22.9.2009
Raðáfallastreituröskun
Er til eitthvað sem heitir raðáföll? Orðið finn ég að minnsta kosti ekki í orðabók. En íslensk þjóð hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru undanfarið ár og ósköpunum ætlar ekki að linna. Ef rétt reynist dynur enn eitt áfallið yfir þjóðina einhvern næstu daga. Holdgervingur hrunsins endurborinn. Fjölmargir hafa tjáð sig um málið og það er fróðlegt að sjá hvað sjónarhornin eru margvísleg. Lesið t.d. Illuga, Guðmund, Egil Helga, Björgvin Val, Ómar Ragnars, Andrés og söguskoðun Páls Baldvins. Svo heyrast líka mjóróma raddir eins og þessi en þær virðast vera ansi fáar.
Áfallastreita og áfallastreituröskun er ekkert grín. Þegar eitthvað kemur fyrir fólk er umsvifalaust boðin áfallahjálp. En íslenska þjóðin hefur ekki fengið neina áfallahjálp á þessu ári raðáfalla sem engan enda ætla að taka.
Ég neita að trúa því að Óskar Magnússon dembi enn einu áfallinu yfir þjóðina af fúsum og frjálsum vilja. Ég held að þetta sé eitthvað trix - afsprengi hins sérstaka skopskyns Óskars sem hann er þekktur fyrir. Láta skína í að einn aðalhöfundur og arkitekt hrunsins taki við Mogganum. Hann er að hræða úr fólki líftóruna svo það verði alsælt og dauðfegið þegar rétt nafn á nýja ritstjóranum verður gefið upp og taki honum fagnandi. Er það ekki, Óskar? Enda veit Óskar sem er, að hann ræður engu ef Davíð verður ráðinn ritstjóri. Davíð er ekki vanur því að lúta stjórn annarra.
Verður þetta tónninn í Reykjavíkurbréfunum á næstunni?
Klappliðið og viðhlæjendurnir einu áskrifendurnir?
Gunnar, skopmyndateiknari á Fréttablaðinu, hlýtur að vera forspár.
Eða hefur þetta verið svona um ómunatíð!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er gott að það er komið nafn á slenið sem hrjáir mann, Raðáfallastreituröskun.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.9.2009 kl. 00:13
svona verður þetta Lára Hanna...................hef aldrei haft efasemdir um það......það er húmor í Hádegismóum
Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2009 kl. 00:14
Þetta er spuni til að vekja athygli og halda fókusnum á kaffistofu-umræðunni næstu daga á því hver verður næsti ritstjóri Morgunblaðsins(sem ég hef mína kenningu um;)). Sannið til, hver sem verður ráðinn um leið og um 40 manns missa vinnuna á Mogganum(og falla í skuggan af ráðningunni), verður þannig að fólk andvarpar af fögnuði yfir því að myrkrahöfðinginn af Svörtuloftum skuli ekki hafa fengið stólinn.
Reyndr skil ég þessa brottvikningu Ólafs ekki því þó að Sjálfstæðismenn hafi viljað refsa honum fyrir skoðanir hans á ESB, þá er maðurinn búinn að vera að breyta Mogganum hægt og rólega úr flokksblaði yfir í fjölmiðil og því glapræði að eyðileggja það starf.
AK-72, 22.9.2009 kl. 00:22
Ansi er hún góð myndin hans Gunna.
Emil Hannes Valgeirsson, 22.9.2009 kl. 00:31
Ertu nú ekki farin að fabrikka svolítið núna og búa til hasar? Hvernig í ósköpunum getur það orðið þjóðinni áfall ef Davíð Oddsson verði næsti ritstjóri Moggans?
Katrín, 22.9.2009 kl. 01:18
Þetta er svo sannarlega nafn við hæfi! Ég held hins vegar að engin von sé til þess að hjálpin komi ofan frá. Við verðum að finna hana í hverju öðru. Ég bíð eftir að almenningur þjappi sér aftur saman og opinberi kröfur sínar um réttlæti og mannsæmandi kjör. Allir þeir sem mættu á slíkar aðgerðarsamkomur vita að aðeins þar er áfallahjálpar að vænta fyrir íslenska þjóð.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.9.2009 kl. 02:42
Ég get ekki séð að það skipti einu einasta máli hver verður ritstjóri Moggans svo framarlega sem honum tekst að selja yfir 80.000 eintök á dag, komi Fréttablaðinu á hausinn (og helst Stöð 2 líka), útiloki að Ísland gangi í ESB, auki fylgi Sjálfstæðisflokksins upp í 70% og láti loka á alla goggara sem eru ekki já-arar.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 03:06
If you're going through hell, keep walking.
- Winston Churchill
Jón Ragnarsson, 22.9.2009 kl. 08:38
Ætli maður segi þessum kvótasnepli ekki upp, stóð til hvort eð er.
Páll Baldvin komst einkar vel að orði í blogginu sínu um þetta hersetublað, sem ávallt hefur fylgt hersetunni á ríkisstyrkjum, Danskt, þýskt, og svo elti það rassgatið á Bretum og síðan varð það Kanasnepill í nokkra áratugi, en er núna kvótasnepill. Það er nú við hæfi að nýta sér annars ágætt bloggið þeirra þar sem maður er hvort eð er búinn að borga dýru verði, núna síðast 3,5milljarða í afskriftir af skuldunum.
Jón Þorvarðarson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 08:57
Serial Post Traumatic Stress Disorder. Jáhá, þegar maður var að dunda sér í sálfræðináminu þá datt manni svo sem ekki í hug að lenda í einhverju þessu líkt. Raðáfallastreituröskun skal það heita að vera íslendingur þessa dagana.
Baldvin Björgvinsson, 22.9.2009 kl. 09:15
Það var Eyjan sem "skúbbaði" þessari frétt í gærkvöldi. Ef þetta reynist lygi og einhver skollaleikur í gangi þar sem Eyjan hefur látið nota sig til að gera 90% af þjóðinni vansvefta þá læt ég endanlega verða af því að þurka eyjan.is út úr mínum netrúnt.
Jón Halldór Eiríksson, 22.9.2009 kl. 09:17
Hið stóra áfall er að óvandað fólk skuli hafa nýtt sér hrunið til að reyna að afhenda gömlu nýlenduveldunum Ísland. Mogginn var sérlega ósvífinn áróðurssnepill þessa auma liðs og það er sama hver þar tekur við, ástand Mogga getur ekki orðið verra en það er.
Hvað Davíð varðar er hans þáttur í hruninu stórlega ofmetinn, þó svo hann kunni að hafa gert aðrar skammir fyrr. Hann er þó ekki Evrópukvislingur. Það skiptir máli nú.
Hulda G. (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 09:40
Þetta er í rauninni svo lygilegt. Eins og léleg sápuópera að fylgjast með fréttum þarna að ofan. Munurinn er að það er allt fullt af svona J.R.-um.
Einar Hansson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:04
Byltingin hefst 1.okt við setningu alþingis, hvet alla til að mæta á austurvöll og láta í sér heyra
Steinar Immanúel Sörensson, 22.9.2009 kl. 10:31
Góð ræða hjá Davíð. En sé ég betur nú en áður hversu rétt hann hefur fyrir sér.
Halla Rut , 22.9.2009 kl. 10:47
Við viljum styttu af Davíð. Hópur í stofnun á Facebook, allir að skrá sig. Allir alvöru leiðtogar hafa fengið ásjónu sína steypta í brons. Sjáið bara Stalín, Lenín, Maó, og Saddam. Það er róandi að setjast niður í kyrrsælum garði og horfa á styttur. Ekkert betra meðal er til við áfallastreituröskun.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 11:05
Hvað er að gerast ? Þvi er smjörklípu hent í okkur núna? Afhverju er verið að dreifa athyggli okkar með svona þvættingi? Er verið að selja Landsvirkjun á meðan við lítum í átt að Hádegismóum !!!!
EKKI líta uppeftir, það er örugglega eitthvað að gerast niður frá á meðan !!!!!!!!!!
Hildur (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 11:07
Davíðsópið er með betra skópmynudm sem ég hef séð.
Úrsúla Jünemann, 22.9.2009 kl. 11:46
Að sjálfsögðu þarf Mafían að hafa sinn herra við stjórnvölinn á eina fjölmiðli sínum. Annað vantaði nú bara. Umræðunni ÞARF að stjórna og þar stóð fyrri ritstjóri sig alls ekki nógu vel. Leyfði jafnvel blaðinu að verða örlítið "frjálst og óháð" - allt slíkt er eitur í beinum sjálfstæðismanna. Þ.e.a.s., frelsi er bara fyrir ÞÁ SEM ÞEIR VELJA - ekki okkur hin. Það sést best á kvótagjöfinni til útvalinna, bönkunum og símanum. Nú er verið að útdeila orkunni og næst verður það vatnið.
Margrét (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 12:03
Ný-yrði bera vott um góða íslenskukunnáttu og í raun mun meira auðgandi. við vorum ekki hönnuð fyrir íslenska tungumálið heldur var íslenska tungumálið hannað fyrir okkur.
Rað-áföll er því hið besta mál.
Brynjar Jóhannsson, 22.9.2009 kl. 14:46
Legg til að allir mæti niðrí Seðlabanka og heimti að þeir taki Davíð aftur.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:26
Annars finnst mér, grínlaust, alveg með ólíkindum hvað Davíð Oddson hefur gríðarleg áhrif í þessu þjóðfélagi. Jafnvel þegar hann er ekki að gera neitt og hefur engin völd þá þarf ekki annað en að einhver nefni hann á nafn og ... voila ... alveg um leið er Davíð númer eitt frétt í öllum fréttatímum og allt verður vitlaust í goggheimum.
Samt er um algjörlega óstaðfestan orðróm að ræða.
Það er eins og það verði ein allsherjar hópáfallastreituröskun í íslensku þjóðfélagi bara við það eitt að heyra eða lesa nafnið "Davíð Oddson".
Mikið hlýtur Davíð að finnast þetta fyndið.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.