Mjór er mikils vísir

Ég þekki hann lítið sem ekkert, hef hitt hann tvisvar og þótti mikið til hans koma. Hann sagði sögu sína og ég horfði opinmynnt á hann og trúði varla mínum eigin eyrum. Nú hefur hann tekið til sinna ráða og ég óska honum, litlu fallegu fjölskyldunni hans og öðrum í sömu sporum alls hins besta. Takið eftir honum og baráttu hans. Um leið og við styðjum baráttu hans, styðjum við okkur öll. Samstaða og samheldni eru lykilorðin. Hann hefur nefnilega alveg rétt fyrir sér þegar hann segir að... "Í krafti fjöldans getum við allt."

Áfram Gandri!

Í krafti fjöldans getum við allt - DV 22.9.09

Guðmundur Andri Skúlason í Kastljósi 23. september 2009

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það verður áhugavert að fylgjast með þessu máli.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2009 kl. 03:40

2 identicon

Við verðum að standa saman, við sjáum það næstum daglega að stórar upphæðir eru afskrifaðar hjá elítunni/mafíu.
Réttlætið verður að ná fram að ganga.. og við verðum að losa okkur við mafíósana sem eru með skítuga fingurnar í öllu á landinu OKKAR.
Það er löngu tímabært að við gefum þeim fingurinn.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 07:44

3 identicon

Einn mafíósinn Ólafur Ólafsson ku hafa verið að kaupa bíl upp á litlar 55 milljónir og borgað út í hönd. Sennilega hlær hann bara að okkur þegar hann gefur allt í botn úti í Evrópu.   

Stefán (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 10:14

4 Smámynd: Sjóveikur

það er ekki nóg að fylgjast með, þetta fjallar um að standa með og saman ! og ég tek undir með Láru, ÁFRAM Gandri og hans fjölskilda !!!

Rétt er Rétt og ekkert annað er Rétt !!!

Kveðja, sjoveikur

Sjóveikur, 23.9.2009 kl. 10:27

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Það er alveg nauðsynlegt að eiga svona sjálfstætt hugsandi fólk hér á landi eins og Guðmund ofl. sem hafa sett spurningamerki við afgreiðslu stjórnvalda á uppgjöri vegna hrunsins gagnvart skuldkýfingum og svo almenningi. Það er ágætt að fólk taki sig til og sýni fram á að réttaríkið og lögfræðilegar túlkanir á rétti og ábyrgð gagnvart fjárhagslegum skuldbindingum eru mismunandi eftir því hver á í hlut. Það er óásættanlegt og fínt að Guðmundur standi upp fyrir og með fjöldanum. Ég styð hann í þessu.

Anna Karlsdóttir, 23.9.2009 kl. 10:47

6 Smámynd: Gerður Pálma

Löngu tímabært, 100% stuðningur. Það þarf að taka allt kerfið svona,eitt og eitt mál í einu.

Icesave sama mál, þjóðin á að mótmæla því dæmi öllu með málsókn, Icesave er vandi ríkisstjórna 3gja þjóða og lausn þess þarf að vera tekin á allt annarri forsendu en þeirri að almenningur á Íslandi taki á sig að borga.  Hvernig væri t.d. að taka dæmið útfrá ´almenningi allra þessara landa´ Þá myndi upphæðin á hvern einstakling breytast verulega. Þessi samningur er lögleysa.

Gerður Pálma, 23.9.2009 kl. 11:06

7 identicon

Vil taka undir orð Guðmundar, en því miður virðist það vera svo, að fólk vilji láta aðra troða slóðina fyrir sig, á meðan það tekur því rólega í eldhúsinu heima, og býður eftir að brautin sé greið, það nennir ekki að berjast fyrir rétti sínum, og er það sorglegt.

Flykkið ykkur um baráttu þessa manns, því að "Í krafti fjöldans getum við allt."

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:25

8 identicon

Við stóðum á Austurvelli í allan fyrravetur , svo það er ekki hægt að segja að við bíðum eftir að aðrir sjái um samstöðuna fyrir okkur .

Nú erum við búin að skrá okkur hjá Gandra og stöndum með honum , í því sem gert verður .

Áfram Gandri og félagar .

Kristín (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband