,,, etc.
Jónsi (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 07:22
Þú ert frábær Lára Hanna.
Ég held að þú of fleiri séu nú þegar búin að opna augu þeirra íslendinga sem hafa einhverja siðferðisvitund og láta sig málin eh varða.
Nú hlýtur að vera næsta skref að hefja aðgerðir gagnvart þessum glæpafyrirtækjum og þeirra íslenska leiguhyski og koma þeim úr landi.
Ég er ekki lengur fráhuga því að valdbeiting sé réttlætanleg gagnvart þeim því annað virðist ekki duga til.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 07:54
Vá þetta er ótrúlegur pistill hjá þér Lára Hanna. Mann setur hljóðan. Það er nauðsynlegt að koma AGS út úr landinu og einnig kynna fyrir norrænum og rússneskum almenningi hvað er í gangi.
Anna Margrét Bjarnadóttir, 17.9.2009 kl. 08:25
Ég hjó eftir því hjá einum viðmælanda í þættinum að með ví að rústa gjaldmiðli Equador og knýja þá til að taka umm US dollara sem mynt, hafi þeirr fullkomnað arðránið. Það hefur svosem verið í umræðunni hér að gera hið sama og ég bíð spenntur eftir slíku gylliboði. Ef það kemst í umræðuna, þá sé ég ekki að AGS hafi í nokkru breytt uppskriftinni sinni.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.9.2009 kl. 08:34
Hefur einhver velt fyrir sér hversu margir íslenskir hagfræðingar sem eru að tjá sig endalaust í fjölmiðlunum hafa unnið hjá AGS eða Alþjóðabankanum ? :
Þorvaldur Gylfason, Ólafur Ísleifsson, Már Guðmundsson að mig minnir - ekki alveg viss, en allavega fleiri en margan grunar.
Einföld spurning: hvers konar skoðanir hafa þessir menn á alþjóðafjármálum. Mér finnst tld. almenningur ekki skulda þetta Icesave dæmi, en margir þessara manna hafa gefið sér fyrirfram að öll þjóðin skuldi þetta allt saman.
Einnig finnst mér athugavert að þeir eru meira eða minna þeirrar skoðunar að landið hafi ekki efni á að gefa eftir glórulausar skuldir heimilanna og smáfyrirtækjanna í landinu.
GunnarS (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 08:39
Þú sérð Jón hvernig krónan er staðsett í dag. Gjaldeyrishöft, lokað fyrir öll lán erlendis að kröfu AGS og fleira skemmtilegt. Þetta er allt í gangi nú þegar.
Karl Löve, 17.9.2009 kl. 08:40
Takk, Lára.
Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 08:45
Af hverju er verið að "bíða" eftir AGS, ef um er að ræða lán sem ekki á að nota? Finnst engum þetta ótrúlegt? Ef þeir eru hér aðeins til að veita okkur ónothæft lán, hvaða máli skiptir þótt það frestist? Þetta hljómar ekki skynsamlega?
Doddi D (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 08:46
Meira AlCOA Chinalco Hmmmm?
Jón Steinar Ragnarsson, 17.9.2009 kl. 08:49
Skuldsetning er lykilatriði (til hamingju með icesave). Takist skuldsetningin giftusamlega verður eftirleikurinn auðveldur. Og hvað getur nautheimskur almenningur svo sem gert?
Rómverji (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 08:50
Stóru fjölþjóðlegu auðfyrirtækin hafa uppgötvað orkulindina Ísland. Og að það er hægt að reka útibú fyrirtækjanna hér á landi með meiri arðsemi en þekkist víðast hvar. Hér er gnótt af hámenntuðu vinnuafli. Laun eru lág. Stjórnarfarið lætur vel að stjórn. Og orkan á spottprís.
Mjög vaxandi þrýstingur er á að komast yfir öll þessi auðævi fyrir lítið. Við sjáum þrýsting álrisanna- ekki talað um minna en 350 þús. tonna álver. Reyðarfjörður-Helguvík- Húsavík. Og tæplega lætur Chinalco-Rio Tinto sitt eftir liggja- enda fulltrúar þess mættir á staðinn.
Jarðvarmaauðlind Reykjanesskagans fór á útsölu í gær- fastsett til næstu 130 ára. Það ber allt að sama brunni - að komast með hraði yfir okkar auðlindir.
Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er greinilega notaður til að plægja jarðveginn- að greiða fyrir "hagkvæmum viðskiptum"
Ætlum við að láta þetta yfir okkur ganga ?
Sævar Helgason, 17.9.2009 kl. 09:07
"Getur verið að eilífar frestanir AGS núna stafi af því að Jóhanna og Steingrímur neiti að spila með?"
Ekki hafa sést nein merki þess að Steingrímur og Jóhanna neiti að spila með. Þvert á móti. Samþykkja icesave strax og án fyrirvara. Það var þeirra eina plan. Þau höfu ekkert plan B. Bara plan AGS.
„Ég tel mig ekkert þurfa neitt Plan-B," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í gær aðspurð á blaðamannafundi hvaða áform ríkisstjórnin hefði, samþykki Alþingi ekki Icesave-samninginn. [...]"
"Steingrímur J. Sigfússon fjármálráðherra sagðist sannfærður um að ekki væri hægt að ná betri samningi ef Alþingi fellir samninginn."
http://www.visir.is/article/20090701/FRETTIR01/127872674/1189
Hvernig er hægt að fá það út að Steingrímur og Jóhanna neiti að spila með?
Rómverji (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:10
Já, hvernig í ósköpunum er hægt að fá það út að Steingrímur og Jóhanna neiti að spila með?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:25
Ég er að leyfa mér að vona að Steingrímur og Jóhanna hafi verið að horfa á sjónvarpið í gærkvöldi. Og að þau lesi reglulega þetta blogg, Eyjuna og umræður hér, þar og víðar. Steingrímur var í fyrstu andsnúinn því að fá AGS hingað inn. Eftir myndina í gærkvældi fer maður að spekúlera í hvers vegna hann skipti um tón og trú.
En ég held að menn séu að átta sig betur og betur á þessu.
Hvort viljum við heldur vera Kúba norðursins eða Equador norðursins?
Sigga Lára (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:35
Góðar ábendingar , puntar og allt það hérna
En hvað finnst þér um þá hugmynd, að við eða Íslenska þjóðin krefjum breta um ríkisábyrgð vegna ómældrar skuldar eða um ríkisábyrgð á skaðabætur vegna beitingu hryðjuvekalaga?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:42
Takk fyrir þetta - hef líka oft spáð í þetta - að Steingrímur og Jóhanna séu ekki kaupanleg, og þess vegna er verið að "refsa" okkur. Ég vona bara að það komi að því að við stöndum upp sem þjóð og segjum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að eiga sig. Og vinnum okkur út úr þessu hörðum höndum fyrir eigin verðleika - það myndi styrkja okkur sem þjóð.
Regína Eiriksdottir (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:56
Hvar nákvæmlega eru líkindin með Íslandi og því sem John Perkins hefur lýst?
Ef það eru Bandaríkin sem reka efnahagsböðlana í eigin þágu er vandséð af hverju þau hefðu átt að pakka saman einn daginn og yfirgefa landið þegar leiðirnir til að gera okkur efnahagslega háð þeim voru í gegnum áframhaldandi veru.
Leiðin sem Perkins lýsir liggur í gegnum lán til ríkisstjórna. Hér á Íslandi voru stjórnvöld önnum kafin allt fram á síðasta ár við að borga niður skuldir ríkisins svo að ríkissjóður var orðinn næstum skuldlaus.
Eða voru það íslensku bankastjórarnir sem höfðu fengið heimsókn frá efnahagsböðlum með seðlabúnt og byssu fyrir mörgum árum þegar enginn sá fyrir lánsfjárkreppuna 2007 til 2008 sem endanlega knésetti bankana?
Okkar skuldir urðu til með ofvexti bankakerfisins og viðvarandi viðskiptahalla og féllu svo á þjóðina þegar fjármálakerfið hrundi. Var skuldasöfnun bankanna, íslenskra fyrirtækja og heimila allt liður í einhverju gífurlega flóknu og langdregnu plotti?
Skýringanna á því að Icesave innistæðunum var safnað í útibú Landsbankans en ekki dótturfélag svo ábyrgðin lenti á Innstæðutryggingasjóði og endanlega á ríkinu er þá væntanlega að leita í þessari langtíma áætlun um að hneppa okkur í skuldaþrældóm.
Þótt við gefum okkur nú þá forsendu að einhverjir efnhagsböðlar hafi skyndilega séð tækifærið opnast og ákveðið að stökkva til og drekkja okkur í skuldum þá gengur það heldur engan veginn upp. Okkar stærsta vandamál við að ganga frá samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var að tryggja lánsfjármögnun á móti hans láni. Bróðurparturinn af þeim lánum kemur svo frá hinum Norðurlöndunum á grundvelli fornra tengsla, auk Færeyinga, Pólverja og væntanlega Rússa fljótlega. Eru það færeysku eða dönsku efnahagsböðlarnir sem réðu því. Ef það eru einhverjir aðrir þarna úti sem keyra áætlunina um skuldsetningu okkar hefði mátt vænta þess að það væri vandalaust að útvega lánsfjármagnið. Eitt af stóru vonbrigðunum var til dæmis að Bandaríkjamenn vildu ekkert koma til móts við óskir okkar. Hvorki Bretar né Hollendingar hafa viljað lána sem hluta af IMF áætluninni. Hverjir eru þá að spila með AGS í efnahagsböðulsstarfseminni?
Eða sameinuðust Bretar og Hollendingar allt í einu um efnhagsböðlastarfsemi til að komast yfir auðlindir okkar og fengu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn í lið með sér jafnvel þótt fyrri sögur um efnahagsböðlastarfsemi gangi allar út á meinta þjónkun hans við bandaríska hagsmuni?
Það er sjálfsagt að mæta öllu endurreisnaráætlunum og fjárfestingum til uppbyggingar með heilbrigðri gagnrýni og fyrirvörum. En við komumst ekkert áleiðis með uppgjörið og lærum ekkert af reynslunni ef við neitum að horfast í augu við það að langvarandi ójafnvægi í okkar eigin hagstjórn, okkar eigið regluverk og skuldsett útþensla okkar eigin banka og eignarhaldsfélaga sem gerði okkur berskjölduð fyrir lánsfjárkreppunni.
Sorglegt ef við ætlum nú að setjast niður skælandi yfir að vera fórnarlömb alþjóðlegra efnahagsböðla þegar ég held að hinir raunverulegu böðlar hafi allt verið landar okkar.
Arnar (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:07
Alveg síðan Steingrímur tók U-beyjuna eftir kosningar hef ég verið að velta því fyrir mér hvers vegna hann hafi tekið slíka pólitíska áhættu.
Fyrir kosningar sagði hann að hann vildi AGS burt en eftir kosningar vill hann bara hafa þá góða. Hvað gerðist? Hvers vegna snýr hann við blaðinu? Hvern fjandann getur AGS gert eða sagt sem lætur hann skipta um skoðun?
Það verður að segjast eins og er að það var ekki fyrr en ég var búinn að hugsa um þetta vakinn og sofinn í fleiri vikur að mér hugkvæmdist að spyrja sjálfan mig: „Ef ég væri í sporum Steingríms, hvernig væri hægt að fá mig til að skipta um skoðun?“
Svarið blasir við. „Ef þú gerir ekki eins og við segjum, drepum við börnin þín.“ Djöfull yrði ég fljótur að skipta um skoðun.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:19
Mikið var hressandi að fá þetta gagnrýna efasemdar innslag frá Arnari í athugasemd #23.
Sjálf verð ég að viðurkenna að ég lít á Perkins, sem enn einn ameríkanann sem er að reyna að græða....
Sigrún Jónsdóttir, 17.9.2009 kl. 10:29
Kærar þakkir Lára!!!!!!
Þú ert óþreytandi við að reyna að koma okkur í skilning um hið augljósa.
En við erum treg og sjálfumglöð.
Jóhannes Björn(vald.org) hefur verið að reyna að koma okkur í skilning
um það sem við erum að kljást við, Í 30 ÁR og við skiljum enn ekkert.
Hvað segir þetta um okkur ??????????
Höskuldur Davíðsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:46
Thakka godan pistil ( eins og venjulega ) Lara Hanna.
Eg er buinn ad lesa badar baekurnar hans John Perkins, "Confessions of an Economic Hit Man og The Secret History of the American Empire"
Thad sem hann segir fra thar, er nakvaemlega thad sem er ad gerast a Islandi
i dag og einginn virdist skilja thad.
Al Capone a sinum tima i Chicago gat gert kvad sem hann vildi, loglegt og ologlegt, med ad passa ad hafa ALLA radamenn i Chicago a launum
( mutur )
Getur thad verid ad einhver eda einhverjir seu ad nota somu adferdina a Islandi ?
Eg bara spyr.
Islendingur (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:47
Hér eru comment frá John Hoefle Hagfræðing.
From what I've seen Iceland was basically turned from a productive economy into an offshore speculative playground by the British Empire, which looted it and now demand that it surrender its sovereignty to the IMF in return for loans. Loans from the IMF are a trap, which generally works this way: The IMF gives a nation a loan, but the money actually goes to the international banks to which the nation owes money. I reality, the banks get the money and the nations get the debt. Under IMF conditionalities, the nation is unable to pay back that debt--this is often done by forcing the nation to devalue its currency, and since the debt is denominated in dollars or some other foreign currency, the devaluations mean that a larger percentage of the nation's GDP must go to debt service. When the nation is unable to meet its payments, the IMF will make it another loan, with further conditionalities applied, resulting in a greater debt than ever before. Pretty soon, the nation is a debt slave to the international banks.
This process has played out repeatedly in Ibero-America, where nations have paid bank far more than they initially borrowed, yet owe more than ever. This the Venetian method, using financial warfare to bankrupt a nation, lending it money under the guise of helping, and then using more financial warfare to bankrupt it again, until the debt burden becomes so great that it cannot escape. What we here in the States call "loan-sharking" is based upon that concept.
The IMF is not your friend, it is the enforcer for the Venetian debt-slavery system. If you let it in, it will eat you alive.
We believe that the collapse is on, and that it will hit far faster than people imagine. That is part of the reason people are so opposed to the Obama health-care plan--the man who is supposed to be helping them is instead proposing to kill them, while protecting the international banks. The good news is that a political revolt has started, with Congressmen getting verbally battered in their districts on the health-plan issue, so much so that they and the President are basically going into hiding. A sea-change is occurring,now.
John Hoefle
Birgir Rúnar Sæmundsson, 17.9.2009 kl. 10:50
Góð spurning Lára, en Arnar (23) fer vel yfir þetta og ekki er víst að það sem kom fram í myndinni eigi svo mjög við okkur.
Sala Íslands finnst mér, að hafi á lýðveldistímanum, hafist með hermanginu og þá er spurningin: Hverjir voru í því?
Ingimundur Bergmann, 17.9.2009 kl. 10:51
Icesave-klyfjarnar eru e.t.v. 25% skuldanna. Aðalatriðið er ekki hvernig skuldirnar eru til komnar heldur að landið er skuldsett. þar með verður það auðveld bráð.
Að greina vandann er ekki það sama og að gefast upp, heldur forsenda þess að geta barist með árangri.
Sigrún Jónsdóttir segir:
"Sjálf verð ég að viðurkenna að ég lít á Perkins, sem enn einn ameríkanann sem er að reyna að græða..."
Á hverju byggist sú skoðun?
Rómverji (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:59
Kæri Rómverji....ég byggi þá skoðun mína t.d. á því að ef innan við helmingur af staðhæfingum Perkins væru "heilagur sannleikur", þá kæmi það svo við kauninn á einhverjum "glæpamanninum" að það væri fyrir löngu búið að drepa Perkins.....en nei hann flær óáreittur að halda fyrirlestra víðsvegar um veröldina, senda frá sér bækur og myndbönd....og græðir á tá og fingri.....hinn ódauðlegi ameríski draumur come true...
Sigrún Jónsdóttir, 17.9.2009 kl. 11:22
Arnar 23 og Ingimundur 29 spyrja um tengslin við það sem Perkins hefur fram að færa og sá fyrrnefndi bendir á, að ekki geti það hafa verið í gegnum ríkisstjórnina sem böðlarnir störfuðu því hún hamaðist við að borga niður skuldir þjóðarinnar. Þá er það bara spurningin hvort böðlarnir hafi ekki einfaldlega notað önnur meðul, eins og t.d. bankana sjálfa, sem voru veikasti hlekkurinn í keðjunni með fákunnandi, skammsýna og gráðuga bankamenn og svo algjörlega ófært fjármálaeftirlit og viðskiptaráðuneyti.
Sigrún Davíðsdóttir lýsti því ágætlega í sumar hvernig íslensku bankasnillingarnir og útrásarkjánarnir þekktust úr, því þeir voru þeir vitlausustu í klúbbunum og á börunum þar sem auðmenn söfnuðust saman. Þeir voru því auðveld bráð eins og smám saman er að koma í ljós. Eins mætti skoða snillinginn sem situr í bæjarstjórastjólnum í Reykjanesbæ, en það er ekki nóg með að sveitarfélagið sem hann stýrir sé með allt niður um sig fjárhagslega heldur einnig hann sjálfur. Getur verið að hann hafi fundið ráð til að koma einhversstaðar standandi niður?
Áttum okkur á því að það er vel þekkt í westurheimi hve Ísland er auðugt af orkugjöfum og auðlindum og örugglega langt síðan menn fóru að renna hýru auga hingað norður í Ballarhaf.
Grútur (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:24
Góður pistill Lára, ég tók mér bessaleyfi og tengdi hann inná Fésbókina mína!
Gunnar Þór Jónsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:27
Þegar herir stórþjóða eru byrjaðir að gera neyðarplön yfir það hvernig þeir geta tryggt sér nægilega mikið af "FEW" (Food, Energy & Water) þá ber manni að leggja við hlustir ef óeðlilega mikið er verið að sækjast í þessar auðlindir hjá okkur.
Vandamálið hlýtur að vera að mestu leiti það að við sem íbúar þessa lands myndum missa okkur ef stjórnmálafólkið segði allt í einu : "Við ætlum ekki að taka nein lán, harka þetta af okkur og almenningur mun þurfa að svíða fyrir en eftir 10 ár munum við enn halda í okkar sjálfstæði í orku og fæðuöflun"
Þó að sumum okkar finnist þetta vera rétta leiðin þá er kerfið einfaldlega þannig að slíkt þor er útlægt úr stjórnmálum því það jafngildir pólitísku sjálfsmorði að ætlast til einhvers af þegnum landsins annað en að þeir neyti og þiggji eins og það sé þeirra guðsgefni réttur.
Sömuleiðis virðist það vera okkur ómögulegt að hugsa til framtíðar þar sem við lifum svo mikið í núinu. Við viljum lausn í dag sama hvað það kostar. Verst er þó ef þessi kostnaður er það hár að í framtíðinni verði slökkt á orku til landsmanna því skuldirnar verða svo miklar að eina orkan mun fara í álbræðsluna.
Spyrjið ykkur sjálf af fullri alvöru hvort þið séuð tilbúin að skera niður í eigin lífi, draga úr því að líta á suma hluti sem ykkar rétt til þess eins að næstu kynslóðir geti búið hér á landi. Hef gert það sjálfur og niðurstaðan er mér ekki að skapi. Vandamálið er því ekki "Economic hitmen" heldur einstaklingar sem tala hátt en gera annars voða lítið þegar á reynir og vonast eftir lausnum frá öðrum en þeim sjálfum. Og að fórna einhverju, gleymdu því !!
Spurði sig einhver hvers vegna Magma keypti HS á meðan fleiri hundrð ef ekki þúsund milljarðar lágu inn á bankabókum hér á landi. Það eru til peningar fyrir þessu en engin til í að taka áhættu. Það segir meira en flestar heimildarmyndir um það hvar við erum stödd.
Örn Ingvar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:35
Ég bendi líka öllum á að lesa bókina 'Falið Vald' eftir Jóhannes Björn. Hann fer enn lengra í því að upplýsa hverjir standa á bak við það sem John Perkins er að segja frá í sínum bókum.
Ingibjörg Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:43
Þetta á eftir að versna mikið. Íslendingar eiga eftir að missa allar auðlindir sínar og verða arðrænd þriðja flokks þjóð þar sem spilling mun verða allsráðandi innanlands, sem hún þegar er orðin. Bráðum verður reynt að koma böndum á gagnrýni, þar með talið bloggið, samanber það sem ríkisskattstjóri er að gera varðandi gagnagrunninn um hagsmunatengslin.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.9.2009 kl. 11:45
Takk fyrir góðan pistil um óhugnanleg mál.
" Það sem Ísland á að gera, ef svo ólíklega vill til að Bretar og Hollendingar fallist ekki á fyrirvara okkar, er að vísa málinu fyrir dómstóla og í beinu framhaldi af því að henda AGS út og taka slaginn sjálf.
Sammála þessu.
Auður M (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:49
"Getur verið að eilífar frestanir AGS núna stafi af því að Jóhanna og Steingrímur neiti að spila með?"
Þetta er spurningin sem ég hef spurt sjálfan mig síðustu vikur, eins og sjálfsagt fleirri hafa gert.
Kæru Íslendingar! Við eigum í bullandi Sjálfstæðisbaráttu!!
VIÐ VERÐUM AÐ GRIPA TIL VARNA!!!!!!!
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:03
Það er frábært að sjá hvening þú nennir að setja þig inn í hlutina og koma þeim skilmerkilega á blað.
Það vita margir hvernig Suður Ameríka og Afríka hafa verið meðhöndluð undanfarna áratugi, en enginn nennt að hafa fyrir því (né hag af) að setja hlutina í samhengi.
Engin á von á að þessir sömu aðilar myndu reyna nein slík fólskubrögð á Vestur Evrópskri þjóð (Íslandi), eftir að Þýskaland gekk í gegn um harðindi eftirstríðsáranna.
Enginn virðist læra neitt. Sama staða er komin upp á Íslandi og með Suður Ameríku og Afríku. Sömu bolabrögðum er beitt til að Íslenska 'orkan' verði einkavædd eins og blóðugur olíuðnaðurinn í Suður Amerkíku og demantar Afríku. Auðvaldinu eru engin takmörk sett.
Engin þykist sjá neina samlíkingu. Er það tregða eða afneitun? Spyr sá sem ekki veit.
Takk fyrir samantektina Lára Hanna.
nicejerk (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:24
Arnar kemur með ígrundað innlegg í umræðuna í athugasemd #23 og auðvelt er að vera sammála mörgu sem þar kemur fram, en ekki öllu.
Það er ljóst að Bandaríkin hafa rekið neðanjarðar utanríkisstefnu um áratuga skeið. Þeir hafa búið til alla sína verstu óvini sjálfir frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá er sama hvort um er að ræða Noriega, Saddam Hussain, Osama bin Laden, að ekki sé talað um alla einræðisherrana sem CIA kom til valda og ríkisstjórn BNA hélt hlífiskildi yfir þrátt fyrir mannréttindabrot, vopnasölu og eiturlyfjaframleiðslu.
John Adams, sem var fyrsti varaforseti BNA og annar forseti, sagði að það væru tvær leiðir til að hneppa þjóð í ánauð. Annars vegar með vopnavaldi, hins vegar með skuldum.
Arnar veltir fyrir sér hvort efnahagsböðlar hafi verið að sniglast hér á árunum áður en nokkur sá efnahagskreppuna fyrir. Það þarf ekki að velkjast í vafa um hvað er að gerast hér. Það er verið að hneppa þjóðina í skuldaánauð.
Atlaga að þjóðum er ætíð bundin tækifærum. Vissulega eru slík tækifæri gjarnan búin til. Það voru engin tækifæri til að láta til skarar skríða hér fyrr en eftir fall. Fallið, og þar með talin tækifærin sem það skapaði, var heimatilbúið, en þegar Ísland síðan leitar til AGS, þá er búið að bjóða hættunni heim.
Í kjölfar falls alþjóðlega fjármálageirans hefur aukist áhugi á framleiðslugreinum. Ísland er auðugt af náttúruauðlindum. Vegna efnahagshrunsins hefur opnast tækifæri fyrir erlenda fjárfesta til að hasla sér hér völl. Það skal enginn velkjast í vafa um hverjar þeirra hvatir eru. Þeir ætla sér að græða, fyrir sig.
Magma Energy Corporation ætlar sér að ná ráðandi hlut í HS Orku. Það er yfirlýst stefna Ross Beaty, sem segir gróðafíkn vera það sem dregur hann fram úr rúminu á morgnana. Er það tilviljun að hans velgengni er fyrst og fremst í gegnum námufélög í Suður Ameríku?
Það er löngu búið að ganga frá öllum samningum um lánsfjármögnun á móti AGS láninu, þrátt fyrir það hefur afgreiðslu á hluta tvö af AGS láninu verið frestað ítrekað og er nú komið átta mánuði fram úr upprunalegum afgreiðslutíma. Á sama tíma hefur AGS haldið uppi kröfum um himinháa stýrivexti, sem gagnast eingöngu þeim sem eiga hundruð milljarða í krónubréfum sem greiddir eru vextir af í gjaldeyri. Á sama tíma blæða heimili og innlend félög vegna sligandi dráttarvaxta og okurvaxtastefnu.
Hvers vegna hefur þessi dráttur orðið á afgreiðslu annars hluta AGS lánsins? Getur verið að Bretar og Hollendingar hafi þar hönd í bagga vegna Icesave? Það er margt sem bendir til þess.
Ég er sammála Arnari að það væri sorglegt ef við ætluðum að setjast niður skælandi yfir að vera fórnarlömb alþjóðlegra efnahagsböðla. Við eigum að standa keik og bjóða þeim birginn. Því þótt við séum að súpa seyðið af framgöngu íslenskra efnahagsböðla, þá trúi ég því að þeir hafi skapað tækifæri fyrir alþjóðlega efnahagsböðla til að láta til skarar skríða með markmið um að arðræna Ísland um aldur og ævi.
Sigurður Ingi Jónsson, 17.9.2009 kl. 12:34
Hvað er hægt að gera til að opna lokuð eyru og augu? Takk Hanna Lára, þú stendur þig frábærlega.
Arndís Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:44
Kærar þakkir Lára Hanna! Við þurfum virkilega að vera á varðbergi. Ég sá hluta af myndinni í gær, og þar var allt of margt líkt því sem hefur verið og er að gerast hér. Reyndar fannst mér myndin illa unnin, en það breytir engu um innihaldið. Vonandi sofum við ekki svo fast að við getum ekki vaknað!
Stefán Gíslason, 17.9.2009 kl. 12:55
Ég held að samsærið sé orðið mun umfangsmeira en John Perkins lýsir. Hér á landi var farið mjög lymskulega að hlutunum. Það þurfti ekkert að múta einum eða neinum, vegna þess að hér voru allir tilbúnir að taka við erlenda stórfyrirtækinu. Það þurfti ekki heldur lán frá IMF, þar sem erlendir stórbankar voru tilbúnir að lána. Þetta eru sömu erlendu stórbankarnir og eru búnir að mergsjúga ríkissjóði landa allt í kringum okkur ýmist með beinum framlögum eða í gegnum banka í hverju landi fyrir sig.
Tók fólk eftir því hve illa settir stóru bankarnir virtust vera í fyrra haust? Bandarísku risa bankarnir þóttust þurfa framlag frá alríkisstjórninni eftir að vera búnir að sjúga til sín stóran hluta af lausa fé banka í Evrópu og Asíu. Stjórnendur þeirra borguðu sér í leiðinni háa kaupauka. Það var ekki fyrr en Obama sagði kaupaukunum stríð á hendur, að menn þurftu allt í einu ekki á hjálpinni að halda! Þetta snerist ALDREI um að bankarnir væru illa settir. Þetta snerist um það, hve mikinn pening væri hægt að kreista út úr stjórnvöldum án þess að gefa neitt eftir af kaupaukum. Efnahagsböðlarnir réðust að Bandaríkjunum, þegar illa gekk að blóðmjólka önnur ríki. Og það gekk svo glimmrandi vel að 1.400 milljörðum USD var dælt inn í risafyrirtækin. Já, 1.400 milljörðum USD.
Og hvað er að gerast hér á landi? Ríkið er búið að lofa 6, 7 eða 800 milljörðum vegna Icesave, 1.200-1.400 milljarðar fóru í að verja innistæður, 200 milljarðar í peningasjóði og 200 milljarðar í Seðlabankann. Þetta er allt gert í nafni björgunaraðgerða, en eru þetta "björgunaraðgerðir"? Hverjum er verið að bjarga? Fjármagnseigendum! Þetta eru enga björgunaraðgerðir. Þetta eru aðgerðir til að tryggja að við verðum föst með klyfjarnar. Ríkisstjórnin virðist með skipulögðum hætti vera að koma þjóðinni í þrældóm erlendra fjármagnseigenda. Eða þannig sé ég það. Ég er alveg viss um að Tómas hjá Alcoa og Rannveig hjá Ísal telja sig vera að vinna landinu gott. En meðan við erum ekki að fara í framkvæmdirnar með innlendu fjármagni, þ.e. eiginfé þjóðarinnar, þá erum við að gangast "efnahagsböðlunum" á hönd. Hver einasta stórframkvæmd, sem unnin er upp á erlenda krít, en nýr myllusteinn um háls þjóðarinnar.
Það getur vel verið að þörf sé á nýjum atvinnutækifærum, en þau verða að verða til án aukninga á erlendum skuldum. Vilji erlend stórfyrirtæki reisa hér verksmiðjur, þá verður að fjármagna þær frmakvæmdir með eiginfjárframlagi viðkomandi fyrirtækja til íslenska hluta þess. Ekki með nýju erlendu láni. Sama á við um nýjar virkjanir. Við verðum að byggja þær fyrir innlent fjármagn. Ef innlent fjármagn er ekki til, þá verðum við að bíða þar til það er til.
Marinó G. Njálsson, 17.9.2009 kl. 13:17
Enn hvað er til ráða? Við stöndum frammi fyrir gífurlegum þrýstingi af hálfu AGS, Breta, Hollendinga og fleiri aðila. Eini stuðningurinn sem við fáum er frá Færeyjum.
Erum við tilbúinn að taka afleiðingum af því að segja nei, við ætlum ekki að fara að ykkar leik reglum?
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 13:36
Alltaf er hægt að treysta því að einhver eins og Arnar komi fram og verji þá tvo flokka sem keyrðu okkur í kaf. Hann "gleymir" því hverjir það voru sem einkavinavæddu bankana, sveltu eftirlitsstofnanir eða lögðu niður, rýmkuðu reglur og lækkuðu skatta og með þeim aðgerðum var búinn til sá jarðvegur sem olli hruninu. Sá fáránlegi málflutningur að halda því fram að ríkissjóður hafi verið "skuldlaus" og þar með ríkið er lúmskt og villandi bókhaldsbragð.
R-listinn sem réð hér í Reykjavík notaði sömu aðferð við að telja okkur trú um á tímabili að borgarsjóður væri skuldlítill með því að færa skuldir frá borgarsjóð yfir á fyrirtæki og stofnanir borgarinna sem þegar upp er staðið breytir engu með endanlega ábyrgð borgarsjóðs. Landsvirkjun er á heljarþröm vegna skulda ásamt mörgum öðrum stofnunum og fyrirtækjum ríkisins og á endanum er það ríkið sem þarf að borga. Ríkið á allar þessar stofnanir og fyrirtæki og fólk má ekki láta það villa sér sýn að þó einn sjóður í eigu ríkisins sé "skuldlítill" þá er ekki þar með sagt að fjárhagsleg byrði og ábyrgð ríkisins sé minni.
Það er nefnilega ekki hægt að standa upp á kassa og hrósa sér yfir litlum skuldum í einum sjóði ef búið er að skuldsetja upp í topp allt annað sem viðkomandi ber á endanum fjárhagslega ábyrgð á.
Karl Löve, 17.9.2009 kl. 13:50
takk Lára Hanna. flottur pistill. Afhverju ættu þeir að haga sér eitthvað öðruvísi við okkur en hina?
Guðrún Indriðadóttir, 17.9.2009 kl. 14:12
Sá hluta af þessari mynd Perkins og ofbauð að sjálfsögðu. Nú höfum við- bara hér á þessu bloggi- séð nægar sannanir fyrir efnahgsbrotum nafngreindra manna og umræðan hitnað í nokkra daga. Síðan hafa komið nýjar upplýsingar um sömu menn og aðra slíka og þá er fyrri umræðan gleymd. Svona hefur þetta gengið mánuðum saman. Spurningin er ekki lengur um spillingu og yfirhylmingar, fyrir því eru hundruð staðfestinga. Spurningin er aðeins þessi: Hvenær höfum við rætt nóg og hvenær förum við að taka málin í eigin hendur? Hvenær hættum við að láta stjórnmálamenn og fjárglæframenn meðhöndla okkur eins og sláturfé? Hér þarf greinilega byltingu og hvar er foringinn?
Árni Gunnarsson, 17.9.2009 kl. 14:13
Nákvæmlega.....hvenær ætlum við að slíta okkur frá tölvunum og gera eitthvað.
Hér þarf algera byltingu, úthreinsanir allstaðar, en það vantar sameiningartákn fyrir fólk.
Einnig þarf boðskapurinn þarf að komast út fyrir bloggsíðurnar, það er ekki allur almenningur hér í þessum litla takmarkaða bloggheimi.
Hefði fyrir löngu átt að vera kominn í gang "áróður" (finn ekki betra orð...) og skipulögð samtök.
það verður aldrei byggt upp réttlátt og sjálfstætt samfélag nema að byrja frá grunni....erum við of miklar gungur til að takast á við verkefnið ???
ÆTLUM VIÐ AÐ TAPA LANDINU Í HENDUR ERLENDRA, GRÁÐUGRA AUMINGJA, VEGNA GUNGUHÁTTS ????
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 15:39
Takk kærlega, Lára Hanna, fyrir dugmikla baráttu. Þú ert frábær.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 16:52
Takk fyrir þetta Lára hanna. Það erum við öll sem seldum Ísland, við sem alltaf höfum treyst sama gjörspillta óþjóðalýðnum sama hversu augljóst sukkið hefur verið og flestir stærstu þjófnaðirnir hafa verið gerðir fyrir opnum tjöldum. Hver er t.d. ástæðan fyrir því að fólk er reiðubúið til þess að kjósa mann sem tróð framseljanlegum aflahlutdeildum upp á þjóðina svo m.a. hann og fjölskylda hans gæti grætt risafjárhæðir á kostnað þjóðarinnar? Þetta er eitt lítið (en rándýrt) dæmi um það sem við höfum látið yfir okkur ganga, en lærðum við af reynslunni? Ég er að reyna það, en gengur því miður illa.
Þórður Már Jónsson, 17.9.2009 kl. 17:07
Þetta má nú vægast sagt kallast kaldhæðni örlaganna.
Fyrst er bönkunum bjargað og fjármagnseigendum, einungis til að þeir geti haldið áfram að sópa að sér eignum almennings. Bönkunum er bjargað með almannafé, en það er ekki nóg, því bankarnir ráðast síðan á heimili fólks (fólkið sem bjargaði bönkunum!!!), gerir heimili og fyrirtæki upptæk, einungis í eigin þágu en um leið eys eymd yfir landslýðinn.
Fjármagnseigendunum var einnig bjargað í sömu andrá, einungis svo þeir gætu haldið áfram iðju sinni óáreittir, en geta keypt nú bara allt saman ódýrar, því ráðamenn 'ráða' á meðan landslýðurinn á bara að 'hlýða'.
Þetta minnir mig eitthvað á dæmigert verk frá Laxness.
Óhugnanlegt.
nicejerk (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 18:25
Staðan er í sjálfu sér ekki flókin. Okkur er hótað að ef við verðum ekki þæg, borgum skuldir okkar með auðlindum þjóðarinnar og hunskumst inn í ESB verðum við Kúba norðursins. Ef við hins vegar hlíðum verðum við Jamaica norðursins.
Hver er munurinn???
Jú, Kúbanir eru skítblankir en þeir eiga eyjuna sína og sykurreyrinn sem á henni vex.
Jamaicabúar eru líka skítblankir en eru auk þess leiguliðar í eigin landi, þar sem allt sem er einhvers virði á Jamaica er í eigu útlendinga.
Af þessu tvennu vel ég frekar Kúbu.
Haraldur Rafn Ingvason, 17.9.2009 kl. 19:30
Og allt byrjaði þetta með Kárahnjúkavirkjun,sem er samkvæmt formúlunni eins og hún var útlistuð í þættinum.
Já mikil er ábyrgð þeirra sem kosið hafa til valda XD og XB.
Margrét (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 19:48
Þúsundir útlendinga, aðallega Pólverjar, vinna hér störf sem Íslendingar eru of fínir til að vinna, til dæmis í fiskvinnslu og verslunum. Geti Pólverjar unnið þessi störf geta Íslendingar það einnig. Og hér væri ekkert atvinnuleysi ef Íslendingar væru ekki of fínir til að vinna í þessum atvinnugreinum.
Og nú hreinsa Pólverjar málningarsletturnar af húsum "útrásarvíkinganna" hér.
Gengi íslensku krónunnar var alltof hátt í nokkur ár, til dæmis fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna hér, og það gat engan veginn staðist til lengdar. Ekki heldur um 80% hækkun á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu á örfáum árum. Því er eðlilegt að verðið lækki nú um nokkra tugi prósenta og Íslendingar geta búið í leiguhúsnæði, eins og aðrar þjóðir gera í stórum stíl.
Íslendingar fóru tugþúsundum saman til útlanda á hverju ári út á falskt gengi krónunnar og eyddu þar gríðarlegum fjárhæðum í skemmtanir, á Strikinu og í Mall of America. Og mörg þúsund Íslendingar keyptu sér stóra og dýra jeppa. "Ekkert út og afganginn eftir minni."
Og erlent ræstingafólk þreif hér hundruðum saman upp skítinn eftir Íslendingana, stofukomma sem aðra. Og gerir enn.
Þorsteinn Briem, 17.9.2009 kl. 20:53
Steini Briem; Mikið andskoti fer það í taugarnar á mér þegar fífl eins og þú skrifa um hluti sem þú ausjáanlega veist minna en ekkert um. Hér hafa verið fluttir inn þrælar í stórum stíl frá Póllandi þar á meðal. Þetta er gert af siðlausum glæpahundum og þrælapískurum sem kalla sig "atvinnurekendur". Ég veit um mýmörg dæmi þess að íslendingum var sagt upp störfum til að ráða þessa vesalings þræla því á þeim er hægt að brjóta alla samninga sem hægt er. Að auki er þetta fólk hýrudregið með því að tekin eru af því allskonar gjöld sem í mörgum tilfellum standast ekki eða er ekki skilað á réttan stað.
Næst áður en þú gjammar eins og illa alinn hvolpur skaltu muna kínverska máltækið sem hljómar svo; "Það er betra að halda sér saman og vera TALINN heimskur heldur en að opna munninn og taka af allann vafa."
Karl Löve, 17.9.2009 kl. 21:25
Þakkir Lára Hanna , enn og aftur !
Það er ekkert gert hér í opinberum afskiptum, kaupum eða framkvæmdu, öðruvísi en að einhverjum er borgað !
Sprurningin er bara hver er það sem tekur við og hversu há er upphæðin !
Hvað er upphæðin há sem Björgun er að borga pólitíkusum, borgarfulltúum og embættismönnum fyrir að eyðileggja strandlengjuna í kringum Reykjavík ?
JR (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 21:38
Karl Löve. Það þarf að flengja þig á Austurvelli, svo afturendinn á þér verði enn rauðari en hann er nú þegar, elsku kallinn minn! Og þína líka í leiðinni í góðri kippu, svo undan svíði!
Útlendingar eru hér þúsundum saman í störfum sem Íslendingar vilja ekki vinna, til dæmis fiskvinnslu, verslunum og ræstingum. Geti útlendingar unnið þessi störf og lifað á þeim, geta Íslendingar það einnig, þar á meðal þú og þín fjölskylda. Og öll getið þið leigt íbúð, gengið í vinnuna eða tekið strætó, í stað þess að safna spiki.
Og loksins verið sannir kommúnistar!
Þorsteinn Briem, 17.9.2009 kl. 21:40
Baugur,hrossaræktarfélag, 17.9.2009 kl. 21:54
Sæl Lára Hanna,
takk fyrir frábæran pistil og þrotlausa baráttu.
Það var ég sem seldi Ísland. Ég kynnti mér ekki málin eins og borgaraleg skylda mín bauð mér. Ég var of upptekin við að eignast börn, ala þau upp, koma húsi yfir þau, hlýða þeim yfir, lesa sögur fyrir þau, skutla þeim í tómstundir svo þau yrðu ekki dópistar, halda húsinu við, reyna að hafa tíma fyrir World Class til að halda mér við, elska konuna( ostar, rauðvín o. sv. fr.), sinna mömmu, pabba og tengdó, mæta í fermingar og önnur fjölskylduboð.
Svo hrundi tilveran haustið 2008.
Ég taldi mig góðan borgara en ég brást. Sérstaklega er það sárt að átta sig á því núna að þjófarnir eru búnir að vera að þvælast um landið mitt allan tímann sem ég hef verið til staðar.
Uppvakningar eins og ég skilja hvað er í gangi. Vandamálið er að það eru svo margir sem sofa vært ennþá. Eins og Árni, #47, bendir réttilega á þá erum við búin að ræða málin vel og lengi. Núna er þörf á kröftugu trúboði. Hvernig við komum því á koppinn án fjármagns frá Wall Streat er vandamálið. Það er það vandamál sem við þurfum að leysa. Fyrr gerist ekkert.
Gunnar Skúli Ármannsson, 17.9.2009 kl. 23:10
Karl Löve: Raunar er þetta ekki Kínverskt máltæki, heldur tilvitnun í Abraham Lincoln. Svorna rétt til að halda því til haga. Annars einkennilegt þegar mest liggur við að fara að ráðast á kverkar hver öðrum, þegar ógnir steðja að. Kynþátta og þjóðernisofstæki, er ekki akkúrat svarið við því sem að steðjar. Sýndu meiri þroska.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.9.2009 kl. 23:16
Það eru óhugnanleg hvað Ross J Beaty, aðalkallinn í Magma á mikil tengsl í fyrirtækjum sem vilja sölsa hér allt undir sig, eins og Jón Steinar bendir á m.a. Það þarf ekki mikið að gúggla til að finna tengsl.
Sjálf hef ég skrifað talsvert um þetta og ef þið skoðið pistlana mína og smellið á linkina þar, er auðvelt að finna tengslin.
Mér finnst óhugnanlegt að stjórnvöld virðast ekkert vera að kanna sögu þessara aðila og vinna neina grunnvinnu. Hvað er eiginlega í gangi?
Hér er pistill um Magma:
http://maggadora.blog.is/blog/maggadora/entry/942419/
Chinalco er hluti af Chinaminmental sem var upphaflega Northern Peru Copper og var í eigu Ross J Beaty eiganda Magma. Þetta voru og eru risar í námurekstri og auðlindatöku og ætla sér að verða stæstir í orkuiðnaðinum í heimininum. Þetta er sami grauturinn í sömu skálinni.
Hér um stórfyrirtæki sem ætla að eignast Ísland.
http://maggadora.blog.is/blog/maggadora/
en það er samkrull á milli kanadamanna og kínverja sem á sér langa sögu, en mikið af stórauðugu kínversku fólki flúði til Kanada þegar byltingin var í Kína. Ég hef komið til Vancouver í Kanada og þar er mikið af ríkum kínverjum eins og sést þar líka á byggingastílnum víðast hvar.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.9.2009 kl. 23:39
Ég held Jón Steinar að þú ættir að læra að lesa áður en þú ferð að kommenta á eitthvað. Hvernig og hvar þér tekst að lesa kynþátta eða trúarofstæki út úr mínum orðum er þitt litla leyndamál. Ég finn nefninlega til með þessu þrælum sem hingað eru fluttir af íslenskum þrælahöldurum. Auðvita er til nokkuð af fólki sem hefur flutt hingað en ég hélt að ég þyrfti ekki að stafa þetta ofan í fólk. Ég veit nákvæmlega um hvað ég er að tala en þegar þetta er nefnt þá er það svo einkennilegt að fólk hleypur upp til handa og fóta.
Allt í einu skiptir engu máli þær íslensku fjölskyldur sem missa framfærslu vegna þessa en í staðinn er hrópað eins og heimskingjar um fordóma og annað bull. Orð þín eða annarra skipta engu máli í þessu sambandi því veruleiki þessa íslenska fólks breytist ekkert við það.
Um þetta einkennilega fyrirbæri Steinar er eingöngu eitt að segja; ekki eyðandi orðum í hann.
Karl Löve, 17.9.2009 kl. 23:49
Vera erlendra vekamanna hér virðist fara í taugarnar á þér kallinn minn og þú virðist jafnvel telja það höfuðvandann að fólk af öðru þjóðerni sé að taka vinnuna frá þér. Annars sé ég ekki hvernig í ósköpunum þetta umræðuefni getur spunnist úr því, sem hér er um rætt og greinin vísar til. Ef þú ert svona upptekinn af þessu, þá legg ég til að þú tjáir þig skýrt um þetta á eigin bloggi og ræðir það þar. Með fullri virðingu annars.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.9.2009 kl. 00:02
Lásí er nú Löve,
latur vill ei Möve,
karlinn er í krapi,
og kúlulánasnapi.
Þorsteinn Briem, 18.9.2009 kl. 00:32
Núna virðist fólk vera að átta sig á hversu illa er komið fyrir okkur, ég er algjörlega sammála Marinó Njálssyni #43. Það er samt gott að fólk virðist vera að vakna af djúpum svefni. Núna er tíminn til þess að láta heyra í sér og gera eitthvað í málunum. Það er alltaf jafn gaman að hitta þig, takk fyrir síðast.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.9.2009 kl. 01:19
Allir una við, hreina loftslagið, engin þörf á að menga.
Fólk er kann sér hóf, ekkert græðgiskóf, hér er nóg handa öllum.
Ef þú sérð inn á við, inn á æðra svið, munt þú heyra sönginn fagra.
Nú er lag, nú er lag.
Kveikjum nýja elda, kveikjum strax í dag.
- höf: Hljómsveitin Hjálmar
Björg F (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 01:56
Sæl Lára Hanna, Ég verð bara að votta þér virðingu mína fyrir frábært og óeigingjarnt starf við að upplýsa okkur og fræða og vita máttu að fleiri gátu ekki hamið tárin og enn situr kökkurinn í hálsinum sem og römm beiskjan í munninum.
En það er fyrir fólk eins og þig sem maður getur ennþá haldið í vonina. Hafðu mínar bestu þakkir
Hulda Haraldsdóttir, 18.9.2009 kl. 02:35
Mikið hrikalega höfum við verið bláeygð, alltaf tilbúin að halda að við fáum einhverja sérmeðferð. Af því við séum svo SPES og ekki eins vitlaus og óupplýst og hinar þjóðirnar sem hafa látið fara illa með sig!
Við erum ekkert spes og það eru ýmsar auðlindir sem hægt er að ásælast. Ergo-þær verða mergsognar þar til ekkert er eftir.
Sammála Marinó líka, við verðum að gera allt til að þurfa ekki erlend lán! Finna aðrar lausnir. Ekki meir!
Afþökkum alla frekari "aðstoð" AGS og stöndum í lappirnar sjálf!!
Landa (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.