Upplýsingar og gagnsæi - lífsnauðsyn

Ein af forsendum þess að unnt verði að gera upp hrunið og takast á við afleiðingarnar er að upplýsingar séu aðgengilegar og gagnsæi í þjóðfélaginu eins og best verður á kosið. Leynd og launung þjónar aðeins þeim sem hafa eitthvað að fela eða eru kannski með eitthvað misjafnt á prjónunum sem ekki má vitnast. Um daginn skrifaði ég pistil - Kerfisbundinn blekkingarvefur? - sagði þar frá hugbúnaði Jóns Jósefs Bjarnasonar og sýndi ótrúlegar tengslamyndir úr honum. Nokkrum dögum seinna var skrúfað fyrir upplýsingar hjá embætti Ríkisskattstjóra. Yfirlýsingar voru gefnar á báða bóga og málið virtist í hnút.

Fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað mjög um hugbúnað Jóns Jósefs (IT ráðgjöf og hugbúnaðarþjónusta ehf.) sem sýnir tengsl milli eigenda og stjórnarmanna fyrirtækja á Íslandi. Hugbúnaðurinn getur á mjög einfaldan og gagnsæjan hátt teiknað upp eignarhald fyrirtækja á Íslandi. Hann er því mikilvægt tæki til að greina krosseignartengsl, samþjöppun valds, sem var ein af ástæðum bankahrunsins. Það kom því mörgum á óvart þegar lokað var á aðgang Jóns Jósefs að gagnagrunni Fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra sem hugbúnaðurinn byggir á.

Jón Jósef í Kastljósi 14. september 2009

 

Það mál er nú leyst. Eins og fram kom í kvöldfréttum fjölmiðlanna í gær og á vefsíðum þeirra sendi Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu undir kvöld:

"Að undanförnu hefur verið til umfjöllunar á opinberum vettvangi ósk forráðamanns IT Ráðgjafar- og hugbúnaðarþjónustu ehf. um að fá aðgang að gagnagrunni fyrirtækjaskrár. Ríkisskattstjóri taldi nauðsynlegt m.t.t. eðli gagnagrunnsins og fyrirhugaðar starfsemi, að afstaða Persónuverndar þyrfti að liggja fyrir.

Nú þegar afstaða Persónuverndar er ljós ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að forráðamaður hlutaðeigandi félags fái umbeðinn aðgang að uppfylltum viðeigandi öryggis- og formkröfum. Reiknað er með að unnt verði að ganga frá því á næstu dögum og skráin þá gerð aðgengileg.

Þá vill ríkisskattstjóri taka fram að öll verkfæri sem nýst geta eftirlitsaðilum og þar með skattyfirvöldum til að auðvelda störf þeirra og jafnframt við að stuðla að gagnsæi í viðskiptum og til að upplýsa um krosseignatengsl, eru mikils virði."

Hópur fólks sem vinnur að auknu gagnsæi upplýsinga fundaði með Jóni Jósef seinnipartinn í gær og niðurstaðan var sú að fá Skúla á fund með hópnum í gærkvöldi. Skúli skýrði fyrir hópnum þær ástæður sem lágu að baki þess að lokað var fyrir aðgang Jóns Jósefs að Fyrirtækjaskrá sem voru í stuttu máli þær, að embætti ríkisskattstjóra vildi hafa allt á hreinu og sýna ábyrgð. Enginn þrýstingur eða annarlegir hagsmunir hefðu legið þar að baki.

Skúli bað Jón Jósef afsökunar á ummælum sínum í fyrri tilkynningu og áréttaði að Jón Jósef hefði hvorki brotið lög né reglur og ekki gert neitt rangt. Þeir Skúli og Jón Jósef tókust í hendur og sættust heilum sáttum.

Ljóst var af framgöngu ríkisskattstjóra að hann er mjög meðmæltur gagnsæi upplýsinga svo framarlega sem farið er að lögum og mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess framvegis. Hann er áhugasamur um gagnagrunn Jóns Jósefs og þeir ætla að funda um framhaldið á mánudag.

Hér handsala þeir Skúli ríkisskattstjóri og Jón Jósef sættir í gærkvöldi.

Skúli Eggert Þórðarson og Jón Jósef Bjarnason handsala sættir - Ljósm.: Lára Hanna Einarsdóttir

Viðbót: Bendi á tvo nýja pistla um gagnsæi eftir Egil Jóhannsson og Hjálmar Gíslason.

Jón Jósef og Egill Jóhannsson í Silfrinu 20. september 2009

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Takk fyrir þetta fréttaskeyti, Lára Hanna.  Ég vissi ekki af þessum fundi, og það gleður mig að sjá að Ríkisskattstjóri og Jón Jósef hafa tekist í hendur, og eru sáttir. 

Gott mál.  Ríkisskattstjóri fær auka prik frá mér við þetta.

Einar Indriðason, 20.9.2009 kl. 01:06

2 identicon

Ekkert fær mig til að trúa því að Skattrannsóknastjóri sé ekki að vinna fyrir þá sem réðu hann til starfa (X-D) annars hefði hann haft samband við persónuvernd og spurt hvort ekki væri allt í lagi með gagnagrunnsgérðina.

Tryggvi (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 01:19

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já sko mína, orðin fréttaljósmyndari líka, alltaf að bæta á sig blómum!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 01:41

4 identicon

Lara Hanna.

Thu ert snillingur. Thakka fyrir thetta.

Islendingur (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 01:54

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi kemst Jón Jósef að grunni spillingarinnar, og hvernig hún kom sér fyrir í hverjum krika stjórnkerfisins og embættismannakerfisins.  Vonandi verða aðgerðir og málaferli sem refsa öllum sem græddu á spillingunni.  Fyrr verður ekki friður né sátt hérna á Íslandi.  Við verðum að fá réttlætinu fullnægt, allstaðar þar sem það var brotið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2009 kl. 02:11

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er spenntur fyrir að sjá krosstengslakortið yfir stjórnir lífeyrissjóðanna. Ég fullyrði að það verður sprenging, þegar það birtist. Kvótatengslanetið verður einnig ansi fróðlegt. Nokkuð ljóst að einhverjar siðareglur og lög hafa verið sveigð eilítið þar.  Þetta verður einhverskonar röntgenmynd af spillingunni. Svo þegar meinið verður opinberað, þá er að fara í aðgerðina. Líklegast verður það sóðalegt en gerspillt stjórnvöld geta svosem komið í veg fyrir það. Annað eins hefur nú sést undanfarið.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.9.2009 kl. 03:25

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk

ps

http://www.youtube.com/watch?v=b-zHf9iGy94

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.9.2009 kl. 03:39

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eitt takk til.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.9.2009 kl. 05:04

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

tek undir með Magnúsi Geir.

Brjánn Guðjónsson, 20.9.2009 kl. 06:21

10 identicon

Eitthvað hefur skattstjóri orðið hræddur um launin sín eftir að hafa ráðist á Jón Jósef og tekið afstöðu með þeim sem lagt hafa þjóðfélagið í rúst. Allt í einu var enginn sem bakkaði hann upp eins og hann hélt fyrst.

Þessi sinnaskipti skattstjórans eru gjörsamlega fáránleg miðað við það á undan er gengið. Skil ekki af hverju Jón J. krefst þessi ekki að skattstjóri víki úr starfi, enda augljóslega brotlegur í starfi, samanber ólöglega fréttatilkynningu hans um persónulega hagi Jóns J.

Jón Jónsson eða þannig (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 10:00

11 identicon

Góð frétt . Er orðin til ný fréttastofa ? Fréttastofa Láru Hönnu ?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 10:00

12 identicon

Miðað við áður útgefnar stóryrtar og hrokafullar yfirlýsingar Ríkisskattstjóra, þá kemur mér virkilega á óvart hve 'auðmjúkur' 'hann er' (lesist 'virðist vera') og afsakar sig gagnvart Jón Jósef. Mig grunar helst að Ríkisskattstjóri hafi skyndilega dottið niður á jörðina með okkur hinum og séð að sér.

En afsökunarbeiðnin og persónulegt handarband við Jón Jósef segir einnig sitt, svo það setur mann í þenkjandi stellingar varðandi Skúla. Er hann þessi fína persóna eða bara skúrkur sem kann virkilega að spila á lýðinn? Kannski hefur starfið stigið honum til höfuðs og hégóminn orðið algerlega takamarka- og sambandslaus?

Einungis tími mun geta lagað/sannað hið raunverulega eðli Skúla. Hann rústaði sjálfum sér á augabragði en þarf núna langan tíma til að byggja upp trúnað að nýju.

Að svo stöddu, þá finnst mér að Skúli hafi sannað að hann eigi að fá tækifæri á að sanna sig, þökk sé afsökunarbeiðni og handarbandi.

Vinnustaðaeftirlit ætti samt að dekka skrifstofur Ríkisskattstjóra einnig, því andrúmsloftið breyttist þar all skyndilega þegar Skúli tók við af Indriða. Starfsumhverfi opinberra stofnana ætti ekki að geta breyttst á einni nóttu, einungis vegna þess að nýr yfirmaður kemur þar að. 

nicejerk (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 11:08

13 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þessi tilkynning vekur fleiri spurningar en hún svarar eins og títt er um það sem leynt á að fara og er gruggugt.

1. Hvaða ógagnsæi hópur er þetta?

2. Ríkisskattstjóri hafði lýst Jón Jósef þjóf og skattsvikara hvernig "útskýrði" skattstjórinn fyrir leynihópnum að ekkert rangt væri við að vera þjófur og skattsvikari.

3."Ljóst var af framgöngu ríkisskattstjóra að hann er mjög meðmæltur gagnsæi upplýsinga" með því að lýsa valda menn þjófa og skattsvikara en aðra ekki?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.9.2009 kl. 11:25

14 identicon

Réttlætið sigrar að lokum

Grétar Eir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 12:21

15 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Mikið er það ánægjulegt að málið skyldi fá farsælan endi.  Ég er ekki viss um að margir í stöðu ríkisskattstjóra hefðu kyngt því að þurfa að skipta um skoðun og sjá ljósið þrátt fyrir fyrri og fljótfærnislegar yfirlýsingar.  Skúli Eggert er maður að meiri og ég veit að hann sér hve mikilvæg vinna Jóns Jósefs er.  Auðvitað.  Og auðvitað vill ríkisskattstjóri að farið sé eftir lögum og reglum, - það er skiljanlegt.  Það sem er illskiljanlegt er hve langan tíma það tók persónuvernd að afgreiða málið.

 Nú er málið leyst og öll dýrin í þessum skógi, að minnsta kosti, vinir.

Bergþóra Jónsdóttir, 20.9.2009 kl. 12:31

16 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Lítil glufa opnaðist vegna spurningar minnar nr. 1 í Silfri Egils áðan.

Eftir standa spurningar nr. 2 og 3.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.9.2009 kl. 13:21

17 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Mín skoðun er að fyrirætlanir Jóns um að fara að rekja tilfærslur og tengingar í sölu kvóta hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Það eru örugglega töluvert margir sem hafa engann áhuga á að þau viðskipti verði gerð opinber. Viðskipti sem leiddu til þess að verð á óveiddu þorskkílói fór upp í 4000 krónur - meðan meðalverð á fiskmarkaði fyrir þetta sama kíló var á bilinu 200 - 270 kr!

Reiknum smá: 4000/250=16 sem merkir að það þarf að veiða kílóið 16 sinnum til að hafa upp í kaupverðið. Þá loksins, eftir 16 ár áttu kílóið og getur farið að græða á að veiða það.

Ef hins vegar helmingur aflaverðs fer til skipta og helmingur til útgerðar þá tekur það útgerðina 32 ár að eignast umrætt kíló.

Geggjaður bissness, ekki satt 

Haraldur Rafn Ingvason, 20.9.2009 kl. 14:08

18 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Dæmið miðast að sjálfsögðu við að ekki sé neinn annar kostnaður við útgerðina...

Haraldur Rafn Ingvason, 20.9.2009 kl. 14:12

19 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir og til hamingju með þína aðkomu að þessu máli.

Hrannar Baldursson, 20.9.2009 kl. 17:49

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég mæli með því Lára Hanna að þú opnir sjálfstæða bloggsíðu og seljir auglýsingar að henni ;)

Óskar Þorkelsson, 20.9.2009 kl. 20:48

21 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Lára Hanna er enn mikilvægasti bloggarinn á Mbl. Hún leggur svo mikla vinnu í skrif sín að varla er trúandi að hún geri neitt annað. Hún, á eigin vegum, er einn mikilvægasti gagnrýnandi hins svokallaða hruns. Þar sem skrif hennar eru svona vönduð og víðlesin gengur hún mjög nærri sjálfum Agli Helgasyni að völdum í umræðunni. Takið eftir völdum.

Mig minnir að sagt hafi verið í Silfrinu í gær að þeir sem kæmust til valda vildu hafa allt leindó.  Ég svosem kannast við þetta síðan ég var í barnaskóla.

Því miður virðist mér þessi orð ætla að hrína á Láru sem öðrum. Hún vill ekki svara spurningum mínum.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband